Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 Stiörnur fyrri ára leika í Hafnarfirði í kvöld Pétur Pétursson tekur þátt í vítaspyrnukeppni í hálfleik Vígsluleikur hjá Haukum í kvöld kl. 20 íer fram vigsluleikur nýja grasvallarins hjá Haukum á Hvaleyrarholtinu. Þó svo völlurinn hafi nú verið í notkun i hartnaer heilt ár hefur enn ekki farið fram opinber vigsluleikur. Knattspyrnu- félagið Haukar átti 50 ára afmæli i aprilmánuði og þvi þótti tilvalið að setja leikinn á í tengslum við þann merkisatburð. Liðið. sem mætir Haukum á fimmtudag, er skipað valinkunnum knattspyrnumönnum, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið á hátindi ferils síns á árunum um og upp úr 1970. Þessi kjarni leikmanna náði m.a. markalausu jafntefli við Dani hér heima á Laugardalsvellinum 1970 og síðan lagði það Norðmenn að velli 2—0. Útvarpsmaðurinn snjalli, Hermann Gunnarsson, skoraði bæði mörk íslands i þeim leik. t H.ltsrk drr <\t .. J ' /'(/V i/l' ... Vítaspyrnusérfræðingurinn Pétur Pétursson. Unga kynslóðin fær góo tækifæri Það er einmitt Hermann, sem hefur valið þetta lið, sem þessa dagana gengur undir nafninu „Stjörnulið Hemma Gunn“. Flest- ir munu kannast við nöfnin, sem hér fara á eftir, en leikmenn eru eftirtaldir: Þorbergur Atlason, Fram, Sigurður Dagsson, Val, Hermann Gunnarsson, Val, Ellert B. Schram, KR, Þorsteinn Frið- þjófsson, Val, Jón Stefánsson, IBA, Skúli Ágústsson, ÍBA, Kári Árnason, ÍBA, Elmar Geirsson, Fram, Magnús Torfason, ÍBK, Einar Gunnarsson, ÍBK, Karl Hermannsson, ÍBK, Guðni Kjart- ansson, ÍBK, Björn Lárusson, ÍA og Anton Bjarnason, Fram. Auk þessa stórleiks verður boð- ið upp á merkisviðburð í leikhléi. Þa mun knattspyrnusnillingurinn Pétur Pétursson hjá Anderlecht etja kappi við „vítakóng Austur- lands", ólaf Jóhannesson, þjálfara og leikmann Einherja og fyrrum Haukamann. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá Pétur Péturs- son áður en hann byrjar að leika með sínu nýja félagi. Haukavöllurinn skartar nú sínu fegursta og er vafalítið einhver glæsilegasti grasvöllur landsins um þessar mundir og er ekki að efa að margir munu leggja leið sína á Hvaleyrarholtið á fimmtu- dag. Aðgangseyrir er sá sami og er í 2. deildinni. í Knatlspyrna | Stjörnuliöið 50 ÁRA afmælisleikur Hauka og vígsluleikur gras- valiarins á Hvaleyrarholti, fimmtudaginn 9. júlí 1981, kl. 20. Haukar gegn stjörnuliði Hemma Gunn (landsliðs- kappar fyrri ára). Þeir gerðu garðinn frægan á ár- unum 1%5—1970, gerðu m.a. jafntefli 0—0 við Dani á Laugardalsvellinum 7. júli 1970 og sigruðu Norðmenn þar 13 dögum siðar 2—0. Liðið sklpa eftirtaldir: Hermann Gunnarsson Sigurður Dagsson Þorsteinn Friðþjófsson Ellert B. Schram Anton Bjarnason Þorbergur Atlason Jón Stefánsson Skúli Ágústsson Kári Árnason Eimar Geirsson Björn Lárusson Einar Gunnarsson Guðni Kjartansson Magnús Torfason Karl Hermannsson Vítaspyrnukeppni í hálf- leik milli Péturs Péturssonar og vítaspyrnusérfræðings Au8tfjarða, óla Jó, Hauka- mannsins og Einherjans. Til rnikils að vinna fyrir þá yngstu HVAÐ sem ölium afreksiþróttum og afstöðu fólks til þeirra liður, þykir það viðeigandi að böm og unglingar hafi að einhverju ákveðnu marki að keppa. fyrir utan aðalmarkmiðið, sem er að taka þátt og stæla likama og sál i heilbrigðu iþróttastarfi. Frjálsíþróttasambandið hefur leitast við að koma á auknum samskiptum við Norðurlandaþjóð- irnar í þessu tilliti og orðið nokkuð ágengt. Síðar í sumar, nánar tiltekið í endaðan ágúst og byrjun septem- ber fá best krakkarnir tækifæri til að spreyta sig í eftirtöldum mót- um: 21.—23. ágúst Andrésar and- ar-leikarnir í Hróarskeldu i Dan- mörku. Þangað munu fara tvær stúlkur og tveir drengir, fædd 1969 og 1970 ásamt fararstjóra. Danir greiða allan uppi- haldskostnað. 5.-6. september Donald Duck-leikarnir í Kongsberg í Nor- egi. Þangað er boðið fjórum þátt- takendum á aldrinum 13 — 14 ára ásamt fararstjóra. Norðmenn greiða fargjald aðra leið fyrir hópinn svo og uppihaldskostnað. • Yngsti keppandinn i Alafosshlaupinu, sem fram fór um síðustu helgi, fær sér hressingu þegar í mark var komið. Enn um „rangstööumark" ÍBÍ Katnandi manni er best að lifa varð mér að orði þegar ég las Athugasemdargrein J.J. á íþróttasíðu Mbi., þar sem hann reynir að draga í land og vigta að nýju ómakleg ummæli sin um dómara leiks Reynis og ÍBÍ, Grétars Norðfjörð, með því að vitna til umsagnar minnar i DB. og spyr hvort nokkur munur sé þar á. J.J. er með öðrum orðum að iæða þvi að lesendum að við séum sammála um dómgæzlu Grétars, — en best er að láta úrklippurnar tala og leggja f mat lesenda, hvort J.J. fari alls kostar heiðarlega að. Mbl: „Domari leiksins var Grétar Norðfjörð og setti hann mikinn svip á leikinn með ofnotkun á flautunni. Flautaði hann nánast i tíma og ótima, oft þannig. að sá hrotlegi hagnaðist á dómnum, er til dæmis upphlaup voru stöðv- uð.