Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 12

Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 Brúðkaups- iðnaðurinn í algleymingi Því heíur oft verið haldið fram, að vandræði brezka iðn- aðarins stöfuðu einkum af því, hve seinn hann væri að gripa við sér og tileinka sér nýjar aðferðir eða koma auga á ný markaðstækifæri. Slikt verður ekki sagt nú, að því er snertir brúðkaup þeirra Karls prins og lafði Díönu. Leirkerasmiðir, vefnaðarframleiðendur, skart- gripasalar, tízkuhönnuðir og ótal fleiri hófust strax handa 24. febrúar sl., er fyrirhugað brúðkaup var kunngert. Marg- ir sáu strax fyrir, að varningur fyrir milljónir punda ætti eftir að seljast í tilefni brúðkaupsins og þá var bara að gripa tæki- færið og næla sér i bita af kökunni. Hér var þvi fundið kærkomið tækifæri til þess að lífga upp á brezkan efnahag, sem ekki hefur séð sjö dagana sæia að undanförnu. Handklæði, fatnaður, bjór- könnur, sælgætiskrúsir, gólf- mottur, skartgripir og annar varningur af öllu hugsanlegu tagi fck nú að streyma út f glugga verzlananna og hversu ólíkur og sundurleitur, sem þessi varningur var, þá hafði hann yfirleitt eitt sameiginlegt, sem var mynd af brúðhjónunum. Sumt af þessum varningi þykir illa gert, jafnvel ósmekklegt, þótt góðar undantekningar séu vissulega til og þá einkum í skartgripaiðnaðinum. Brezk stjórnvöld hafa haft af því miklar áhyggjur, að sölu- mennskan í tilefni brúðkaupsins færi algerlega úr skorðum og sá ótti virðist á rökum reistur. I fyrstu var áformað, að allt, sem tengdist brúðkaupinu, skyldi vera undir eftirliti og sæta leyfi yfirvalda, en fljótlega fór allt úr böndum. Þannig má sjá af- skræmdar myndir af Karli prins, svo sem af honum sköll- óttum og eyrnastórum, á bjór- krúsum og diskum, handklæðum og munnþurrkum. En það er ekki tómt glingur sem selst. Eftirspurnin eftir dýrum myndastyttum af prins- inum, sem sumar kosta allt að 2000 pund, hefur stóraukizt. Þá hefur postulínsiðnaðurinn og silfursmíðin látið óspart til sín taka og hjá báðum þessum greinum listiðnaðarins hefur verið framleitt mikið af vönduð- um og fallegum gripum, sem eiga eftir að prýða brezk heimili um mörg ókomin ár, en ekki bara á meðan brúðkaupið og það tilstand, sem því fylgir, stendur yfir. Póststjórnin makar krókinn Það eru ekki bara einkaaðilar, sem hyggjast maka krókinn í tilefni brúðkaupsins. Brezka póststjórnin og samsvarandi stofnanir í einum 70 löndum innan samveldisins og utan hyggjast gefa út frímerki, sem ekki bara eru ætluð til almennr- Um sjötíu lönd utan og innan samveldisins gefa út frímerki i til- efni brúðkaupsins. Brezka póststjórnin gefur út tvö frimerki og má hér sjá annað þeirra. ar notkunar, heldur eiga kannski fyrst og fremst að létta buddu ástríðufullra frímerkjasafnara, sem fyrirfinnast í öllum löndum. Mörg þessara frímerkja þykja hins vegar full virðuleg en kannski ekki að sama skapi litrík og falleg. En þarna kennir þó margra grasa, og vissulega eiga mörg þessara merkja eftir að gleðja augu safnara um víða veröld. Brezka póststjórnin gefur út tvö frímerki í tilefni atburðar- Kærkomið