Morgunblaðið - 11.07.1981, Síða 36
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
fttaripitiKiIf&tfr
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1981
Súrálsskýrslan
lögð fyrir ríkis-
stjórn á mánudag
IÐNAÐARRÁÐHERRA Hjörleifi
Guttormssyni hefur, samkvæmt
heimildum Mbl., borist skýrsla frá
Coopers og Lybrandt sem er endur-
skoðunarfyrirtæki i London, um
meinta hækkun súráls i hafi frá
Ástralíu til íslenska álversins i
Straumsvík. Skýrslan verður lögð
fram á rikisstjórnarfundi sem
boðaður hefur verið kl. 11 fyrir
hádegi á mánudag.
Skýrsla þessi, sem unnin er að
beiðni iðnaðarráðherra, er dagsett 6.
júlí sl. og er hún nú í athugun hjá
iðnaðarráðherra. Áður hafði sér-
stakri nefnd á vegum ráðuneytisins
borist drög að skýrslunni. Starfs-
menn Coopers og Lybrandt vinna nú,
einnig að beiðni iðnaðarráðherra, að
endurskoðun ársreikninga álversins
fyrir árið 1980.
Framhaldsaðalfundur stjórnar ís-
lenzka álfélagsins verður væntanlega
haldinn í ágústmánuði, en honum
var frestað vegna þessarar skýrslu.
Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir tókst
ekki að ná sambandi við Hjörleif
Guttormsson iðnaðarráðherra vegna
þessa máls.
Forsetinn kom til Akureyrar i gær
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, kom til Akureyrar siðdegis i gær og setti hún i gærkveldi
landsmót ungmennafélaganna.
Koma Vigdisar til Akureyrar er upphaf opinberrar heimsóknar forsetans í Eyjafjarðar- og
Þingeyjarsýslur.
Biskupskjörið:
Sr. Ólafur Skúlason
hlaut flest atkvæði
Iðnaðurinn rekinn með
7,5% tapi janúar-júní
GENGISbRÓUNIN frá áramótum
hefur verið meginþorra samkeppn-
is- og útflutningsiðnaðar afar
óhagstæð. brátt fyrir, að innlend-
Líkur á
rigningu
bEGAR líður á sunnudaginn er
spáð suðaustanátt og skýjuðu
veðri hér sunnanlands og jafn-
vel er búist við rigningu, sam-
kvæmt upplýsingum sem Morg-
unhlaðið fékk á Veðurstofunni i
gær.
I dag er búist við svipuðu veðri
og verið hefur að undanförnu,
hálfskýjuðu og sólskini á milli og
á þetta við svæðið frá Árnessýslu
og vestur til Vestfjarða. Búist er
við sólskini fram að hádegi, en
síðan er talið að ský hrannist
upp. Með suðaustanáttinni á
sunnudag mun veður hlýna um
landið og gæti rigning fylgt í
kjölfarið.
ur tilkostnaður hafi hækkað á
tímahilinu um 15—20%, hefur
gengi íslenzku krónunnar verið
hækkað gagnvart mikilvægum
Evrópugjaldmiðlum. — „bað má i
raun segja, að iðnaðinum sé að
blæða út og þetta ástand getur
ekki varað til lengdar,“ sagði
Davið Scheving Thorsteinsson,
formaður Félags islenzkra iðnrek-
enda, í samtali við Mbl.
„Á síðasta ári var iðnaðurinn
rekinn á núlli, en samkvæmt bráða-
birgðaathugun á afkomunni fyrstu
sex mánuði þessa árs er hann
rekinn með 7,5% tapi, sem segir
sína sögu,“ sagði Davíð Scheving
Thorsteinsson ennfremur.
Sem dæmi um hina óhagstæðu
gengisþróun síðustu sex mánuði,
má nefna, að dollarinn hefur
styrkzt um 20%, en á sama tíma
hefur gengi íslenzku krónunnar
verið hækkað gagnvart mikilvæg-
um Evrópugjaldmiðlum eins og
áður sagði, sterlingspundi um 4,4%,
dönsku krónunni um 5,6% og
vestur-þýzka markinu um 3,7%.
Þessi þróun mála hefur valdið
útflutningsiðnaði, sem selur sínar
vörur á Evrópumarkaði, miklum
búsifjum. Hann fær nú færri ís-
lenzkar krónur fyrir vörur sínar en
hann gerði í desembermánuði, en á
sama tíma hefur innlendur til-
kostnaður hækkað verulega. Sam-
keppnisiðnaður, sem keppir við
iðnaðarvörur frá Evrópulöndum, á
ekki síður í miklum erfiðleikum nú.
Má í því sambandi benda á, að
samkeppnisstaða íslenzkra fyrir-
tækja, sem eiga í samkeppni við
þýzkar iðnaðarvörur, hefur versnað
um 8—9% frá áramótum og er þá
ekki tekið tillit til áhrifa, sem
ábyrgð ríkissjóðs á 5% hækkuðu
viðmiðunarverði í febrúar hafði á
stöðu iðnaðarins.
TALNING atkvæða úr biskupskjöri
fór fram i dómsmálaráðuneytinu i
gær undir stjórn Baldurs Möller
ráðuneytisstjóra, formanns kjör-
stjórnar. Á kjörskrá voru 148 og
kusu 142. brjú efsti sætin skipa
þeir sr. ólafur Skúlason dómpró-
fastur, sem hlaut 62 atkvæði, sr.
Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup
fékk 36 atkvæði og sr. Arngrimur
Jónsson fékk 23 atkvæði.
Þá hlaut sr. Heimir Steinsson
rektor 10 atkvæði, sr. Jónas Gíslason
lektor 6, og sr. Bernharður Guð-
mundsson, sr. Halldór Gröndal og sr.
