Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 Minning: Ragnhildur Ingi- björg Ásgeirsdóttir Fædd 16. júli 1910. Dáin 22. júli 1981. Það er bjartur sólardagur hér á höfuðborgarsvæðinit gróður allur í sínum fegursta sxrúða. Hugur manns dvelur við fegurðina og hið eilífa sköpunarverk lífsins. Líf vaknar, líf deyr. Hringrásin verð- ur ekki stöðvuð. Ein úr vinahópn- um hefir lokið hér vist sinni. Frú Ragnhildur Ingibjörg Ásgeirs- dóttir lést hinn 22. þ.m. í Land- spítalanum eftir stutta en erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm 71 árs að aldri. Ragnhildur fæddist hinn 16. júlí 1910 í Hvammi í Dölum. Foreldrar hennar voru Margrét María Páls- dóttir og Jón Bjarnason, bæði ættuð af Vestfjörðum. í Hvammi, sem er prestsetur eins og kunnugt er, þjónaði þá séra Ásgeir Ás- geirsson síðar prófastur. Kona hans var Ragnhildur Ingibjörg Bjarnadóttir, systir Jóns föður Ragnhildar. Þau voru barnlaus. Þau hjónin tóku ástfóstri við hina nýfæddu frænku og tóku hana í fóstur og gerðu að kjördóttur sinni. Ragnhildur ólst upp í Hvammi hjá kjörforeldrum sínum, en þau hjón Ragnhildur og Ásgeir voru nafntoguð fyrir ljúfmennsku sína. Bæði voru þau vel menntuð og því góður skóli ungri stúlku að alast upp á slíku fyrirmyndarheimili. Ekki spillti það heldur fyrir, að í Hvammi er fagurt umhverfi og hver brekka og bali á sína sögu allt frá því að Áuður djúpúðga tók sér þar búsetu. Ragnhildur átti því bjartar og kærar minningar frá bernsku- og æskudögunum í faðmi Hvammsfjarðar. Ragnhildur lauk námi frá Kvennaskólanum i Reykjavík 1928. Síðan lá leið hennar til Noregs, þar sem hún stundaði nám við verzlunarskólann í Osló. Meðan hún dvaldi í Osló bjó hún hjá prófessor F. Paashe, sem var kunnur fræðimaður. Alllöngu síð- ar stundaði hún framhaldsnám við háskólann í Minnesota. Sér- hæfði hún sig þá í kennslu í vélritun og skrift. En kennsla í þessum fögum varð síðar hennar aðalstarf. Kenndi hún m.a. við Háskóla íslands, Menntaskólann við Hamrahlíð, Verzlunarskóla ís- lands og Réttarholtsskóla. Fór henni kennsla einkar vel úr hendi. Ragnhildur var glæsileg kona, sem allir hlutu að veita athygli. Og þeir, sem kynntust henni, mátu mikils sakir prúðmennsku og manngæsku. Árið 1934, 6. febrúar, giftist Ragnhildur Sigurði ólasyni, hæstaréttarlögmanni, þau skildu. 20. nóvember 1940 giftist Ragn- hildur Ófeigi J. Ófeigssyni lækni. Þau eignuðust eina dóttur, Ragn- hildi Pálu. Leiðir þeirra skildu eftir alllanga sambúð. Ragnhildur Pála er gift Vilhjálmi Egilssyni hagfræðingi og eiga þau tvö börn, Önnu Katrínu, sem var mikið hjá ömmu sinni, og Bjarna Jóhann. Fósturdóttir Ragnhildar er Sal- óme Ósk Eggertsdóttir gift, Hjalta Guðmundssyni dómkirkju- presti, þau eiga tvær dætur, Ingi- björgu, sem stundar nám í hjúkr- unarfræðum við Háskólann, og Ragnhildi sem er í menntaskóla. Ragnhildur var mjög frændræk- in og ræktarsöm. Var heimili hennar að Sólvallagötu 51 ávallt opið ættmönnum og vinum og öllum tekið af hlýju og innileik. Áttu barnabörnin þar margar ánægju- og fræðslustundir hjá ömmu. Að Sólvallagötu 51 bjuggu foreldrar Ragnhildar eftir að þau fluttu til Reykjavíkur og unz þau létust. Er því viðbrugðið hversu vel Ragnhildur annaðist móður sína, sem var mikill sjúklingur og rúmliggjandi í tugi ára. Hún naut kærleiksríkrar hjúkrunar hennar, unz