Morgunblaðið - 28.07.1981, Page 13

Morgunblaðið - 28.07.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 13 ins, sem hafa verðgildin 14p og 25p og verða með mynd af brúðhjónunum, sem Snowdon lá- varður hefur tekið. Gert er ráð fyrir, að þessi frímerki seljist milljónum saman og muni hressa mjög upp á fjárhag brezku póststjórnarinnar. Hjá þeirri stofnun hafa þó margir áhyggjur af því, að sum lönd innan samveldisins hyggjast gefa út ein 5 frímerki í tilefni brúðkaupsins og það í stóru upplagi. — Það er ekkert, sem við getum gert til þess að hindra þetta, er haft eftir háttsettum manni innan brezku póststjórn- arinnar. Þetta bitnar á frí- merkjamarkaðinum í heild sinni. Því eru takmörk sett, hvað hagnast má á frímerkjasöfnur- um. Það er kannski ekki heldur nema von, að sumum blöskri, því að sum „lönd“ innan samveldis- ins, sem vart eru annað en lítt byggðar eyjar, hyggjast gefa út myndarleg upplög af frímerkj- um með brúðhjónunum. Á meðal þeirra má nefna Tristan da Cunha, þar sem íbúarnir eru rúmlega 100 og Pitcairn-eyjar um um 60 íbúum. Ekki eru allar myndirnar eins af brúðhjónunum á þeim frí- merkjum, sem út eiga að koma. Þannig verður eitt merkið á eynni Barbados með mynd af prinsinum, þar sem hann er að spila póló klæddur T-skyrtu. Á merki á Fiji-eyjum er hann klæddur eins og sjómaður og á öðru í Sierra Leone verður hann í búningi þyrluflugmanns. Brezka útvarpið (BBC), sem sér um sjónvarpsútsendingu á brúðkaupinu fyrir mestan hluta heims, þykist hins vegar hafið yfir gróðafíknina. Þar sem hér er um atburð að ræða, sem fram fer á vegum ríkisins, þá er BBC ekki leyft að gera sér hann að féþúfu. Atburðinum verður hins vegar sjónvarpað út um víða veröld og það ekki síður til fjarlægra landa eins og Thai- lands og Suður-Kóreu. Áf stóru löndunum eru það aðeins Sovét- ríkin, sem ekki hafa sýnt neinn áhuga. i inTi vekja máls á þessum leiðinlegu mistökum, eða hvað á að kalla það. í ræðu minni dró ég í efa, að umrætt málverk væri sjálfsmynd Þorvaldar Skúlasonar, því hún væri ekkert lík honum og efast jafnvel um að hún sé eftir hann, a.m.k. er hún ekki einasta sjálfsmyndin. Mér varð nokkuð tíðrætt um skyldur listamanna að því leyti að segja rétt til um verk sín og einnig þá spurningu, hvort listamaður gæti lagt bann við því, mörgum árum eftir að hann hafi látið verk frá sér, að því verði gefið safni eða opinber- um aðiljum. Engum andmælum var hreyft við þessum ábendingum mín- um. Ýmsir höfðu orð á því við mig, að þeim þætti þetta athyglisverðar upplýsingar, að komið væri fram, að til væru hér á landi a.m.k. tvær aðrar sjálfsmyndir þessa „nestors" ísl. myndlistar í dag og að fróðlegt væri að fá að sjá þetta verk. Þar sem þessar upplýsingar lágu fyrir, mátti ætla, að forsvars- mönnum sýningar þeirrar á verkum Þorvaldar Skúlasonar, sem nú stend- ur yfir í Norræna húsinu, væri í mun að fá þetta verk að láni til saman- burðar, almenningi til fróðleiks. Engin tilraun var gerð í þá átt, en fyrrgreind „sjálfsmynd“ Þorvaldar Skúlasonar sýnd þar sem slík, líkt og ekkert hefði í skorist. Vafalaust hefði það aukið aðsóknina að sýning- unni og ekki munu þessar ábend- ingar draga úr aðsókn að þessari annars ágætu sýningu, þar sem verkin frá því fyrir 1953 bera þó af. Mér þykir hins vegar skylt, ekki síst vegna Háskóla Islands, sem á umrætt verk og á að hafa að leiðarljósi að leita sannleikans i hverju máli, að láta þetta koma fram og birta myndir af umræddum málverkum, svo það er sannara reynist megi koma fram. Sjúkraflug til Irlands ELÍESER Jónsson hjá Flugstöó- inni hf. sótti í gær sjúka íslenzka konu til írlands, en hún þjáðist af illkynjuðum lungnasjúkdómi. Að sögn Elíesers var þetta lengsta sjúkraflug, sem hann hef- ur flogið til útlanda, en alls tók ferðin á hinni nýju vél hans, Rockwell Turbo Commander, rúm- ar sjö klukkustundir, en leiðin sem flogin var er um 800 mílur og er svo langt sjúkraflug fremur sjald- gæft. Sagði hann að ferðin hefði í alla staði gengið með ágætum, þrátt fyrir vegalengdina. Vélin hefði flugþol til allt að 1.500 sjómílna flugs án þess að taka eldsneyti svo hún væri fyllilega fær um svo langt flug sem þetta og allt að helmingi lengra. þeir verðo í stöðugu SQmbondi og öryggi að geta náð í þýðingciinikla menn á stundinni I Eftirlitsmaður Flestir kannast eitthvað við Multitone taekin, sem hafa lengi verið í notkun á spítölum, og hanga í vösum eða sloppum lækna, en þessi tæki koma sér vel víða annarsstaðar. Með tali eða tón er hægt að senda skilaboð langa vegu, og er mikil hagkvæmni í því að geta haft samband við þýðingamikla menn hvar sem er og hvenær sem er. Hægt er að hafa samband við marga í einu, eða velja bara einn úr. Leitið upplýsinga um þessi nauðsynlegu tæki, og kynnist kostum þeirra. Ot) Radíóstofan ht Þórsgötu 14, símar 28377 - 11314 - 14131

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.