Morgunblaðið - 11.07.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1981
35
1500 manns taka þátt í 17.
Landsmóti UMFI a Akureyri
17. Landsmót UMFÍ hófst á
Akureyri í «ærdaj{. Sjaldan eða
aldrci hefur mótið verið haldið
við betri aðstæður og aldrei
hafa keppendur og sýningar-
fólk á mótinu verið fleiri en nú.
Gert er ráð fyrir að rúmlega
1500 manns taki þátt á einn eða
annan hátt í keppni og sýning-
um á Landsmótinu að þessu
sinni.
Þá mun starfsfólk á mótinu
vera um 600 manns og það sýnir
best hversu umfangsmikið slíkt
mót er og hversu mikil vinna
felst í því að halda það. Veður-
guðirnir voru mótsgestum og
keppendum sérlega hliðhollir
fyrsta dag mótsins, biíðskapar-
veður var á Akureyri, stafalogn
og um 15 stiga hiti.
Þess má geta, að fyrsta lands-
mót UMFÍ, sem haldið var, fór
fram á Akureyri 1909. Þá stóð
Ungmennafélag Akureyrar fyrir
mótinu fyrir hönd UMFÍ og fór
mótið fram á fæðingardegi Jóns
Sigurðssonar 17. júní. Lands-
mótið fór einnig fram á Akur-
eyri 1955, og er þetta því þriðja
Landsmótið sem haldið er í
höfuðstað Norðurlands.
Alls taka 28 ungmenna- og
héraðssambönd þátt í mótinu að
þessu sinni, flesir eru þátt-
takendurnir frá UMSK, 156 tals-
uia, ufl iiuiv ciu iui iia wiii
125. Þá er gert ráð fyrir um
8—10.000 gestum til Akureyrar í
sambandi við Landsmótið. í
gærdag setti mikill fjöldi að-
komumanna svip sinn á bæinn.
Mótið fer fram á 12 stöðum í
bænum og keppt er í 17 greinum
íþrótta. Þá eru frjálsar íþróttir
taldar sem ein keppnisgrein,
einnig starfsíþróttirnar. Fatlað-
ir taka nú í fyrsta sinn þátt í
mótinu og er það vel. Auk þess
fara nú fram í fyrsta skipti
siglingar og var það falleg sjón í
gærdag að sjá fjölda lítilla
seglbáta á Akureyrarpolli.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, kom til Akureyrar í
gærdag, en hún er nú í heimsókn
á Norðurlandi. Forsetinn var
viðstaddur setningu mótsins í
gærkvöldi og flutti ávarp.
Heiðursgestur Landsmótsins
að þessu sinni er Vilhjálmur
Hjálmarsson fyrrverandi ráð-
herra, en eins og kunnugt er
hefur hann starfað mikið að
félagsmálum og er meðal annars
einn af stofnendum Ungmenna-
félagsins Þjálfa í Mjóafirði
þr. á Akureyri.
Síðasta skipti sem
ég stjórna hóp-
göngu á Landsmóti
— segir Þorsteinn Einarsson
Einn er sá maður sem komið
hefur meira við sögu á Lands-
mótum frá upphafi en flestir
aðrir. Sá er Þorsteinn Einars-
son fyrrverandi íþróttafulltrúi
ríkisins. Þorsteinn Einarsson.
sem öiiu íþróttafólki og forystu-
mönnum er kunnur fyrir mikið
og ötuit starí í gegnum fjölda
ára. og hefur stjórnað hópgöng-
unni á Landsmótinu á 13 lands-
mótum.
Þorsteinn var í óða önn að
undirbúa gönguna og merkja
íþróttavöllinn þegar blaðamaður
Mbl. ónáðaði hann. „Jæja, nú er
komið að leiðarlokum á Lands-
mótum. Þetta verður síðasta
Landsmótið þar sem ég mun
stjórna hópgöngunni og taka
þátt í undirbúningnum," sagði
Þorsteinn. Fyrsta Landsmótið
sem ég tók þátt í var á Hvann-
eyri árið 1943. Síðan þá hefur
mikið vatn runnið til sjávar, en
eins og áður er Landsmót UMFÍ
afar þýðingarmikið fyrir ís-
lenska æsku og íþróttum í land-
inu mikils virði, sérstaklega þó
landsbyggðarfólkinu." Aðspurð-
Myndsjá frá Landsmótinu. Efsta
myndin sýnir hluta af tjaldborg-
inni, miðmyndin brot af tjald-.
búðalifinu, en neðsta myndin er
frá langstökkskeppninni.
