Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 Ungur maður varaði við erlendum skemmdarverkamönnum: Áætlanir um að eyðileggja hvalstöðina og hvalbátana „Komst sem betur fer aldrei í framkvæmd,“ segir Jón Baldur Hlíðberg JÓN BALDUR Hliðberg heitir unKur maður ok áhuKasamur um hvalavernd og hvalafriðun. Jón er starfandi i Skuld “félagsskap áhugamanna um almenna nátt- úruvernd“, en það er hópur fólks sem hefur barist fyrir friðun hvalastoína og að tsiendingar hætti hvalveiðum. Yfir 200 manns eru á skrá i Skuld. í maí árið 1980 komst Jón í samband við útlendinga sem ætl- uðu sér að eyðileggja hvalstöðina í Hvalfirði og hvalbátana og koma þannig í veg fyrir áframhaldandi hvalveiðar Islendinga. Þegar Jón sá hvert stefndi skýrði hann rannsóknarlögrglu ríkisins frá vitneskju sinni, en ekkert varð úr því að skemmdarverk yrðu unnin á hvalveiðiflota Islendinga, né heldur á hvalstöðinni. Morgun- blaðið hitti Jón að máli og skýrir hann hér frá atvikum og tengslum sínum við hina erlendu skemmd- arverkamenn. „Það var í maí árið 1980 sem ég komst í samband við franskan mann sem staddur var hér á landi, ég var beðinn um að hitta hann, en hann hafði lýst áhuga sínum á að komast í samband við hérlenda hvalfriðunarmenn. Hann kynnti mig fyrir manni sem hann kvaðst hafa kynnst á Hótel Borg og var sá breskur, en búsettur í Amster- dam. Hann kom mér síðan í samband við annan Breta, en hann kemur síðar inn í söguna. Mér er ekki kunnugt um að þessir menn séu í neinum félagsskap tengdum hvalafriðun, en mér þykir líklegt að Frakkinn standi á bak við þetta allt, en Bretarnir tveir séu einung- is leigðir til ákveðinna verka. Þessir menn eru ekki í neinum tengslum við Greenpeace, svo mér sé kunnugt um,“ sagði Jón. „Smám saman dróst Frakkinn út úr myndihni, hann fór til útlanda, en Bretinn varð eftir. Mér fór síðan að skiljast það sem fyrir þessum mönnum vakti, en það var að sökkva hvalbátunum með því að losa um pakkningar á stefnis- röri bátanna. Þessi áætlun tafðist og reyndist óframkvæmanleg á þeim stutta tíma sem þá var til stefnu. Ég sagði þá að ég skyldi taka að mér þetta verk, að sökkva skipunum með framangreindum hætti og virtist Bretinn sáttur við það. Hann fór síðan af landi brott, en ég gerði ekkert í málinu, bátarnir fóru á veiðar og ég vonaði að málið væri búið. Síðan fékk ég upphringingu frá Bretanum og var ég spurður um hvort ég hefði nokkuð á móti því að vinur Bretans kæmi í heimsókn. Siðan leið og beið, en ekki kom Bretinn og vonaði ég að málið væri endan- lega dottið uppfyrir. Síðan var það í febrúar að ég fékk aðra upp- hringingu frá þessum aðilum, þá var það vinur Bretans, hann var raunar Breti líka, og sagðist hann vera hér á landi og hringja frá Hótel Loftleiðum. Ég fór strax til fundar við hann og þá kom í ljós að hann hafði á prjónunum áætl- anir um að eyðileggja hvalstöðina Jón Baldur Hliðberg. með því að kveikja i henni og eyðileggja jafnframt tækjabúnað með því að brjóta og bramla. Ég kom honum ofan af því að eiga nokkuð við hvalstöðina og ákvað hann þá að snúa sér að bátunum. Lengi vel stóð þessi áætlun tæpt, en mér tókst að stoppa þetta í bili með því að útvega ekki það efni sem til þurfti. Það efni sem nota átti til verksins var ákveðin blanda af bensíni og öðru efni, en blanda þessi brennur við hátt hitastig, gerir mikinn eld og heit- an og veldur miklum skemmdum. Bretinn taldi að með þessari blöndu væri hægt að sökkva skipi, a.m.k. myndi slíkur eldur gera hvalbátana óstarfhæfa um lengri tírna," sagði Jón. „Gerð var áætlun um það hvern- ig að þessu skyldi standa, en hún var í grófum dráttum sú að útvega bíl og auðkenna hann með ýmsu, sem fljótlegt yrði að fjarlægja, m.a. setja á hann nýjar númera- plötur, þannig að ekki yrði hægt að rekja bílinn til okkar. Síðan átti að keyra bílinn niður á bryggju, Bretinn að stökkva út í skjóli við kofa sem þar eru. Síðan átti hann að fara um borð í bátana, fara fyrst