Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 20

Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 Útgefandi tiblabib hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórb Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Að halda sig við staðreyndir máls Mikill styr hefur nú staðið um súrálið og meinta til- raun Alusuisse til að selja ísal á haerra verði til að greiða minni skatta til íslenzka ríkisins. Nú eru ráðgerðar viðræður um það mál. Betra hefði verið að ræða endurskoðun samningsins eins og 1975, en þá varð okkur heil- mikið ágengt. Skattamálið verð- ur að gera upp i heild sinni og súrálsmálið er einungis einn hluti þess. Taka þarf samning- ana frá 1966 með áorðnum breyt- ingum frá 1975 upp til endur- skoðunar á grundvelli breyttra aðstæðna, einkum hækkunar olíuverðs. Og raunar hefði fyrr mátt vera. A þetta hefur Morgunblaðið lagt áherzlu, svo og að menn byggi málflutning sinn á stað- reyndum, en hvorki óskhyggju né brengluðum upplýsingum. Þjóð- viljinn hefur misst jafnvægið í offorsinu, Dagblaðið hefur verið taglhnýtingur hans og framleng- ingarsnúra Hjörleifs, heitir það „frjáls blaðamennska", og Tím- inn hefur gerzt sekur um trúnað- arbrot. Er nú mál að linni og hver reyni að halda sínu höfði. Það getur svo sem verið málefna- leg afstaða að einblína á súrálið og kveða upp dóma á misjöfnum forsendum, en Morgunblaðið hef- ur talið eðlilegra, að rætt sé um súrálsmálið innan þess ramma sem almennar viðræður um end- urskoðun krefjast — og heldur blaðið fast við þá afstöðu, hvað sem heyrist úr þeim þokulúðrum sem nefndir hafa verið. Morgunblaðið hefur ekki viljað gerast dómari í þessu máli frekar en ríkisstjórn íslands, en haldið sig við að leggja staðreyndir á borðið. Hver verða vinnubrögð iðnaðarráðherra ? Eftir að íslenzk dagblöð hafa fjallað um svokallað súráls- mál vikum saman, stendur það einna helzt upp úr allri umræðunni að forsætisráðherra og iðnaðarráð- herra túlka meintar niðurstöður Coopers & Lybrand og samþykkt íslenzku ríkisstjórnarinnar um málið með gagnstæðum hætti. Um þetta efni segir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Mbl.: „Iðnaðarráðherra gagnrýnir þingflokk sjálfstæð- ismanna fyrir að viðurkenna ekki niðurstöður C&L um yfirverð á súráli sem marktæka niðurstöðu og Þjóðviljinn talar um samhljóða niðurstöðu ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, að Alusuisse hafi gerzt brotlegt bæði við aðalsamn- ing og aðstoðarsamning. Bæði for- sætisráðherra og dómsmálaráð- herra hafa hins vegar lýst því yfir að í samþykkt ríkisstjórnarinnar felist ekki mat eða álit ríkisstjórn- arinnar á niðurstöðum C&L, þótt til þeirra sé vitnað. Báðir hafa ráðherrar þessir ennfremur sagt, að þeir væru ekki reiðubúnir að fella dóm í máli þessu, væntanlega vegna skorts á upplýsingum og skýringum. — Krafa sjálfstæð- ismanna um alhliða athugun á öllum þáttum málsins er því nauð- synleg íslenzkri hagsmunagæzlu og rýfur enga samstöðu." Matthías Á Mathiesen, alþingis- maður,, segir í grein í Mbl. að sjálfstæðismenn á Aiþingi hafi boðið samstarf um heildarskoðun á málum ísal í desembermánuði sl. en iðnaðarráðherra hafi hafnað samstarfi — og kosið að halda á málum eins og alþjóð er nú kunn- ugt. Orðrétt sagði Matthías: „Hér var ekki verið að hugsa um íslenzka hagsmuni heldur flokkspólitíska hagsmuni ráðherrans. Það var meira atriði ef hægt væri að koma höggi á ísal eða Alusuisse en ná fram leiðréttingu og tryggja hags- muni íslands. Það hentaði betur „stóriðjustefnu" Alþýðubandalags- ins.