Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
Gróska í blakinu
Að loknu starfsári hjá blakmönnum
BLAK ER ÖRT vaxandi iþróttagrein hér á landi. Þetta kom fram á
ársþingi Blaksambands Islands (BLÍ), sem haldið var að loknu
vetrarstarfi blakmanna nú í júnimánuði. 108 fulltrúar frá 22 iþrótta-
og ungmennasamböndum áttu rétt til setu á þinginu. Á síðustu 10
árum hefur blakiðkendum fjölgað um 2000, og það ánægjulegasta við
þróunina er. aAáhugi barna og
ágætu íþrótt. *
í ársskýrslu stjórnar BLÍ er
margt fróðlegt að finna um blak-
starfið. Hér skulum við líta á eitt
stærsta starfssviðið, en það eru
Islandsmótin. Það var árið 1978,
að íslandsmót í yngri aldursflokk-
um voru fyrst háð hér á landi, og
nú árið 1981 fór keppni fram í
öllum yngri flokkum karla og
kvenna að undanskildum þeim
yngstu, þ.e. 5. fl. karla og kvenna.
Þetta er hröð og góð uppbygging
sem lofar góðu um framtíðina.
Eftirfarandi töflur eiga að sýna
hverjir eru lengst komnir í blaki á
íslandi.
Tafla I sýnir, að Keykjavik
hefur afgerandi frumkvæði í
meistaraflokkum en ekki í yngri
flokkum. Undanfarin ár hafa góð-
ir blakmenn víða að af landinu
leitað til Reykjavíkur, en þjálfun
þeirra yngri hefur að mestu leyti
farið fram utan Reykjavíkur.
Reykjavíkurfélögin Þróttur og
Víkingur hafa nú bjargað orðstír
Reykjavíkur hvað varðar þjálfun
yngri flokka eins og tafla I sýnir.
Tafla II sýnir, að fyrir utan
SV-horn landsins er blak mjög
rótgróin íþrótt á NA-horni lands-
ins. Það er athyglisvert, að Kópa-
vogur er í 1. sæti, á undan
Reykjavík!
Siglfirðingar eru engir nýliðar í
biaki, en vonandi verða þeir meira
með á komandi árum, sérstaklega
í yngri flokkum.
glinga er að vakna fyrir þessari
Vestmannaeyjar voru aftur á
móti fyrst með í fyrra. Þar er
gróskumikið unglingastarf, svo að
óhætt er að reikna með þeim í
framtíðinni.
Suðurland er ekki með lið í
verðlaunasæti í ár, en eitt aðalvígi
blakíþróttarinnar hér á landi er
að Laugarvatni eins og blakfólki
er í fersku minni; UMFL varð
íslandsmeistari í meistarafl. karla
1979 og 1980.
Fyrir u.þ.b. 5 árum voru skóla-
félögin ÍS og ÍMA í fararbroddi.
Tafla III sýnir, að hér á landi
hefur blakíþróttin náð að þróast
frá því að vera einungis skóla-
íþrótt tl þess að vera einnig virk
íþróttagrein innan almennra
íþróttafélaga. Nú eru þau íþrótta-
félög í fararbroddi sem hafa náð
að byggja upp starfsemi í yngri
flokkum. Framtíð blakíþróttar-
innar hér á landi er borgið, ef
blakdeildir íþróttafélaganna vítt
og breitt um landið ná að eflast.
Á nýloknu ársþingi BLÍ var
unglingastarfið mikið á dagskrá
og komu upp háværar raddir um,
að hyggilegt væri að leggja aðal-
áherslu á uppbyggingarstarfið
heima fyrir næstu árin og láta
samskipti við útlönd bíða betri
tíma. Reikningar Blaksambands
Islands sýna það ljóslega, að það
fjármagn, sem sambandið fær til
ráðstöfunar, fer allt til landsliðs-
starfseminnar. Þetta er engin ný
bóla, og er Blaksambandið á sama
báti og flest önnur sérsambönd
ÍSÍ hvað þetta varðar.
