Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
lifandi afl í harðræði, umbrot-
um og kúgun, vegna þess að
honum var gaumur gefinn.
Byltingartíð
Á síðustu áratugum hefur
nánast orðið bylting í samfé-
lagsháttum íslendinga. Nýir
atvinnuvegir og umbylting
hinna gömlu, allt krefst þetta
kunnáttu og þjálfunar, sem
aðeins getur skilað sér í tak-
Maður þarfnast skemmtunar
á öllum aldursstigum en aldr-
að fólk þarf stundum nokkra
hvatningu til að vera með.
Eða hefur nokkur maður
nokkru sinni séð fegurra andlit
en hrukkótta og veðurbarða
ásjón gamals manns, með ver-
aldarsálina í augum? Eða hef-
ur nokkur hönd nokkru sinni
verið mýkri en vinnulúna
hendin sem strauk tár af
ungum hvarmi?
Iláðist að sjálfsvirðingu
Það hefur ætíð gerst í gegn-
um tíðina að mönnum hefur
verið safnað saman í búðir eða
stofnanir, þar sem sjálfsvirð-
ingu þeirra hefur verið ógnað.
Þá gildir einu hver aldurshóp-
urinn er ef skipulega er ráðist
að sjálfsvirðingu manna. Nú
fer fjarri að það hafi alltaf
verið ætlunin að vega í þann
knérunn, en hvers má vænta ef
menn eru gerðir óvirkir? Við
hverju er að búast ef fólk er
vistað þar sem það hefur ekk-
ert til málanria að leggja,
ekkert til að takast á við,
ekkert til að gefa? Er ekki
líklegt að sjálfsvirðingin, at-
hafnasemin, þjónustan, já
mennskan standi þar höllum
fæti? Það gildir einu hvar
maðurinn er staðsettur ef
þetta eru þau viðhorf sem við
blasa og á hugann leita. Ef til
vill er kominn tími til að snúa
við heilræði Páls og segja: Lát
engan líta smáum augum á elli
Þú skalt standa upp fyrir
hinum gráhœrða og heiðra
hinn aldraða, og þú skalt
óttast Guð þinn.
Svo stendur í 19. kafla 3.
Mósebókar. Stundum hefur
heyrst og það hefur verið látið
að því liggja að slík fyrirmæli
helgrar bókar væru nokkurs
konar trygging til handa hin-
um eldri um mannsæmandi
viðurværi og stöðu í samfélagi,
þar sem vernd og öflun viður-
væris fjölskyldunnar hvíldi á
herðum hinna ungu, hraustu
og sterku. Svo er trúlega að
hluta. En bak við þessi orð er
annar og mun víðtækari skiln-
ingur. Heill og hamingja, við-
gangur, vöxtur og afkoma, er
undir samstöðu og samheldni
allra aldursstiga fjölskyldunn-
ar komin. Þar sem verkleg
kunnátta skilaði sér frá einni
kynslóð til annarrar, er aug-
Ijóst hversu rof á samskiptum
aldurshópa eða kynslóða hafa
verð alvarleg fyrir alla verk-
kunnáttu og þar með afkomu.
En það var fleira sem skipti
máli. Andlegur arfur kynslóð-
anna, reynsla þeirra ára, sem
hin gráu hár vitnuðu um,
skyldi ekki heldur lítilsvirtur
og léttvægur fundinn.
GaKnkvæm virðing
En viðhorfið til annarra ald-
urshópa skyldi heldur ekki
vera virðing og tillitssemi á
eina hlið. Lát engan líta smá-
um augum á æsku þína, skrif-
aði Pál! postuli til Timoteusar.
En með gagnkvæmri virðingu,
tillitssemi og samstöðu kyn-
slóðanna var von hamingjuríks
lífs.
Öllum er okkur ljóst, að
sömu viðhorf og hin framan-
greindu sjónarmið suður í
ísrael fyrir árþúsundum, voru
ráðandi í samfélagi þess fólks,
sem byggði þetta land. Verkleg
kunnátta skilaði sér frá for-
eldrum til afkomenda, og and-
legur arfur íslenskrar þjóðar
skilaði sér sömu leiðina og varð
Að miðla reynsluforðanum, því að ungur nemur hvað gamall
temur.
nokkur tilraun hafi verið gerð,
. flestum tilvikum, til endur-
þjálfunar eða endurmats á
lífsstíl, er ekki undarlegt þó
spurning vonsvikins manns
heyrist: „Hvaða gagn er að mér
sem gömlum manni?" Auglýs-
ingar, fréttamyndir, frásagnir
af atburðum og uppákomum
stundarinnar, alls staðar er
ungt fólk og fallegt yfirgnæf-
andi. Hrukkóttur vangi, vinnu-
lúnar hendur, bogið bak, hverj-
um þykir það fréttefni, eða
verðugt myndefni, hvað þá
vænlegt í sölumennsku auglýs-
inganna? Er þá undarlegt þó
menn efist um að þeir eigi
nokkurn tilgang framar? Og þó
er þetta allt saman afstætt.
