Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 48

Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 48
Síminn á afgreiðslunm er 83033 JttflrjjitnMatsifo FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 Flugleiðir hf. taki breiðþotu í notk- un vorið 1982 - segir bandarískt ráðgjafarfyrirtæki „A FLUGLEIÐINNI yfir Norftur- Atlantshaf teljum við hrntugast að nota breiðþotu ok ég tel að Flug- leiðir eÍKÍ að nota tækifærið núna (>K kaupa notaða breiðþotu, en þær fást nú á ótrúleKa Iúku verði.“ saKði I)ixon Speas í samtali við Mb!.. en hann er forstjóri handariska ráð- Kjafarfyrirtækisins Aviation Con- sultinK. sem tekið hefur saman skýrslu um rekstur FluKleiða á Norður-Atlantshafsleiðinni. Dixon Speas telur að á næstu misserum muni stóru fluKfélögin breyta stefnu sinni í farujaldamál- um ok hækka þau þar sem þau sjái sér ekki lengur fært að bjóða fargjöld lanRt undir kostnaðarverði á flugleiðum yfir Norður-Atlants- hafið. Telur hann betri tíma fram- undan á þessari flugleið og að FluKleiðir standi þar traustum fót- um þrátt fyrir erfiðleika um þessar mundir. Þess vegna eigi fyrirtækið að fara út í breiðþotukaup og taka hana í notkun vorið 1982. Viðræðum fulltrúa íslands og Luxemborgar um stuðning við Flugleiðir lauk í Reykjavík í gær og mun Steingrímur Hermannsson leggja til við ríkis- stjórn íslands áframhaldandi stuðn- ing, en Luxemborgarmenn munu ákveða sig eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Sjá nánar á bls. 3. Hvalvertíðin gengur vel IIVALVERTÍÐIN hefur gengið var að semja við Verkalýðsfélagið Ijómandi vel það sem af er vertíð- inni ok hafa veiðst 124 lanKreyður og 1 húrhvalur. sagði Magnús Gunnarsson hjá Ilval hf. Vertíðin hófst þann 2. júlí síðast- liðinn, sem er örlítið seinna en í fyrra, en það var vegna þess að verið Afram kalt fyrir norðan og austan í DAG er búist við að veðrið á landinu verði svipað og verið hefur að undanförnu. sam- kva'mt upplýsingum er Morgun- hlaðið fékk hjá Veðurstofu ís- lands í gærkvöldi. Sunnanlands verður hægviðri ok breytileK átt. skúraleiðingar siðdeKÍs. Á Norðurlandi og Austurlandi er gert ráð fyrir norðangolu og kulda, skýjuðu og súld með köfl- um. Á Vesturlandi er spáð norð- austanátt, víða kalda og strekk- ingi í Borgarfirði. Þurrt verður að mestu á þeim slóðum. Hlýjast verður því áfram á Suðurlandi, en nyrðra verða menn enn að búa við kalt veður- far. Þar var til dæmis nær alls staðar aðeins um fimm stiga hiti á annesjum í gær klukkan 18. Hörð í Hvalfirði. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðzt 172 langreyður og 2 búrhvalir. Ef tekin er inn í myndina sá dráttur, sem varð á því að vertíðin hæfist nú, má segja að aflinn sé mjög svipaður nú og í fyrra. Aðspurður, hvað hvalmerkingum um borð í Ljósfara liði, sagði Magnús, að þær gengju mjög vel, en lítið væri hægt að segja um þær fyrr en þeim lyki, en óvíst væri hvenær það yrði. Séra Sigurði Pálssyni, vigslubiskup, afhent heiðursskjalið á heimili hans í Kær, er hann var gerður að fyrsta heiðursborgara Selfossbæjar. Á myndinni eru, f.v. frú Stefanía Gissurardóttir, vigslubiskupsfrú, vígslubiskup. dr. Sigurður Pálsson og Hafsteinn Þorvaldsson, formaður bæjarráðs. i.jósm. Mbl. K \X. Fyrsti heiðursborgari Selfossbæjar Dr. Sigurður Pálsson, vígslu- hiskup á Selfossi. var á áttræðis- afmæli sinu i gær gerður að fyrsta heiðursborgara Selfoss- bæjar. Gerði ba'jarráð kunnugt um ákvörðun þessa á heimili vígsluhiskupshjónanna. Er. sr. Sigurði var afhent heið- ursskjalið, sagði Hafsteinn Þor- valdsson, formaður bæjarráðs, m.a. að Selfossbæ væri sannur heiður að því að einn virtasti fræðimaður íslensku kirkjunar yrði fyrsti heiðursborgari hans og þakkaði sr. Sigurði langa þjón- ustu og tryggð við byggðalagið. Sr. Sigurður Pálsson þakkaði þennan stórmannlega heiður og kvaðst alltaf hafa átt sína fram- tíðardrauma um Selfoss, þó að sumir hefðu verið vantrúaðir á að vöxtur bæjarins ætti eftir að vera slíkur, sem hann væri nú. Hvað framtíðina varðaði þá væri mest um vert að kunna að bregðast við nýjum tíma og nýta hann og að til þess að rækja best hlutverk sitt, sem vaxandi höfuðstaður á Suður- landi, bæri Selfossbæ að leggja ríka rækt við menninguna. Þá var séra Sigurður einnig heiðraður í tilefni afmælisins í Skálholti, fyrr um daginn. Prestar fluttu