Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 34
I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 AMSTERDAM við Suðursjó Föstudaginn 26. júní sl. hófu Flugleióir beint flug milli Keflavíkur og Amsterdam í Hollandi og tóku þar með upp þréóinn þar sem frá var horfið 1968 en frá 1959 og til þess tíma hafði verið flogið til Amsterdam með viðkomu í Glasgow. Þetta nýja Amsterdamflug er í samræmi við þá stefnu Flugleiða að fljúga að sumarlagi beint til ýmissa stórborga í Norðurálfu en nú þegar eru slíkar ferðir farnar til Frankfurt og DUsseldorf. í Hollandi gaetir flugfélagið KLM hagsmuna Flugleiða, sem aftur eru umboðsaðili hollenska félagsins hér á landi. Flogið er eínu sinni í viku, á föstudögum, og verður sá háttur á hafður út ágústmánuð. í þessa fyrstu ferö buðu Flugleiðir blaðamönnum á dagblöðunum og ríkisfjölmiðlunum þar sem þeim var kynnt eitt og annað, sem Amsterdam hefur upp á að bjóða, undir öruggri leiðsögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða. Aö vísu var geröur stuttur stans að þessu sinni, alltof stuttur, en þrátt fyrir það er óhætt að fullyrða aö Amsterdam er engri annarri lík. Gömul hús frá velmektartímum Amsterdamborgar. Eins og sjá má eru þau ekki mikil á þverveginn og einnig vekur athygli gálginn, sem gengur út úr mæninum. Á honum er krókur og í hann var brugðið kaðli, og húsmunir og annað sem þurfti ínnanstokks, síöan degið upp og sett inn um glugga þar sem við átti. Stigarnir í þessum húsum eru nefnilega lítt til flutninga fallnir, bæöi brattir og þröngir. Komiö var til Schiphol-flugvallar aö nóttu til og því gafst ekki mikill tími til aö svipast þar um enda flestir óöfúsir aö komast sem fyrst heim á hótel og vera vel undir morgundaginn búnir. Nokkur um- ferð virtist þó vera um völlinn þótt aö næturlagi væri enda er flughöfnin í Schiphol einhver sú fullkomnasta í Evrópu og hafa Hollendingar ekkert til sparaö aö gera hana vei úr garði, t.d. er þar aö margra sögn besta fríhöfnin á meginlandi Evrópu. Eins og kunnugt er eru Hollendingar miklir landvinningamenn og hafa í þeim efnum einkum herjaö á Ægi konung og tekiö af honum miklar lendur. Þannig er þaö líka meö Schiphol, þar var áöur sjór og mun nafniö ekki þýöa Skiphóll þrátt fyrir líkinguna heldur Skipahel eöa Helj- arvík vegna tíöra skiptapa, sem þar uröu í vondum veðrum. Ekki allfjarri flugvellinum er skipaskuröur og þar sem landiö liggur lægra en sjávarmál rennur fljótiö til sjávar allnokkru yfir höföum þeirra, sem lifa og starfa beggja vegna skuröarins. Þykir mörgum þaö undarleg upplifun aö þurfa jafnvel aö keyra höfuöið aftur á hnakka til aö geta virt fyrir sér fleyin þar sem þau ösla áfram og hafa himininn einan aö bakgrunni. Segja má, aö Schiphol og Amsterdam liggi um þjóöbraut þvera. Þaöan er hvaö styst til allra átta á meginlandinu og sem dæmi má nefna, aö til Brússel, Frankfurt og Parísar er ekki nema þriggja, fjögurra og fimm klukkustunda akstur og frá flugvellinum er flogiö til 80 ákvöröunar- staöa í Evrópu og 90 í öörum heimshlut- um. Nótt í Amsterdam Eins og fyrr segir var það ætlun okkar blaöamannanna aö haga sér eins og hagvanir heimsborgarar og taka á sig náöir strax og komið væri á hóteliö en hér átti þaö viö, sem stundum vill veröa, að margt fer ööru vísi en