Tafla I
Úrslit íslandsmóta 1981
CIJI.L SILFUR BRONZ
. ÖldunKaíl. karla HK, Kópavogi Óóinn, Akureyri Skautafél. Akureyrar
ÖldunKafl. kvenna Eik. Akureyri Víkinttur Rvik Súlur. Sitfluí.
Muistarafl. ka„ 1. deiid Þróttur Rvik IS. Rvík Víkintfur. Rvík
Mristarafl. ka„ 2. deild UMSE. Eyjafirði ÍBV. Vestm.eyj. ÍMA. Akureyri
Mristarafl. kv. Vlkinxur. Rvík ÍS. Rvik Þróttur. Rvik
2. tl. ka. Þróttur. Rvík ÍMA. Akureyri IIK. Kópavojfi
2. II. kv. UBK. Kópavogi IIK. KópavoKÍ Víkintfur. Rvík
3. fl. ka. VnlsunKur. Ilúsavik Vlkinttur. Rvík Þróttur. Rvlk
3. II. kv. VoIsunKur. Ilusavík IIK. KopavoRÍ Þróttur. Rvik
1. fl. ka. IIK. Kúpavogi Þróttur. Rvík Vikinttur. Rvik
1. II. kv. IIK. Kópavoffi ÍK. Kopavojfi
Tafla II
1. Kúpavojcur Dreifing verðlauna i íslandsmótum í biaki 1981 á sveitarfélög: GULL SILFUR I 3 BRONZ 1
2. Reykjavik 3 5 6
3. Akureyri ok Eyjafj. 2 2 2 ,
1. Ilúsavík 2 0 0
5. Vestmannaeyjar fl 1 0
6. Sijflufjoróur 0 0 1
Tafla III
Dreifing verðlauna í íslandsmótum í blaki 1981 á íþróttafélög: GULL SILFUR IIK. KópavoKÍ 3 2 BRONZ 1
2. Þróttur. Rvík 2 1 4
3. Volsunjfur. Ilúsavík 2 0 0
|. Vikimtur. Rvik 1 2 2
5.-7. UMSE. Eyjafirði 1 0 0
5.-7. Eik. Akureyri 1 0 0
5.-7. UBK. Kópavojfi I 0 0
8. ls. Rvík 0 2 0
9. IM A. Akureyri 0 1 1
10.-12. ÍBV. Vestmannaeyj. 0 1 0
10.-12. Öóinn. Akureyri 0 1 0
10.-12. ÍK. Kopavojfi 0 1 0
13.-11. Skautafélajf Akureyrar 0 0 1
13.-11 Súlur. Sijflufirói 0 0 1
íslandsmeistarar Þróttar i blaki taka þátt i Evrópukeppni i haust.
íslandsmeistarar HK i 4. flokki karia 1981. Fremri röð (talið frá
vinstri): Birgir Páll Hjartarson, Guðmundur Erlendsson, Magnús
Bollason, Agnar Bragi Brynjólfsson, Ólafur Sigurðsson og Gunnar
Guðmundsson. Aftari röð: Haukur Antonsson, Halldór A. Þorvalds-
son, Snorri P. Einarsson, Einar Þór Ásgeirsson og Ævar ísberg. Á
myndina vantar: Geir Borg Kjartansson, Eyþór Guðjónsson, Gunnar
Einarsson, Ingva óttarsson, Þóri Jónsson og Hilmar Þór.
íslandsmeistarar HK í 4. flokki kvenna 1981. Fremri röð (talið frá
vinstri): Helga A. Jónsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Auður
Stefánsdóttir, Berglind Harðardóttir, Ánna Sólveig Ingvadóttir,
Guðlaug Hrafnsdóttir og Þórdis Ingadóttir. Aftari röð: Jónína
Kristjánsdóttir, Jónfna Erlendsdóttir, Ragnheiður Gisladóttir, Hólm-
fríður Ólafsdóttir, Marta Hrafnsdóttir og Linda Lea Bogadóttir.
