Morgunblaðið - 28.07.1981, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
45
sig vel og ekki sé ég að
vöruverð sé þar hærra en
almennt tíðkast — en er það
ekki hálf kjánalegt að þurfa að
fara í annað sveitarfélag til að
verzla þegar allt er fullt a
búðum hér í borginni. Væri
ekki rétt að gefa verzlunina
frjálsa?
Viðskiptavinur
Mesti fyrirburi hér á landi -
en hvergi á það minnst
Kæri Velvakandi.
Oft er hér á landi gert mikið úr
því sem skeður úti í hinum stóra
heimi, en of sjaldan litið nær og
gáð að því sem er að gerast hér á
landi. I Morgunblaðinu 8. júlí
síðastliðinn var birt smá klausa
með fæðingu fyrirbura í Ameríku.
Þessi fyrirburi á sjálfsagt heims-
metið í dag, og er það heimsmet
nýslegið. Hinn 14. október kom í
heiminn 753 gr. stúlkubarn á
Landspítalanum hér í Reykjavík.
Það hefur aldrei verið minnst á
þessa stúlku í fjölmiðlum hér á
landi. Hún lifir og er alveg
heilbrigð. Meira en það — hún er
mesti fyrirburi sem lifað hefur
hér á landi. Hún kom þremur og
hálfum mánuði fyrir tímann og
þurfti ekki súrefnisvél og er það
mjög sjaldgæft — aðeins lág-
marks súrefni og aðstoð þegar hún
hvíldi sín veikbyggðu lungu. A.B.
Þessir hringdu . . .
Höfundurinn er
Sigurður Breiðf jörð
Gunnlaugur Ingólfsson hringdi
útaf vísunni sem birtist í Velvak-
anda 23. júli og 5151-9213 leitaði
höfundar á, og upplýsti að visan
væri upphaf á söguljóði i 6
erindum sem Sigurður Breiðf jörð
hefði ort og héti Ijóðið „Úthýs-
ing“. Sagði hann að ljóðið mætti
finna i Ljóðasafni Sigurðar
Breiðfjörðs I sem út kom i
Reykjavik 1951.
Sigurður Breiðf jörð
Eigirðu kost á
ilmgresi
R.L. hringdi til að koma fram
leiðréttingu á vísu sem farið var-
með í útvarpi núna fyrir helgina.
„Vísa þessi er eftir Ólínu Andrés-
dóttur og er þannig:
Eigiröu kost á ilmgresi
úr andans nægta hlöðu.
Illt er að hlanda útheyi
innanum slíka töðu.
Þegar farið var með vísuna í
útvarpinu var fyrsta ljóðlínan
hins vegar: „Eigirðu kost á ilm-
heyi“. Mér fannst það eyðileggja
vísuna alveg að fara svona með
hana — og það held ég að öllum
hljóti að finnast sem hafa brag-
eyra. Þess vegna langaði mig til að
koma þessari leiðréttingu á fram-
færi,“ sagði R.L.
Bjórinn til íslands
Örn Ásmundsson hringdi og
sagði að sér fyndist meira en
kominn tími til að íslendingar
fengju drykkjarhæfan bjór. „Það
er til skammar hversu ráðamenn
þjóðarinnar ganga langt í því að
ráðskast með fólk í þessu efni —
hér er fullorðnu fólki bannað að
hafa bjór um hönd rétt eins og um
smákrakka væri að ræða. Að mínu
áliti er kominn tími til að endur-
skoða þessi mál og fara að vilja
þjóðarinnar í þessu efni en láta
ekki fámenna klíku fara þar með
alræðisvald."
grunnskólann — byrja fyrr á
haustin og hætta seinna á
vorin — án þess, að því er
virðist, að nemendur sem
koma út úr þessum lang skóla
séu betur undirbúnir undir
menntaskólanám en áður.
Eg held að uppbygging
skólakerfisins í anda
„geymslustefnunnar" sé ægi-
leg mistök og með þessu sé
stefnt að því að gera skólann
að mannskemmandi stofnun.
Þetta eru líka dýr mistök —
því skólar eru dýrir í rekstri,
þó ríkið borgi. I skólakerfinu
ætti að miða allt að því að
spara tíma, rétt eins og í
hverri annari vinnu, — þar
ætti að afkasta sem mestu og
skapa jákvæðan vinnuanda
meðal nemenda. Þannig gæti
skólinn öðlast sína fyrri reisn
á ný — ef þeir sem að
menntakerfinu standa hefðu
ráðdeild til að standa í vegi
fyrir því að það sé gert að
„geymslukerfi" gæti þetta orð-
ið.
Þrátt fyrir dýrt skólakerfi
hafa nemendur síður en svo
meira gagn af skólavistinni en
þegar minna var til kostað.
