Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
+ Sonur okkar, bróöir og ástvinur, INGVAR HAUKUR SIGURÐSSON, Túngötu 37, lést þann 25 júlí. Siguróur Haukur Eiríkason, Auóur Ingvarsdóttir, Rannveig Sandra Siguróardóttir, Hulda Björg Stefánsdóttir.
+ Konan mín og móðir, CAMILLA BJÖRNSDÓTTIR, lézt í Borgarspítalanum sunnudaginn 26. þ.m. Axel Ólafsson, Ragnar Axelsson.
+ Bróöir okkar, EINAR BRYNJÓLFSSON, bifreióastjóri, lést föstudaginn 24. júlí aö Elliheimilnu Grund. Hanna Brynjólfsdóttir, Elín Bryjólfsdóttir, Bragi Brynjólfsson.
+ Maöurinn minn, SIGVALDI JÓNSSON, Sogavegi 102, Rvk. andaöist í Landspítalanum 25. júlí. Ragnhildur Dagbjartsdóttir.
+ Maöurinn mlnn og faöir, HELGI MARÍS SIGUROSSON, Stigahlíó 34, lést í Borgarspítalanum 26. þ.m. Sigþrúóur Guóbjartsdóttir, Þóróur Helgason.
+ Konan mín, JUDY GUÐJOHNSEN, lést 21. júlí sl. Ásgeir Guójohnsen, Sebastopol, Kaliforníu.
+ Útför bróöur míns JÓNS ST. JÓNSSONAR, Selvogsgötu 4, Hafnarfiröi, fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 3. Fyrir hönd systkina minna, Ingólfur B. Jónsson.
+ Eiginkona mín og móöir okkar, RANNVEIG KARLSDÓTTIR, Engjaseli 13, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 29. júlí kl. 13.30. Eyjólfur Brynjólfsson og börn.
+
Eiginmaður minn, faöir okkar, sonur og bróðlr,
INGVAR M. ÞORGEIRSSON,
lést í Gautaborg þ. 9. júní.
Jarðarförin hefur fariö fram.
Ramona,
Pia, Pater,
Kriatín Jóhannadóttir,
Hnóargaröi 38
og aystkini hina látna.
Eiríka Guðmunds-
dóttir - Minning
Fa-dd 5. janúar 1909.
Dáin 21. júli 1981.
Þegar vegamóðar kempur hníga
til foldar, vakna gjarnan blendnar
tilfinningar með ástvinum. Saman
við hryggð og eftirsjá blandast
þakklæti fyrir líkn dauðans eftir
andstreymi og þjáningar. Ætt-
ingjar og vinir Eiríku Guðmunds-
dóttur eru þakklátir fyrir, að
henni varð að síðustu ósk sinni, en
hún var sú að fá að deyja með
reisn áður en sjúkdómum tókst að
lama andlegt þrek hennar. í minn-
ingum okkar verður hún því ávallt
styrk og stælt — eigin herra og
húsbóndi, sem engum tókst að
knýja til undanláts nema kallinu,
sem við hljótum öll að svara.
En eftirsjáin mun lengi búa með
okkur. Eiríka eða Eia frænka, eins
og hún var oftast kölluð hér á bæ,
var gerð úr svo mörgum ólíkum
þáttum, að persónuleiki hennar
var óvenju sterkur og eftirminn-
anlegur. Hún var í senn mikilúð-
leg og mild, róttæk og íhaldsöm,
hvatvís og sáttfús. Hún var dæmi-
gerður fulltrúi hins íslenzka aðals,
öguð af striti æskuáranna og
sómdi sér hvarvetna með höfð-
ingjum.
Eiríka var fædd að Merkinesi í
Höfnum 5. janúar 1909, dóttir
hjónanna Þórunnar Kristjáns-
dóttur og Guðmundar Eiríksson-
ar. Kornung fluttist hún með
foreldrum sínum til Norðfjarðar,
þar sem faðir hennar stundaði
útgerð um skeið. Síðan fluttist
fjölskyldan til Hafnarfjarðar og
þar bjó Eiríka nánast óslitið til
dauðadags. Hún var næstelzt af 14
systkinum og hafði vart slitið
barnsskónum, þegar hún þurfti að
ieggja heimilinu lið við tekjuöflun
eins og önnur systkini hennar.
Faðirinn var heilsutæpur og því
oft þröngt í búi, en það segja þeir
sem til þekktu, að heimili þeirra
Guðmundar og Þórunnar hafi
verið unaðsreitur, þar sem glað-
værð, hlýja og höfðingslund hafi
mótað öll mannleg samskipti. Að
ógleymdri tónlistinni. öll var fjöl-
skyldan afar söngvin og hvert
tækifæri notað til að syngja marg-
raddað við munnhörpuleik bróður-
ins Guðna. Og systurnar æfðu sig
í danskúnstinni á þröngu stofu-
gólfinu og trölluðu undir, því að þá
voru ekki til útvarpstæki eða
grammófónar. Snemma bar á því
að Eiríka hefði fagra söngrödd og
hún leitaði sér tilsagnar á því
Faöir okkar,
GÍSLI STYFF,
Skálagarói 3,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mlövlkudaginn 29. júlí, kl.
15.