hún lézt í hárri elli og hafði þá aldrei á sjúkrahús farið. Fyrir 3 árum, á 100 ára ártíð séra Asgeirs Asgeirssonar, minnt- ist Ragnhildur þess með því að færa Hvammskirkju fagurlega gerða töflu, er á eru færð nöfn allra þeirra presta, er þjónað hafa í Hvammsprestakalli, auk þess myndarlega upphæð til viðhalds guðshúsinu. Þess er áður getið, að Ragnhild- ur fæddist í Hvammi í Dölum. Undirritaður átti einnig því láni að fagna að fæðast á þeim fagra stað. Eru því kynni mín við fjölskylduna orðin æði löng. Vil ég nú að leiðarlokum þakka þau kynni og vináttu, sem ég og fjölskylda mín höfum notið svo ríkulega. Við vottum Ragnhildi Pálu og Salóme Ósk og fjölskyldum þeirra og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúð. Ásgeir Ólafsson Hvammur í Dölum er einn af# fegurstu kirkjustöðum Islands og þar tvinnast saman fegurð lands- ins og bjartar minningar frá fornum tímum. Þar ber að sjálf- sögðu hæst minninguna um Áuði djúpúðgu, hina kristnu landnáms- konu. Minning hennar er tengd göfgi og góðvild og Ijóma stafar af nafni hennar á þann stað, sem hún kaus sér til búsetu. Síðan hafa ýmsir gert garðinn frægan í Hvammi í Dölum, pg þar ber hæst á þessari öld sr. Ásgeir Ásgeirsson prófast, sem þar þjón- aði í nærri 40 ár. Kona sr. Ásgeirs var Ragnhildur Ingibjörg Bjarna- dóttir. Þau hjón voru barnlaus, og ættleiddu bróðurdóttur frú Ragn- hildar, Ragnhildi Ingibjörgu Ás- geirsdóttur, sem í dag er kvödd af ástvinum sínum með söknuði og innilegri þökk fyrir samfylgdina. Ragnhildur Ásgeirsdóttir var fædd í Hvammi 16. júlí 1910, og voru foreldrar hennar hjónin Jón Bjarnason og Margrét María Páls- dóttir. Ragnhildur ólst upp í Hvammi hjá kjörforeldrum sín- um, sem voru henni eins og sannir foreldrar og var alla tíð ákaflega kært á milli þeirra og þegar þau prófastshjónin fluttu til Reykja- víkur 1944, komu þau á heimili dóttur sinnar og voru þau í skjóli hennar og Ófeigs J. Öfeigssonar læknis, eiginmanns hennar, upp frá því. Ragnhildur annaðist for- eldra sína af mikilli kostgæfni og kærleika, og eftir lát sr. Ásgeirs 1956 hvíldi öll umönnun um frú Ragnhildi á hennar herðum. Ragnhildur Ásgeirsdóttir annað- ist þá móður sína í veikindum hennar, þar til yfir lauk árið 1965, og held ég, að enginn hefði getað gert betur en hún gerði. Samband hennar við foreldra hennar og ást hennar og umhyggja í þeirra garð vakti athygli og aðdáun. Þannig voru tengslin við Hvamm sterk og traust 'og ekki rofnuðu þau við það, að frændi Ragnhildar, sr. Pétur T. Oddsson, tók við prestsskap af sr. Ásgeiri í Hvammi. Ragnhildi þótti vænt um Hvamm, enda margar bjartar og fagrar minningar í huga hennar frá liðnum dögum. Ragnhildur var falleg kona og bar sig vel og glæsiiega og mikla athygli hefur hún vakið í Dölum vestur, því að þar var hún stundum kölluð Hvammssólin. Á yngri árum sínum fór Ragn- hildur til Noregs og dvaldist þar um skeið. Var hún m.a. á heimili Frederiks Paasche prófessors í norrænum fræðum og konu hans og tengdust þau traustum vina- böndum. Marga aðra góða vini eignaðist Ragnhildur í Noregi og þar á meðal var Bjarni, bróðir sr. Ásgeirs, sem búsettur var þar og fjölskylda hans. Þótti Ragnhildi alla tíð mjög vænt um Noreg og norska menningu, bar virðingu fyrir Norðmönnum og dáðist að þessari bræðraþjóð. Leið hennar lá oft til Noregs og eitt