Morgunblaðið - 28.07.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
37
Kveðjuorð:
Hafliði Guðmunds-
son frá Siglufirði
Fæddur 14. febrúar 1921.
Dáinn 16. maí 1981.
Aldrei er góðs manns of oft
getið.
Þann 16. mai síðastliðinn
hringdi Þuríður Helgadóttir systir
mín frá Akureyri og tilkynnti mér
að elskulegur eiginmaður hennar
Hafliði, hefði látist í flugvél á
suðurleið til lækninga.
Voru þessi tíðindi mikið áfall,
því enda þótt Hafliði hefði átt við
heilsuleysi að stríða undanfarin ár
stóðu vonir til þess bjartara fram-
undan.
Hann hafði nýlokið löngu og
gifturíku æfistarfi sem sérstak-
lega mikilhæfur kennari við
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar um
30 ára skeið, elskaður og virtur af
sínum mörgu nemendum og sam-
kennurum. Enda kom það fram
við kveðjuathöfnina frá Siglu-
fjarðarkirkju, þar sem nemendur
allir nærstaddir ásamt ótal öðrum
stóðu heiðursvörð við hinstu
kveðju þar. En Hafliði var jarð-
settur frá Fossvogskapeliu hér í
Reykjavík 21. maí sl. Var þar
einnig mjög fjölmennt og sr. Emil
Björnsson mágur hans flutti sér-
staklega fallega æfiminningu
hans.
Þura og Hafliði höfðu svona
orðað það, að þau myndu e.t.v.
breyta til og flytja hingað suður
með haustinu. En eins og svo oft
vill verða ráðum við ekki alltaf því
sem við stefnum að.
Milli okkar fjölskyldna voru
ákaflega sterk ættar og vináttu-
bönd. Ég beið í 10 löng ár eftir
litlu systur og mikil var gieðin
þegar ég hélt á henni í fyrsta sinn
og mér fannst ég eiga hana ein.
Við erum báðar fæddar á Lauga-
bóli í Ögursveit, dætur Helga
Jónssonar frá Snæfjöllum og Dag-
bjartar Kolbeinsdóttur frá ögri,
fósturdóttur Þuríðar í ögri, og
þaðan er nafn systur minnar
komið. Þura var oft hjá okkur
Samúel manni mínum á ísafirði.
En ungar að árum fóru þær, hún
og Anna systir Samúels, til síldar-
bæjarins Siglufjarðar og þar sett-
ust þær báðar að. Hafliði og Þura
hittust þar fljótlega og tókust með
þeim sterkar ástir. Eftir 3ja ára
trúlofun gengu þau í farsælt
hjónaband 22. sept. 1943 og þær
ljúfu minningar ásamt hand-
leiðslu guðs umvefja Þuru nú á
þessum erfiðu tímamótum. Hafliði
Guðmundsson gleymist engum,
sem honum hefur kynnst. Hann
var glæsimenni í sjón og raun. Svo
listrænn og fjölhæfur var hann að
ekki er hægt að lýsa því nógu rétt
né vel. Hann var bæði laga- og
ljóðasmiður, ákaflega vel hag-
mæltur, enda ekki langt að sækja
þar sem Páll Árdal skáld og
kennari var móðurafi hans. Haf-
liði söng með karlakór Siglufjarð-
ar. Hann hafði yndislega söngrödd
og spilaði svo vel á gítar og söng
með að unun var á að hlýða.
Dýravinur var hann svo mikill, að
ég hef ekki kynnst öðrum eins, og
sýnir það hans eðlislægu umhyggu
fyrir því sem svo margir láta sig
litlu skipta.
Við vorum oft gestir á víxl á
heimilum okkar. Éinnig ferðuð-
umst við saman og voru það
ógleymanlegar yndisstundir,
hvort sem við vorum í veiðikofa í
Langadal við ísafjarðardjúp eða á
heiðum uppi og akandi norður
Strandir og önnur annes.
Mig langar að láta fylgja eina af
fallegu vísunum frá Hafliða, sem
hann skrifaði í gestabók okkar
Samúels 30.7.’65.
Ljómadi nóI í SÍKlufirÖi
sunnanblærinn lék i högum.