Fyrir hönd fósturbarna og barnabarna,
Þórunn Styff Gísladóttir,
Óli Svan Styff.
+
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afl,
SVEINN KR. JÓNSSON,
fyrrvarandi varkstjóri frá Flatayri,
Stórholti 29, Raykjavík,
er lést þriöjudaglnn 21. júlí sl. í Landspítalanum veröur
jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag 28. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélögin.
Þóray Guómundsdóttir,
Jóna Svainsdóttir, Siguróur Jóelsson,
Jón G. Svainsson, Elfnborg J. Pálmadóttir,
Unnur Svainsdóttir, Guómundur R. Ingvason
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móður okkar, tengdamóöur og ömmu
JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á lyfjadeild
St. Jósefsspítala í Hafnarfiröi.
Guómundur Björnsson, Kristfn Benjamínsdóttir,
Hafsteinn Björnsson, Ragnheiöur Pálsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR HÚNFJÖRD.
Ásbjörg Húnfjörö, Gair Guönason,
Ólöf Húnfjöró, Siguröur Óskarsson,
Emilía Húnfjörö, Björn Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað eftir hádegi
á morgun vegna útfarar
Rannveigar Karlsdóttur.
JÖFUR
HE
Nýbýlavegi 2, Kópavogi.
sviði, síðar meir, hér heima og
erlendis. Söng hún opinberlega,
m.a. í útvarp og á skemmtunum og
samkomum.
Fjölskyldan var ætíð hjartans
mál Eiu frænku. Sá arfur sem hún
og systkini hennar hlutu frá
foreldrahúsum batt þau óvenju
sterkum tryggðaböndum. Faðir
þeirra andaðist á miðjum aldri, og
eftir það var rausnarkonan Þór-
unn móðir þeirra að sjálfsögðu
höfuð ættarinnar. Eftir hennar
dag árið 1966 tók Eiríka sjálfkrafa
við því hlutverki hennar, en þær
mæðgurnar höfðu lengi átt heimili
saman. Systkinabörnin litu nán-
ast á Eiríku sem ömmu sína eftir
lát Þórunnar og leituðu til hennar
með margs konar erindi á meðan
henni entist heilsa. Og þegar tók
að harðna á dalnum hjá henni,
endurguldu þau henni ástríkið
með aðdáanlegri ræktarsemi. Ei-
ríka varð því aldrei einstæðingur í
lífinu, þótt hún giftist ekki og ætti
ekki börn. Raunar var sagt, að
hana hefði ekki skort biðlana, en
enginn þeirra hefði uppfyllt þær
kröfur, sem hún gerði til manns-
efnis, og því get ég vel trúað.
Það eru tæp 10 ár frá því að
fundum okkar Eiríku bar fyrst
saman. Hún var þá farin að kenna
heilsubrests og hafði látið flest
veraldarvafstur á hilluna. Á þess-
um árum taldi ég að kvennabar-
áttan væri nýhafin og því kom
mér mjög á óvart að þessi smá-
vaxna, glaðværa kona hafði gert
flest það, sem ég hélt að konur
hefðu yfirleitt aldrei gert. Hún
hafði staðið við uppskipun, sungið
á böllum, verið í fararbroddi í
kröfugöngum, rekið veitingahús,
farið til söngnáms erlendis, keypt
sér hús, verið höfuð heillar ættar,
tekið virkan þátt í stjórnmálabar-
áttu, farið í mál við Tóbakseinka-
sölu rikisins og staðið á eigin
fótum fjárhagslega frá unga aldri.
Samt er hún mér ekki minnsstæð-
ust fyrir það sem hún gerði,
heldur fyrir það sem hún var. Hún
veitti mér ótal gleðistundir á
frumbýlingsárum mínum í Hafn-
arfirði og margháttaða aðstoð.
Fram til hinztu stundar gat ég
sótt til hennar geðbót og styrk og
börnunum okkar Björns var hún
sem bezta amma. Það var furðuleg
tilviljun að litla stúlkan, sem hún
bauð fyrst manna velkomna af
fæðingadeildinni og fylgdist með
daglega fyrstu árin, skyldi verða
til þess að styðja hana út af
heimili sínu i síðasta sinn.
Síðustu árin bjuggu þær saman
Eiríka og Kristín systir hennar, og
þriðja systirin, Jóhanna, bjó á
næstu hæð. Alltaf var jafn-
skemmtilegt að hitta þær systur,
hvort sem maður sótti þær heim
eða fann á förnum vegi, glæsilegar
og skartbúnar eins og dætrum
hins íslenzka aðals ber að vera. Þá
var venjulega brugðið á glens, því
að systkinunum hafði öllum hlotn-
ast frábær kímnigáfa í vöggugjöf.
Og þó að Eiríka væri ögn stórlynd
á stundum, var hún blessunarlega
laus við allan hátíðleika og gat
gcrt miskunnarlaust grín að
sjálfri sér. Dillandi hláturinn mun
okkur seint úr minni líða.
Og nú þegar hún er öll þökkum
við henni samfylgdina af heilum
hug og biðjum guð að blessa
systkinin, systkinabörnin og alla
hina, sem hún umvafði með ástúð
og hlýju.
Guðrún Egilson