Morgunblaðið - 11.07.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981 13
Helgarviðtaliðl ^^■■■^^^■■i■■■■^■ Hasshundurinn SkipperHB
Áfangar heitir tímarit sem nýlega kom á markaöinn en í blaöinu er fjallaö um
útiveru og ferðamál. Ritstjóri blaösins og útgefandi heitir Siguröur Sigurðarson,
ungur maöur og áhugasamur um þessi mál. Hann var spurður um aödragandann
að útgáfu tímaritsins Áfanga.
Sigurður Sigurðsson, ritstjóri og útgefandi Áfanga:
Skemmtilegasta verkefni
sem ég hef tekist á við
„Undirbúningurinn aö útgáf-
unni hófst fyrir rúmu ári, en ég
hafði velt þessu lengi fyrir mér,“
sagði Sigurður. „Ég byrjaði að
velta þessu fyrir mér í mars-
mánuði í fyrra og fyrst beindist
hugsunin að því að fá einhvern
til aö gefa blaöiö út fyrir mig, en
ritstýra því sjálfur. Síðan sá ég
að það væri miklu skynsam-
legra að gefa blaöið út sjálfur,
með því móti vaeri £g minn
eiginn herra og enginn til aö
skipta sér af mér og útgáfunni.
Því tók ég þá ákvörðun aö
stofna mitt eigið útgátufyrirtæki
til aö gefa út blaðið Áfanga og
unarsveitanna. Ég hef mikinn
áhuga á aö styöja viö bakið á
þessum aðilum. Þá taldi ég mig
geta fengiö velvilja þessara
aðila og jafnframt sæju þeir
ástæðu til að kaupa blaðiö fyrir
vikiö,“ sagði Sigurður.
Einn og óstuddur
Hvernig hefur reksturinn
gengið?
„Þaö var gífurlega erfitt aö
fást viö þetta til aö byrja með,
ég lagði í mikinn kostnaö og
fékk mjög litla fjárhagslega
fyrirgreiðslu hjá bönkum. Það
átti eftir aö draga dilk á eftir
ey, Botnssúlur, Landmanna-
laugar, Heklugosið 1980. og
fleira. f öðru blaöinu sagöi
Siguröur aö fjallað heföi veriö
um Öskju og Dyngjufjöll,
gönguleiðir í nágrenni Reykja-
víkur og útivistarstaöi víðsvegar
um landiö. í síöasta blaöi heföi
svo verið fjallað um Ódáöa-
hraun, fjallvegi á íslandi, göngu-
leiöir á Vesturlandi og fleira.
Margir hafa áhuga
á blaðinu
Hefur blaðið náð einhverri
útbreiðslu?
„Við erum þessa dagana aö
SÍKurður Siguröarson Wtem. Mbi. Emiha
fjalla í þvi um útiveru og ferða-
mál, en ég hef alla tíð haft
mikinn áhuga á þessum maíum.
Litprentað
að miklu leyti
Ég gerði mér grein fyrir því
aö ef ég gæfi blaðiö ekki út
sjálfur, þá yröi ég ekki sjálf-
stæöur og réði ekki fyllilega
efnisvalinu í blaöð. Ég hóf
undirbúning aö fyrsta tölublaöi
Áfanga í ágústmánuði og sagöi
jafnframt upp starfi mínu sem
blaðamaöur. Ég gat því snúið
mér óskiptur aö Áföngum þann
1. september og tók þá til
óspilltra málanna.
Hvaö efni blaösins varöaöi
hafði ég hugsaö mér aö hafa
blaöiö fræðandi, af lestri þess
gæti fólk fræöst um landið.
Einnig vildi ég hafa blaöiö
lýsandi og í því skyni var
nauösynlegt að birta margar
myndir í blaöinu, ekki síst
margar litmyndir. Rit sem á að
vera landkynningarrit nær ekki
tilgangi sínum nema þaö sé
litprentað að miklu leyti,“ sagöi
Siguröur.
„Ég ákvaö í upphafi aö sækj-
ast eftir samstarfi við ýmsa
aöila sem hafa feröamál á
stefnuskrá sinni, og hef ég
samvinnu viö Feröafólagið, Úti-
vist, Skotveiöifélag Islands,
Landssamband hjálparsveita
skáta, Flugbjörgunarsveitína,
björgunarsveit Slysavarnafé-
lagsins og íslenska Alpaklúbb-
inn. Ég vildi samstarf við þessa
aöila líka vegna þess aö þaö er
nauösynlegt að vekja athygli á
starfsemi þeirra, ekki síst björg-
sér. Ég reyndi aö auglýsa út-
komu fyrsta tölublaösins ræki-
lega, en þar reisti ég mér
huröarás um öxl, og því hef ég
ekki getaö auglýst útkomu
hinna blaöanna eins rækilega
og ég heföi óskaö. En þess ber
aö geta aö ég stend einn og
óstuddur í þessu og er öllum
óháður og fjárhagsgetan er því
mjög lítil. Nú er svo komið aö
eftir þau þrjú blöö sem út eru
komin hefur áhugi fólks greini-
lega vaknaö. Á degi hverjum
berast nú tugir áskrifta, þannig
aö sá tími sem blaöiö hefur
veriö á markaðnum hefur nýst
því til kynningar, fólk hefur
kynnst blaðinu og vonir standa
til þess að blaöið gangi vel í
sumar.”
