Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 33

Morgunblaðið - 11.07.1981, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UUíáSM *Hl //vA UJn/’Ull Oft er sótt langt yfir skammt Velvakandi hitti vegfaranda í góða veðrinu úti á götu. Sá stansaði og fór að tala um bardús sitt um síðustu helgi, sem hann var ákaflega ánægður með. — Ég fór nefnilega ekki að flengjast til Þingvalla eða eitt- hvert upp í sveit, eins og við höfum iðulega gert í góðu veðri, sagði hann. I stað þess tókum við ráðum Velvakanda fyrir skömmu og héldum upp í Elliðaárdal. Lögðum bílnum í Blesugrófinni og fórum yfir vestari ál Elliðaánna á trébrúnni. Raunar þurfti enga brú, því állinn er nú þurr. Þarna úti í hólmanum var eins og við værum komin upp í sveit. Skjólgóð rjóður innan um ilmandi birkið, þar sem við lágum lengi í sólinni og drukkum kaffið okkar, við undirspil árinnar og fuglasöngs. Því það er mikið fuglalíf þarna. Öðru hvoru röltum við um eyna, því þar er mikinn og skemmtileg- an gróður að sjá. Þegar við höfðum fengið nóg af sólbaðinu og rólegheitunum feng- um við okkur langan og góðan göngutúr. Fórum fyrst upp að stíflunni og sáum þar álftirnar, sem alltaf verpa þar, með ungana sína. Og svo áfram upp í Árbæjar- safn, þar sem við fengum okkur súkkulaði og pönnukökur í Dill- onshúsi, og kurteisar stelpur í upphlut afgreiddu okkur úti á pallinum. Þarna í Árbæjarsafni var nóg að skoða. Fyrir utan húsin af ýmsum gerðum er þar nú bráð- skemmtileg myndasýning vestan af Patreksfirði í skálanum sem járnbrautin er í. Þar má sjá hvernig fólk naut lífsins upp úr aldamótunum. Við vorum svo heppin að nýbúið var að opna merkilega flugsýn- ingu með nýuppgerðum gömlum flugvélum. Ekki kann' ég nein skil á slíkum gripum, en bæði við hjónin og krakkarnir höfðu mikið gaman af að skoða þær. Maður þarf semsagt ekki að flengjast í heitum bíl langt út úr Reykjavík, til að njóta góðviðris- daganna og útilífs. Ég mæli með því við þá sem vilja vera úti að gera slíkt hið sama sem við gerðum. Líka má taka strætó í Blesugrófina. Eiginlea höfðum við hugsað okkur að fara aftur á þennan stað, og taka þá gönguferð upp eftir Elliðaárdalnum eða upp í Breiðholt á eftir, en það þekkjum við lítið. Ég græt á nóttimni J.B. skrifar: Þessi orð urðu mér minnisstæð er mér varð það á, er ég ætlaði að hringja í bókabúð nokkra í henni Reykjavík, að velja skakkt númer. Við- mælandi minn reyndist vera einn hinna fjöl- mörgu öldruðu borgara sem Reykjavíkurborg er enn svo lánsöm að mega njóta samvista við. í stað þess að biðja nú kurteislega afsökunar á þessum mistökum mínum gerði ég mér lítið fyrir og þverbraut allar siðareglur Pósts og síma um al- mennt velsæmi í tilvikum sem þessum og ræddi við þennan símnotenda vítt og breitt um liðinn tíma og líðandi stund. í ljós kom að ungarnir höfðu yfirgefið hreiður sitt fyrir margt löngu, heimsóknir voru aðeins á stórhátíð- um, vinirnir góðu flestir komnir yfir móðuna miklu og þeir sem ótaldir eru óumræðilega upp- teknir við að eltast við eigið skott. ,;Hvað ég geri? spyrðu. Eg græt á nóttunni." Þannig kemur hinn beiski, sári og niður- drepandi einmanaleiki í ljós. Það er nöturlegt til þess að vita hversu marg- ir eyða síðustu árum ævi sinnar í einhverri mestu fátækt og umkomuleysi sem á jarðríki fyrirfinnst, — einmanaleikanum. Þær stórfelldu breyt- ingar sem orðið hafa á háttum íslendinga á seinni hluta þessarar ald- ar hafa getið af sér vandamál sem í raun eng- in lausn hefur verið fund- in á. Þó hefur verið reynt að bæta hér úr og á ég þar við hina