Morgunblaðið - 11.07.1981, Síða 9

Morgunblaðið - 11.07.1981, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1981 9 Norræn teikning Á samnorrænu listamiðstöð- inni í Sveaborg í Helsingfors stendur nú mikil sýning á teikn- ingum frá öllum Norðurlöndum, og mér barst nýlega í hendur vegleg sýningarskrá, sem gefin hefur verið út í tilefni þessarar sýningar. Bragi Ásgeirsson skrifar þar stutta grein um teikningu - á íslandi. Sýn- ingarskrá þessi er hin vandað- asta og til sóma þeim er að henni standa, en það eru auðvitað öll Norðurlöndin sem reka Lista- miðstöð í Sveaborg. Frægir menn, safnstjórar og listamenn áttu sæti í dómnefnd er valdi verkin á þessa sýningu, og barst mikið magn af teikning- um, en 162 verk voru valin eftir 52 listamenn frá öllum Norður- löndum. Þar að auki ákvað dómnefndin að bjóða einum kunnum listamanni frá hverju landi og urðu fyrir valinu: Kristján Davíðsson frá Islandi, Jörgen Römer frá Danmörku, Ulla Rantanen frá Finnlandi, Aase Gulbrandsen frá Noregi og Lena Cronqvist frá Svíþjóð. Sýning þessi er sett á laggirn- ar fyrst og fremst til að sanna gildi teikninga fyrir almenningi. Því er ekki að neita, að oft vill brenna við, að fólk haldi að teikning sé óæðri list en til að mynda málverk. Þetta er fjarri sanni. Teikning er eldri en letur- gerð og sannast það af stein- og hellnaristum forfeðra vorra um víða veröld. Teikning er undir- staða málverks og raunar flestra listaverka auk þess að vera ein sannasta og mest iðkaða tjáning á öllum tímum. Ef menn skrifa nafn sitt, teikna þeir, svo að lítið dæmi sé nefnt. Einnig má vel benda á þann mikla mun, sem er á grafík og teikningu. Grafík er fjöldaframleiðsla, sem að vísu er byggð á teikningu, en teiknuð mynd er og verður ætíð einstæð tjáning. Það vill svo til að ég þekki nokkuð til þeirra teikninga, sem Kristján Davíðsson sýnir á þess- ari sýningu. Ein þeirra er meira að segja heimilisprýði hjá okkur hjónum og höfum við haft mikla ánægju af því verki. Kristján er framúrskarandi teiknari, sem kann ágætlega að norfæra sér Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON hina viðkvæmu línu og léttleiki mynda hans hefur aðlaðandi kraft, sem einnig er að finna í málverkum hans. Aðrir Islendingar á þessari sýningu eru: Sigrún Guðjóns- dóttir, Sigurður Þórir Sigurðs- son og Valgerður Bergsdóttir. Ekki verður fjallað um þeirra verk, þar sem ég hef ekki séð þessa sýningu, en ég vil geta þess að sýning þessi mun fara víðar um Norðurlönd og er því merkur atburður, en ekki mun hún sjást hér hjá okkur. Það er mjög gott fyrir íslend- inga að eiga inni með verk sín á slíkum sýningum og vonandi verður gott framhald á starf- semi Listamiðstöðvarinnar í Sveaborg. Það er sérstakur heið- ur fyrir Kristján Davíðsson að vera valinn á þessa sýningu, og mér finnst ómögulegt að þegja yfir slíku. Það er oft á tíðum hvimleitt, hve þögult er hér á landi um merkilega hluti er gerast fyrir listamönnum okkar erlendis og enn leiðinlegra er, þegar hróður listamanna okkar hækkar það í hafi, að úr verður eintómt rugl. Ég óska Kristjáni Davíðssyni og hinum á þessari sýningu til hamingju með frammistöðuna og vona, að allt gangi að óskum. IBM á íslandi: Beint samband við tölvubanka í Englandi IBM á Íslandi hefur nú beinan aðgang að alþjóðlegum upplýs- ingabanka IBM, þar sem nýjustu upplýsingar um bilanir og við- gerðaraðferðir eru sífellt til reiðu. Nú geta starfsmenn tækni- deildar IBM á íslandi náð beinu sambandi gegnum simalinu við áðurnefndan tölvubanka í Hamp- shire i Englandi og fengið þaðan upplýsingar, sem birtast á svip- stundu á skjá hjá þeim i Reykja- vík. Þetta kerfi er nefnt RETAIN. Inn í samtengdar móðurtölvur í Englandi, Bandaríkjunum og Jap- an er stöðugt safnað upplýsingum um vandamál, sem koma upp í rekstri IBM-tölva um víða veröld og jafnframt hvernig vandamálin hafa verið leyst eða gert hefur verið við bilanir, hvort heldur er varðandi hugbúnað eða tækjasam- stæðurnar sjálfar. Starfsmenn IBM á íslandi geta nú með þessa tölvubanka sem bakhjarl notfært sér reynslu starfsbræðra sinna á tæknisviðinu um allan heim. Á tæki