Þórir Kr. Þórðarson eitt atkvæði
hver. Auðir seðlar voru 2. Þar sem
enginn hlaut hreinan meirihluta í
þessari kosningu þarf að kjósa að
nýju milli þriggja efstu manna. Sr.
Ólafur Skúlason var næst því að
hljóta meirihluta, hann vantar 10
atkvæði til að svo hefði verið. Að
sögn Baldurs Möller hefst kjörstjórn
þegar handa um að undirbúa kjör-
gögn fyrir síðari umferðina og eftir
að þau hafa verið send út er 4 vikna
skilafrestur. Kvaðst hann gera ráð
fyrir að úrslit gætu legið fyrir síðari
hluta ágústmánuðar.
Sjá viðtöl við þrjá efstu menn á
blaðsíðu 3.
Frá talningu atkvæða úr biskupskjöri. Frá vinstri sr. borbergui
Kristjánsson fulltrúi Prestafélags íslands, sr. Ingiberg J. Hannesson.
Baldur Möller formaður kjörstjórnar og borleifur Pálsson ritari
kjörstjórnar. Liósm. Guðjón.
Erlent lán Sildarútvegsnefndar:
Vextir og gengis-
tap í fyrra 84%
SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur
síðustu árin algjörlega verið neit-
að um innlend lán til að fjármagna
innkaup á rekstrarvörum vegna
síldarsöltunarinnar, tunnum,
salti, sykri, kryddi og fleiru, og
hefur nefndin því neyðst til að
taka bandarískt lán i þessu skyni
fyrir milligöngu Landsbanka ís-
lands. betta kemur fram í nýút-
komnu fréttabréfi Síldarútvegs-
nefndar til sildarsaltenda.
— Gert hefir verið yfirlit um
kostnað vegna þessarar lántöku á
sl. reikningsári, 1. maí 1980 — 30.
apríl 1981, og reyndist kostnaður-
inn 84,43%, þ.e. vextir, bankakostn-
aður og gengistap. Var ekki einhver
að tala um, að sjávarútvegur nyti
forréttinda í lánamálum?(!), segir
orðrétt í fréttabréfinu. Þetta jafn-
gildir því, að hefði Síldarút-
vegsnefnd tekið innlent lán vegna
málsins, þá hefði hún þurft að
greiða 84% vexti.
Sr. Jón Auðuns látinn
SÉRA Jón Auðuns, fyrrverandi
dómprófastur, lézt I Landspítal-
anum í gær, 76 ára að aldri. Hann
var fæddur 5. febrúar 1905 á
ísafirði, sonur hjónanna Jóns
Auðuns framkvæmdastjóra og al-
þingismanns á fsafirði og Mar-
grétar Guðrúnar Jónsdóttur frá
Stað á Reykjanesi.
Jón lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1924
og guðfræðiprófi frá Háskóla ís-
lands 1929. Hann stundaði síðan
nám í samanburðarguðfræði og
helgisiðafræði í Marburg og París
og feröaðist auk þess víða um
Vestur-Evrópu. 1930 var hann
vígður forstöðumaður fríkirkju-
safnaðarins í Hafnarfirði og 1941
var hann jafnframt ráðinn for-
stöðumaður fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík og var hann búsettur í
Reykjavík síðan. Jón var skipaður
prestur við Dómkirkjuna í Reykja-
vík 1. desember 1945 og dómpró-
fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi
1951. 1971 var honum veitt lausn
frá starfi að hálfu vegna heilsu-
brests og að fullu 1973.
Jón var ráðinn forstöðumaður
Listasafns Einars Jónssonar 1970,
sat kirkjuþing á árunum 1958 til
1962 og var prófdómari í guðfræði
við Háskóla Islands frá 1950,
formaður Safnaðarráðs Reykjavík-
ur frá 1953 til 1973 og formaður
Ekknasjóðs Reykjavíkur sama
tímabil. Þá var hann formaður
stjórnar kirkjubyggingarsjóðs
Reykjavíkur frá 1954. Jón var
skipaður í Skálholtsnefnd 1955 til
1956 og í dómnefnd um leikrita-
samkeppni fyrir Skálholtshátíðina
1955. Þá var hann forseti Sálar-
rannsóknarfélags íslands frá 1939
til 1963, í stjórn Barnaverndarfé-
lags Reykjavíkur í mörg ár og
formaður Reykjavíkurdeildar
Rauða kross íslands frá 1951 til
1967.
Jón ritaði einnig mikið í þágu
kristinnar trúar og gerði sér annt
um uppeldi barna og ritaði einnig
talsvert um sálarrannsóknir og
spírtisma. Eftir hann liggja mörg
rit, bæði frumsamin og þýdd auk
fjölda blaða- og tímaritsgreina.
Eftirlifandi kona Jóns er Dagný
Einarsdóttir og varð þeim ekki
barna auðið.
Séra Jón Auðuns skrifaði kirkju-
þætti í Morgunblaðið og vöktu þeir
ávallt mikla athygli. Hann var
mikill baráttumaður fyrir hug-
sjónum sínum og einn þeirra, sem
brá stórum svip yfir umhverfi
samtíðar sinnar á íslandi. Hann
skrifaði ævisögu sína og varð hún
tilefni mikilla umræðna. Þegar
séra Jón varð sjötugur birtist hér í
blaöinu greinaflokkur um ævi hans
og starfsferil og byggðist hann á
frásögu hans sjálfs.
Morgunblaðið sendir frú Dagný
og öðrum ættingjum séra Jóns
samúðarkveðjur með þökkum fyrir
langt og gott samstarf.