í bátinn sem ystur lá, og koma síðan fyrir flöskum með sprengiefni í öllum bátunum. Þegar það væri búið átti hann að hlaupa að vaktinni á bryggjunni og vara menn við, þannig að þeir gætu forðað sér. Síðan var ætlunin að hann hlypi í gegnum Slippinn og þaðan upp í bæ. Þar átti bíll að bíða hans og aka honum á Hótel Loftleiði. Dularklæðum sínum ætlaði hann að fleygja af sér á leiðinni. Hann var og búinn að finna leið inn á hótelið, sem hann kæmist um óséður og hafði hann hugsað sér að nota konu sína, sem á hótelinu var, til gefa sér fjarvistarsönnun. Með þessu móti yrði erfitt að sanna neitt á hann. Þetta komst sem betur fer aldrei í framkvæmd, en ég fór til lögreglunnar og skýrði henni frá málinu á þessu stigi. Þetta var í febrúar mánuði, en eftir þetta sá lögreglan um málið," sagði Jón. „Það var síðan í apríl mánuði síðastliðnum að Bretinn hringdi aftur og sagðist koma til landsins þann 1. maí. Hann kom þá, en fór utan strax aftur, — daginn eftir. Það eru tilgátur uppi um hvað vaidið hafi skyndilegri brottför hans og er önnur sú að hann hafi orðið var við lögregluna sem með honum fylgdist, en hin að á þessum tíma var fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins á Hótel Loftleið- um og voru þar margir hvalfriðun- arsinnar. Kannski hefur hann ekki viljað leiða grun að þeim. Þetta er sagan. Hún sýnir bersýnilega í hvaða aðstöðu Islendingar eru í hvalamálum og hvaða augum er litið á okkur erlendis í þessum efnum. Fólk er búið að gefast upp á að rökræða máljn við okkur, þolinmæði þess er þrotin. Við höfum skellt skollaeyrum við að- vörunum vísindamanna og haldið áfram hvlalveiðum þrátt fyrir óskir og aðvaranir, bæði áhuga- manna um hvalafriðun og flestra ríkja hins vestræna heims. Það er ljóst að hvalveiðar Islendinga eru bráðum á enda, hvort sem við verðum skikkaðir til að hætta veiðum, eða hvort við leggjum hvalveiðar niður af eigin dáð,“ sagði Jón. „Það er búið að reyna að leiða íslendingum fyrir sjónir hversu óheillavænlegri hvalveiðistefnu við fylgjum, en við höfum ekki farið að ráðum vísindamanna Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Við höfum heldur ekki lagt fram gögn til sönnunar þess að hvalastofnar séu ekki í hættu, nema að mjög litlu leyti. Nú hafa formælendur Haf- rannsóknarstofnunarinnar og sjávarútvegsráðuneytisins játað á sig mistök, það hefur komið í Ijós sem við höfum haldið fram, að búrhveli og langreyðar eru í hættu,“ sagði Jón. „En hvað þessa menn varðar, Bretana tvo og Frakkann, þá geri ég ekki ráð fyrir því að að þeir vilji hafa nokkur afskipti af mér eða íslendingum í framtíðinni. En hættan er samt alltaf fyrir hendi að þeir eða einhverjir aðrir reyni að koma í veg fyrir hvalveiðar íslenginga, með einverjum ráð- um,“ sagði Jón Baldur Hlíðberg. „Margir mánuðir liðnir síðan við ákváðum að skip- ið kæmi heim á sunnudegi44 Sigurfari II afhentur eigendum, verð skipsins með fjármagnskostnaði á smíðatíma 37,3 milljónir króna FJÖLDI Grundfirðinga tók á móti skuttogaranum Sigurfara II, SH 105, er skipið kom til heimahafnar á sunnudag. Skipið er smiðað hjá skipasmíðastóð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi og var afhent síðastliðinn laugardag. „Það eru margir mánuðir liðnir siðan við ákváðum að skipið skyldi koma heim á sunnudegi,“ sagði Iljálmar Gunnarsson. útgerðarmaður og aðaleigandi Sigurfara, i samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um hvenær skipið færi til veiða sagði Hjálmar: „Ætli við látum ekki mánudag, þriðjudag og miðviku- dag liða og förum svo út á fimmtu- daginn. Það er ekki sama hvenær byrjað er,“ sagði Hjálmar og sagð- ist ekki neita þvi, að hjátrúin væri rík í mönnum. Sigurfari II var afhentur á Sund- unum skammt frá Reykjavík síð- astliðinn laugardag, en sigldi siðan á sunnudag frá Akranesi til Grund- arfjarðar. Samið var um smíði skipsins fyrir um þremur árum, en síðan var beðið alllengi eftir að smíði skipsins væri