Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 5

Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 5 Innheimtudeild Rikisútvarpsins: Kostaði 297 milljónir gamalla króna 1980 KOSTNAÐUR við Innheimtu- deild Ríkisútvarpsins var um 297 milljónir gamalla króna árið 1980, að því er Theódór Georgs- son, innheimtustjóri sagði i sam- tali við Morgunblaðið í gær. Theódór sagði þennan kostnað i aðalatriðum felast i launagreiðsl- um, póstburðargjöldum, gerð giróseðla og simakostnaði. Á launaskrá Innheimtudeildarinn- ar sagði hann vera um 16 manns, auk samstarfsmanna í viðtali við Þorstein Garðars- son í Morgunblaðinu fyrir stuttu og í viðtali við Rolf Johansen í Helgarpósti Alþýðublaðsins í gær, segja þeir að kostnaður við Inn- heimtudeildina sé um 700 milljón- ir g.kr. á ári. Þessar tölur sagði Theódór vera fráleitar, og vitnaði í kostnaðinn árið 1980,297 milljónir g.kr. Hann kvaðst á hinn bóginn ekki hafa tiltækar tölur yfir kostnað við innheimtu afnota- gjalda á þessu ári. Fjórtán kepptu í svifdrekaflugi Þiniceyri 27. júli Svifdrekakeppni var haldin hér við Sandafell við Þingeyri sl. helgi og sagði formaður Svif- drekafélags Reykjavíkur og mótsstjóri, Kári Guðbjörnsson, að hér væru afbragðs aðstæður og undraðist hann mest að enginn skyldi hafa stundað þessa íþrótt hér, en Sandafellið er 376 m hátt. Keppendur voru ekki of heppn- ir með veður, en bezt er að keppa í norðaustan eða suðvestanátt og vegna veðurs um helgina lentu svifdrekamennirnir Sandamegin en ekki Þingeyrarmegin. Fyrsta íslandsmótið í þessari grein var haldið hér árið 1978. Núna voru 14 keppendur, frá Vestfjörðum, Suðvesturlandi og Vestmanna- eyjum, en byrjendum er sett það skilyrði að þeir skuli hafa náð að minnsta kosti klukkustundar hangflugi, þ.e. samfelldu flugi í eina klukkustund, hærra en flugtaksstaðurinn. Keppnin átti að hefjast á föstudagskvöld, en var frestað þar til á laugardagsmorgun og lauk henni á sunnudagskvöld. Keppt var í marklendingu og sprengjukasti, en þar er sand- poka kastað á flugi, sem næst ákveðnu marki, og yfirlandsflugi, sem er í því fólgið að komast sem lengst frá flugtaksstað. Meistari varð Einar Rafnsson Reykjavík og í öðru sæti Kristján Richter í Reykjavík. 3. varð Árni Gunnarsson Reykjavík og hlaut hann einnig farandbikar, fyrir met sitt í yfirlandsflugi. Verð- laun gáfu Tómas Tómasson ham- borgarakóngur og Tjaldaleigan. Mótið tókst með afbrigðum vel og þakkar mótsstjóri Þingeying- um alla fyrirgreiðslu, sérstak- lega Ragnari Þórðarsyni og framámönnum í íþróttafélaginu Höfrungi. Tveir Dýrfirðingar keyptu svifdreka og hyggjast þeir hefja æfingar undir leiðsögn Isfirðinga, sem einnig skildu Staða forstöðu- manns Tónabæjar: Ólafur Jóns- son hlaut flest atkvæði í Æskulýðsráði BORGARRÁÐ mun væntanlega I dag taka afstöðu til þess hver hlýtur stöðu forstöðumanns Tónabæjar. Fjórir sóttu um starfið en við atkvæðagreiðslu Æskulýðsráðs hlaut Ólafur Jónsson, handbolta- maður m.m., flest atkvæði, eða 4 af sjö. Ólafur hefur stafað við félagsmiðstöðvar sem Æskulýðs- ráð starfrækir fyrir unglinga und- anfarin þrjú ár, en hann er einnig þekktur sem fyrirliði landsliðsins í handbolta. dreka eftir til að koma hingað og æfa. Fréttaritari. Ljósm. Mhl. Kmilía. Nýja akreinin á Hafnarfjarðarvegi tilbúin mjög fljótlega Framkvæmdum við breikkun Hafnarfjarðarvegar milli Arnarness og Vífilsstaðavegar miðar vel og er viðbótarakreinin svo til tilbúin til lagningar slitlags. Þegar því er lokið verður gamla hluta vegarins lokað og umferð beint um nýja hlutann, á meðan unnið verður að gerð brúar og undirganga á eldri hlutanum. Að sögn Helga Hallgrimssonar hjá Vegagerðinni, hefur framkvæmdum miðað samkvæmt áætlun og er reiknað með að þeim ljúki fyrir haustið. Square nýja línanfrá n. eilerten a/s j'-t, - ‘-r' Falleg og stílhrein sófa- sett í úrvali Símar: 86080 og 86244 ar Húsgögn Ármúli 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.