Inn í skólakerfið fer ungt og
oft á tíðum stórgáfað fólk en
út koma sköllóttir kerfiskall-
ar, sem hugsa um það eitt að
raða sér á jötu, framtakslitlir
og lífsþreyttir.
Nemandi
Reykhólasveit:
Mikil umferð ferðamanna
Mióhúsum 27. júli.
Nú fer senn feröamannaumferð'
að ná hámarki og eins og kunn-
ugt er þá hætti Gestur hf. við
rekstur hótels Bjarkarlundar i
fyrra. Leiiíði félagið hótelið
Ferðaskrifstofu rikisins og er
það nú rekið sem Edduhótel.
Með miklum myndarbrag ann-
ast það nú þau hjónin Hafdís
Ólafsdóttir og Jón Stefán Karls-
son frá Laugum í Þingeyjasýslu. Á
það má minna, að vestfirskir
þingmenn stefna framtíð Bjark-
arlundar í tvísýnu með því að
hafna bezta valkosti okkar í vega-
gerð, þ.e. Kollafjarðarheiði. Það er
nú mikið ágreiningsmál hér.
Í gær setti prófastur okkar, séra
Þórarinn Þór á Patreksfirði, séra
Valdimar Hreiðarsson inn í emb-
ætti við messu á Reykhólum. Séra
Valdimar var kosinn lögmætri
kosningu. en prestakall hans nær
yfir Garpsdalskirkju, Reykhóla-
kirkju, Gufudalskirkju, Múla-
kirkju og Flateyjarkirkju. Séra
Þórarinn Þór var prestur okkar
hér í yfir 20 ár og um leið og við
fögnum kosningu hins unga prests
þökkum við sr. Þórarni Þór þjón-
ustu hans hér. Sveinn
Illjomsveitin „SmalItown“ frá Danmörku. sem hyggst leika blústón-
list fyrir íslendinga næsta mánuðinn. Sveinbjörn Sváfnisson er
fremstur t.v. og hinir hljómsveitarmeðlimirnir heita Fesser, Finn.
Hjalmar, Jakob og Torben.
Smábæjarblús á íslandi
HÉR Á landi er nú stödd hljóm-
sveitin „Smalltown" frá Kaup-
mannahöfn. Er einn meðlimur
hljómsveitarinnar íslendingur,
Sveinbjörn Sváfnisson. en hinir
Danir.
Hyggjast þeir félagar dveljast á
Islandi til ágústloka og leika fyrir
landann að því er þeir sögðu blm.
sem spjallaði við þá á heimili
Óskars Björgvinssonar i byrjun
vikunnar. Hljómsveitarmeðlimir
kváðu blústónlist eiga hug sinn og
hjörtu, þó að þeir sinni einnig
öðrum tónlistarstefnum og er stíll
þeirra í aðalatriðum mótaður eftir
enskri og bandarískri „Rythm’n
Blues“ tónlist. Að undanförnu
hefur hljómsveitin leikið á ýmsum
vinsælum dans- og djassstöðum í
Kaupmannahöfn, m.a. „Vognport-
en“, í „Húsinu", sem flestir Kaup-
mannahafnarfarar kannast við og
byggja þeir nú gott til þess að
leika fyrir Islendinga. Hljómsveit-
in Smalltown skipa: Sveinbjörn
Sváfnisson, sem áður gat og leikur
hann á bassa, Fesser og Finn, sem
báðir leika á gítar, Hjalmar,
trommuleikari, Jakob, munnharpa
og Torben, söngvari.
Kamarorghestar
leika í Iðnó
HLJÓMSVEITIN Kamarorghest-
ar. sem skipuð er íslendingum.
sem búsettir hafa verið i Kaup-
mannahöfn undanfarin ár. lék
fyrir fullu húsi i Iðnó sl. fimmtu-
dags- og föstudagskvöld.
Kamarorghestarnir hafa starf-
að á danskri grund um allnokkurt
skeið við þó nokkrar vinsældir, en
þetta er í fyrsta sinn sem löndum
þeirra hér heima gefst kostur á að
sjá þá og heyra. Sviðsframkoma
Kamarorghestanna er með líflegri
uppákomum og á meðfylgjandi
mynd eru það söngvarar hljóm-
sveitarinnar, Lísa Páls og Kristj-
án Pétur, sem stíga dansinn, en á
bak við þau sést gítarleikarinn,
Björgúlfur Egilsson.
Kamarorghestarnir munu hafa
í hyggju að dveljast hér á landi
um einhvern tíma og ferðast um
landsbyggðina. Þá mun vera
væntanleg skífa frá hljómsveit-
inni og ber hún nafnið „Bísar í
banastuði".
Söngvarar Kamarorghesta. Lísa
og Kristján Pétur, fá sér snúning
á sviðinu í Iðnó. Lengst t.v. er
gítarleikarinn, Björgúlfur Egils-
son.