Landsmótiö:
Urslit fengust í nokkrum greinum
17. Landsmót UMFÍ var sett á fjölda keppenda og íþróttagreina hafði betur í „framlengingu".
Akureyri I gærkvöldi og var
setningarathöfnin öll hin glæsi-
legasta. Keppendur og fleiri
komu saman við iþróttahöilina
og gengu fylktu liði niður á
íþróttavöllinn þar sem athöfnin
hófst með fánahyllingu. Pálmi
Gisiason formaður UMFÍ setti
siðan mótið og i kjöifarið fylgdu
ávörp frá Vigdisi Finnbogadótt-
ur forseta íslands, Sigurði Jó-
hannessyni forseta bæjarstjórnar
Akureyrar, Ingvari Gislasyni
menntamáiaráðherra og Þóroddi
Jóhannssyni formanni Lands-
mótsnefndar. Komu siðan fim-
leikasýningar frá Gerplu og Fim-
leikaráði Akureyrar, fallhlífar-
stökk á vegum Fallhlífaklúbbs
Akureyrar og fleira.
Gærdagurinn var fyrsti dagur
mótsins og vegna hins mikla
hófst keppni strax klukkan 9.30.
Til dæmis má geta þess, að í 100
metra hlaupi karla eru keppendur
38 talsins og þurfa þeir sprett-
hörðustu að hlaupa fimm hlaup
áður en í úrslitin er komið. Þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöldi
lágu úrslit þó ekki fyrir nema í
fáum greinum. Starfsíþróttirnar
voru komnar á mikinn skrið og
úrslit höfðu fengist í þremur
þeirra. Mikil keppni var í línubeit-
ingum, en þar sigraði Sigurður
Sigurðsson HSÞ með 149 stig.
Magnús Hreiðarsson HSÞ varð
annar með 148 stig og Jósteinn
Hreiðarsson HSÞ þriðji með 147
stig.
Guðmundur Jónsson HSK sigr-
aði í jurtagreiningu eftir harða
keppni við Ketil Tryggvason HSÞ.
Báðir hlutu 48 stig, en Guðmundur
Sesselía Ingólfsdóttir UMSE varð
þriðja með 47 stig. í hestadómum
sigraði Kristm Thorberg UMSK
og hlaut hún 94 stig. Sigurður
Pálsson HSÞ og Steingrímur Vikt;
orsson HSK hrepptu 93 stig. í
starfsíþróttum er keppt í margvís-
legum greinum, þar á meðal
pönnukökubakstri.
Úrslit fengust einnig í lang-
stökki karla, þar sigraði Kristján
Harðarson ÚMSK, stökk 7,12
metra. Keppni lauk auk þess í
tveimur sundgreinum, Hugi Harð-
arson HSK sigraði í 800 metra
skriðsundi karla á 9:23,8 og Ólöf L.
Sigurðardóttir HSK sigraði í 400
metra skriðsundi kvenna, synti á
4:54,3 mínútum. Eitt met var sett í
800 metrunum, Marteinn Tryggva-
son setti Borgarfjarðarmet, synti
á 11:28,4 mín. þr. Akureyri.
ur um eftirminnilegasta Lands-
mótið sagði Þorsteinn: „Eftir-
minnilegasta Landsmótið sem ég
hef upplifað var árið 1949 í
Hveragerði, þá gerði slíkt óveður
með stórrigningu að allir kepp-
endur urðu að flýja úr tjaldbúð-
unum og inn í skólahúsnæðið.
Öll aðstaða til keppni var mjög
slæm og erfið, hlaupið var og
stokkið í hálfgerðri forareðju.
Engu að síður skein gleði út úr
augum æskufólksins og allir léku
við hvern sinn fingur. Og sýndu
dug og þol sem býr í æsku
íslands. Allt gekk svo að lokum
vel fyrir sig og um síðir kom sól
og blíða og í slíku veðri var
Landsmótinu slitið.
Landsmótið á Laugarvatni
1965 var mjög eftirminnilegt, en
þá gekk hitabylgja yfir móts-
svæðið. Sjaldan eða aldrei hafa
fleiri gestir sótt mótið en þá.
Nú, það er athyglisvert hversu
vel á öll Landsmót hafa tekist og
unga fólkið ávallt staðið sig vel
og verið vandanum vaxið að taka
þátt í slíkum stórmótum sem
Landsmótin eru. I framtíðinni
þarf að halda þeirri stefnu að fá
fjöldann til að vera með á
Landsmótum. Þau mega ekki
verða að stjörnumótum. Ég mun
sakna þess að stjórna ekki fleiri
hópgöngum,“ sagði Þorsteinn að
lokum og var rokinn í undirbún-
inginn, en það er athyglisvert
hversu vel Þorsteini hefur farist
stjórn á hinum stóra hópi
íþróttafólks í hópgöngum mörg
undanfarin Landsmót og á fleiri
íþróttamótum.
þr. á Akurcyri.
Þorsteinn Einarsson mun ekki stjórna fleiri skrúðgöngum eða
Landsmótum. Ljósm. Þórarinn.