tœkifœri fyrir brezkt atvinnulíf Þessi mynd á að sýna yfir þúsund hluti fyrir augum i tilefni brúðkaups þeirra af hinum óliklegustu gerðum, sem framleiddir hafa verið með sölu Karls krónprins og lafði Diönu. Hafa ber það er sannara reynist eftir dr. Gunnlaug Þóröarson hrl. Það var kennt í skólum, a.m.k. áður fyrr, að ein þeirra dyggða, sem Persar innrættu sonum sínum, hefði verið að segja satt og enn í dag þykir þetta, sem betur fer, sjálfsagt upp- eldisatriði. Það er vissulega hvim- leiöur löstur, að ekki sé meira sagt, að segja ósatt hvað þá heldur að Ijúga. Á þessu tvennu er þó mikill munur; menn geta sagt ósatt án þess að vita það, en þegar menn segja ósatt gegn betri vitund, heitir það á góðri íslensku og biblíumáli að ljúga og verknaðurinn lygi. Margt dóms- málið hefur án efa fengið rangláta niðurstöðu af þeim sökum. Menn geta verið mjög uppvægir fyrir orðinu einu „lygi“ og þola illa, að aðrir láti sér slíkt orð um munn fara. Þannig hefur undirritaður fengið vítur fyrir að láta slíkt orð falla í dómsmáli og var því slegið upp með miklum fyrirsögnum í dagblöðum, að vítur á mig hefðu verið látnar fylgja dómsorðinu. Var þetta í máli, þar sem vitni fór vísvitandi með rangt mál fyrir rétti og í algjöru berhöggi við skýrslu tíu annarra. Niðurstaða málsins var byggð á þeim orðum, en orð hinna tíu léttvæg fundin. Slíkt athæfi, að fara vísvitandi rangt með, er jafn alvarlegt þótt um sé að tefla atriði, sem ekki hafi beinlínis fjárhagslegt gildi, en gæti haft þýðingu, t.d. frá listrænu eða menningarlegu sjónarmiði. Alvar- legast er þó, þegar menn nota stöðu sína sem sérfræðingar til þess að gefa rangar upplýsingar um verk og gefa því einhvern stimpil, sem ekki á neina stoð í veruleikanum, t.d. að málverk, sem væri eftirmynd, jafn- vel af eftirmynd, væri frummynd heimsþekkts og löngu látins lista- manns. Með slíku atferli mætti takast að telja þeim, sem ekki hefði sérþekkingu á, trú um, að verk, sem væri einskis eða lítils virði væri milljóna virði og hafa þannig rang- lega fé af mönnum. Slíkir sérfræð- ingar, er uppvísir yrðu um þesshátt- ar athæfi, væru um allan aldur óalandi og óferjandi í grein sinni og yfirleitt. — Freistingin gæti auðvit- að verið mikil að gera verðlaust verk að miklum verðmætum. Má í því sambandi nefna Kensington-stein- inn fræga, sem dæmi um tilraun til alvarlegrar sögufölsunar. — Fyrir nokkrum árum er ég átti sæti í stjórn Listasafns íslands (safnráði), áskotnaðist mér sem greiðsla upp í lögmannsþóknun (sem að vísu varð ekki greidd að öðru leyti) lítið oliumálverk eftir Þorvald Skúlason (30x35 cm). Þetta var sjálfsmynd listmálarans, máluð i Noregi 1933 og merkt: „Th. Skúla- son“, en á þann hátt mun listmálar- inn hafa merkt verk sin þá, er hann var við nám í Osló. Nokkrum árum áður hafði nokkru stærra olíumál- verk eftir Þorvald Skúlason, sjálfs- mynd frá svipuðum tíma, sennilega um 40x50 cm, verið til sýnis í glugga fornverslunar einnar, sem rekin var á horni Týsgötu og Lokastígs. Mál- verkið var þarna um langt skeið til sölu og löngum til sýnis í glugga verslunarinnar. Mér var oft starsýnt á málverkið og lét mér detta í hug að kaupa það. Verð þess var kr. 700.