Morgunblaðið - 11.07.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1981 23 Minning: Sigurveig Sigurðar- dóttir frd Keflavík Fædd 2. janúar 1905. Dáin 26. júní 1981. Á sólbjörtum júlídegi fyrir 29 árum lágu leiðir okkar Sigurveig- ar Sigurðardóttur fyrst saman, er ég kom inn á heimili hennar að Vallargötu 26 í Keflavík í fyrsta sinn. En svo bjartir, sem geislar júlísólarinnar voru, þá fannst mér þó ennþá meira til um geislana, sem ljómuðu í brosi þessarar hógværu konu, þegar hún bauð mig velkominn og bað mér bless- unar í því starfi, sem ég var um þær mundir að takast á hendur sem sóknarprestur í Keflavík. Sigurveig Sigurðardóttir var borinn og barnfæddur Keflvíking- ur. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Gunnarsson og Guðný Guðmundsdóttir. Börn þeirra voru fimm talsins og var Sigurveig yngst systkina sinna. Hún ólst upp í Keflavík hjá foreldrum sínum og átti heima hjá þeim, unz hún stofnaði sitt eigið heimili. Hinn 15. ágúst árið 1925 giftist Sigurveig unnusta sínum, Friðriki Þorsteinssyni, sem einnig var Keflvíkingur að uppruna. Friðrik kom víða við sögu í Keflavík um langt skeið og allstaðar til góðs. Hann stundaði verzlunar- og skrifstofustörf, endurskoðun og framkvæmdastjórn, svo að nokkuð sé nefnt af mörgu, sem hann tók sér fyrir hendur. Um áratuga skeið var hann organisti í Kefla- víkurkirkju og í sóknarnefnd Keflavíkursafnaðar. Á þeim vett- vangi urðu kynni okkar og kyntii mín við fjölskyldu hans eðlilega mest og nánust, og frá þeim kynnum á ég margar fegurstu og beztu minningar lífs míns. Þau Friðrik og Sigurveig eign- uðust 7 börn. Eina dóttur misstu þau í frumbernsku, en hin eru öll á lífi. Elztur þeirra er Ragnar, fulltrúi á bæjarskrifstofunum í Keflavík, kvæntur Ásdísi Guð- brandsdóttur, þá er Þorsteinn, sjómaður hjá Eimskip, býr í Reykjavík, Björg Erna, sjúkraliði á Landakotsspítala í Reykjavík, Friðrik, starfsmaður Flugleiða, kvæntur Ólafíu Guðnadóttur, þau búa í Keflavík, Sigurður, einnig starfsmaður Flugleiða, kvæntur Ragnheiði Þórisdóttur, búsett í Keflavík, og yngstur er Birgir, skrifstofumaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, búsettur í Keflavík. Auk þess ólu þau Friðrik og Sigurveig upp sonardóttur sína, Sigurveigu Þorsteinsdóttur. Hún er gift Karli Hólm Gunnlaugssyni og búa þau í Ytri-Njarðvík. Afkomendur þeirra hjóna eru 40 talsins. Sigurveig var frábær húsmóðir og þau hjón yndisleg heim að sækja. Sigurveig var að eðlisfari mjög hlédræg, svo að jaðraði við feimni, en viðmótshlýja hennar, tryggð og góðhugur í þeirra garð, sem eignuðust vináttu hennar, verður ekki metin eða þökkuð svo sem vert væri. Þau hjónin reyndust mér jafnan sem beztu foreldrar, umhyggju- söm, hollráð og skilningsrík. Friðrik varð bráðkvaddur hinn 31. ágúst árið 1968, en þá hafði hann kennt vanheilsu um nokkurt skeið. Eftir það dvaldist Sigurveig í Keflavík í skjóli barna sinna til ársins 1972, en þá fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar að Nes- haga 7 með börnum sínum og kunni vel við sig. Síðustu árin var hún veil fyrir hjarta, og varð sá sjúkdómur henni að aldurtila hinn 26. júní sl. Mér finnst það bæði fagurt og táknrænt, að hún, sem í mínum huga var alltaf umleikin sólar- geislum