Morgunblaðið - 11.07.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981 X 1
Frá tónleikum i Jóhannesarkirkjunni í Rheydt.
Ljósm. Gunnlaugur Sigfússon.
öllum frjálst að láta stjórnast af
öðru en hagsmunum sínum, en
þeir duga ekki lengi í frjálsri
samkeppni. Að síðustu skyldu
menn athuga, að frjáls markaður
á ekki við allt mannlíf, einungis
opinber efnahagsleg samskipti
manna en ekki einkalíf. Það er
ekkert, sem kveður á um, að menn
geti ekki verið fórnfusir og óeigin-
gjarnir í einkalífi, þótt aðrar
reglur gildi um samskipti þeirra á
frjálsum markaði.
Þriðja einkenni frjálshyggju
samtimans er eindregin andstaða
við samhyggju eða sósíalisma af
öllu tæi og sú skoðun, að sam-
hyggja hafi verið hrakin með
rökum.
Af þessum einkennum, sem hér
hafa verið rakin, spretta marg-
vísleg viðhorf til atburða líðandi
stundar. Fáein umhugsunar- og
áhyggjuefni frjálshyggjumanna
úr samtímanum eru verðbólga,
skólakerfi og sterkt ríkisvald.
Flest þessara einkenna má sjá i
fyrsta árgangi Frelsisins. Ólafur
Björnsson skrifar þar grein um
Ludwig von Mises og þá skoðun
Misesar, að hann hafi afsannað
samhyggju, og um huglægu virðis-
kenningu Misesar. Ritstjórinn
fjallar um kenningu Robert Noz-
icks um lágmarksríkið, sem felst i
því, að ríkið hafi það eitt hlutverk
að tryggja lög og rétt og annað
ekki, og um, hvernig og hvaða rök
hníga til þessarar skoðunar. Rit-
stjórinn kynnir Mont Pelerin-
samtökin og bókabúð í New York,
sem verzlar með bækur um frjáls-
hyggju, og Skafti Harðarson
kynnir samskonar bókabúð í
Lundúnum. F.A. Hayek á fyrir-
lestur, sem nefnist Miðjumoðið,
þar sem sýnt er fram á, að sú
forsenda velferðarríkisins, að
dreifing lifsgæðanna sé siðferði-
legur vandi en framleiðsla þeirra
ekki, er fræðileg villa. Matthías
Johannessen birtir tvö ljóð í
þessum árgangi. Eyjólfur Konráð
Jónsson setur fram álit sitt á því,
hvernig sigrast eigi á verðbólg-
unni með snöggu átaki, Jónas H.
Haralz gerir athugasemdir við
hugmyndir Eykons. Þorvaldur
Búason og ritstjórinn skrifa ítar-
lega gagnrýni á tvær bækur um
samfélagsfræði, eða lýðfræði, eins
og ritstjórinn vill kalla félags-
fræði. í þessum tveimur greinum
koma saman flest þau einkenni
frjálshyggjunnar, sem að framan
eru talin: eindregin andstaða við
samhyggju af öllu tæi, stuðningur
við frjálsan markað, áhyggjur
vegna innrætingar í skólakerfinu
og andstaða gegn vöggustofuvel-
ferð sameignarinnar. Auk þess
gengur skýrt fram af þessum
greinum tveimur hugtakarugland-
inn, sem viðgengst í þessum bók-
um. En hluti félagsfræðinga, og
raunar annnarra, sem fást við
mannvísindi, er ekki við eina
fjölina felldur í þeim efnum.
Mér er sagt, að skólameistari
einn hér í borginni hafi það fyrir
sið, þegar hann á tal við félags-
fræðinga, sem trúa því, að öll
greind ráðist einungis af um-
hverfi, að spyrja þá, hvort það sé
tilviljun, að mongólítar séu ekki
prófessorar í félagsfræðum. Og
bæti því gjarnan við, þegar fátt
verði um svör, að það skipti
kannski engu máli, því að enginn
mundi taka eftir muninum.
Það er til einhvers unnið við
útgáfur tímarits á borð við Frels-
ið, ef tekst að reka þvættinginn
ofan í fimbulfambarana í fræðum
og stjórnmálum, sem vaða uppi í
landinu óáreittir. En Frelsið hefur
auk þess boðskap að flytja um,
hvernig skynsamleg^st sé að haga
mannlegu félagi. Rits, sem hefur
eitthvað að segja, bíða ærin verk-
efni.
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Stund á milli stríða. Á myndinni eru frá vinstri Hörður Áskelsson
organleikari og kórfélagarnir Jón Sigurmundsson. Haukur Tómas-
son, Gerður Gunnarsdóttir, Bogi Þór Siguroddsson, Erna Ingvarsdótt-
ir, Magnús Baldursson og Sigurlaug Lövdahl.
Ljósm. Gunnlaugur Sigfússon.
upp byggður, tónvís og hljómfag-
ur. Getur hann um mjög góðan
sópraneinsöng Rannveigar Braga-
dóttur í Máríuversi Páls ísólfsson-
ar og nefnir, að kórfélagar leiki
einnig á strengjahljóðfæri auk
þess sem tónsmiður og ljóðskáld
séu í hópnum. Á tónleikunum í
Wuppertal lék Hörður Áskelsson
organleikari einleik á milli kór-
verka, en hann hefur nýlokið
A-prófi í Tónlistarháskólanum í
Dússeldorf. Flutti Hörður Recit de
Nazard úr Suite im 2. Ton eftir
L.N. Clérambault. Grein sinni
lýkur Arnd Richter á þeim orðum,
að tónleikar Hamrahlíðarkórsins
hafi enn sýnt, að vestur-þýskir
kórar séu illa á vegi staddir og
hafi dregist aftur úr.
MEKTARAVERK
CHRVSLER LeBAIQxl
ð CHRYSLER Le BARON 198iereinn
ZSXSXSZ"ekR'- LE„ u.b»bom
CHBVSLGB SSS&
SSfflÆ 'srícss: ts? - .<»» s •■jss
'fl ISSXh LeBABON « MEISTABAVEBK
O Wlökull hf.
Ármúla 36 Sími: 84366