Berst til þrautar
„Ég er oröinn þaö bjartsýnn
aö þaö stoppar mann ekkert
héöan af, ég er orðinn haröák-
veðinn í því aö berjast til
þrautar fyrir þessu blaöi. Ég fæ
líka hvatningu frá mörgumaöil-
um og menn sem séð hafa
blaðiö, hafa sagt mér aö þeir
teljí aö þetta blaö eigi fyllilega
rétt á sér. Ég held aö þetta blað
sé ekki sambærilegt viö neitt
annaö sem kemur út hér, ég
veit ekki um neitt annaö þar
sem möguleikar til feröalaga og
útiveru eru kynntir," sagði Sig-
uröur.
Spurningu um efniö í blaðinu,
svaraöi Siguröur þannig aö í
fyrsta blaöinu, sem út heföi
komið, heföu veriö greinar um
ýmislegt, t.d. Þórsmörk, Surts-
vinna aö bréfi sem verður sent
þeim aöilum sem eru í þeim
félögum sem viö erum í tengsl-
um viö. Verður bréfiö sent til
um tíu þúsund aöila, og ég vona
aö þaö skili sér aö einhverju
leyti í áskriftum. Viö erum nú aö
leggja síöustu hönd á næsta
blaö og verður þaö fjölbreytt aö
efni. Meöal annars veröur fjall-
aö um Drangey, Heröubreið og
Kerlingafjöll og ýmislegt fleira,
t.d. veröa leiðalýsingar í blaöinu
og fræðandi efni. Einnig veröa
margar litmyndir, eins og í
blööunum sem út hafa komið.“
Er ekki erfitt aö standa í
svona útgáfu?
„Þetta er þaö skemmtileg-
asta verkefni sem ég hef nokk-
urn tíma tekist á viö. Ég hef
kynnst fólki úr öllum landshorn-
um í gegnum jjetta, sem annað-
hvort hefur orðiö vinir mínir eöa
kunningjar og hefur þaö haft
mikinn áhuga á þessu blaöi.
Það er ómetanlegt aö flnna þaö
aö margir hafa áhuga á blaöinu,
hvaö svo sem framtíöin mun
bera í skauti sér. Til dæmis hafa
menn komiö að máli viö mig og
boðið mér greinar um hin marg-
víslegustu mál og myndlr til
blrtingar í blaöinu. I þessu
sambandi vil ég nefna þrjá
menn sem hafa reynst mér
sérstaklega vel, þá Tómas Ein-
arsson, kennara, dr. Svein Jak-
obsson, jaröfræöing, og Jón
Gauta Jónsson, sem nú er
orðinn formaöur Náttúruvernd-
arráös. En auðvitað er hægt að
nefna miklu fleiri,“ sagöi Sig-
urður Siguröarson.
“.iblijlri L(il x-i i i>>'.
Hasshundurinn Skipper af
Lahradorkyni. kom til landsins
fyrir nokkru. en hundurin er frá
Danmörku og umsjónarmaður
hans hér er Sna>björn Aðal-
steinsson lögreglumaður. Illað-
verpingar hittu þá félaga á dög-
unum og spjölluðu við Snæbjörn
um þjálfunina ytra. hundinn og
fleira.
Þjálfaður í Danmörku
„Skipper er fæddur þann 8. apríl
1980 og er því 15 mánaða gamall,"
sagði Snæbjörn. „Danska lögregl-
an keypti Skipper fyrir íslensku
lögregluna í desember á síðasta
ári og fóru þeir strax að þjálfa
hundinn og voru það undirstöðu-
æfingar til að byrja með. Ég fór
síðan til Danmerkur í janúar
síðastliðinn og fór strax í hunda-
deild Kaupmannahafnarlögregl-
unnar, en þar er þjálfunarstöð
fyrir lögregluhunda í Danmörku.
Þar var ég kynntur fyrir þjálfara
Skippers, John Ficher Jensen, en
hann er afburða snjall í hunda-
Snæbjörn Aðalsteinsson og
Skipper
Sé ekki eftir að haf a
tekið þennan hund
þjálfun. Við störfuðum síðan sam-
an í nokkurn tíma og kenndi hann
mér meðferðina á hundinum. Við
Skipper vorum látnir kynnast,
enda er það nauðsynlegt ef maður
og hundur eiga að geta starfað
saman og tókst með okkur mikill
vinskapur. Síðan hélt þjálfunin
áfrarn," sagði Snæbjörn.