og átti í brosi sínu þá geisla sem voru öllum sólargeisl- um fegurri og bjartari, skyldi fá að kveðja á meðan landið okkar brosir í sinni „nóttlausu voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“. Ég þakka henni tveggja áratuga samleið, ómetanlega vináttu og ógleymanleg kynni. Börnum henn- ar og ástvinum votta ég innilega samúð og bið þess, að bjartir geislar móðurkærleikans megi varpa birtu sinni yfir ófarinn framtíðarveg þeirra. Sigurveig verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag. Björn Jónsson í dag verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju Sigurveig Sig- urðardóttir. ' Sigurveig var dóttir hjónanna Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Arið 1925 giftist Sigurveig Frið- riki Þorsteinssyni organista. Þau eignuðust 7 börn, eina stúlku misstu þau í frumbernsku. Á lífi eru Ragnar, Þorsteinn, Björg Erna, Friðrik, Sigurður og Birgir. Einnig ólu þau upp sonardóttur sína, Sigurveigu, dóttur Þorsteins, sem var þeim yndisleg dóttir og reyndist ömmu sinni dásamlega vel eftir lát afa síns. Mann sinn missti Sigurveig 31. ágúst 1968. Var það henni mikill missir, því að þau hjónin voru einstaklega samrýnd og unnu börnum sínum og heimili af alhug. Ég sem þessar fátæklegu línur skrifa eignaðist Sigurveigu sem tengdamóður og vinkonu fyrir 23 árum. Og á þesum árum bar aldrei skugga á. Við bjuggum í húsi þeirra í 9 ár, en eftir lát Friðriks flutti Sigurveig til okkar og dvaldi hjá okkur í 16 mánuði. Á þessum tíma kynntumst við enn nánar og tel ég dætur okkar hafa lært og öðlast margt, sem ömmur einar geta veitt. Frá okkur flutti Sigur- veig ásamt Björgu og Þorsteini til Reykjavíkur að Neshaga 7. Þar leið þeim vel á sínu failega heimili. Alltaf þótti okkur gott og gaman að koma á Neshagann og held ég að öll höfum við hugsað að við værum komin heim. Sigurveig var mjög fíngerð og falleg kona. Hún var ekki allra, en Kristilegt æskulýðs- og söngmót í ágúst þeir sem náðu að kynnast henni, áttu góðan vin, sem allt lagði í sölurnar til hjálpar svo öllum liði vel. Ég þakka góðum guði fyrir góða tengdamóður og vinkonu. Guð blessi minningu góðrar konu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ragnheiöur Þórisdóttir í tilefni af þúsund ára afmæli kristniboðs á íslandi mun verða haldið æskulýðs- og söngmót á Vestmannsvatni og Hafralæk i Aðaldal i ágúst. Mótið hefst að kvöldi 12. ágúst og lýkur með sönghátíð í Akureyr- arkirkju sunnudaginn 16. ágúst kl. 17. Gert er ráð fyrir um 150 þátt- takendum eða jafnvel fleirum, svo að það verður væntanlega mikill söngur og hljóðfærasláttur. Þátt- taka er opin öllum áhugamönnum, leikum og lærðum, 14 ára og eldri, hvaðan sem er af landinu. Börn eru þó líka velkomin í fylgd fullorðinna. Flestir munu búa í tjöldum og hafa sitt eigið nesti, en möguleiki er á gistiplássi og mat á staðnum. Dagskráin er byggð upp með söng- og hljómsveitaræfingum, biblíulestrum, kvöldvökum og frjálsum tíma. I tilefni af hátíðinni kemur í heimsókn hingað til lands norskur unglingahópur, sem er æskulýðs- félag og sönghópur úr sveitarsókn. Hópur þessi er hluti af hreyfingu sem nefnist „ten-sing“, en í Noregi munu vera um 200 slíkir hópar starfandi. „Ten-sing“ hreyfingin hóf göngu sína í