Morgunblaðið - 28.07.1981, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
164. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Símamynd — /\r.
Karl Bretaprins veitir lafði Díönu aðstoð eftir að ágangur blaðamanna
og ljósmyndara hafði fengið á lafðina, þar sem hún fylgdist með
væntanlegum húsbónda sínum leika póló i fyrradag. Karl prins og lafði
Díana ganga í það heilaga á morgun, miðvikudag, og þótt milljónir
manna um heim allan muni gleðjast með þeim, hefur brúðkaupið
væntanlega orðið til þess að sletta upp á vinskap Breta og Spánverja,
og Grikkir telja sig einnig hafa verið móðgaða á þessum tímamótum.
Grikkir móðgaðir:
Karamanlis ekki
til brúðkaupsins
Aþenu. 27. júli. AP:
ÁREIÐANLEGAR heim-
ildir hermdu, að Kara-
manlis Grikklandsforseti
væri við hestaheilsu, og að
hann hefði hætt við fyrir-
hugaða Lundúnaferð
vegna brúðkaup Karls
prins og lafði Díönu þar
sem brezka konungsfjöl-
skyldan hefði boðið Konst-
antín fyrrum Grikkja-
konungi til brúðkaupsins.
Blöð í Grikklandi sögðu frá því,
að formlega hefði því verið mót-
mælt við konungsfjölskylduna, að
Konstantine skyldi kallaður kon-
ungur Grikkja í stað fyrrverandi
konungur.
í opinberri tilkynningu sagði,
að Karamanlis hefði hætt við
Lundúnaferðina þar sem hann
ætti við nýrnaveiki að stríða, en
hermt er, að hann hafi verið
viðstaddur brautskráningu for-
ingjaefna við liðsforingjaskóla og
virtist jafnvel brattari en fyrr.
Hann hélt kraftmikla ræðu og
gekk rösklega um skólasvæðið.
Spænskir stjórnmálaflokkar,
stéttarfélög og fleiri aðilar
hvöttu í dag til mótmælaðgerða í
Vilja
„toppfund“
Washinjfton. 27. júli. AP.
FIMM íhaldssamir öldungadeildar-
menn úr röðum demókrata hafa
hvatt Reagan forseta til að boða
helztu sérfræðinga stjórnarinnar,
þingsins og bandaríska seðlabank-
ans saman til „toppfundar" og fela
þeim að finna leiðir til vaxtalækk-
unar, áður en „hávextir vinna óbæt-
anlegt tjón á efnahag landsins".
Fimmmenningarnir hafa alla jafna
stutt efnahagsáform Reagans.
borginni La Línea við Gíbraltar
daginn sem Karl prins og lafði
Díana koma til „klettsins" um-
deilda, þar sem þau stíga um borð
í brezku konungssnekkjuna fyrir
brúðkaupsferð sína um Miðjarð-
arhaf. Tilgangurinn með mót-
mælunum er annars vegar að
lýsa stuðningi við þá ákvörðun
spænsku konungsfjölskyldunnar
að fara ekki til brúðkaupsins, og
hinsvegar að mótmæla heimsókn
brúðhjónanna væntanlegu til
Gíbraltar, sem Spán og Bretland
hefur greint um eignarrétt á.
Sjá nánar erlendar fréttlr á bla 18—19.
Stjómin gefur eftir
kröfum Samstöðu
Kjötskammtur aðeins minnkaður í ágúst
VarsjA, 27. júli. AP.
PÓLSKA stjórnin samþykkti
í dag eítir viðræður við leið-
toga Samstöðu að takmarka
fyrirhugaða kjötskammtar-
minnkun, sem nemur 20% frá
núverandi skammti, aðeins
við ágústmánuð, en fyrirhug-
að hafði verið að kjötskammt-
arminnkunin kæmi einnig til
framkvæmda í september.
Jafnframt samþykktu leið-
togar Samstöðu að ekki yrði
boðað til verkfalla vegna mat-
væiaskorts i ágústmánuði.
Talsmenn Samstöðu sögðu, að
áfram yrði haldið viðræðum við
stjórnvöld í því augnamiði að fá
kjötskammtarminnkuninni einnig
aflétt í ágústmánuði. Embættis-
menn segja fjárskort ekki leyfa
kjötkaup, en samt fékkst engin
skýring á því hvernig tryggt verði
að minnkunin verði ekki einnig
nauðsynleg í september.
Víða hefur verið efnt til mót-
mælaaðgerða í Póllandi í dag og um
helgina til að leggja áherzlu á kröfu
pólskra þegna um að ráðin verði bót
á matvælaskortinum. Hefur af
þessum sökum verið farið í margar
mótmælagöngur um borgir og bæi
landsins, og eru fleiri göngur af
þessu tagi fyrirhugaðar í dag og
næstu daga.
Samtök finnskra kjötútflytjenda
skýrðu frá því í dag, að samist hefði
við Pólverja um kaup á þremur
þúsundum smálesta af svínakjöti er
fluttar verða til Póllands í ágúst-
mánuði á bílum með frystigámum.
Læknar fyrirskipuðu Lech Wal-
esa leiðtoga Samstöðu að hafa hægt
um sig í viku þar sem hann er
þjakaður af ofþreytu. Walesa mun
þó ekki leggjast inn á sjúkrahús til
langrar dvalar, eins og orðrómur
hafði verið á kreiki um.
Vikuritið Der Spiegel skýrir frá
því í dag, að fylgi við hin óháðu
verkalýðssamtök í Póllandi fari
vaxandi í Austur-Þýzkalandi, og að
dreifiritum hafi verið dreift í
A-Berlín, þar sem hvatt hefur verið
til félagsíegra og pólitískra umbóta í
A-Þýzkalandi. Der Spiegel segir að
lögð hafi verið niður vinna í ýmsum
stofnunum til að mótmæla aðbún-
aði á viðkomandi vinnustöðum, og
að komið hafi til átaka lögreglu og
unglinga, sem tóku byggingar á sitt
vald, í Erfurt, Rostock, Karl Marx
Stadt og Weimar.
Frá svonefndri hungurgöngu í borginni Kutno i Póllandi á laugardag.
Efnt hefur verið til víðtækra aðgerða í Póllandi um helgina til að bcina
athygli að hinum gifurlega matvælaskorti, sem sagður er vera í mörgum
borgum og bæjum Póllands. Símamynd - AP.
NATO-æfingar:
Norðmenn og
Danir taka þátt
Kaupmannahöfn, 27. júli. — AP.
SKÝRT var frá því af opinberri
hálfu í Danmörku i dag, að bæði
Norðmenn og Danir myndu taka
þátt i umfangsmiklum flotaæfing-
um Atlantshafsbandalagsins er
hefjast i næsta mánuði. en fregnir
Umhverfísverndarmenn um fund Alþjóöahvalveiðiráðsins:
Meiriháttar áfangi á
sviði hvalverndar
Greenpeace leggur að Islendingum að hætta hvalveiðum
Brighton. 17. júli. AP.
TALSMENN hvalverndunar á
fundi Alþjétðah val veiðiráðsins
sögðu. að meiriháttar áfangi hefði
náðst i hvalverndunarmálum þeg-
ar fundurinn samþykkti bann við
veiðum búrhvela á laugardag. Þá
samþykkti ráðið að ekki skyldi
leyft að veiða fleiri en 13,524 hvali
alis á næsta ári, miðað við 14,523 á
þessu ári.
Ráðið samþykkti að taka til
athugunar beiðni Japana um heim-
ild til að veiða búrhveli í Norðurhluta
Kyrrahafsins næsta haust, ef
niðurstöður sérstakra funda vís-
indanefndarinnar og fulltrúa ráðs-
ins i marz nk. bentu til þess að
stofninum stæði ekki hætta af
áframhaldandi veiðum í þessum
heimshluta.
Sir Peter Scott ráðgjafi brezku
sendinefndarinnar á fundi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins fagnaði
þeirri ákvörðun ráðsins að banna
notkun venjulegs skutuls við
hrefnuveiðar, og sagði að með
þessu væri lífi tíu þúsund hrefna
bjargað á ári. Norðmenn og Japan-
ir lögðust gegn þessu banni.
Þrátt fyrir þessar samþykktir
stóðu hvalveiðiþjóðirnar saman að
því að fella tvær tillögur hvalfrið-
unarþjóða um algjört bann við
öllum hvalveiðum og tillögu
Frakka um bann við hrefnuveiðum
á úthöfum, svo og tillögu Breta um
bann við veiðum langreyða, sand-
reyða og búrhvela í Norður-
Atlantshafi.
Talsmaður Greenpeace-samtak-
anna í Lundúnum sakaði íslensku
fulltrúana á fundi Alþjóðahval-
veiöiráðsins um ábyrgðarleysi með
því að krefjast stærri kvóta lang-
reyða á næsta ári en vísindanefnd
ráðsins lagði til að íslendingar
fengju. Nefndin lagði til að íslend-
ingar fengju í mesta lagi að veiða
158 langreyðar, en fundur ráðsins
heimilaði þeim að veiða 194 lang-
reyðar.
„Allt bendir til þess, að dagar
íslenzkra hvalveiða verði senn tald-
ir. Með tilliti til þess að búrhveli
hafa verið vernduð í Norður-
Atlantshafi frá og með 1982, og
með tilliti til þess, að langreyðar og
sandreyðar eiga á hættu að þeim
verði útrýmt, væri skynsamlegast
fyrir íslendinga að leggja hvalveið-
ar sínar niður," sagði ennfremur í
frétt frá Greenpeace.
síðustu daga hafa gengið í aðra
átt.
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins norska staðfesti að
Norðmenn myndu taka þátt i
æfingum i september. er væru
hluti af hinum umfangsmiklu
æfingum, sem nefndar hafa verið
„Ocean Venture 81“ á ensku máli.
Æfingarnar, sem hefjast 1. ág-
úst næstkomandi, verða í átta
þáttum, og taka Norðmenn og
Danir þátt í þeim hlutum sem
fram fara á Eystrasalti og í
Norðurhöfum, eins og farið hafði
verið fram á af hálfu Atlantshafs-
bandalagsins.
Æfingarnar hefjast í Suður-
Atlantshafi og á Karíbahafi og
taka þar þátt í þeim ríki sem ekki
eiga aðild að Atlantshafsbanda-
laginu. Thorvald Stoltenberg varn-
armálaráðherra Noregs hefur lýst
andúð sinni á æfingunum og sagt
að verið væri að „útvíkka" pólitískt
og hernaðarlegt yfirráðasvæði
bandalagsins. Ætti þessi útfærsla
eftir að koma bandalaginu í koll,
þegar til lengdar léti. „Ég kalla
þetta ekki æfingar Atlantshafs-
bandalagsins," sagði Stoltenberg.
Fregnir hermdu, að Stoltenberg
hefði verið andvígur þátttöku
Suður-Ameríkuríkja í æfingunum.
Talsmaður Atlantshafsbandalags-
ins sagði, að Norðmenn hefðu ekki
verið beðnir að senda skip til
fyrstu hluta æfinganna, þeir
myndu taka þátt í þeim hlutum
Ocean Venture 81, sem þeir hefðu
verið beðnir um.
Sjá ennfremur erl. fréttir bls. 18—19.