Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1981
47
Öruggur sigur Fram,
í meistarakeppni KSI
FRAM lagði Val að velli 1:0 í
meistarakeppni KSÍ á Laugar-
dalsvelli í gær eftir að hafa
leitt leikinn í leikhléi. I>að var
Marteinn Geirsson sem skoraði
mark Fram úr vítaspyrnu á 16.
mínútu leiksins eftir að Sævar
Jónsson hafði stu^Kað óIonleKa
við Halldóri Arasyni inni í
vítateÍKnum. Framarar voru
hetri aðilinn allan tímann ok
léku oft á tiðum laKleKan sókn-
arleik ok var sÍKur þeirra K«Kn
slökum ok áhuKalitlum Vals-
mönnum fyllileKa verðskuldað-
ur þó mörkin yrðu ekki fleiri.
Fyrri hálfleikur var ákafleKa
tíðindalítill ef frá er skilið mark
Fram og gott færi þeirra í lok
hans. Á 16. mínútu leiksins kom
há sending inn í vítateig Vals-
manna og stukku þeir Sævar
Jónsson og Halldór Arason upp,
en Sævari varð það á að stugga við
Halldóri og Magnús Pétursson
dómari dæmdi þegar vítaspyrnu,
sem Marteinn skoraði örugglega
úr. Á 43. mínútu kom löng sending
Fram
Valur
1:0
inn á vallarhelming Valsmanna og
tveir Framarar eltu knöttinn, en
Ólafur Magnússon markvörður
kom vel út á móti þeim og tókst að
spyrna knettinum frá. Hann
hrökk til Péturs Ormslev, sem
skaut þrumuskoti að markinu,
Ólafur varði, en náði ekki að halda
knettinum, sem hrökk út til Hall-
dórs Arasonar, en skot hans rat-
aði í utanvert hliðarnetið.
Á 54. mínútu skallaði Viðar
Þorkelsson að marki Vals, en
Ólafur náði að slá knöttinn í slá og
yfir. Nokkru síðar átti Viðar svo
góða stungu inn á Guðmund
Steinsson, en Ólafur varði skot
hans. Rétt á eftir skaut Njáll í
hliðarnet Frammarksins úr
þröngu færi og hinum megin
skallaði Halldór naumlega fram-
hjá og síðasta hættulega skot
leiksins átti Magni Pétursson, en
það geigaði eins og svo mörg
önnur.
Landsliðið á Húsavík
VÖLSUNGAR úr 2. deild mæta
íslenska landsliðinu i knatt-
spyrnu i vináttuleik á Húsavik i
kvöld og hefst leikurinn klukk-
an 20.00. Guðni Kjartansson
landsliðsþjálfari mætir með
sterkasta kjarna sem völ er á úr
hópi heimamanna. en Völsung-
arnir styrkja hins vegar lið sitt
með tveimur fyrrverandi Hús-
vikingum, Helga Helgasyni og
Kristjáni Olgeirssyni, Helgi frá
Víkingi og Kristján frá ÍA.
Asgeir mætti á
sína fvrstu æfingu
ÁSGEIR Sigurvinsson mætti á
sína fyrstu æfingu með Bayern
Miinchen, vestur þýska meistara-
liðinu i knattspyrnu, á mánu-
dagsmorguninn, en þá var þjálf-
arinn Pal Csernai kominn með 23
manna hóp sinn i æfingarbúðir
til Sonthofen í Ölpunum. Ásgeir
gat litið beitt sér á æfingunni,
aðeins skokkað léttilega með,
enda ekki búinn að ná sér af
meiðslum þeim er hann hlaut i
hné í siðasta leik sínum með
Standard Liege i vor.
Marteinn Geirsson skoraði mark
Fram úr vitaspyrnu.
Framarar voru betri aðilinn og
léku oft góðan sóknarleik, sem
þeir Pétur Ormslev, Viðar Þor-
kelsson og Steinn Guðjónsson áttu
mestan þátt í. Þá var Marteinn
Geirsson traustur að vanda. Með
leik sem þessum virðist Framliðið
á réttri leið og er greinilega óhætt
að treysta ungu mönnunum.
