Morgunblaðið - 11.07.1981, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
V-Þýzkaland:
46 Afganir f orðuðu sér
úr f lugvél og báðust hælis
Frankfurt. 10. júlí. AP.
FJÖRUTÍU og sex Afganir forðuðu sér af pakistanskri
júmbóvél er hún millilenti í Frankfurt snemma á
föstudag á leið til Afganistan. Ruddust mennirnir inn i
flugstöðvarbygginguna og báðu um hæli, að því er
flugvallarstarfsmenn sögðu.
Eftir aö mál mannanna hafði
verið kannað kom í ljós að tveir
þeirra höfðu gildar áritanir til
Vestur-Þýzkalands.
Vélin var á leið frá London til
Karachi, og á áætlun var milli-
lendingin í Frankfurt þar sem um
50 manns ætluðu að fara frá borði.
Talsmaður flugvallarins sagði
að fólkið hefði pantað sér miða í
ferð frá Karachi í því skyni að
fara af í Frankfurt. Þegar sú vél
var komin vel áleiðis kom í ljós að
þeir urðu að fara alla leið til
London, þvi að ekki var ætlunin að
stoppa í Frankfurt í þeirri leið.
Akváðu mennirnir þá að taka sér
far með næstu vél frá London sem
hefði viðkomu í Frankfurt.
Svo virðist sem allt þetta hafi
verið í undirbúningi drjúgan tíma
og nú hafa um níu þúsund Afganir
óskað eftir að fá hæli í V-Þýzka-
landi síðan Sovétmenn gerðu inn-
rás í landið.
I kvöld var verið að íhuga
beiðnir mannanna og voru 23 enn
á flugvellinum meðan þeir biðu
niðurstöðunnar.
Indira ver kaup
á erlendu korni
Nýju Delhi. 10. júli. AP.
INDIRA Ghandi, forsætisráðherra
Indlands. hefur sætt gagnrýni i
heimalandi sínu fyrir að kaupa
korn frá Bandaríkjunum. þrátt
fyrir að nægilegt korn sé til í
kornhlöðum landsins. Hún sagði, að
nauðsynlegt væri að kaupa korn til
að byggja upp varaforða.
„Þessi kaup á korni eru nauðsyn-
leg til að koma í veg fyrir verðhækk-
un erlendis. Kornkaupin eru hag-
stjórnartæki og liður í baráttunni
gegn verðbólgunni," sagði Ghandi
við fréttamenn í Nýju Delhí í dag.
Hún sagði, að það væri lífsnauðsyn
fyrir Indverja að vera ekki undir hæl
óstöðugs markaðar. Þó Indverjar
framleiddu nú nægilega kornvöru til
að anna eftirspurn innanlands, þá
mætti lítið útaf bera. Ef uppskeru-
brestur yrði, þá þýddi það hækkað
heimsmarkaðsverð og aukna verð-
bólgu í landinu. Indira Ghandi sagði,
að nú væru til varakornbirgðir sem
næmu 13,7 milljónum smálesta.
Indira Ghandi benti á, að stjórn
sinni hefði orðið verulega ágengt í
baráttunni við verðbólguna. Tekist
hefði aö koma henni úr 21,4%, þegar
hún tók við völdum, í 11%. Hún lét í
ljósi áhyggjur af fólksfjölgun í
landinu og sagði að ef svo héldi
afram sem horfði, þá gæti indversk-
ur landbúnaður ekki fullnægt eftir-
spurn innanlands.
Ólæti við jarðar-
f ör McDonnells
Bolfast. 10. júlí. AP.
ÓLÆTI brutust út í jarðarför Joe McDonnells í Belfast í dag, þegar
breskir hermenn reyndu að ná grimuklæddum vopnuðum mönnum,
sem skutu kveðjuskotum írska lýðveldishersins yfir kistu McDonnells
að gömlum sið.
Hermennirnir skutu plastkúlum
að hópi ungmenna, sem varðist
með grjótkasti. Nokkrir særðust í
ólátunum og rómverskir prestar
sögðu að tveir hefðu látist.
Olætin brutust út skömmu eftir
að rómversk-kaþólskur prestur
sagði við jarðarförina, að breska
stjórnin hefði ekki komið hreint
fram við írska samingamenn, sem
reyndu að bjarga lífi McDonnells.
Hann sagði, að McDonnell, sem
var í mótmælasvelti í Maze-
fangelsinu í yfir 60 daga, hefði
vonað, að komist yrði að sam-
komulagi við brezku stjórnina um
breytta meðferð á írskum föngum.
Pat McGeown, sem er 25 ára,
hóf mótmælasvelti í fangelsinu í
dag í stað McDonnells. Hann er
dæmdur fyrir að koma sprengju
fyrir í Europa-hótelinu í Belfast.
Tékkóslóvakía:
Andóf smaður dæmdur
Vinarborg, 10. júli. AP.
TÉKKNESKUR baráttumaður fyrir mannréttindum, Jiri Gruntorad,
var i dag dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir „starfsemi sem
er f jandsamleg hagsmunum ríkisins“, eins og sagði i dómsorði. Likur
eru á því að tiu til viðbótar verði leiddir fyrir rétt innan tíðar bornir
svipuðum sökum.
Gruntorad var einn af frum-
kvöðlum Mannréttindahreyfingar
Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra tíu
sem eiga réttarhöld yfir höfði sér
eru Jiri Hajek, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, og Olga Havel, kona
leikskáldsins Ivan Havel sem situr
í fangelsi.