Bergen 1967, þar sem 100 manna sönghópur með hljómsveit boðaði til stór-móts, þar sem komu 2000 þátttakendur. Æsku- lýðurinn fór heim fylltur áhuga og ákveðinn í að byrja slíkt starf í heimabyggð sinni. Síðan hefur þetta starf vaxið hröðum skrefum. Sönghóparnir starfa ýmigt í frjálsum, kristilegum félögum eða innan safnaða. Með þessum unglingahópi er stjórnandi hans og prestur, Sindre Eide. Sindre var einn upphafs- manna hreyfingar þessarar og um nokkurra ára skeið sérstakur starfsmaður hreyfingarinnar allr- ar. Auk þess sem Sindre er mikill tónlistarmaður og trompetleikari, hefur hann beitt sér á mörgum öðrum sviðum æskulýðs- og ferm- ingarmáia, skrifað margar bækur og leiðbeiningar og stýrt nám- skeiðum. Sindre kom hingað í fyrra og var aðalleiðbeinandi á leiðtoganámskeiði í Skálholti í sept. Æskulýðssönghópurinn í prestakalli hans, sem er í Sirdal í Vestur-Noregi, var stofnsettur fyrir 3 árum, þegar Sindre varð þar sóknarprestur. Prestakallið er víðfemt, 4 sókn- arkirkjur og 1700 sóknarbörn, þar af um 500 í þorpinu Tonstad. Nálægt 90% unglinganna í presta- kallinu koma í æskulýðsfélagið og um helmingur þeirra er í söng- hópnum. Unglingahópur úr sveitarsókn í Noregi sem syngja mun á kristilegu æskulýðs- og söngmóti á Vestmannsvatni og Hafralæk í Aðaldal. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl AIGLÝSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl Al'G- LYSIR 1 MORGUNRLADIM smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Miðstöövarofn til sölu nýlegur mlöstöövarofn 4-faldur. Stærö 140x75 cm. 1200 kcal. Verö kr. 500. Uppl. í síma 52557. Dyrasímaþjónustan sími 43517 Uppsetnlng og viögeröir. Innheimtustofa Þorvaldur Ari Arason, hrl, smiöjuvegi D-9, Kópavogi S: 40170, box 321, 121 Reykjavík. Slæ bletti og lóðir með orfi og Ijá. Sími 43053, eftir kl. 7 á kvöldin. Heimatrúboöið Óðinsgötu 6a Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ini HMiTf ÖLDUGÖTU'j 8ÍMAR117N og 19S9. Dagsferöir sunnudagínn 12. júlí 1. Kl. 09 Sögustaöir í Borgar- firöi. Verö kr. 80.-. Fararstjóri: Haraldur Sigurösson. 2. Kl. 13 Vífilsfell og Jósepsdal- ur. Létt ganga fyrir alla fjölskyld- una. Fararstjóri: Finnur Fróöa- son. Verö kr. 35.-. Ath.: Frítt fyrir börn í fylgd meö foreldrum. Fariö frá Umferöa- miðstööinni, austanmegin Far- miöar viö bíl. Feröafélag íslands. Krossinn Æskulýössamkoma í kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34. Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnlr. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnudagur 12. júlí Kl. 8: Þórsmörk, verö 170 kr. Kl. 13: Strompahellar — Þrí- hnúkar, hafiö góö Ijós meö. Verö 50 kr. frítt f. börn m. fullorönum. Fararstjóri Erlingur Thoroddsen. Farið trá BSÍ, vestanveröu. Grænland 16. júlí, vlka f Eystri- byggö. Sviss 18. júlí, vika í Bernar Oberland. Hornstrandir 18. júlí, vika í Hornvík. Verslunarmannahelgi Þórsmörk, Hornstrandir, Dalir- Akureyjar, Snæfellsnes, Gæsa- vötn-Vatnajökull. Upplýsingar á skrifstofunni, Lækjargötu 6A, sími 14606. Fíladelfía Guösþjónustur helgarinnar eru laugardag kl. 20. sunnudag kl. 10.30 og kl. 20. Síðustu tækifæri til aö heyra Rolf Karlson. Fjöl- breyttur söngur. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.