Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 17 Höfundur ritar hér um bókina „Marg- ar hlýjar hendur“, sögu Kvenfélaga- sambands íslands í hálfa öld einhlítt. En Sigríður er gædd þeim sleitulausa dugnaði, sem til þarf að leysa slíkt verk af hendi, og því málskyni sem hvergi bregst í þessu mikla verki. Á hún það skammt að sækja til beggja ætta. Verk sem þetta hlýtur með nokkr- um hætti að verða skýrslugerðar- legt, en í öllu þessu mikla máli bregður hvergi af því, að höfundur riti yfirlætislaust, áreynslulaust mannamái, en stofnanaíslensku, tyrfni eða tilgerð er hvergi að finna. Fer vel á því, þar sem ekki hefur alltjent verið blásið í lúðra kringum hið hljóðláta, fórnfúsa mannúðar- og menningarstarf sem „margar hlýjar hendur" ís- lenskra kvenna hafa unnið. Þar hefur hugsjónin löngum verið sett ofar framavon eða löngun til umbunar. Góð verk hafa gildi sitt í sjálfum sér, og sannast það best af þessari sögu. Höfundi þessarar umsagnar miklast mest hversu víða samtök íslenskra kvenna hafa komið við sögu landsins, en hitt þekkir hann betur, hversu merkilegt starf hin einstöku kvenfélög unnu fyrr og síðar á sínu sviði og svæði. Þykir honum nú enn betra eftir en áður að hafa verið ólatur léttadrengur á kvenfélagssamkomum sveitar sinnar á árum áður. Var það að vísu mest gert sér sjálfum til gamans, en lestur þessa verks vekur upp þá hégómlegu hugsun, að sinnt hafi verið um leið merki- legu starfi öðrum til gagns og þá helst þeim sem með einhverjum hætti stóðu höllum fæti í samfé- laginu. Þetta mikla verk, saga Kvenfé- lagasambands íslands, er drjúgt framlag til þjóðarsögunnar í heild og dýrmætt að hafa þarna á einum stað þessar óvefengjanlegu heimildir. Bók þessi er hvorki meira né minna en hálft sjötta hundrað þéttprentaðra síðna, stundum svo þétt og samanþjapp- að að ekki má tæpara standa, að komi niður á listrænum frágangi. En það, sem þar kann á að skorta, vinnst upp með fallegri ytri gerð, einkum mjög smekklegu bandi og bókarkili. Þessi bók er hafsjór af fróðleik, og má nærri geta, að undirritaður er ekki dómbær um hvaðeina. En þar sem hann þekkir best til, veit hann að rétt er með farið, og prentvillur sárafáar. Bók af þessu tagi verður og aldrei alveg villu- laus. Slíkt er blátt áfram ekki mennskt. En við höfum í höndum ótrúlegt þrekvirki, unnið af smekkvísi, kunnáttu og frábærum dugnaði. Við lestur þessarar bókar hljóta menn að skiljast með þökk og aðdáun. 15.7.’81, RAFRITVÉLIN MONICA Þetta er nýja rafdrifna ritvélin frá Olympia sem sökum nýrrar tækni er nú fáanleg ótrúlega fyrirferðalítil, ódýr og í þremur mismunandi litum. Hálft stafabil, 44 lyklar, 3 blek bandsstillingar o.fl. sem aðeins er á stærri geróum ritvéla. * Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. » Olympia Intemational IMlÆ^tMy© KJARAN HF ÁRMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022 Solignum architectural á allt tréverk -ogþú hlœrð að veðrinu. Það er sama á hverju gengur, — Solignum architectural verndar allt tréverk — fæst í 13 litum sem allir hafa mikiö veörunarþol og flagnar ekki af viðnum. Solignum architectural viöarvörn veitir varanlega vernd gegn vatni og veörun. Þú færö Solignum architectural í 5 og 1 lítra dósum -ogþú hlœrð að veðrinu. Solignum architectural VlÐSJÁ *mí6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.