samþykkt. Frá því að byrjað var á smíðinni sjálfri eru liönir 15 mánuðir. Verð skipsins er 31,7 milljónir króna, en með fjármagnskostnaði á smíðatíma er kostnaður um 37,3 milljónir króna. Skipið er 50,3 metrar að lengd og 431 brúttólest. Skipið tekur 4800 kassa i lest, eða rúmlega 200 smálestir af ísuðum kassafiski. Skipið er búið öllum fullkomnustu tækjum. Aðalvélin er af Alco-gerð, 2230 hestöfl, og er vél þessi hin fyrsta sinnar tegundar í íslenzku fiskiskipi. Vélin er bandarísk hönn- un, en framleidd í Hollandi. Tvær Caterpillar-ljósavélar eru í skipinu, 337 hestöfl hvor. Rapp-Hydema vindukerfi er í skipinu með „auto- trolli". Sigurfari er að öllu leyti hannaður og smíðaður af starfs- mönnum Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Benedikt Guðmundsson, skipaverkfræðingur, teiknaði skipið. Hjálmar Gunnarsson og Gunnar Hjálmarsson eru eigendur skipsins og er Sigurfari þriðja skipið, sem Þorgeir og Ellert smíða fyrir Hjálmar. Hin skipin eru Siglunes og Haukaberg, en Siglunesið hefur Hjálmar nú selt til Hvammstanga. Elzta skip sitt, Sigurfara, er Hjálm- Skipasmíðastöðin hefur afhent útgerðarmönnunum Sigurfara: Talið frá vinstri: Helga Árnadóttir, Gunnar Hjálmarsson, Hjálmar Gunnarsson, Þorgeir Jósefsson, Jósef H. Þorgeirsson og Svanlaug Sigurðardóttir. Sigurfari II SII 105 siglir út úr Reykjavíkurhöfn á laugardag, en á sunnudag kom skipið til Grundarf jarðar. (l.jósmynd Oiafur K. Masnús.s<>n.) ar nú að láta rífa á Grundarfirði. „Hann er búinn að gera sitt gagn, blessaður,“ sagði Hjálmar í samtali við Mbl. Við afhendingu skipsins á laugardag kom fram, að fyrsta skipiö, sem Þorgeir og Ellert smíð- uðu fékk einmitt nafnið Sigurfari, en síðar Sæbjörg, og var mikið happaskip. Það skip var afhent árið 1941 eða fyrir réttum 40 árum. Aðspurður um það hvernig hon- um litist á útgerð nýja skipsins sagði Hjálmar, aö það væri annar höfuðverkur að gera slíkt skip út heldur en að láta byggja þaö. „Ég vona, að við náum tökum á þessu skipi og hef trú á, að það reynist okkur vel, þannig að ég er ekki kvíðinn. Það er nauðsynlegt fyrir hvert byggðarlag að eiga góð skip og endurnýja þau þegar þörf er á. Útgerðin er að verða illviðráðanlegt dæmi og allir sem fást við atvinnu- rekstur vita hve mjög hefur verið þrengt að. Þar er vaxtapólitíkin erfiðust, en vextirnir eru alltof háir. Ég vil, að það komi fram, að ég er þakklátur fyrir þann frið, sem við fengum meðan þetta skip var í smíðum og sem betur fer var ekki reynt að tæta smiði þessa skips niður í fjölmiðlum eins og sumir hafa lent í. Ég þakka þeim samvinn- una, sem lögðu hönd á plóginn við smiði skipsins og sérstaklega vil ég færa þakkir mínar þeim Armanni Jakobssyni, bankastjóra Útvegs- bankans, Halldóri E. Sigurðssyni, fyrrverandi alþingismanni, Helga Jónssyni, útibússtjóra Landsbank- ans á Akranesi, og Einari Ingvars- syni, aöstoðarmanni bankastjórnar Landsbankans í Reykjavík,“ sagði Hjálmar Gunnarsson. Að sögn Guðjóns Guðmundsson- ar, skrifstofustjóra hjá Þorgeiri og Ellert, er fyrirtækið nú að skipta um vél, brú og raflögn og byggja yfir Harald, eitt skipa Haralds Böðvarssonar. Hann sagði, að meö haustinu yrði byrjað á smíði skips fyrir Hraðfrystihús Breiðdælinga, það skip verður 280 smálestir að stærð og 35 metra langt. Er um svonefnt raðsmíðaverkefni að ræða og þrír aðrir samningar hafa verið undirritaðir um sams konar skip, en j)eir hafa ekki verið staðfestir af stjórnvöldum. Þeir samningar eru við Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- una á Akranesi, Lárus Guðmunds- son á Grundarfirði og Greip hf. í Ólafsvík. Gáfu kirkjunni 2 þúsund kr VIÐ KOMU Sigurfara II til Grundarfjarðar á sunnudag var mikið um dýrðir á staðnum. í hófi, sem haldið var í tilefni af komu skipsins, gaf Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi Grundar- fjarðarkirkju 20 þúsund krónur eða sem nemur 2 milljónutn gkr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.