Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 47 Þeir félagar, Magnús Árnason og Birgir Þór Bragason, sem er formaður Bifrciðaiþróttaklúbbsins. „Ljómarallý 81 Alþjóða rallýkeppni í næsta mánuði ALÞJÓÐA rallýkeppni fer fram dagana 19. til 23. ágúst næstkomandi. Blm. Mbl. hafði samhand við Birgi Þór Braga- son, sem er formaður Bifreiða- íþróttaklúbbsins og Magnús Arnason, sem sögðu þetta vera annað skipti sem slík keppni væri haldin hérlendis. Gert er ráð fyrir að fimm bílar komi erlendis frá og þá frá Ítalíu, Noregi og e.t.v. frá Sví- þjóð. Það verða líklegast um 12 bílar héðan, sögðu þeir félagar. Þeir sem standa fyrir keppninni eru Bifreiðaíþróttaklúbburinn og Smjörlíkisgerðin, enda ber rallýið nafnið „Ljómarallý 81“. Næturstopp í rallýinu verður á Sauðárkróki, á Húsavík og í Reykjavík. Kostnaðurinn við rallýið í fyrra nam sem svarar 70.000 og er óvíst hver hann verður nú. Yfirlýsing þjóðleikhússráðs: Ber fyllsta traust tO hljóðmeistarans Hinn 19. júni sl. barst þjóðleik- húsráði bréf frá Sigurði Eggerts- syni, hljóðmeistara, þar sem hann óskar eftir „leiðréttingu“ á sam- þykkt ráðsins frá 18. júni 1981, þ.e. þeim hluta samþykktarinnar þar sem segir: „Til að eyða tor- tryggni hefur orðið fullt sam- komulag um að fjarlægja hljóð- nema þann, sem nýlega var tengd- ur segulbandi i skrifstofu þjóð- leikhússtjóra og annan, hljóð- nema á Litla sviðinu, sem tengdur hefur verið tækjum i herbergi hljóðmanns, þannig að engin sam- töl verður framvegis hægt að taka upp án vitundar hlutaðeigandi aðila.“ Ástæðan fyrir því, að getið var um hljóðnema á Litla sviðinu eru Nýja bíó frum- sýnir myndina „Upprisa“ f DAG frumsýnir Nýja bió myndina „Upprisa“ en leikstjóri er Daniel Petrie. Tónlist er eftir Maurice Jarre. Meða aðalhlutverk fara Ell- en Burstyn, Sam Shcpard, Richard Fransworth, Roberts Blossom og Clifford David. Edna McCauley sem á heima í Los Angelcs kemur manni sínum á óvart með því að gefa honum nýjan bíl í afmælissöf, en þegar þau eru í fyrstu bílferðinni verða þau fyrir slysi svo eiginmaðurinn býður bana en Edna slasast. Edna verður fyrir reynslu meðan hún er rænulaus sem margir skýra frá þegar þeir telja sig vera komnir yfir „landamærin". Síð- an vaknar Edna en er lömuð ... eftirfarandi ummæli í greinargerð Kristins Daníelssonar frá 15. júní 1981 þar sem segir: „Mér er kunn- ugt um að með lítilli fyrirhöfn er hægt að tengja mikrófóna á Litla sviðinu við upptökutæki í hljóð- stjórn, vegna leiksýninga þar.“ Hinn 22. júní sl. barst þjóðleik- húsráði greinargerð frá Sigurði Eggertssyni, svohljóðandi: „Tvær línur liggja frá klefa hljóðmanns niður í Þjóðleikhúskjallara (Litla leiksviðið). Við þær er hægt að tengja hljóðnema þegar upptökur eiga að fara fram. Að staðaldri eru hljóðnemar þessir geymdir í klefa hljóðmanns. Allar frumsýningar Litla leiksviðsins eru teknar upp til varðveizlu. Þá eru hljóðnemar þessir tengdir sama dag og frum- sýning fer fram og teknir niður að lokinni upptöku. Þó getur komið fyrir að hljóðnemar þessir séu tengdir daginn áður, á aðalæfingu, til að stilla styrk upptökuunnar, og eru þá ekki teknir niður fyrr en eftir frumsýningu." Þessi greinar- gerð Sigurðar er staðfest af Þorláki Þórðarsyni leiksviðsstjóra. Á fundi þjóðleikhúsráðs 24. júlí 1981 var gerð eftirfarandi sam- þykkt: „Að gefnu tilefni tekur þjóðleikhúsráð fram að í samþykkt þjóðleikhúsráðs hinn 18. júní sl. fólst að sjálfsögðu engin ásökun í garð Sigurðar Eggertssonar, sem ráðið ber fyllsta traust til.