honum kveðjur og honum voru færðar gjafir. Þorskafli jókst um 6,4% fyrstu sex mánuði ársins ÞORSKAFLINN fyrstu sex mánuði ársins var samkvæmt hráðahirgðatiilum Fiskifélags íslands 308.768 tonn, cn var á sama tíma í fyrra 290.101 tonn. Aukningin milli ára er því liðlega 6,4%. Bátaþorskaflinn jókst hins vegar um liðlega 11,4% milli ára, eða úr 171.376 tonnum í Sjálfstæðismenn óska eft- ir borgarstjórnarf undi FIMM borgarstjórnarfulltrúar Sjálfsta-ðisflokksins óskuðu i gær eftir aukafundi í borgarstjórn um tvö ágreiningsmál borgarráðs og skyldi fundurinn verða í dag. 9. júlí. Settur borgarstjóri. Jón G. Tómas- son. óskaði cftir þvi, 1 samráði við fulltrúa meirihlutans. að slíkur fundur yrði ekki haldinn fyrr en næstkomandi mánudaK. 13. júli — þar sem allir borgarráðsmenn vinstrimeirihlutans væru erlendÍN. auk borgarstjóra og horgarritara. Vegna þeirrar óvenjulegu stöðu sem komin er upp í málefnum borgarinnar hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og varamenn þeirra lýst því yfir að þeir séu tilbúnir að mæta til aukafunda borgarstjórnar hvenær sem þess kann að gerast þörf. í bréfi til setts borgarstjóra lýsir Davíð Oddsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálf- Allir borgar- ráðsmenn vinstri- meirihlutans erlendis stæðismanna, afstöðu þeirra til ofan- greinds máls. Þar segir m.a. að í viðtali við einn af forsetum borgar- stjórnar í einu dagblaðanna í gær hafi hann gefið í skyn, að borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni hafa hug á að nota sér stjórnleysi það og upplausn er ríki innan meirihlutans til að tefja fram- kvæmdir á vegum borgarinnar. Sé þar sérstaklega vitnað til útboðs gatnagerðarframkvæmda í Suður- hlíðum, sem samþykkt var með ágreiningi í borgarráði sl. mánudag. Við afgreiðslu málsins þá hafi komið fram, að útboð hefði getað farið fram í apríl sl. — en borgaryfirvöld hins vegar dregið það úr hömlu m.a. vegna óvissu og óreiðu í skipulagsmálum borgarinnar. Megi rekja þennan seinagang til þeirrar staðreyndar, að lægsta tilboðið í þessar framkvæmd- ir var rúmlega 20 prósentum yfir áætluðum kostnaði við verkið og önnur tilboð miklu hærri. Væri aliur þessi dráttur og hið mikla fjárhags- tjón, sem af honum leiddi, á ábyrgð vinstri meirihlutans. Vegna þeirra alvarlegu ásakana, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að felist í fyrrgreindu blaðavið- tali, hafi þeir viljað gera sitt til að ágreiningsefni fengju sem fyrst efn- islega niðurstöðu og óskaö eftir að borgarstjórnarfundur yrði boðaður við fyrsta tækifæri. Sjá nánar á miðopnu. 190.963 tonn, en samdráttur var í togaraafla upp á tæplega 0,8%, eða úr 118.725 tonnum í 117.805 tonn. Sé litið á heildaraflann, þá varð samdráttur fyrstu sex mánuði ársins um 26%, en á land höfðu borizt 618.299 tonn, en höfðu fyrstu sex mánuði ársins á undan borizt um 832.626 tonn á land. í þorskafla varð aukningin milli ára mest á Austfjörðum, en fyrstu sex mánuði þessa árs bárust þar á land 45.224 tonn, en á sama tíma í fyrra höfðu borizt þar á land 36.733 tonn, eða um 23% aukning milli ára. Eins og áður sagði var afla- samdráttur fyrstu sex mánuði ársins um 26%, en mestur varð samdrátturinn í afla á Norður- landi, en þar bárust á land fyrstu sex mánuði þessa árs 81.224 tonn, en á sama tíma í fyrra bárust þar á land 164.610 tonn. Samdráttur á milli ára er því 50,7%. í Hafnarfirði og Reykjavík var samdráttur milli ára um 40%, en í ár bárust á land 62.166 tonn, en á sama tíma í fyrra bárust á land þar 102.982 tonn. Nýjar íslenzkar kartöfl- ur á markaðinn í ágúst? BÚIZT cr við að islenzkar kart- öflur komi á ntarkaðinn i ágúst- mánuði, ef tið helst sæmilega góð á Suðurlandi. en kartöflur að norðan munu verða siðar á ferð- inni, að þvi er Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnaðarins tjáði Mbl. Kartöflubirgðir landsmanna eru ennþá miklar og taldi Jóhann Jónasson þær geta enzt þar til nýjar íslenzkar koma á markað, en það væri þó undir geymsluþoli þeirra komið. Birgðir eru nægar, en Jóhann sagði það ráðast af meðferð kartaflna í geymslu hvort matarþolið héldist fram í ágúst, en þess eru dæmi fyrr. Kvaðst Jóhann Jónasson gera sér vonir um að svo mætti verða, en ef það yrði ekki myndu keyptar erlendar kartöflur seint í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.