Valsliðið var á hinn bóginn
óvenju slakt, sóknin ráðleysisleg
og barátta með minnsta móti. Þeir
Sævar Jónsson og Ólafur Magn-
ússon voru þeir einu sem risu upp
úr meðalmennskunni og verður
liðið greinilega að fara að sækja
sig ef það ætlar að ná einhverjum
árangri í sumar. HG
Utimótið í hand-
knattleik á grasi!
íslandsmótið i handknattleik
utanhúss fer fram daganna
5—16 ágúst. að þessu sinni
veröur mótið haldið á grasi og
þykir mörgum það eflaust góð
tilbreyting, en síðustu árin hef-
ur mótið verið haldið á malbiki.
bykir mörgum það heldur leiðir
íþróttavellir fyrir utan þá
hættu sem fylgir þvi að hrasa á
slíkum velli. Mótið verður hald-
ið einhvers staðar i Laugar-
dalnum og mun landsliðið skip-
að leikmönnum 21 árs og yngri
sjá um framkvæmd þess. Munu
þeir hirða ágóðann ef einhver
verður til þess að fjármagna
ferð til Portúgals i desember,
en þar fer fram HM fyrir þann
aldursflokk.
Buið að brjota tæp-
lega ársgamla reglugerð
Útimarkaður
Ilandknattleiksdeild FH
gengst fyrir útimarkaði á apó-
tekstúninu við Strandgötu á
morgun, föstudag. Markaðurinn
stendur yfir frá kl. 2 til 20.00.
Margt eigulegra muna verður til
sölu. Meistaraflokkur FH í hand-
knattleik notar þessa leið til
fjáröflunar fyrir utanferð sna til
Danmerkur i ágústmánuði.
MEISTARAKEPPNIN i knatt-
spyrnu fór fram i gærkvöldi á
Laugardalsvellinum, en þá mætt-
ust að venju íslandsmeistarar og
bikarmeistarar siðasta árs. Hug-
myndin með þessum pistli er að
kvabba dálítið út af framkvæmd
þessa leiks.
Hann átti að fara fram 10. júní,
en var frestað til kvöldsins í gær
vegna beiðni Valsmanna, sem fóru
fram á frestun vegna strangs
leikja-„prógramms“ um þær
mundir. Framarar vildu ekki
frestun, en mótmæli þeirra voru
ekki tekin til greina. Þá telur
undirritaður sig hafa örugga vitn-
eskju fyrir því að vallaryfirvöld
hafi einnig verið því mótfallin að
fresta leiknum þrátt fyrir að
slæmt ástand vallar hafi verið
nefnt sem ein ástæða fyrir frest-
uninni. Nú, en ástæður Vals-
manna eru ekki til umræðu, því
þær eru í sjálfu sér góðar og
gildar. Það sem er hins vegar til
umræðu, er reglugerð KSÍ um
meistarakeppnina, reglugerð sem
ekki er orðin ársgömul, en er
þegar búið að brjóta. Á ársþingi
KSÍ 1980 var samþykkt sérstök
reglugerð fyrir leik þennan og
stendur þar meðal annars: „Leik-
urinn skal fara fram fyrri hluta
júní og skal leikið á grasi." Virðist
hafa verið hinn mesti óþarfi að
berja saman reglugerð ...
— KK-
Austur-Þjóðverjar sigruðu
í tíu greinum af tuttugu
1500 metra hlaupi á 3:47,22. Frank
Emmelmann sigraði í 100 metra
hlaupinu á 10,33 sekúndum, Detl-
eff Michel sigraði í spjótkasti með
kast upp á 88,48 metra, Werner
Schildhauer sigraði í 10.000 metra
hlaupi á 28:21,58 mínútum, Matt-
hias Schmidt sigraði í kúluvarpi á
19,40 metrum og austur-þýska
sveitin í 400 metra boðhlaupi
hljóp á 39,03 sekúndum.