sinn nutum við hjónin góðs af og áttum með þeim mæðgunum yndislega dvöl, sem aldrei gleymist, og seint verður fullþakkað fyrir. Ragnhildur var tvígift. Fyrri maður hennar var Sigurður öla- son hæstaréttarlögmaður, og er mér mikil ánægja að minnast góðrar vináttu foreldra minna við þau hjónin. Þá var oft komið á Sólvallagötu 51 á gleðistund og þá stóð ekki á því, að tekið væri lagið. Það voru stundir, sem Ragnhildur minntist oft á með gleði. Seinni maður Ragnhildar var Ófeigur J. ófeigsson læknir. Þau Ragnhildur og Ófeigur tóku í fóstur 7 ára gamla frænku Ragn- hildar, Salóme Ósk Eggertsdóttur, sem síðar varð eiginkona mín. Hjá þeim hjónum átti Salóme góðu að mæta og voru þau henni eins og bestu foreldrar. Allt vildu þau gera fyrir hana og láta henni líða eins vel hjá sér og hægt var. Salóme minnist líka fósturfor- eldra sinna beggja með innilegu þakklæti, kærleika þeirra og um- hyggju. En sérstaka kveðju flytur hún til Ragnhildar fósturmóður sinnar, sem var henni svo góð og reyndist henni svo vel og raunar okkur öllum. Hún var hlý og góð kona, sem öllum vildi vel og henni var mjög umhugað um að öllum liði vel, sem hún hafði bundið tryggð við. Hún mátti ekkert aumt sjá og vildi reyna að leysa vanda þeirra, sem hún vissi að áttu bágt eða leið illa. Salóme var lengi eina barnið á heimilinu, en svo fæddist litla systir, Ragnhildur Pála, dóttir Ragnhildar og Ófeigs. Henni var fagnað af heilum hug og Ragn- hildur bar dóttur sína á örmum sér og lagði sig alla fram um að búa henni hamingju og gleði í lífinu. Ég gleymi því aldrei, hve vel Ragnhildur tók mér, þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar. Ég var næstum eins og hennar eigin sonur. Og mikillar rausnar nutum við hjónin af hennar hendi, svo og dætur okkar, Ingibjörg og Ragn- hildur. Ragnhildur Ásgeirsdóttir var góð móðir og tengdamóðir, og hún var góð amma. Þess fengum við sannarlega að njóta, og það viljum við öll þakka nú, þegar hún hefur kvatt okkur. Við minnumst hennar með söknuði og minnumst svo margra gleðistunda með henni bæði á heimili hennar og í sumar- bústaðnum á Þingvöllum eða þeg- ar hún kom í heimsókn. Alltaf fylgdi henni hressandi andblær, kjarkur og dugnaður. Og enginn átti jafn mikla upp>örvun að veita og hún. Þess fengu margir að njóta. Síðari árin stundaði Ragnhildur kennslu, aðallega vélritun og skrift, en hún var listaskrifari og hafði numið skriftarkennslu í Minneapolis og gefið út kennslu- bók í skrift. Þá hélt hún líka námskeið í skrift og vélritun, sem voru vel sótt og vinsæl. Ragnhildur var einstaklega dugleg og kjarkmikil kona og gafst ekki upp, þótt á móti blési. Hennar einkunnarorð voru, að erfiðleikar væru til þess að sigrast á, en ekki að gefast upp fyrir þeim. Ragnhildur Pála, dóttir Ragn- hildar, er gift Vilhjálmi Egilssyni hagfræðingi og eiga þau tvö börn, Önnu Katrínu og Bjarna Jóhann, og voru þau litlu börnin sérstakir sólargeislar ömmu sinnar og veittu henni marga ánægjustund. Og nú þegar fjölskylda mín og ég kveðjum Ragnhildi Ásgeirs- dóttur, þökkum við henni fyrir alla góðvild hennar og rausn við okkur og allar björtu minningarn- ar frá liðnum dögum og blessum minningu góðrar og mikilhæfrar konu. Guð blessi hana um alla eilífð. Hjalti Guðmundsson í dag er borin til hinstu hvílu Ragnhildur Ásgeirsdóttir föður- systir