Vissum bæöi aÖ ekkert yröi
unaösleKra á næstu döjcum.
En fullyröinK«r okkar flestra
eru stundum litilsviröi.
bað fundum bæöi best hér vestra
i birkihliö viö ly^na firöi.
Þótt landið hér sé flestu fe^ra
ok firri okkur ys ok þvarKÍ.
l>að verður aldrei yndisleKra
en aftanstundin heima á Bjari^
(H.G.)
Hafliði teiknaði og málaði mjög
failega. Ég held að við ættingjar
og vinir Þuru og hans geymum öll
vináttu hans í ljóðum og litum
ásamt öllu ljúfu minningunum um
samverustundir okkar. Þegar við
Samúel fórum okkar fyrstu ferð
til Siglufjarðar voru Þura og
Hafliði á heimili Theodóru Páls-
dóttur Árdal móður hans, og er
hún okkur ógleymanlegur pers-
ónuleiki, svo elskuleg, hjartahlý
og gestrisin, hafsjór af fróðleik,
söngelsk og kunni kynstrin öll
utan að.
Húsið dunaði af söng og gleði.
Já, þá var nú líf og fjör á
Siglufirði og fólkið var svo gott,
allt eins og góðir vinir okkar.
Því miður var Guðmundur Haf-
liðason, faðir Hafliða, þá dáinn
langt um aldur fram, svo við
Samúel kynntumst honum aldrei.
En allir, sem hafa á hann minnst,
ljúka upp einum munni um að
hann hafi verið glæsimenni, ljúf-
menni, söngelskur og svo hjálp-
samur og góður öllum, ekki síst
þeim er minnst höfðu.
Þau hjónin, Guðmundur og
Theodóra, og þeirra glæsilegi
barnahópur settu mikinn svip á-
Siglufjörð.
Hafliði varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri. Síð-
an hóf hann nám í lyfjafræði við
Háskóla íslands. Svo lá leiðin til
Svíþjóðar, en vegna óviðráðan-
legra aðstæðna hætti hann námi
þar og kom heim til íslands aftur
1945. Þura dvaldi þá hjá okkur á
Bjargi og þar fæddist einkasonur-
inn, Guðmundur Hafliðason, og
kom pabbi hans mátulega til að
gleðjast með okkur. Við hjónin
höfðum eignast yngstu dóttur
okkar aðeins mánuði fyrr, svo það
var regluleg hátíð á Bjargi.
Guðmundur hefur reynst for-
eldrum sínum góður sonur frá
fyrstu tíð, og hefur hann erft
mannkosti foreldra sinna í ríkum
mæli. Hann er starfandi tann-
læknir hér í borg, kvæntur Auði
Ingvadóttur sellóleikara.
Hafliði hélt svo til Siglufjarðar
og tók fljótlega til við kennslu.
Strax og heilsan leyfði fór Þura
með litla soninn til eiginmannsins
á Siglufirði og þar áttu þau fallegt
heimili til síðustu stundar samlífs
þeirra.
Hér verður staðar numið þó að
margt mætti fleira segja. Ég bið
algóðan guð, sem öllu ræður, að
helga og blessa minningu þessa
mæta manns og veita eftirlifandi
eiginkonu, syni, tengdadóttur og
öðrum nákomnum styrk í þeirra
miklu sorg.
wAldrei er svo bjart yfir öölinKsmanni
aö ekki kcíí syrt eins svipleKa ok nú.
En aldrei er svo svart yfir sorKarranni
aö eÍKÍ Keti birt fyrir eilífa trú.“
(Matth. Jochumss.)
Kagnhildur Helgadóttir,
Keilufelli 26, Reykjavik.
Litur er ekki
lengur lúxus
Bræöraborgarstig1-Sími 20080- (Gengiöinn frá Vesturgötu)
UMBOÐSMENN:
Skagaradíó. Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvík
Straumur h/f., Isafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga
Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi
Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.A., Akureyri - K.Þ.H., Húsavík
K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Arnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað
Rafeind s/f., Egilsstöðum - Éiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði
Radíóþjónustan, Höfn - Hornafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum
Mosfell, Hellu - Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavík