Morgunblaðið - 28.07.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
21
• Evrópumeistaramóti unglinga i golfi lauk á sunnudagskvöld á Grafarholtsvelli. Þá var giæsilegt
lokahóf í golfskálanum. Lið Spánar sigraði i keppninni. A myndinni hér að ofan er írinn McHenry að
slá annað högg sitt úr sandgryfju á 17. braut. Kúlan endaði einn metra frá holu. McHenry mistókst
hinsvegar púttið og þar með töpuðu írar. Sjá bls. 24 og 25. Ljósm. óskar Sæm.
Diðrik er efstur
NÚ ERU 12 umferðir búnar á íslandsmeistaramótinu i knatt-
spyrnu og þvi ærin ástæða komin til að lita öðru sinni á stöðuna i
einkunnagjöf Morgunblaðsins. Taka verður þó með i reikninginn
er á meðfylgjandi lista er litið. að einkunnir leikmanna i leik Vais
og FH eru ekki með i útreikningunum, en sá leikur fór fram i
gærkvöldi. Sá leikmaður sem hæsta hefur meðaleinkunnina að
móti loknu telst leikmaður íslandsmótsins frá sjónarhóli iþrótta-
fréttamanna Mbl. Hlýtur hann vegleg verðlaun fyrir afrekið, svo
og markakóngur mótsins, en þar er ekki siður hart barist. 18
umferðir eru i íslandsmótinu og verða leikmenn að vera með i
minnst 16 leikjum til þess að teljast gjaldgengir, enda hiýtur sá
ieikmaður sem hæsta hefur meðaleinkunnina eftir flesta leikina að
teljast best að sigrinum kominn. Hér kemur svo iisti yfir efstu
menn, fyrsta taian fyrir aftan hvert nafn er sá stigafjöldi sem hver
leikmaður hefur rakað saman, siðan kemur leikjafjöldi hvers
manns, loks meðaleikunnin.
Dlðrik ÓlafsKon Vlk.
Ólafur BjörnxNon IIBK
UruK (luðmundsNon Vik.
Sigurður Láruaxon f A
UelKÍ BentHHon UBK
Marteinn GeirnHon Fram
Jón AlfreðHHon lA
73-11 6.63
66-10 6.60
78-12 6,50
77-12 6.41
77-12 6.41
64-10 6.40
76-12 6.33
Olafur Björnsson
Bjarni SÍKurðHHon IA
Sifcurður llalldóraHon lA
Saevar JónnHon Val
Guðmundur BalduraH. Fram
Helid Heixaaon Vik.
Valdemar ValdemaraHon UBK
Jóhann GrétaraHon UBK
SÍKurlás ÞorleifHHon fBV
Þóröur MareÍHHon Vik.
Stefán JóhannHHon KR
AðaÍHteinn JóhannHHon KA
Eirikur EirikaHon Wr
llreKKviður ÁKÚHtHHon FH
Árni Sveinsaon IA
Erlinicur KrÍHtjánHaon KA
Páll Pálmaaon IBV
Ómar Torfaaon Vik.
Þórður IlallicrimHHon lBV
Haraldur HaraldKHon KA
Jón EinarHHon UBK
MaKnÚH ÞorvaldHHon Vlk.
Guðjón Þórðaraon |A
76-12 6.33
76-12 6,33
63-10 6,30
75-12 6.25
75-12 6.25
75-12 6,25
62-10 6.20
74-12 6.16
74-12 6.16
74-12 6.16
74-12 6,16
74-12 6.16
67-11 6.09
67-11 6.09
73-12 6,08
73-12 6.08
60-10 6.00
66-11 6,00
72-12 6,00
72-12 6,00
72-12 6,00
72-12 6.00
Tveir leikmenn nem voru ofarleKa á
hlaði. NlðaHt er vfirlit var blrt. þeir Valþór
SÍKþórHHon tBV ok Dýri GuAmundHHon
Val, hafa nú mÍHHt úr of marxa leiki til aÖ
teljast KjaldRenKÍr i nlaKnum. Dýri hefur
reyndar enn harntu meöaleinkunnina. 6,75,
en hann heíur mÍHHt úr 3 lelki. Valþór
hefur aöeina leikiö 8 leiki og hefur
meöaleinkunnina 6,50.
— Kff
Knattspyrna)
Diðrik ólafsson Lárus Guðmundsson
Hver veröur
markakóngur?
Sigurlás Þorleifsson
MIKIL rimma stendur nú yfir
um markakóngstitilinn i 1.
deildinni i knattspyrnu. bar
eru nokkrir kallaðir en aðeins
einn útvalinn. Þrír leikmenn
skera sig nú nokkuð frá öðrum,
Sigurlás Þorleifsson, tBV, Lár-
us Guðmundsson Vikingi og
Þorsteinn Sigurðsson Val. En
margt getur gerst áður en að
upp verður staðið i haust.
Markhæstu leikmenn deildar-
innar eru sem hér segur:
Sigurlás Þorleifsson IBV 8
Lárus Guðmundsson Vík. 8
Þorsteinn Sigurðsson Val 7
Guðmundur Torfason Fram 5
Kári Þorleifsson ÍBV 4
Guðbjörn Tryggvason ÍA 4
Óskar Ingimundarson KR 4
Njáll Eiðsson Val 4
Sigurjón Kristjánsson UBK 4
Jón Einarsson UBK 4
Ingi Björn Albertsson FH 3
Pálmi Jónsson FH 3
Ómar Jóhannsson ÍBV 3
Gunnar Gíslason KA 3
Ásbjörn Björnsson KA 3
Guðmundur Skarphéðinsson Þór3
Menn geta vælt sig
inn í Valsliðið
í leikskrá Vals, sem gefin var
út í gærkvöldi á leik liðsins gegn
FH, er mjög athyglisvert viðtal
við Þorgrím Þráinsson og jafn-
framt opinskátt. Þar kemur
meðal annars fram að menn geti
vælt sig inn í Valsliðið. Hér á
eftir fer kafli úr viðtalinu úr
leikskránni:
— Hverju kennirðu um?