*
Fyrirbænin er mikilvægt
verkefni aldraðs fólks.
gefið og gráu hárin vitna um.
Þú átt reynslu áranna og þann
þroskaða skilning, sem barátta
við misjafnar aðstæður gefur.
Þú geymir í huga þínum og sál
verðmæti, sem eru ómetanleg
vegna þess að það eru verð-
mæti lífsins sjálfs og það er
harmur ungri kynslóð ef hún
fær ekki kynnst þessum verð-
mætum á lifandi hátt. Ég held
líka að þú með reynslu áranna
að baki þekkir ráð til að finna
þessari auðlegð, sem þú átt
farveg til þeirra, sem mest
þurfa.
Annir elliára
Ég heimsótti fyrir rösku ári
elliheimili í Finnlandi. Þar var
ég kynntur fyrir gamalli konu,
sem alla ævi hafði búið í
þægindasnauðu húsi, þar sem
hvorki var renandi vatn, snyrt-
ing né upphitun önnur en frá
opnum eldi. Sjálf hafði hún
borið inn vatn, höggvið við og
gert annað það, sem til þurfti.
Nú hafði hún öll þau þægindi,
sem við teljum sjálfsögð. Mér
fannst því ekki óeðlilegt að
spyrja hvort hún fyndi ekki til
viðbrigða og hvort hún hefði
nú nóg fyrir stafni, minnugur
þess hve auðvelt er að verða
óvirkur og atkvæðalaus við svo
róttækar breytingar. En hún
svaraði: „Ég hef aldrei haft
meira að gera en nú, því nú
þarf ég að biðja fyrir öllum
þeim sem hafa það ekki eins
gott og ég.“
Þeirrar samábyrgðar skul-
um við minnast, hversu mörg
sem árin er að baki.
ítarlega er fjallað um mál-
efni aldraðra í síðasta jóla-
hefti Kirkjuritsins undir
yfirskriftinni Afi og Amma.
Ritstjórn Morgunblaðsins tekur við spurningum sem
óskað er svara við á þessari síðu. Utanáskrift:
Ritstjórn Morgunblaðsins
Á kristniboðsári c/o Bernharður Guðmundsson
Aðalstræti, Reykjavík
Spurt er:
jppí^
mörkuðum mæli frá kynslóð til
kynslóðar, í það minnsta þegar
breytingin verður með þeim
hætti sem orðið hefur. Tölvu-
væðing og endurskipulagning
kennsluhátta, hefur líka gerst
á þann veg, að óljóst er hvernig
andlegur arfur fær skilað sér
með beinum, persónulegum
tengslum frá eldri borgurum
til hinna yngri, og þyrstir þó
báða aldurshópa eftir nánari
tengslum og tjáskiptum.
Fimm kynslóða
fjölskyldur
Þá er þess og að gæta, að
þeim hefur fjölgað mjög, sem
náð hafa háum aldri. Kynslóð-
irnar eru ekki lengur þrjár,
eins og algengast var, heldur
fjórar eða fimm. Áður va*-
talað um unga, fullorðna og
aldraða. Nú getum við í það
minnsta bætt hópi háaldraðra
við. Þegar við þetta bætist að
yngri kynslóðirnar hafa verið
önnum kafnar fram úr hófi, og
hinir eldri hafa orðið að láta af
störfum í fullu fjöri án þess
Séra Sigurður Helgi Guð-
mundsson er sóknarprestur
Víðistaðasóknar i Hafnar-
firði, en mikið starf þess
safnaðar fer einmitt fram á
Hrafnistu, dvalarheimili aldr-
aðra þar í sókn.
Sr. Sigurður Helgi er formað-
ur öldrunarnefndar kirkjunn-
ar.
þína. Það gildir nefnilega það
sama í okkar samtíð og á
dögum Móse, að órofin sam-
staða allra aldurshópa, er
grundvöllur hamingjuríks
samfélags. Ef tengslin rofna
skapast vandamál, unglinga-
vandamál, foreldravandamál,
ellivandamál. Það sem við köll-
um vandamál af þessu tagi, eru
aldrei einangruð fyrirbrigði.
Þau eru afleiðing af sérhags-
munastefnu einhvers sem sér
ekki út fyrir daginn né stund-
Svar við spurningu
Og nú vildi ég svara þér
aldraði maður, þegar þú spyrð:
„Hvaða gagn er að mér sem
gömlum manni?" Ég veit ekki
hvað þú telur gagnlegt, hvort
það er í þínum augum að
stunda það sem þú hefur áður
gert? Ég veit ekki heldur hvort
þú telur þig öllu sviptan og
möguleikalausan? Ég hlýt að
svara út frá mínu elgin lífsvið-
horfi. Og þá fyrst: Lát engan
líta smáum augum á elli þína.
Þú átt það sem árin ein geta
Hvaða gagn er að mér
sem gömlum manni?