“ Á sama fundi var samþykkt að senda ritstjóra Vísis svohljóðandi bréf: „í forystugrein og grein Svart- höfða í blaði yðar 22. júní sl. er leitt að því getum að úrsögn Þórhalls Sigurðssonar úr þjóðleikhúsráði stafi af flokkspólitískum sjónar- miðum hans, sem ekki hafi náð fram að ganga í leikhúsrekstrinum. Þjóðleikhúsráð harmar slík skrif og tekur fram, að aldrei hafi verið hægt að draga störf Þórhalls í þjóðleikhúsráði í pólitískan dilk. Þar hefur hann starfað af stakri samvizkusemi og trúnaði við leik- húsið og ráðið notið góðs af mikilli þekkingu hans á málefnum leik- hússins." Á fundi þjóðleikhúsráðs, þar sem þessar samþykktir voru gerðar sátu, auk formanns, Gylfi Þ. Gísla- son, Margrét Guðmundsdóttir og Þuríður Pálsdóttir. f.h. þjóðleikhúsráðs Haraldur Olafsson form. Húsmæðrafélag Reykjavikur: Hvetur neytendur til að draga úr mjólkurkaupum HÚSMÆÐRAFÉLAGIÐ átelur harðlega forráðamenn Mjólkur- samsölunnar fyrir að setja á mark- aðinn ónýta vöru, sem engan veg- inn er hæf til neyslu. Húsmæðrafé- lagið hvetur neytendur til þess að vera vel á verði hvað varðar gæði mjólkur og draga úr innkaupum mjólkur meðan þetta ástand rikir, segir í yfirlýsingu frá Húsmæðra- félagi Reykjavikur sem barst Mbl. í gær. Félagið lýsir stuðningi við fram- komnar yfirlýsingar Neytendasam- takanna varðandi það ófremdar- ástand, sem ríkt hefur í mjólkur- málum hér á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Einnig er Grænmet- isverslun landbúnaðarins átalin í yfirlýsingunni fyrir að senda á markað kartöflur, sem vart geti talist mannamatur. „Félagið lýsir undrun sinni á því að ár eftir ár skuli Grænmetisverslunin komast upp með að bjóða vöru, sem meira og minna er skemmd. Félagið beinir þeirri áskorun til neytenda að skila til baka skemmdum vörum, en láta þær ekki hafna í ruslatunnunni. Þá bendir Húsmæðrafélagið neytend- um á, að í stað óætrar vöru er rétt að beina innkaupum sínum að ýmis konar gæðavöru, sem unnt er að fá í öllum verslunum og nota má í stað kartaflna." Sigurjón Pétursson um afgreiðslutima verslana: Ef reglugerðin stenst ekki lög, verður henni breytt „Verslunarráð skrifaði borg- arráði bréf og lýsti þar þeirri skoðun sinni að takmarkanir á afgreiðslutima sölubúða á laug- ardögum væri óheimil. Við feng- um borgarlögmann til að gefa umsögn um bréfið og komst hann að þeirri niðurstöðu að hæpin heimild væri fyrir lokun á laug- ardögum og iagði til að reglu- gerðin yrði tekin til endurskoð- unar í borgarstjórn,“ sagði Sig- urjón Pétursson forseti borgar- stjórnar í samtali við Morgun- blaðið. „Það er enginn vafi í mínum huga um það, að ef reglugerðin stenst ekki lög, þá verður henni breytt," sagði Sigurjón. Spurningu Morgunblaðsins um hvort til álita kæmi að gera afgreiðslutímann frjálsan, þannig að verslunar- menn og kaupmenn myndu semja um tíma þennan sín á milli, svaraði Sigurjón þannig: “Slík tillaga kom upp í borgarstjórn þegar þetta var afgreitt síðast en hún fékk ekki nægan stuðning og greiddi ég m.a. atkvæði á móti þeirri tillögu. Þetta er í sjálfu sér ekki neitt slagsmálamál í mínum huga, með þeim hætti að ég hafi grundvallaða skoðun á því hversu lengi sölubúðir eiga að vera opnar. Hins vegar minnist ég þess að það var mikið kvartað um takmörkun- arleysi á afgreiðslutíma sölubúða þegar ég kom í borgarstjórn Reykjavíkur 1970, enda voru þá allar búðir yfir höfuð opnar til klukkan hálf tólf á kvöldin. En ég á alveg eins von á að tillaga um frjálsan afgreiðslutíma komi fram þegar reglugerðin verður tekin til endurskoðunar í borgarstjórn, þó ég sé ekki tilbúinn til þess nú að úttala mig um hvaða afstöðu ég kem til með að taka til hennar, komi hún fram,“ sagði Sigurjón. Sigurjón sagði að ekki væri líklegt að endurskoðun reglugerð- arinnar færi fram fyrr en eftir að sumarleyfi borgarstjórnar lýkur og hún kemur saman til reglu- legra funda á nýjan leik. Ekki sagði Sigurjón ástæðu til að halda aukafund í borgarstjórn af þessu tilefni. Allir vilja vatns- þétt þök f Kynntu þér úrvalið af Aquaseal þakpappa. Mismunandi teg- undir fyrir mismunandi að- stæður. Auk þess sérstök Aquaseal efni fyrir sprungu- og holufyllingar og gliúpa fleti. HQUHSEHL Rétt ráð gegn raka OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.