„Ég er einfaldlega ekki i
náðinni og er mjög óhress, en
það þýðir ekki annað en að
herða upp hugann og berjast
áfram. Eg hélt ekki að það
þekktist i 1. deildinni, að menn
gætu vælt sig inn i lið eins og
því miður hefur gerzt hjá okkur
Valsmönnum i sumar. Það er
hart að þjálfari skuli ekki velja
liðið hverju sinni eftir getu
leikmanna heldur eftir bend-
ingum og óskum stjórnar-
manna. Það er lika skrýtið, að
menn skuli labba inn i lið eftir
aðeins 2—3 æfingar og þetta
hefur eðlilega slæm áhrif á
„móralinn“. Við leikmennirnir
höfum haldið fund um þessi
mál. menn hafa talað út og
hreinsað andrúmsloftið. í hópn-
um sjálfum er andrúmsloftið
því orðið mjög gott, þar er að
finna marga frábæra félaga og
við höldum mikið hópinn.*
— Ertu með þessu að kvarta
undan þjálfaranum?
„Ég neita þvi ekki að mér og
fleirum hafa fundist æfingarn-
ar i sumar heldur slappar. Við
ræddum þetta á fundi fyrir
tveimur vikum og fórum fram á
það leikmennirnir, að meiri
kraftur yrði settur i æfingarn-
ar, eitthvað yrði gert. Þessari
bendingu okkar var vel tekið og
æfingarnar hafa gjörbreytzt
siðan.
Fjörutíu tóku þátt
í hjólreiðakeppninni
TÆPLEGA 40 hjólreiðamenn
mættu til leiks i hjólreiða-
keppninni sem fram fór á milli
Reykjavíkur og Keflavikur á
sunnudagsmorgun. Hörð og
spennandi keppni var i karla-
flokki allt þar til að tveir
kilómetrar voru eftir, en þá tók
Einar Jóhannsson forystu og
sigraði örugglega. Einnig var
hörð keppni í flokki 15 til 16
ára, þar sem ein sekúnda skildi
fyrstu tvo menn að. Vegalengd-
in sem hjóluð var, er um 39
kilómetrar, sem þýðir að meðal-
hraði fyrstu manna var 45
km/klst. öllum keppendum var
startað samtimis.
Einar Jóhannsson hlaut
52:03,21 mín. í karlaflokki, Haf-
steinn Óskarsson varð annar á
52:15,16 mín. og Helgi Geir-
harðsson þriðji á 52:19,21 mín.
og Ágúst Ásgeirsson var tveimur
sekúndum á eftir honum í mark.
Tími var þó aðeins tekinn á
fyrstu þremur mönnum í hverj-
um flokki, og olli það flestum
keppendanna talsverðum von-
brigðum, þar sem auðvelt er að
Einar Jóhannsson kemur i mark
og fagnar sigri
framkvæma tímatöku af því
tagi, jafnvel á eina skeiðklukku.
Þá vakti það athygli að keppend-
ur báru engin keppnisnúmer, og
lá því alls ekki á hreinu númer
hvað hinir ýmsu hjólreiðamenn
komu í mark. Voru aðstandend-
ur keppninnar jafnvel að spyrja
ýmsa hjólreiðamenn númer hvað
þeir hefðu komið í mark, en ekki
er hægt að ætlast til þess, að
keppendur geti fylgst fyllilega
með því hvar þeir eru í röðinni.
Þá vakti það undrun margra
keppenda, að í fréttum um
keppnina kom aldrei fram að um
íslandsmeistaramót væri að
ræða, en í blaðaauglýsingu á
keppnisdag auglýsti einn af
skemmtistöðum borgarinnar að
svo væri, og að verðlaunaafhend-
ing færi þar fram. Ljóst er af
þessu öllu, að vanda verður
meira til framkvæmdar og
skipulags hjólreiðakeppna, því
áhugi fyrir keppnum af þessu
tagi er að aukast, og fjölmargir
farnir að æfa sig sérstaklega
með keppni fyrir augum.
Það vakti mikla athygli meðal
keppenda og annarra og þótti til
fyrirmyndar, hversu jákvæða af-
stöðu lögreglan í Keflavík sýndi.
Stjórnaði hún umferðinni á allri
keppnisleiðinni, þannig að hjól-
reiðamönnum stafaði engin
hætta af bifreiðastjórum og
öfugt. Var frammistaða lögregl-
unnar til fyrirmyndar og róm-
uðu keppendur og aðstandendur
hana.
Elvar Erlingsson sigraði í
flokki 15 til 16 ára á 53:48,16
mín., annar varð Sigurjón Hall-
dórsson á 53:49,34 og þriðji
Hilmar Skúlason á 54:00,14 mín.
Ólafur Ólafsson sigraði í
flokki 13-14 ára á 55:49,00,
annar varð Magnús R. Guð-
mundsson á 60:05,12 mín. og
þriðji Viktor Kjartansson á
60:12,38 mín.
Einn kvenmaður tók þátt í
keppninni, Björg Erlingsdóttir,
sem hjólaði á 60:07,25 mín.
Svipmynd úr hjólreiðakeppninni. Fjórir hjólreiðakappar fylgjast
að og hafa gætur hver með öðrum. uúhbi. Ámi Svbtnc.