Morgunblaðið - 11.07.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
25
Barokktónleikar
í Bústaðakirkju
Annað kvöld klukkan 20.30
halda fimmtán manna hljómsveit
og fimm söngvarar tónleika i
Bústaðakirkju og eru meðlimirn-
ir allir í XolleKÍum musicum“ í
Bremen. Eftir þessa tónleika
mun hópurinn halda i hálfsmán-
aðar tónleikaferð um Norður- os
Suðurland.
Efnisskrá Collegium Musicum
er frá Barrokk-tímabilinu og er
stjórnandi hljómsveitarinnar
Lothar Stövel kantor og orgelleik-
ari við Martinkirche í Bremen.
Á Akureyri heldur hópurinn
tónleika 14. júlí n.k., á Húsavík
þann 15. í Skjólbrekku þann 16., á
Dalvík þann 17., á Siglufirði þann
18., á Sauðárkróki þann 19. og í
Skálholti þann 22. Að lokum verða
síðustu tónleikarnir haldnir á
Þingvöllum 23. júlí.
LEIKLIST
Ferðaleikhúsið hefur sýningar
LIGHT NIGHTS
í kvöld og á morgun
klukkan 21.00 eru sýn-
ingar á Light Nights, að
Fríkirkjuvegi 11. Það er
ferðaleikhúsið eða „The
Summer Theatre“ sem hef-
ur nú hafið sýningar sín-
ar. Efni Light Nights er
allt islenskt efni en er
flutt á ensku.
Á milli atriða eru sýndar
skyggnur af verkum ís-
lenskra listamanna og leik-
in íslensk tónlist af
hljómplötum. Þetta er
tólfta árið sem Ferðaleik-
húsið færir upp leiksýn-
ingar fyrir enskumælandi
ferðamenn en leikhúsið
hefur einnig haldið sýn-
ingar erlendis.
Sýningar á Light Nights
verða í sumar á fimmtu-
dögum og föstudögum
ásamt laugardögum og
sunnudögum.
Þakkir
Hjartanlega þakka ég þeim, sem glöddu mig
meö gjöfum og heillaóskum á sjötugsafmæli
minu.
Leó Sigurðsson.
Ný hárgreiðslustofa í Garðabæ
NÝLEGA var opnuð ný hárgreiðslustofa i Garðabæ, Hárgreiðslustoían Inna, Aratúni 1. Eigandi er
Kristín Ottosdóttir en hún útskrifaðist frá hárgreiðslustofunni Saion-VEH 1976. Opið er frá 1 til 6 alla
virka daga og 9 til 4 á laugardögum.
Kristin sagði að svokölluð „frönsk lina“. stutt hár og permanent, væri vinsælust i sumar, en Lady
Diana greiðslan væri þó að komast i tisku hjá ungum stúlkum.
Gas 09 grillvörur
Suóurlandsbraut 4
síni 38125