félagslegu þjón- ustu. En ég leyfi mér að fullyrða að skipulagning og sérstaklega uppbygg- ingin sjálf ber slíkan keim af uppáhellu og soð- vatnsstíl að engu tali tek- ur. Það vantar alltaf og ævinlega raunhæf og hvetjandi verkefni. Verk- efnið sem gefa lífinu ein- hvern tilgang, verkefni sem höfða til einstakl- inganna, verkefni sem af samfélaginu sjálfu eru metin að verðleikum. Við sem erum í rásmarki steypukassaspretthlaups- ins eða á víxla- og lána- stiginu sést einatt yfir þann Akkilesarhæl sam- félagsins að vinna ekki þegar bráðan bug að því, að vinna aldraðra verði metin að verðleikum. Ver- um minnug þess að sjálf verðum við gömul, lúin og þreytt. Tökum þátt í kjör- um þessa fólks. Styðjum það á brautinni til lífsins. Væntanlegar hljómplötur frá Tívolí og Bara-flokknum Tvær nýjar íslonskar hljómplötur cru væntanlojar á markaðinn á næstu döKum, að því cr scgir í frcttatilkynninKU frá útgáfufyrirtækinu „Stcin- ar“ hf. Þá færist það einnig í vöxt að erlendar hljómplötur séu press- aðar hér á landi og hefur það gefið góða raun, bæði hvað snertir verð og gæði framleiðsl- unnar, en unnt er að selja hljómplötur á mun hagstæðara verði en ella, séu þær pressaðar hér heima. Islensku hljómsveitirnar tvær, sem nú senda frá sér skífur, eru hljómsveitin Tívolí, sem nú sendir frá sér aðra smáskífu sína, Þrumuvagninn, með þremur lögum, en manna- breytingar hafa átt sér stað innan hljómsveitarinnar frá því að fyrsta hljómplata þeirra kom út í fyrra og hefur hún nú haslað sér völl sem þungarokk- hljómsveit — og Bara-flokkur- inn frá Akureyri, en þeir hafa nú hljóðritað 6 lög undir stjórn Tómasar Tómassonar í Hljóð- rita. Það verður 12 tommu plata og sú fyrsta frá hendi Bara- flokksins. Nú hafa þrjár af plötum Mike Oldfields verið pressaðar hér heima; „Tubular Bells", sem er fyrsta plata Oldfields og tvær síðustu plötur hans; „Platinum" og „Q.E.“. Koma þessar skífur á markað á næstu dögum. Mike Oldifeld er í hópi virtustu popptónlistarmanna og þykja tónsmíðar hans höfða til breið- ari hóps en almennt gerist. Þá mun „Steinar" hf. innan skamms gefa út fyrstu hljóm- plötu bresku hljómsveitarinnar Lynx, sem notið hefur tals- verðra vinsælda að undanförnu, en hún ber heitið „Intuition". Reuter rekin frá Teheran London. AP. STJÓRNVÖLD I Teheran hafa fyrirskipað að Reuter- fréttastofunni í Teheran verði lokað snarlega og allir starfsmenn þar hafi sig á brott. í íranska útvarpinu sagði, að fréttastofan hefði verið miðstöð samsæris gegn islamska lýðveldinu. Alan Thomas, fréttaritstjóri hjá Lundúnaskrifstofunni sagði, að mjög óljósar fregnir hefðu borizt af málinu og væri verið að reyna að ná sambandi við starfsfólk skrifstofunnar í Teheran. Reuter-fréttastofan var ein síðasta vestræna fréttastofan sem fékk að starfa það, t.d. var AP-skrifstofunni lokað í febrúar 1980 , og starfsfólkið rekið úr landi. Blaðburðarfólk óskast Happdrætti heyrnarlausra ’81 Dregiö var í happdrættinu þ. 1. júlí sl. Vinnings- númer eru þessi; 1. 23.004 11. 11.989 21. 19.285 2. 22.401 12. 49.113 22. 194 3. 31.497 13. 21.934 23. 16.979 4. 21.167 14. 35.444 24. 5.782 5. 15.604 15. 500 25. 38.593 6. 27.047 16. 28.973 7. 30.156 17. 428 8. 25.917 18. 19.500 9. 33.590 19. 3.137 10. 40.608 20. 48.748 Þökkum veittan stuöning. Félag heyrnarlausra, Skólavöröustíg 21. Símar 13560—13240. Austurbær Laugavegur 1—33 Lindargata Barmahlíö Bergþórugata Úthverfi Langageröi Laugarásvegur 32—77 Rauðageröi fRmgtiitfrltifeife Hringið í síma 35408

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.