Stjórnmálafréttaritarar segja
að aðgerðir stjórnvalda í Tékkó-
slóvakíu nú sýni að þau séu
staðráðin í að ganga milli bols og
höfuðs á andófsmönnum og haft
er fyrir satt að Rudolf Battek,
fyrrverandi þingmaður og mjög
virtur borgari, verði leiddur fyrir
rétt síðustu daga júlímánaðar.
Evelyn Walker — ánægð á svip en hún fékk 3 milljarða gkróna i
skaðabætur. Slmamynd AP.
Dregin á tálar:
Fékk þrjá milljarða
gkróna í skaðabætur
San Diego. 10. jáll. AP.
KONU nokkurri vestur i Bandarikjunum voru dæmdir rétt um
þrir miiljarðar gkróna i skaðabætur i vikunni. Hún höfðaði
skaðabótamál á hendur sálfræðingi nokkrum, sem hún staðhæfði
að hefði dregið sig á tálar. Rétturinn var henni sammála og dæmdi
henni hæstu skaðabætur i sliku máli i sögu Bandarikjanna.
Málsatvik voru þau, að konan,
Evelyn Walker, hóf að fara tií
sálfræðingsins Zane Perzen. í
tvö og hálft ár gekk konan til
Perzen, sem sagðist elska hana.
Sálfræðingurinn hafði kynmök
við Evelyn og að sögn hennar, þá
voru kynferðismál einkum rædd
í þau tvö og hálft ár sem hún
gekk til hans. í hvert sinn sem
Evelyn gekk til Zane, greiddi
hún 55 dollara fyrir viðvik sál-
fræðingsins. Ástarsamband
Evelyn og Zane varð til þess, að
eiginmaður hennar skildi við
hana og hún missti yfirráðarétt
yfir tveimur börnum sínum og
einnig eignum þeirra hjóna.
Læknirinn viðurkenndi við
réttarhöldin að hafa haft mök
við Evelyn og þannig brotið gegn
siðareglum. Fyrir ári var hann
sviptur réttindum sínum. í kvið-
dóminum voru 10 konur og tveir
karlmenn.
Tapað fundið
StraubinK. Vrstur-Þýakalandi. AP.
Vestur-Þýzkur hermaður setur hér hluta af „Side-
winder“-eldflaug inn í þyrlu. Eldflaugin týndist, þegar
æfingar þýska flughersins stóðu yfir í síðustu viku.
Hennar var leitað íengi, en loks fundu nokkrir menn,
sem voru í sveppaleiðangri í skógum Bæjaralands,
eldflaugina.
ísraelar ráðast
á stöðvar PLO
ÍSRAELSKAR orustuþotur réðust I morgun á stöðvar Palestínu-
skæruliða og felldu, að sögn sjónarvotta, að minnsta kosti einn
skæruiiða og særðu sex. Þó segja aðrar heimildir, að 20 skæruiiðar
hafi fallið i árásunum i morgun. ísraelsku þoturnar réðust á stöðvar
skæruliða fyrir norðan og sunnan Kahrani-fljót, sem er skammt fyrir
norðan landamæri Libanons og ísraels.
Talsverðar skemmdir urðu í
árásunum og eyðilögðu ísraelar
eldflaugapalla. Þá kváðu við mikl-
ar sprengingar þegar skotfæra-
geymslur sprungu. Arásir ísraela
í morgun eru hinar fyrstu um
fimm vikna skeið. Þeir hafa haft
hægt um sig eftir árásina á
kjarnorkuverið í írak á dögunum.
Ástæðuna segja fréttaskýrendur
vera kosningarnar í ísrael og
friðarviðleitni Philip Habibs, sér-
legs sáttasemjara Ronald Reag-
ans, forseta Bandaríkjanna.
Philip Habib er nú staddur í
Líbanon. Hann átti í morgun
viðræður við Shafik Wazzan, for-
sætisráðherra Líbanons, í Beirut.
Habib neitaði að skýra frétta-
mönnum frá því, hvert hann
myndi halda eftir viðræðurnar í
Beirut.
Anwar Sadat, forseti Egypta-
lands, staðfesti í Kairó í dag, að
Menachim Begin, forsætisráð-
herra ísraels, myndi fljótlega
halda til Egyptalands til viðræð-
na. Sadat sagði að enn hefði engin
dagsetning verið sett á för Begins.
Israelsk stjórnvöld hafa í
hyggju að banna erlendum ferða-
mönnum að ferðast frá Jórdaníu
til ísraels. Ferðamönnum hefur
verið heimilt að fara yfir landa-
mærin til ísraels frá Jórdaníu en
hins vegar hafa jórdönsk yfirvöld
bannað ferðamönnum að fara yfir
landamærin frá ísrael. Hóteleig-
endur í Jerúsalem gagnrýndu
þessa ákvörðun harðlega í dag en
árlega fara tugþúsundir ferða-
manna yfir landamærin til ís-
raels. Hér er um að ræða ferða-
menn, sem ferðast með ódýru
leiguflugi til Jórdaníu en verja
mestum tíma sínum og fjármun-
um í ísrael. Litið er á þessa
ákvörðun stjórnvalda í ísrael sem
merki um harðari stefnu stjórn-
valda.
Baskar
enn að verki
Bilbao. 10. júlí. AP.
LÖGREGLAN i Bilbao sagði frá
þvi i dag að menn sem væru
félagar í aðskilnaðarsamtökum
Baska hefðu drepið þjóðvarðiiða i
járnhrautarlest í úthverfi Biibao.
Þrír menn komu aðvífandi,
skutu á manninn og tókst að
komast á braut áður en nokkrum
tækist að hafa hendur í hári
þeirra.