“ Ennfremur segir Matthías: „Þingflokkur sjálfstæðismanna gerir kröfur til þess í þeirri stöðu mála, sem nú er, að alhliða athug- un fari fram á viðskiptum ísal og Alusuisse. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir til þess nú sem áður að taka þátt í slíkri alhliða athugun, enda fari hún fram til þess að tryggja hagsmuni okkar íslend- inga, en ekki flokkspólitíska hags- muni iðnaðarráðherra." Eyjólfur Konráð Jónsson, alþing- ismaður, segir að „súrálsráðherr- arnir og sérlegur fulltrúi þeirra frá 1972, Ingi R. Helgason, beri ábyrgð á því að Alusuisse hafi ekkert aðhald haft“, en samningsákvæði um endurskoðun hafa ekki verið nýtt frá 1975 fyrr en nú og endurskoðun þá þröngt takmörkuð að fyrirmælum iðnaðarráðherra. Eyjólfur lýsti því yfir á Alþingi í desembermánuði sl. og endurtekur í blaðagrein í Mbl. 22. júlí sl., að „ekki standi á honum né neinum öðrum þingmanni Sjálfstæðis- flokksins að taka hraustlega á móti, ef á daginn kemur að samn- ingar hafi verið brotnir". „Söku- dólgarnir eru súrálsráðherrarnir," sagði Eyjólfur Konráð, „sem ættu að segja af sér.“ Birgir ísleifur Gunnarsson, al- þingismaður, kemst svo að orði um þetta mál: „Enginn vafi er á því að forráðamenn Alusuisse eru harð- drægir viðskiptamenn. Þeim á þess vegna að mæta af ákveðinni hörku og hreinskilni. Iðnaðarráðherra og lið hans nálgast málið hins vegar með hugarfari, sem er einkennileg blanda af minnimáttarkennd og ofsóknargleði ... Undir eðlilegum kringumstæðum ættum við nú að geta náð hagstæöum samningum við Isal til aukinna hagsbóta fyrir Islendinga. Iðnaðarráðherra og lið hans virðast ekki ætla að reynast klókir og farsælir samningamenn fyrir ísland. Það yrði mikil ógæfa, ef það tækist að klúðra okkar góða málstað." Jónas Elíasson, prófessor, segir 1 blaðagrein um sama efni: „Það er alveg ótvírætt að íslendingar og Alusuisse hafa mikla möguleika til að þróa samvinnu sín á milli til hagsbóta fyrir báða ... íslendingar og Alusuisse geta í sameiningu reist álverksmiðju sem kaupir raf- orku á beztu kjörum frá íslending- um, þar á móti getur Alusuisse fallizt á hækkun á raforkuverði ísal. íslendingar geta komið sér upp olíuhreinsunarstöð sem vinnur úr svartolíu. Alusuisse getur styrkt þessar fyrirætlanir með því að kaupa olíukoks til rafskautagerðar af hreinsistöðinni. íslendingar og Alusuisse geta komið sér upp sameiginlegri rafskautaverk- smiðju." Ennfremur segir prófessorinn: „Samskipti ríkisstjórnar og Alu- suisse hafa verið á trúnaðargrund- velli fram til þessa. Deilumál hafa komið upp en þau hafa verið leyst með gagnkvæmu samkomulagi. Viðskipti íslendinga og Alusuisse hafa dafnað. En með súrálsmálinu svokallaða verður gífurleg breyting á eðli þessara samskipta. Eðli samskiptanna hefur breytzt frá því að vera yfirgnæfandi vinsamlegt, yfir í að vera yfirgnæfandi fjand- samlegt. Það verður því að telja verulega hættu á, að þessi óheppi- lega breyting á eðli samskipta leiði til stöðnunar í viðskiptum ...