ætlaö er. Þegar viö höfðum komiö okkur fyrir brá svo viö, aö allur svefndrungi var á bak og burt svo aö ekki þótti annað tækt en aö litast lítillega um, þó ekki væri nema bregöa sér út á tröppur stundarkorn. Þegar þangaö var komið var svo ekki verið meö neinn þykjustuleik lengur, heldur stefnan tekin beint niöur í bæ þar sem gengiö var milli góöbúanna, ef svo má segja, fram eftir allri nóttu. Trúlega má segja, aö næturlífiö í Amsterdam sé fjörugt en þó er merkilegur rólyndisblær yfir öllu, mannfólkið afslapp- aö og enginn aö flýta sér og sú stóðréttarstemmning, sem einkennir skemmtanalífiö hér á landi, er víösfjarri. Krár og barir eru opin næstum næturlangt og í gamla bænum má heita aö ölstofa sé í ööru hverju húsi. Þaö er því úr nógu að velja og þegar viö höföum kneyfaö öliö í einni kránni var haldiö á þá næstu og þannig koll af kolli þar til bjarma tók af nýjum degi. í hverfi hinna rauðu Ijósa í einum elsta hluta Amsterdamborgar er lítiö hverfi, sem kennt er viö rauð Ijós, sem þar loga víöa eftir aö skyggja tekur. Þaö, sem þar fer fram, er aö vísu ekki alveg í samræmi viö guösótta og góöa siöi, en á hinn bóginn alveg óaöskiljan- Vegir liggja til allra átta frá Amsterdam enda borgin stundum nefnd „Hliðið að Evrópu“. Þessi skilti fyrir utan flugstöðina á Schiphol-flugvelli gefa dálítla hugmynd um hvert leiðirnar liggja. legur hluti af mannlífinu í stórborgum heims þó aö misjafnlega leynt fari.. Stundum er sagt, aö forvitnin sé fæstum góö, en viö kollegarnir vorum þó staöráönir í aö koma ekki svo til Amster- dam, aö viö gætum ekki sagst hafa komiö á þennan vafasama staö þegar heim væri komið. Þess vegna gengum viö nokkra stund fram hjá „búöargluggum" og virtum fyrir okkur varninginn, sem yfirleitt var hinn álitlegasti, geröumst jafnvel svo djarfir aö taka nokkrar hispursmeyjarnar tali og inna eftir verölagningunni og fengum þá alls staðar sama svarið, 50 gyllini kostaöi greiöinn, hvorki meira né minna, þannig aö allt virtist meö felldu með verölagseftirlitið þeirra Hollendinga. Fleira mætti tína til, sem svona hverfi hefur upp á aö bjóöa, bókabúöir og bari þar sem meginstefiö er eitt og hiö sama, holdsins lystisemdir, og vafalaust er betra fyrir ókunnuga aö vera ekki mikið einir á ferli á þessum slóöum enda misjafn sauöur í mörgu fé þar sem annars staöar. Siglt um síkin Daginn eftir komuna til Amsterdam var fariö í ferö meö útsýnisbáti eftir síkjunum í Amsterdam, sem um svo langan aldur hafa sett svip sinn á borgina. Vegna þeirra er Amsterdam stundum nefnd „Feneyjar noröursins" eöa „Borg hinna þúsund brúa“ og er óhætt aö ráöleggja öllum, sem til borgarinnar koma, aö láta ekki slíka ferö leggjast undir höfuö, fara jafnvel frekar tvær en eina, aöra í björtu og svo aftur aö kvöldlagi þegar bakkar og brýr eru lýst upp meö þúsundum Ijósa. Saga síkjanna í Amsterdam er nátengd vexti og viögangi borgarinnar. Á 17. öld átti hún sína gullöld, þá var hún ríkust borga í Evrópu og bankamennirnir og kaupmennirnir voru nokkurs konar fjár- haldsmenn fyrir flestar aöalsættir álfunn- ar. Á þessum tíma var ráöist í þá miklu framkvæmd aö grafa þrjá hringlaga skuröi í gegnum borgina frá sjó og þeir síöan tengdir meö óteljandi minni skurö- um. Yfir síkjunum eöa skuröunum eru síöan bogadregnar