“ DB: „Nokkur harka færðist i leik- inn við markið, en Grétar Norð- fjörð dómari blés óspart i flautu sína, — bældi niður hörkuna." Jæja, sjáið þið muninn? En svo er J.J. karlinn mér alveg ósammála á öðrum stað. Það er varðandi markið sem ÍBÍ skoraði, en það er vegna þess að ég var sjálfur á línunni og því ekki við öðru að búast. Skarplega athugað. Já, í því liggur munurinn, — ég var í eins góðri aðstöðu og hægt var, fylgdi aftasta manni varnar- innar eftir,— eða öllu heldur stóð kyrr eins og hann og gat því auðveldlega séð að um rangstöðu var ekki að ræða. Athugum svo hvernig þú, J.J., lýsir aðdragand- anum að markinu. „... að gefin var löng sending þvert yfir völlinn og fram á Harald Leifsson, sem var inn undir markteig Reynis og skallaði hann í bláhornið uppi“. Sem gamall út- og miðherji Reynis ætti J.J. þótt ekki sé hann kominn á raupaldurinn að muna hve oft hann skaust inn fyrir varnarmennina, á meðan LÖNGU sendingarnar voru á leiðinni. Mörk J.J. voru gild, vegna þess að hann hafði tvo mótherja milli sín og endamarkanna, þegar knettin- um var spyrnt, rétt eins og Haraldur Leifsson í umræddu atviki. Rangstöðureglurnar hafa ekki breyst síðan J.J. var og hét, spilandi í Reyni. Mig furðar mikið, að jafn sann- ur, réttsýnn, hlutlaus og heiðar- legur íþróttaskrifari og J.J. er að eigin mati, skuli ekki hafa fundið hvöt hjá sér til að spyrja dómara eða línuvörð um atburðarásina, fyrst hann efaðist um hvort mark- ið væri löglega skorað. Heldur lætur hann nægja að ganga í raðir áhorfenda, „sem voru í hvað bestri aðstöðu" og lætur svör þeirra gilda sem hið eina rétta svar. Undarlegt hvað J.J. hittir á alla sammála, en sjálfur hefur hann enga skoðun á málinu. Var til- gangurinn kannski aðeins sá að fá fram skoðanir sem voru til þess fallnar að koma höggi á starfs- menn leiksins? Hafi J.J. verið sárt um að Reynisliðið fengi á sig mark, átti hann að leita að mistökunum í varnarleik, en ekki í störfum dómara og línuvarða. Rætur meinsins liggja þar. Honum væri nær að taka í hnakkadrambið á v-bakverðinum sem hafði yfirgefið sitt athafnasvæði og miðverðinum og tugta þá til fyrir að fylgjast ekki með Haraldi svo að honum gafst tóm til að skora, — en hrópuðu rangstaða, til að reyna að bjarga sínu skinni. Undir hrópin tók J.J. síðan, á sinn hátt og sumar setningar hans eru bergmál þess Reynismanns sem verst lét bæði í og eftir leik, vegna um- rædds atviks. En mitt í allt hlutleysi og réttsýni J.J. gerast nokkrir áhorf- endur svo djarfir að efast um niðurstöður J.J. og falslausar dyggðir sem íþróttaskrifara, þá ætlar hann alveg að ærast, sem og „Sandgerðingur" einn á lesenda- síðu Mbl. Þau skrif dæma sig reyndar sjálf og eru talandi dæmi um menn sem félagsástin hefur svipt allri dómgreind. Að endingu vonast ég til þess að sjá þig J.J. á næsta leik Reynis. Stígðu þá út úr bílnum í brekk- unni, — taktu ofan gleraugun, þú veist, — síðan skulum við stilla okkur upp í albestri aðstöðu og horfa á leikinn frá sama sjónar- horni. Verði ég hins vegar á línunni veit ég að þú stendur á bak við mig, því hver er ber að baki nema sér bróður eigi. Magnús Gislason. — emm 12.—13. september Kalle Anka-leikarnir í Karlstad í Sví- þjóð. Þangað fer ein stúlka og einn drengur, fædd á árunum 1967 eða 1968 ásamt með fararstjóra. Svíar greiða fargjald aðra leið og uppi- haldskostnað. í þessum þrem ofantöldu mót- um má hver keppandi taka þátt í tveimur keppnisgreinum. Þátttak- endur af Islands hálfu verða valdir um næstu mánaðarmót að loknu MI 14 ára og yngri, sem haldið verður á Selfossi 25.-26. júlí nk. Aðalfundur HK Ilandknattleiksfélag Kópa- vogs heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 14. júlí 1981, kl. 20.00 að Hamrahorg 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.