“ Hér er það enn áréttað, sem fleirum og fleirum er að verða ljóst, að það hafa ekki verið íslenzkir hagsmun- ir, heldur flokkspólitísk viðhorf iðnaðarráðherra til orkuiðnaðar, sem ráðið hafa ferð í viðbrögðum hans í máli þessu. Lokaorð í grein Geirs Hallgríms- sonar um súrálsmálið vóru þessi: „Allt ber að sama brunni, upplýsa verður málið til fulls, svo að hið sanna komi í ljós, sýna gagnaðila sanngirni en halda honum afdrátt- arlaust að samningum. Með þess- um hætti eigum við síðan að stíga næstu skref í virkjun orkulinda og orkufrekum iðnaði í samvinnu við erlenda aðila með þeirri eignarað- ild sem hentar okkur bezt sam- kvæmt mati á hverjum tíma.“ Spurningin í dag er þessi: Hyggst iðnaðarráðherra tryggja samstöðu inn á við og út á við með samstarfi við stjórnarandstöðu í máli þessu, sem stendur til boða, og fela nefnd fagaðila, sem allir þingflokkar geta borið traust til — og sá sýnist vilji forsætisráðherra — að leiða við- ræður og framvindu málsins, eða ætlar hann að halda því áfram sem sérmáli sínu í farvegi verklags, sem hefur ótvíræðan flokkspólitískan svip? Geysif jölmenn Skálholtshátíð: Kaþólsk biskupamessa flutt í Skálholti í fyrsta sinn í 4 aldir SKÁLIIOLTSIIÁTÍÐ var haldin á sunnudaginn að viðstöddu miklu fjolmenni. Á hátíðinni gerðist sá kirkjusögulegi atburður. að kaþólsk biskupamessa var flutt í Skálholti i fyrsta skipti í fjórar aldir. — Skálholtshátíð hefur nú ver- ið haldin árlega síðan 1949, en sá siður var tekinn upp fyrir atbeina Skálholtsfélagsins, sem þá var nýlega stofnað, sagði biskup Is- lands, hr. Sigurbjörn Einarsson, er blm. hafði samband við hann. Þessi hátíðahöld voru liður í þeirri vakningarstarfsemi, sem félagið reyndi að koma af stað og tókst að koma af stað, í því skyni að hefja endurreisn Skálholtsstaðar, og öll árin hefur margt manna safnast á staðinn og notið þar mikils, bæði í mæltu máli og söng, og svo var þetta einnig á sunnudaginn. — Hátíðin að þessu sinni bar nokkurn blæ af kristniboðsafmæl- inu, en kirkjan hefur haldið til þess með ýmsum hætti. Vestfirð- ingar höfðu sína hátíð 12. júlí, en 19. júlí var hátíð á Giljá eins og kunnugt er, þar sem afhjúpaður var varði til minningar um kristniboðana Friðrik og Þorvald. í fyrradag var, má segja, kristni- boðshátíð Sunnlendinga í Skál- holti. — Klukkan ellefu flutti Frehen biskup rómverskra-kaþólskra, messu, með aðstoð presta sinna og þetta var nú í sjálfu sér kirkju- sögulegur viðburður. — Ég bauð honum, hélt hr. Sigurbjörn áfram, að flytja messu þarna í Skál- holtskirkju og vildi að þeir tækju þátt í hátíöahöldunum víðar. Fre- hen var boðið að vera á Giljá líka, en gat ekki komið því við sakir lasleika. Þarna flutti hann messu og kaþólsk biskupamessa hefur nú ekki verið flutt þarna undanfarn- ar fjórar aldir. Hann prédikaði einnig við messuna klukkan tvö, sem ég annaðist með aðstoð víglsubiskups, séra Sigurðar Pálssonar og prestsins í Skálholti, séra Guðmundar Óla Ólafssonar. Klukkan 11 var kirkjan þéttsetin og klukkan tvö var hún full út úr dyrum og langt frá að allir rúmuðust sem komu, en þeir gátu þó notið messunnar út.i. Klukkan hálf fimm var samkoma í kirkj- unni og þar voru samankomnir kirkjukórar víðsvegar að af Suð- urlandi og sungu. Séra Eiríkur J. Eiríksson flutti þar hátíðarræðu, og minntist kristniboðsafmælis- ins, sagði biskup að lokum. Meðfylgjandi myndir frá Skál- holtshátíðinni tók Anna Torfa- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.