brýr, meira en 1000 aö tölu, en á bökkunum reistu höndlararn- ir húsin sín og gjarna vöruhúsin líka. Af þessum sökum gátu kaupskipin oft lagst upp aö beint fyrir framan bæjardyrnar hjá eigandanum, ekki ósvipað því þegar menn leggja bílnum sínum fyrir framan hjá sér nú á dögum. Aö sigla um síkin í gömlu Amsterdam er eins og aö hverfa aftur um aldir og ekki fer hjá því aö gesturinn fái örlitla tilfinn- ingu fyrir ríkidæmi borgarinnar hér áöur fyrr. Hvert húsiö ööru fegurra ber fyrir augu og reisuleg eru þau, ekki vantar þaö, enda hafa Hollendingar lengi gert lítiö aö því aö teygja húsin sín út og suöur heldur byggja þeir upp í ioftiö. Hollendingar hafa nefnilega ávallt veriö fátækir aö því, sem viö íslendingar þykjumst hafa nóg af, en þaö er landrýmiö. Húsin eru því mjó og sem dæmi um þaö má nefna, aö mjósta húsiö er rétt rúmlega gluggabreiddin. Annað, sem athygli vekur, eru hinir fjölmörgu fljótaprammar eöa „lektur" eins og Sveinn Sæmundsson kallaöi þá. Þessir fljótaprammar eru mikilvirkt flutningatæki og í stööugum feröum milli hafnarborg- anna viö sjóinn og stórborganna langt inni á meginlandinu. Á þeim búa heilu fjöl- skyldurnar allan ársins hring, og óneitan- lega er þaö sérkennileg sjón aö sjá þessi fljótandi heimili meö fallegum gardínum og blómum í glugga og þvottasnúrur í skutnum. Aö sögn Sveins er fljótafólkiö aö sínu leyti eins og sérstakur þjóöflokk- ur, og sækir ekki meira en þaö þarf til annarra. Algengt er aö starfiö gangi frá föður til sonar og lífsförunautsins er gjarna leitaö meöal lektufólksins. Rembrandt, Van Gogh Amsterdam er stórborg og getur státaö af flestu því, sem slíkar borgir hafa upp á aö bjóöa, fjölskrúöugu mannlífi og myndastyttum, byggingum og brúm, síkj- um og söfnum. Listasöfnin eru á milli 50 og 60 talsins og vafalaust er Ríkislista- safniö hvaö merkilegast en þar eru sýnd verk gömlu hollensku meistaranna, Rem- brandts, Vermeers og Frans Hals. Þá er einnig vert aö geta Vincent van Gogh- safnsins og Stedjelijk Museum, eins stórkostlegasta nýlistasafns sem um get- ur. Eins og fyrr getur eru veitingahús mörg í Amsterdam og fjölbreytnin meö ólíkind- um. Heita má aö þar eigi flestar þjóöir sinn fulltrúa, ekki síst Kínverjar og Indónesar, sem löngum hafa veriö annál- aöir fyrir matargeröarlist. Þaö þarf því enginn aö svelta sem til Amsterdam kemur, og verðlagið er vissulega meö öörum hætti en viö eigum aö venjast. Hér hefur fátt eitt verið nefnt af því, sem hægt er aö sjá og reyna í Amster- dam, enda mætti halda þeirri upptalningu áfram til eilíföarnóns. Hér veröur þaö ekki reynt enda er sjón jafnan sögu ríkari. Aö síöustu er rétt aö þakka Flugleiðum framtakiö og óska væntanlegum feröa- löngum góörar feröar á vit ævintýranna í Amsterdam. — Sv. í bátsferð um gömlu Amsterdam. Gróskumikil tré setja mjög svip sinn á borgina og hér hafa lekturnar eða húsbátarnir bundíð festar undír krónum þeirra. ’iiiiuuiítUimiiiiiiJimiiJiJiixiigiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiti Fólk í þjóðbúningum í Volendam, litlum í sumum götum er kaffistofa eða krá í fiskibæ skammt frá Amsterdam. hverju húsi og hér getur að líta eina, sem lllllllllimillllllllllllllllllllllllllMI44«M444m*ilHMN«tf»milimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.