mín. Mig langar í nokkrum fátæklegum orðum að minnast hennar og þakka samfylgdina. Ragnhildur var mjög frændræk- in og lagði mikla alúð við að halda saman skyldmenna og vinahópn- um. Ræktarsemi hennar var ein- stök, og mörg var hjálparhöndin er hún rétti. Varla hefur nokkur I hinum glaðværa hópi, sem sótti hana heim á sjötugs afmæli hennar síðastliðið sumar átt von á því, að þetta væri í hinsta sinni, sem glaðst væri með henni á góðri stund á hinu notalega og hlýja heimili hennar að Sólvallagötu 51. Var hún þá að ljúka löngum og gifturíkum starfsdegi og fram- undan voru kyrrlát ár ævikvölds- ins í návist dætranna og fjöl- skyldna þeirra, sem hún unni svo mjög. Ekkert okkar grunaði hve fár- sjúk hún þegar var orðin og að aðeins nokkrum mánuðum síðar myndi hinn banvæni sjúkdómur reiða til lokahöggsins. Hetjuleg var hennar hinsta og alla tíð vonlausa barátta, og lýsti það hinni stórbrotnu konu einkar vel, að aldrei var minnst á eigin líðan, en alltaf einhver örvunarorð til okkar.sem álengdar stóðum til þess að gera stríð hennar léttbær- ara. Ég var aðeins sextán ára, þegar ég kom til að dvelja á heimili hennar, ráðvilltur unglingur að stíga sín fyrstu spor meðal full- orðinna á framandi stað. Það er mikið lán og ómetanlegt að hafa fengið að vera samvistum við og mega njóta leiðsagnar þessarar gáfuðu og hjartahlýju konu, sem alltaf gaf sér tíma til að miðla öðrum af reynslu sinni og ráð- leggja. Ragnhildur bað alltaf um rök, vildi skilja hversvegna og talaði aldrei illa um eða dæmdi nokkurn mann. Andstæðingurinn var ekki óvinur heldur önnur mannleg vera, aðeins með aðrar skoðanir og annað gildismat. Glaðværðin var sterkur eðlislægur þáttur í skapgerð Ragnhildar. Átti hún einkar gott með að koma auga á hinar spaugsömu hliðar mannlífs- ins, og draga þær fram á sinn sérstaka góðlega hátt. Hvellandi hlátur hennar, glettið bros og hrífandi frásagnargleði gleymist seint þeim er nutu. Árin og áratugirnir liðu og alltaf var Sólvallagata 51 með fegurri reitum hugskots míns og alltaf var jafn gott að sækja frænku heim. Hversu mikils virði er ekki slík vinátta og hvernig má á slíkri stundu þakka hana? Verða ekki fátækleg orð lítils megnug? Kæru vinir, við úr Eyjum vott- um ykkur samúð okkar með ein- lægri ósk um að almáttugur Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Magnús Bjarnason Vorið er heillandi tími og góð- viðris vorkvöldin íslensku eru til- tekin fyrir fegurð. Það var á einu slíku kvöldi í vor að ég leit inn til systur minnar, Ragnhildar Ás- geirsdóttur kennara. Móttakan var sem alltaf áður, bros og glaðlegt yfirbragð. En henni tókst ekki að leyna að eitthvað var að, hún virtist örþreytt, veikindi vildi hún lítið viðurkenna. Varðandi það að taka sér hvíld, sagði hún að hvíld myndi hún fá, bara ekki strax, hún þyrfti fyrst að ljúka störfum sínum. Fáum dögum síðar kom ég aftur til hennar, afturför- in var greinileg, ég vildi ná í lækni en hún neitaði. Hún vildi ekki láta leggja sig á sjúkrahús fyrr en hún hefði afgreitt að fullu sín kenn- arastörf. Því er þetta nefnt, að þessi lokaþáttur kennslustarfsins hjá Ragnhildi var einkennandi fyrir þá ábyrgðartilfinningu og skyldu- rækni, sem var svo ríkur þáttur í lífi hennar. Má vera að hún hafi vitað að hverju dró, og þótt maðurinn með ljáinn væri í dyrunum, skyldi