Morgunblaðið - 28.07.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
11
keppandi á honum var Björn
Sveinsson frá Varmalæk í Skaga-
firði. Að vísu keppti hann aðeins í
tölti, en þar náði hann þeim ágæta
árangri að fara yfir 100 stig en
það er mjög sjaldgæft og er þetta
eini hesturinn sem náð hefur
þessu marki í ár. Var það mál
manna að þetta hafi ekki verið
ofgefið.
Keppni var yfirleitt mjög jöfn
og ríkti oft mikil spenna eftir
úrslit meðan verið var að reikna
stig keppenda. Sérstaklega léleg
mæting var í tveimur keppnis-
greinum, hlýðnikeppni B og hindr-
unarstökki. í hlýðnikeppnina voru
skráðir 14 keppendur en aðeins
tveir mættu og einn bættist við og
keppti sem gestur. í hindrunar-
stökkinu var þetta aðeins skárra,
en þar voru skráðir níu en þrír
mættu til leiks.
Vaknar enn einu sinni sú spurn-
ing hvort þessar keppnisgreinar
eigi nokkurn rétt á sér því lítill
áhugi virðist vera fyrir þeim og
hefur ávallt verið svo. Keppendur
hafa sennilega sjaldan eða aldrei
verið fleiri en fimm í hindrunar-
stökki og lítið fleiri í hlýðnikeppn-
inni. Br þetta miður því hindrun-
arstökk getur verið skemmtilegt á
að horfa sé það rétt og vel
framkvæmt. Br greinilegt að alla
undirstöðuþekkingu á þessari
keppnisgrein vantar meðal hesta-
manna með örfáum undantekn-
ingum. Er þetta verðugt umhugs-
unarefni fyrir stjórn íþróttaráðs
LH.
Norðlendingar voru nokkuð
drjúgir í flestum keppnisgreinum,
t.a.m. voru fimm efstu í fjórgangi
Norðlendingar. Að vísu verður að
taka það með í reikninginn að
nokkrir af fremstu reiðmönnum
Suðurlands voru ekki meðal kepp-
enda, en greinilegt er að norðan-
menn gefa þeim ekkert eftir nema
síður sé.
Aðstaðan á Melgerðismelum er
eins og best verður á kosið, vellir
góðir og fyrsta flokks áhorf-
endastæði. Aðstaða til upphitunar
keppnishrossa og almennra út-
reiða mjög góð.
Áhorfendur sem voru frekar
fáir tóku mikinn þátt í keppninni
með því að láta í ljós ánægju með
lófaklappi þegar keppendur sýndu
góð tilþrif. Er næsta furðulegt
hvað þessi íslandsmót sem haldin
hafa verið hafa átt litlum vinsæld-
um að fagna meðal hestaáhuga-
manna.
:
Albert Jónsson var sigursæll á mótinu. Sigraði i gæðingaskciði,
fjórgangi, islenskri tvikeppni, auk þess varð hann annar i fimmgangi
og tölti. Hér situr hann hestinn Tigul frá Holti, en hann keppti á
honum i tölti og fjórgangi.
Hlaupið í skarðið
fyrir formann íslensk-pólska menningarfélagsins
- eftir séra Kára
Valsson, Hrisey
Þriðjudaginn 21. júli birtir
Morgunblaðið grein eftir Hauk
Helgason hagfræðing, formann
íslensk-pólska menningarfé-
lagsins. í greininni er rakin
skilmerkilega þjáningarsaga
Póllands, enda af nógu af taka.
Þó er leitt til þess að vita að i
blaðinu skuli ekki hafa verið
rúm þann daginn til að rekja
harmasöguna rækilegar. Mun
Hauki væntanlega hafa þótt
miður að þurfa að fella brott
einmitt það, sem helzt eykur
skilning á vanda hinna nafn-
toguðu þjóðar á siðustu og
verstu timum. Þvi vona ég, að
Morgunblaðið sjái sér fært i
dag að leyfa mér að hlaupa i
skarðið. Fimm kunnar stað-
reyndir ættu sizt að skerða
samúð okkar með Pólverjum.
Ég fann þær nýlega staðfestar i
bók eftir Nóbeisverðlaunahaf-
ann Czeslaw Milosz, „Ilerleidd-
um sálum“ (The Captive Mind):
1. Það var ekki ónýtt fyrir
Hitler sáluga að eignast ötulan
handlangara í útrýmingarstríði
á hendur Pólverjum, þar sem var
Jósef Stalín. Þessir tveir heið-
ursmenn gerðu friðarsamning
sín á milli og skiptu Póllandi
með sér bróðurlega.
2. Pólskum hermönnum, sem
hörfað höfðu undan innrásarliði
nazista, buðu Rússar gistingu í
eyjaklasanum Gúlag. Þeir sem
lifðu gestrisnina af, máttu þakka
fyrir að losna eftir tvö ár.