-, ef ég man það rétt. Ekki varð þó úr þeim kaupum og er mér ókunnugt hvað varð um málverkið. Mér fannst hins vegar að eðlilegast væri, að Listasafn íslands eignaðist sjálfsmynd þá sem ég hafði eignast. Hverju listasafni hlýtur að 11: Milverk signerað: Þ.S. 1931. vera fengur að því að eiga sjálfs- myndir þeirra manna, sem það á verk eftir, og er keppikefli flestra listasafna. — Mér kom til hugar að gefa listasafninu verkið, en þar sem Þorvaldur Skúlason átti þá sæti í safnráði með mér, taldi ég eðlilegt að bjóða listasafninu verkið til kaups við mjög vægu verði. Svo ótrúlega tókst þó til, að Þorvaldur Skúlason lagðist algjörlega gegn því að safnið keypti verkið eða jafnvel þægi það að gjöf, taldi hann það eiga lítið skylt við það, sem hann væri að gera og hafa lítið gildi sem slíkt. Jafnframt gat hann þess, að hann hefði málað þó nokkrar sjálfsmynd- ir, er hann var í Noregi, a.m.k. 4—5, þetta hefðu verið bernskubrek, sem ekki væri þess virði að hafa í listasafni. Eitthvað á þessa leið voru orð hans. — Því fór svo, að ég fargaði myndinni og lét gamlan vin minn, sem þekkt hafði Þorvald Skúlason frá blautu barnsbeini, fá hana. Þegar þessi vinur minn sá hana hjá mér átti hann ekki til orð 12: Málverk signerað: Th. Skúla- aon 1933. yfir að lýsa því hve sjálfsmyndin væri frábær, nauðalík listmálaran- um á þeim tíma sem hún var gerð. Myndin er nú í fórum annars vinar míns, þar sem Þorvaldur Skúlason hefur margsinnis séð hana. Á sl. vori var því slegið upp með miklu yfirlæti í sjónvarpi og fjöl- miðlum, að safni því, er Sverrir Sigurðsson forstjóri hefði af mikilli rausn sinni fært Háskóla íslands að gjöf, hefði bæst sjálfsmynd Þorvald- ar Skúlasonar að gjöf. Væri þetta alveg einstakt verk að því leyti, að það væri einasta sjálfsmyndin, sem til væri eftir Þorvald Skúlason, að því er einn stjórnarmanna í lista- safni H.Í., Björn Th. Björnsson listfræðingur, upplýsti, og var á honum að skilja, að þetta væri óhemju verðmætt listaverk. Mál- verkið er merkt með: „Þ.S.“ 1931, en um þær mundir er listmálarinn var í Osló mun hann að jafnaði hafa sett: „Th. Skúlason“ undir verk sín, að því er ég best veit. Mér þykir satt að segja óskiljanlegt, að listfræöingur, sem hefur um langt skeið haft að meginverkefni að kynna sér sögu íslenskrar myndlistar og ekki síst nútímalistar, skyldi ekki vita betur. — Flestir listfræðingar hefðu athug- að málið betur áöur en þeir leyfðu sér að fullyrða slíkt, ekki síst voru hæg heimatök. Það er ótrúlegt, hve listfræðingurinn virðist vera fá- kunnandi um listaferil Þorvaldar Skúlasonar. Varla geta aðrar orsakir legið að baki þeirri fullyrðingu listfræðingsins um að Þorvaldur Skúlason hefði aðeins málað eina sjálfsmynd. Nokkru eftir að sagt var frá þessum menningarviðburði í fjöl- miðlum var „Myndlistarþing 1981“ haldið undir forsæti Björns Th. Björnssonar og áttu t.d. forstöðu- maður Listasafns íslands, Selma Jónsdóttir, og undirritaður einnig sæti þar. Þótti mér skylt og rétt aö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.