hann bíða meðan lokið væri við skyldustörfin. Það álit hennar var líka rétt að vinnudeginum var lokið þá er læknir var til kvaddur, því aðgerð varð ekki frestað. Á sjúkrabeðinum tók hún ávallt á móti ættingjum og vinum með hlýju brosi og þægilegum viðræð- um. Vanlíðan viðurkenndi hún ekki. Allir vita þó að slík veikindi eru ekki borin þrautalaust, en Ragnhildur hefur ekki viljað íþyngja aðstandendum með áhyggjum af sinni líðan. Þarna kom fram einn ríkur eðlisþáttur hennar, það að henni var fjarstætt að varpa sínum byrðum á annarra herðar. Hún bar sínar byrðar sjálf en var ávallt reiðubúin að létta undir með öðrum. Af þeim ástæð- um og þar sem henni var einka- nlega lagið að vinna trúnað fólks, þá urðu margir til að ræða við hana um sín áhugamál og einnig vandamál. Reyndist hún bæði ráð- holl og hjálpsöm. Það kom snemma fram að Ragnhildur hafði ríka samúð með þeim, sem minna máttu sín eða áttu í erfiðleikum. Faðir hennar, séra Ásgeir Ásgeirsson, prófastur í Hvammi í Dölum, þjónaði um hríð í Stykkishólmi þá er hún var barn. Einn daginn kom Ragnhild- ur litla inn til foreldra sinna með unga ókunna stúlku, sagði að stúlkan ætti bágt og hún yrði að fá að eiga hér heima. Það var rétt, að stúlkan var hjálparþurfi, og fékk Ragnhildur því framgengt, að prestshjónin tóku hana að sér, og hefur hún síðan verið sem ein af fjölskyldunni. Þessi eðlisþáttur Ragnhildar, að vilja hjálpa öllum, naut sín vel í kennslustörfunum. Kennslan lék í höndum hennar, því ásamt skipu- lagðri og skilmerkilegri kennslu var hún sérlega lagin að framkalla vinnuvilja og vinnugleði nemenda. Ragnhildur var ættfróð og ætt- rækin. Hún var góð dóttir, sambúð hennar og foreldra hennar var ástrík og góð, og dvöldu þau á heimili hennar til síðustu stundar. Ragnhildur var einnig umhyggju- söm og einstaklega góð móðir og amma. Dæturnar báðar hafa misst mikið og þá ekki síður barnabörnin, sem hún þráði að vefja kærleika sínum. í dag fylgj- um við Ragnhildi síðasta spölinn, og þótt mikils sé að sakna, er þó ríkara í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að systur. Magnús í dag verður Ragnhildur Ás- geirsdóttir borin til grafar, en hún lést 22. júlí á sjúkrahúsi hér í borg. Ragnhildur var fædd 16. júlí 1910 í Hvammi í Dölum. Þar ólst hún upp hjá kjörforeldrum sínum, séra Ásgeiri Ásgeirssyni og Ragn- hildi Bjarnadóttur, föðursystur sinni. Hún nam við Kvennaskól- ann í Reykjavík, síðar einnig í Noregi og Bandaríkjunum. Auk húsmóðurstarfa stundaði Ragn- hildur kennslu um langt skeið. Ragnhildur lætur eftir sig dótt- ur, Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur, gifta Vilhjálmi Egilssyni. Þau eiga tvö börn. Fósturdóttir Ragn- hildar er Salóme Ósk Eggertsdótt- ir. Maður hennar er Hjalti Guð- mundsson og eiga þau tvær dætur. Einnig dvaldist hjá Ragnhildi um margra ára skeið Kristjana Bene- diktsdóttir, sem gift og búsett er í Bandaríkjunum. Ragnhildur var falleg kona, hlý í viðmóti, ákaflega jafnlynd og glaðsinna. Hún var ung í anda og víðsýn. Af alúð og krafti vann hún á meðan heilsa leyfði, og lífsstarf hennar var mikið. Um árabil stóð hún fyrir miklu rausnarheimili. Þangað var ávallt gott að koma. Kynni okkar Ragnhildar voru ekki löng. En með okkur tókst góð vinátta, og til hennar leitaði ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.