Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 3 Hitaveita Akureyrar: Tekur 37 milljóna kr. er- lent lán til nýframkvæmda BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- upphæð rúmlega 37 milljónum ur veitt bæjarstjóra heimild til króna (5 milljónum dollara) lántöku hjá Citybank i London að vegna framkvæmda við Ilitaveitu Sjófuglavarp í Gríms- ey með eindæmum gott „VIÐ hérna á Náttúrufræðistofn- un íslands höfum verið talsvert á ferðinni i sumar. en ekki orðið varir við neitt óvenjulegt hvað varðar varp og viðkomu fuiíla,“ sagði Ævar Petersen hjá Náttúru- fræðistofnuninni. „Það eru alltaf smá sveiflur á þessum hlutum frá ári til árs. það er að se«ja meira af cinum íukIí en öðrum og fuglar byrja varp á misjöfnum tima. Sjófuglavarp á Vestfjörðum var r ^ INNLENT, óvenjulega seint í ár. Hinsvegar var varpið í Grímey með eindæmum gott en aftur á móti fyrir vestan á Hælavík og Hornbjargi var dræm eggjataka. Það hefur verið áberandi mikið af ýmsum mófugli í ár, eins og þúfu- tittlingi og grátittlingi. Fálkavarp hefur líka verið ágætt á þessu ári.“ Arnþór Garðarsson hjá Líffræði- stofnun Háskólans, sagði, „að gott ástand hefði verið á andavarpi í Mývatni og mikil viðkoma. Annars staðar í kring, eins og í Laxá, þá hefði ástandið ekki verið eins gott. Stafaði þetta af því að afkoma andavarpsins færi eftir átuskilyrð- um í ám og vötnum en ekki árferði." Akureyrar og er lánið í samræmi við fjárhagsáætlun Hitaveitunn- ar og lánsf járlög. Að sögn Inga Þór Jóhannssonar, fjármálafulltrua Hitaveitu Akur- eyrar, er lánið ætlað til nýfram- kvæmda á vegum Hitaveitunnar á þessu ári, svo sem dreifikerfis, lagna og borana. Þessi upphæð væri þó ekki nægjanleg til þess sem þyrfti og því hefði stjórn Hitaveitunnar tekið þá ákvörðun í vetur að fresta framkvæmdum við eitt bæjarhverfanna og myndi það verða að bíða næsta árs að fram- kvæmdir þar hæfust. Sagði hann einnig að nú stæðu yfir boranir með Narfa í landi Botns í Eyja- firði og væru bundnar miklar vonir við að góður árangur yrði af þeim. Einnig stæði til að hefja boranir á Glerárdal innan skamms. Ingi sagði ennfremur að lánið væri til 12 ár'a, vextir væru 1% yfir millibankavöxtum og auk þess fengi Landsbanki Islands 1% af lánsupphæðinni í ábyrgðarþókn- un. Fannst sofandi ÞESSI UNGI herramaður, þriggja ára gamall, fannst sofandi á Laugaveginum um hálffjögurleytið í gærdag. Lögreglan auglýsti eftir foreldrunum í útvarpinu og nokkru síðar kom mamman og sótti snáðann. I ljós kom, að hún var að vinna þegar sá stutti týndist og sá sem átti að gæta hans hafði ekki staðið sig nógu vel. Urðu að vonum miklir fagnaðarfundir á lögreglustöðinni þegar móðirin kom. Litli snáðinn kunni bara vel við sig hjá lögreglunni eins og sjá má. LjÓHm. Mbl.: Emilla 900 GLS á kr.146500.- Vissir þú um þetta verö? Sumir halda aö SAAB sé dýr.Útlitið, tækni- leg fullkomnun, ogstrangar öryggiskröfur gera SAABINN að ,,klassabíl“, sem hlýtur þá að vera dýr. - En er svo í raun? Vissulega eru 146.500 krónur talsvert fé. En við hvað er miðað, og hvað færðu fyrir það? Það skiptiröllu máli. Berðu saman verð og gæði bíla, komdu í Bíldshöfða 16 og sjáðu og finndu hvað þú færð fyrir 146.500 krónur. Prófaðu SAABINN — og þú verður ekki samur maður eftir. TÖGGURHR SAAB UMBODIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.