Léttur í skapi
„Skipper reyndist mjög næmur
hundur og fljotur að taka við sér,
enda náðum við góðu sambandi
hvor við annan. Eftir 3 vikur
vorum við farnir að taka þátt í
húsleitum, þar sem leitað var að
fíkniefnum, og þess á milli var
unnið að þjálfun hundsins."
Því hefur verið fleygt að svo-
kallaðir hasshundar séu gerðir að
eiturlyfjaneytendum og þannig
hvattir til að finna slík efni. Er
það rétt?
„Nei, það er fjarstæða, hund-
arnir eru ekki gerðir að neytend-
um, enda er það ekki hægt dýr-
anna vegna, slíkt er ekki hægt að
gera hundum. Slíkir hundar
myndu heldur aldrei endast
lengi,“ sagði Snæbjörn.
Hvernig fer leit að fíkniefnum
fram?
„Leitin er þannig upp byggð að
hún er leikur manns og hunds. Ef
hundurinn er leiður til dæmis, þá
þýðir ekki að láta hann leita.
Hundarnir eru nefnilega eins og
við, þeir eru í mismunandi skapi á
hverjum tíma, ekki alltaf vel
upplagðir. Danir velja Labrador-
hunda með sérstaka lund í fíkni-
efnaleitir. Hundarnir verða að
vera léttir í skapi og hafa ánægju
af að leika sér, því leit að efnum er
leikur í hundsins augum. Hund-
arnir verða því að hafa ánægju af
því að leika sér, „happy hunder",
eins og Danir kalla þá.“
Valinn sérstaklega
Hverskonar efni finnur hundur-
inn?
„Skipper er þjálfaður í því að
finna hassefni, heróín, amfetamín
og kókaín. Það er æskilegast að
vera ekki með hundinn í of
mörgum efnum, til að þeir geti
betur einbeitt sér. Því væri ráð að
hafa fleiri hunda. Hundurinn
verður að vera nákvæmur í því
sem hann gerir, það er grundvall-
aratriði.
go snis ,óimoJ tí 4,Is TÍgia.ti &Uul
Þegar við höfðum lokið þjálfun-
inni í Kaupmannahöfn, fórum við
Skipper í próf í leit að fíkniefnum.
Það gekk ágætlega og voru yfir-
menn deildarinnar ánægðir með
útkomuna. Þess ber að geta að
þessi hundur er valinn sérstaklega
af Dönum fyrir okkur. Þeir iögðu
sig í líma við að útvega okkur
reglulega góðan hund. Þeir gerðu
allt sem í þeirra valdi stóð til að
þetta heppnaðist vel,“ sagði Snæ-
björn.
Má ekki af mér sjá
„Okkur Skipper kemur reglu-
lega vel saman. Það má segja að
hann megi ekki sjá af mér. Þegar
hann kom til landsins var hann
settur í einangrun, sóttkví til
varnar því að sjúkdómar bærust
með honum til landsins. Þessi tími
var erfiður fyrir Skipper, það var
mikill leiði í honum. Hann mátti
ekki koma nálægt öðrum hundum,
en hann hafði verið í hundahóp í
Danmörku og saknaði hann þess
greinilega. Það tók á taugarnar
hjá honum að vera í einangrun.
Þegar við höfðum fengið leyfi
fyrir hundinum, sagði yfirdýra-
læknir að hann ætti ekki að
eignast hvolpa hér. Hundurinn
væri vinnudýr, en ekki til undan-
eldis,“ sagði Snæbjörn.
Hvernig er farið að því að velja
Labradorhund til fíkniefnaleitar?
„Danirnir vilja hafa hundana
alveg sérstaka. Þeir vilja til dæm-
is ekki hafa þá of stóra, frekar í
nettara lagi, en Skipper er ekki
sérlega stór af Labradorhundi að
vera. En þessir hundar þurfa
mikla athgli. Þegar Skipper var í
einangruninni fór ég oft á dag til
að leika við hann og útbúa handa
honum þrautir, til að halda hon-
um í þjálfun.
Ég held að það sé útilokað að
vera með svona dýr lengi án þess
að láta sér þykja vænt um það. Ég
hafði aldrei átt hund, eða verið
með hundi neitt að ráði fyrr en nú.
Þessi tegund, Labradorar, eru
mjög vel gefnir, blíðir og barngóð-
ir. Skipper er þeim mun betri við
krakka, því yngri sem þeir eru.
Einnig hefur Skipper sérstaka
aðferð til þess að gera mér
skiljanlegt að hann vilji fara út,
hann fer og sækir skóna mína og
kemur með þá til mín.
Nei, ég sé ekkert eftir því að
hafa tekið þennan hund, sagði
Snæbjörn Aðalsteinsson.
nowínéloíÉ lublöiJó
:sJ39q
‘ .'kUlls t.liioj ÚK I >