íslandsmeistarar HK i öldungaflokki karla 1981. Fremri röð (talið frá
vinstri): Albert II.N. Valdimarsson, Sigurður Steingrímsson, Július
Arnarson og Páll Ólafsson. Aftari röð: Sigvaldi H. Pétursson,
Skjöldur Vatnar Björnsson, Anton Bjarnason, Tómas Tómasson og
Egill Thorarensen.
Fylkismenn
höfðu
yfirburði
Fylkír - A A
Skallagr. £m~~\3
Reykjavikurmeistararnir úr
Fylki sýndu meistaratakta i
Borgarnesi um helgina þegar
þeir unnu lið heimamanna með
tveimur mörkum gegn engu i
íslandsmóti 2. deildar. Fylkis-
menn höfðu yfirburði i leiknum
og sigur þeirra hefði allt eins
getað orðið helmingi stærri.
Leikurinn fór fram í leiðinda
veðri, vindstrekkingi með skúrum.
Fylkismenn skoruðu eitt mark í
hvorum hálfleik. Fyrra markið
skoruðu þeir um miðjan fyrri
hálfleik, þá sneiddi einn leik-
manna Fylkis knöttinn laglega í
netið eftir aukaspyrnu. Annars
var jafnræði með liðunum fram
eftir fyrri hálfleik, en í þeim
seinni tók Árbæjarliðið öll völd í
sínar hendur, jafnframt því sem
heimamenn gáfu eftir.
Fylkismenn höfðu öll völd og
sköpuðu sér nokkur mjög góð
markfæri en tókst ekki að nýta
nema eitt þeirra. Júlíus í markinu
hjá heimamönnum hélt þeim á
floti með snilldarmarkvörslu, en í
upphlaupi um miðjan hálfleikinn
tókst Fylkismönnum loks að koma
knettinum framhjá honum.
Fylkismenn unnu þennan leik
verðskuldað og sigur þeirra gat
verið mun stærri. Kræktu þeir sér
nú í mikilvæg stig sem lyfti þeim
úr mestu fallhættunni í bili a.m.k.
Eftir á botni deildarinnar sitja 4
lið í hnapp, með sex og sjö stig
hvert, Haukar, Þróttur N, Selfoss
og Skallagrímur.
Hjá Skallagrími voru það fastir
liðir eins og venjulega. Vörnin
nokkuð traust, nema hvað miðjan
gaf sig illilega á köflum nú, og svo
var engin árangur af sóknarað-
gerðum frekar en svo oft áður.
Þetta er fimmti núllleikurinn af
síðustu sex leikjum hjá Borgar-
nesliðinu.
HBj.
Jafnt á
Selfossi
SELFOSS og Völsungur skildu
jöfn i leik sínum i 2. deild um
helgina. Það var Olgeir Sigurðs-
son sem náði forystu fyrir Völs-
ung, en Þórarinn Ingólfsson jafn-
aði metin úr vitaspyrnu. Heimi
Bergssyni var brugðið illa inni i
vitateig. Völsungur var mun
betra liðið i leiknum en tókst
ekki að knýja fram sigur.
Þróttur N.
sigraði
Reyni
ÞRÓTTUR Neskaupstað lagði lið
Reynis frá Sandgerði að velli um
helgina á Neskaupstað. Heima-
menn sigruðu, 2—0, i leiknum.
Óskar Páll Freysteinsson skoraði
fyrra markið strax i upphafi
leiksins. En siðara markið kom á
55. minútu. Það mark skoraði
Eggert Brekkan. Mikil barátta
er nú bæði á botni og toppi 2.
deildar og hvert stig mjög dýr-
mætt.