3. Þó kastazt hafi í kekki með
Séra Kári Valsson.
Hersveitir rússn-
eskra kommúnista
biðu rólegar á hinum
bakka Vislu og létu
nazistaherinn
murka lífið úr pólsk-
um andspyrnu-
mönnum, sem þorað
höfðu að rísa upp
gegn ofureflinu.
þeim fóstbræðrum Hitler og
Stalín, voru þeir ásáttir um það
að eyða þessari menningarþjóð,
en leyfa helzt ólæsum að halda
lífi. Liðsforingjar í pólskum her
hafa jafnan verið kennarar, lög-
fræðingar, verkfræðingar, lækn-
ar eða aðrir lærdómsmenn. Eng-
ir eru framar í fylkingu, þegar
berjast þarf fyrir sjálfstæði
þjóðar. Þess urðu þeir að gjalda.
Þjóðverjar gengu frá einum og
einum, en Rússar myrtu meira
en tugþúsund þeirra í Katyn-
skógi.
4. Grein Hauks Helgasonar
fylgir átakanieg mynd af gereyð-
ingu Varsjár. Meðan þýzki her-
inn streittist við að breyta gam-
alli höfðuborg í malarhrúgu og
valköst, naut hann þegjandi
samþykkis óvinahersins. Her-
sveitir rússneskra kommúnista
biðu rólegar á hinum bakka
Vislu og létu nazistaherinn
murka lífið úr pólskum and-
spyrnumönnum, sem þorað
höfðu að rísa gegn ofureflinu.
5. Og hvaða umbun fékk
pólskt heimavarnarlið, skærulið-
ar, fyrir að hafa árum saman
hætt eignum sinum, ástvinum og
eigin lífi í baráttu við þýzk
innrásaröfl? Um leið og Rússar
frelsuðu þá undan Þjóðverjum,
leystu þeir þá undan þeirri
skyldu að hafa á hendi stjórn
mála í eigin landi. Hreyfiafl
skæruliðanna var ættjarðarást.
Þeir hefðu getað orðið skeinu-
hættir quislingunum, sem
hreiðruðu um sig í skjóli Rauða
hersins.
Enginn ber í bætifláka fyrir
skepnuskap nazista. Þeir eru
týndir og tröllum gefnir, og það
er vel. Mergurinn málsins er sá,
að hinar Pólverjaæturnar eru
enn við góða heilsu og ógna
hverjum þeim, sem fær ekki
rönd við reist.
Ekjubrú til notkunar
í Reykjavíkurhöfn
DRÁTTARSKIPIÐ Goðinn er
væntanlegt til Reykjavikur á
sunnudagskvöld. með nýja „ekju-
brú“ eða flotpramma til notkunar i
Sundahöfn við lestun og losun
ekjuskipa eða „ro-ro“-skipa, sem
koma æ meir við sögu flutninga
sjóleiðina.
Að sögn Hannesar Valdimarsson-
ar, yfirverkfræðings hjá Reykjavík-
urhöfn, er ekjubrúin smíðuð hjá
fyrirtækinu Kyst Service í Kragere í
Noregi, og þaðan kemur hún nú í
togi Goðans. Brúin var á hinn
bóginn hönnuð í Gautaborg í Sví-
þjóð, sérhönnuð fyrir aðstæður í
Reykjavíkurhöfn.
Ekjubrúin er 600 fermetrar að
stærð, 20 metra breið og 30 metrar á
lengd. Hún er úr stáli, og helst á
floti af eigin flothæfileikum, líkt og
skip. Að auki liggur svo 23 metra
löng brú í land úr prammanum, en
brú úr skipunum yfir í prammann
er í hverju skipi fyrir sig.
Að sögn Hannesar Valdimarsson-
ar verður ekjubrúin nýja eign
Reykjavíkurhafnar. Heildarkostn-
aður við hönnun, smíði og flutning
hingað til lands nemur um 3 millj-
ónum norskra króna, sem samsvar-
ar um 3,5 milljónum íslenskra
nýkróna.
MITSUBISHI
STÆRSTA OG FJÖLHÆFASTA FYRIRTÆKI JAPANS
Colt-inn hefur hlotið alþjóða viðurkenningu, — ekki eingöngu
fyrir sérstaka sparneytni heldur og fyrir útlit sitt, aksturs-
eiginleika, frábæra hljóðeinangrun, vandaðan frágang, og
fullkominn innri búnað.
Ennfremur er Colt-inn tæknilega háþróaður, framhjóla-
drifinn blll og býður upp á aksturseiginleika sport-
bllsins og hagkvæmni fjölskyldubllsins.
Þetta eru háttstemdar fullyrðingar, en þvl ekki að
koma, skoða hann og reynsluaka Coltinum.
MlTSUBISHI
MOTORS
[hIheklahf
J Laugavegi 170-172 Sími 21240