Hollendingurinn Coen Gijsebers
sigraði í 400 metra hlaupinu, hljóp
á 45,80 sekúndum og er það
hollenskt met. Tékkarnir Jan
Leitner og Miroslav Kodejs sigr-
uðu í sínum greinum. Leitner varð
hlutskarpastur í langstökki, stökk
8,06 metra, en Kodejs bar sigurorð
af keppinautum sínum í 400 metra
grindahlaupi, hljóp á 49,47 sek-
úndum.
Annars var það einna mark-
verðast að í stangarstökkinu sigr-
aði Patrick Desruelles frá Belgíu
með 5,30 metra stökk. Frakkinn
Thierry Vigneron, sem nýlega
setti heimsmet í stöng, varð að
láta sér nægja 5,20 metra, eða jafn
hátt stökk og gildandi íslandsmet
í greininni. Emil Puttemans frá
Belgíu sigraði í 5000 metra hlaupi,
hljóp á 13:50,27, hins vegar sigraði
ítalinn Mariano Scartezzini í 3000
en
Roland Steuk frá Austur-
Þýskalandi sigraði í sleggjukasti,
lengsta kast hans var 74,73 metr-
ar, en í enn einni hlaupagreininni,
110 metra grindahlaupi, sigraði
landi hans Thomas Munkelt, hljóp
á 13,55 sekúndum. Einn Þjóðverj-
inn enn, Bernhard Hoff, bar sigur
úr býtum í 200 metra hlaupinu,
tími hans var 20,92 sekúndur.
Janus skorar
JANUS Guðlaugssun var í
miklu stuði er lið hans, Fortuna
Köln, hóf undirbúning sinn
fyrir næsta keppnistimabil með
leikjum gegn áhugamannalið-
unum GW Nippes og DS Duer-
en. Fortuna lék Nippes sundur
og saman og sigraði 12—0.
Skoraði Janus tvivegis i leikn-
um. Verr gekk að afgreiða
Dueren. en sigur hafðist þó að
lokum. 2—1. Kom Janus þar
einnig við sögu, skoraði fyrra
mark Fortuna Köln.
AUSTUR-býskaland og ítalia
höfnuðu í tveimur fyrstu sætun-
um í þeim riðli undanúrslitanna i
frjálsum iþróttum. sem keppt var
í við Villeneuve d'Asch í Frakk-
landi um siðustu helgi. Tryggðu
þjóðirnar sér þar með sæti í
úrslitakeppni Evrópukeppninnar
sem fer fram i Belgrad i Júgó-
slaviu dagana 15.—16. ágúst.
Austur-Þjóðverjarnir sterku
gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í
helmingi þeirra greina sem keppt
var í, eða tíu af tuttugu. Fengu
þeir 143 stig, en ítalir hins vegar
125 stig. Þær þjóðir sem voru í
þriðja og fjórða sæti, Frakkland
með 109 stig og Tékkóslóvakía
með 95,5 stig, eiga enn möguleika
á því að komast í lokakeppnina,
því sérstök keppni fyrir 3.-4.
sæta-liðin fer fram í Aþenu í
Grikklandi. Efstu liðin úr þeirri
keppni komast til Júgóslavíu þrátt
fyrir frammistöðuna um helgina.
Þess má geta, að Holland, Dan-
mörk, Belgía og Grikkland voru
einnig meðal keppenda í þessum
riðli, Belgía hafnaði í fimmta sæti
með 80,5 stig, Holland í sjötta sæti
með 63 stig, Grikkland í sjöunda
sæti með 57 stig og loks Danir í
áttunda sæti með 44 stig.
Meðal afreka á mótinu í Frakk-
landi má fyrst geta nokkurra
þeirra sem Austur-Þjóðverjarnir metra hindrunarhlaupi, en hann ___________________________________ _ ___________
voru að baki. Olaf Bayer sigraði í skokkaði vegalengdina á 8:24,30 _ .. n . . . . , . . . „ .... ,
• Góður tími náðist f 110 metra gnndahlaupi. bar sigraði Thomas Munkelt, hljóp á 13,55 sek.
1 1 # * II IH
11 m w ■ m ai* i$i