sín i Reykjavík skrá þeir lýsingu á vandamálinu eða biluninni í stuttu máli, töivan í Englandi meðtekur skilaboðin og andartaki síðar birtast á skjánum hér upp- lýsingar um samskonar tilvik, sem skráð hefur verið í einhverju öðru landi og lýsing á því, hvernig málið hefur verið leyst þar. Ef þau tilvik, sem spurt er um, eru áður óþekkt hjá IBM, kemur það strax í ljós, þegar móður- tölvan í Englandi er spurð. Þá er lýsingin skráð inn í örfáum setn- ingum og send um tölvunetið til starfshópa sérfræðinga IBM í Englandi eða Þýskalandi, sem hefjast þegar handa um að leysa málið. Svör þeirra og leiðbein- ingar birtast svo á skjánum í Reykjavík, þannig að viðgerðar- maðurinn hér getur hagnýtt sér upplýsingarnar fyrir viðskiptavini IBM á íslandi. Að sögn Ottós A. Michelsen, forstjóra IBM á íslandi, hefur beina sambandið við Retain- tölvubankann í Englandi auðveld- að fyrirtækinu að veita skjóta og örugga þjónustu. Eins og áður sé nú allt kapp lagt á það af hálfu IBM á Islandi að lagfæra bilanir í hug- og/eða tækjabúnaði svo fljótt sem auðið er, því að hver klukkustund, sem tölva í stóru eða smáu fyrirtæki sé óstarfhæf, geti kostað veruleg óþægindi. t húsakynnum IBM á tslandi: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson og Pétur Ragnarsson i beinu sambandi við Retain-tölvubankann i Englandi. Hjörtur Hjartarson, framkvæmdastjóri tæknideildar IBM, fylgist með. Flytur fyrirlestra um sjúkraþjálfun Karolinska sjukhuset í Stokk- hólmi og er þekkt fyrir störf sín og rannsóknir í sjúkra- þjálfun, segir í frétt frá Félagi íslenzkra sjúkraþjálfara. Þá er Ingrid Odéen varaforseti Heimssambands sjúkraþjálf- ara. Tveir fyrri fyrirlestrarnir eru ætlaðir sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfurum og læknum, en síðasti fyrirlesturinn er ein- göngu ætlaður sjúkraþjálfur- um. I j FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Einbýlishús í Mosfellssveit, 6 herb. 4 svefn- herb., bílskúr 50 fm. Bein sala. Húsiö er til sýnis um helgina. 10 herb íbúð viö Eskihlíö í tvíbýlishúsi sem er efri hæð og ris alls 10 íbúöar- herb. Tvíbýlishúsaaöstaöa. Svalir. Sér þvottahús. Tvær stórar geymslur. Sér hiti, sér inngangur, bílskúrsréttur. Hlíöar 3ja herb. íbúö við Engihjalla í skiptum fyrir 4ra—5 herb. íbúð í Kópavogi. Eignarskipti 3ja—4ra herb. vönduö rishæö. Svalir. Sér hiti. Eignarskipti 3ja herb. íbúö við Granaskjól. Æskileg skipti á 5 herb. íbúð. Má vera í Breiöholti. Jörö — félagasamtök Til sölu jörö á fögrum staö í Rangárvallasýslu. Hentar sér- staklega vel fyrir félagasamtök. Aöstaöa til fiskiræktar. Helgi Ólafsson. Löggiltur fasteignasali. Kvöldsími 21155. Akranes Til sölu ný og vönduö 4ra herb. íbúö í fjölbýlishúsi viö Einigrund. íbúöin sem er fullfrágengin er til afhend- ingar strax og hefur ekki veriö búiö í henni áöur. Sigurður G. Sigurösson, Esjubraut 2, Akranesi, Löggiltur fasteignasali, sími 93-2120. Borgarnes — íbúðir Til sölu eru íbúðir í fjölbýlishúsi t.b. undir tréverk og málningu. Tvær 2ja herb. íbúðir á kr. 259.300,- , Ein 3ja herb. íbúö á kr. 309.600,- Ein 4ra herb. íbúð á kr. 358.600,- Tilbúnar til afhendingar í ágúst—sept. Góðir greiösluskilmálar. Uppl. hjá Ottó Jónssyni, sími 93-7347. Akranes Til sölu hús- eignin Akur- geröi 1, Akra- nesi, ásamt meöfylgjandi eignarlóö og bílskúr. Upplýsingar veitir Sig. G. Sigurðsson — löggiltur fasteignasali, Esjubraut 2, Akranesi. Sími 2120. INGRID Odéen, sænskur sjúkraþjálíari, ílytur fyrir- lestra á vegum Félags ís- ienzkra sjúkraþjálfara dag- ana 13.—15. júlí nk., en þeir fjalla aðallega á sjúklingum með þverlamanir og stjarfa- lömun. Fyrirlestrarnir verða haldn- ir í kennslustofu þjónustu- Þjálfun í standbekk. álmu Borgarspítalans og hefj- ast klukkan 13.00. Fyrirlestur sinn 13. júlí nefnir Ingrid Odéen „Tidig mobilisering mot vertical planet“. Fyrirlestur inn 14. júlí nefnir hún „Be- handling av spastricitet, nágra forskningsrön" og fyrir- lestur sinn 15. júlí nefndir Ingrid Odéen „Tippbráda, ett faciliteringshjálpmedel för sjukgymnasten". Ingrid Odéen starfar við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.