Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 8

Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Yfirmaður upplýsinga- deildar Evrópuráðsins um umhverfismál, Hayo H. Hoekstra, dvaldi hér á landi í vikutíma á vegum Náttúruverndarráðs. Ferðaðist hann um landið í fylgd með forvígis- mönnum Náttúruvernd- arráðs og kynnti sér stað- hætti. Blm. Mbl. hitti Hoekstra að máli á Hótel Loftleiðum á laugardag- inn, síðasta daginn sem hann dvaldi hér á landi, ásamt Árna Reynissyni og Eyþóri Einarssyni, for- manni Náttúruverndar- ráðs. Hoekstra er Hol- lendingur að þjóðerni en starfar í aðalstöðvum Evrópuráðsins í Stras- bourg auk þess sem hann ferðast mikið um Evrópu og kynnir sér ástand náttúruverndarmála með hinum ýmsu þjóðum. Það var því athyglisvert að heyra hvað maður, sem er öllum hnútum jafn vel kunnugur þegar náttúru- vernd er annars vegar og Hayo H. Hoekstra, hafði að segja um ástand þess- ara mála hér á landi, eftir að hafa kynnt sér þau nokkuð. F.v. Árni Reynisson, fyrrv. framkvæmdastjóri Náttúruverndar- ráðs, Hayo II. Iloekstra og Eyþór Einarsson, formaður Náttúru- vcrndarráðs. (LjóHm. Mbl. Ól.K.M.) „Misbjóðið ekki landinu - þá hætta ferðamenn að koma“ Rætt við Hayo H. Hoekstra, yfirmann upp- lýsingadeildar Evrópuráðsins um um- hverfismál, sem telur m.a. að Mývatns- svæðið þoli vart meiri ágang en orðið er Var rætt um landvernd í tengslum við iðnað og vaxandi ferðamannastraum og um þau mál sagði Hoekstra: „Iðnaður er nauðsyn í nútima þjóðfélagi. Þó að ég persónulega sé ekki hrifinn af honum, þá geri ég mér fulla grein fyrir því að þið þurfið á iðnaði að halda. Aðalatriðið er að hugsa áður en hlutirnir eru framkvæmdir. Hafa verður sér- fræðinga með í ráðum við allar meiriháttar ákvarðanir, staða- val o.s.frv. Þið hér á íslandi megið ekki gera sömu mistökin og gerð hafa verið um alla Evrópu. Þið verðið að ráðgast við vísindamenn sem hafa raunhæfa þekkingu á aðstæðum áður en þið ákveðið framkvæmdir. Hvað ferðamannastraum varðar þá er þar á ferðinni ein tegund iðnaðar, sem getur verið afar mikilvæg tekjulind. íslend- ingar þurfa aðeins að tryggja, að það, sem þeir vilja sýna ferða- mönnunum, þoli álagið sem ferðamannastraumur hefur óhjákvæmilega í för með sér og það ætti að vera hægt með góðri skipulagningu. Austurríkismenn eru öðrum löndum góð fyrir- mynd í þessu sambandi," sagði Hoekstra. „Þeir hafa reiknað út, á skipulegan hátt, nákvæmlega hversu mikið álag af manna völdum hvert svæði í landinu þolir og haga síðan ferðamanna- iðnaði sínum í samræmi við það. Það mætti kalla þetta „burðar- þol“ landsins og ef ég ætti að nefna dæmi um stað sem ég hef komið á hér á landi og virst þetta „burðarþoI“ vera að bresta, þá gæti ég nefnt Mývatn og nágrenni. Áður en ég kom til íslands stóð Mývatn mér alltaf fyrir hugskotssjónum sem eitt- hvað stórkostlegt, staður í ver- öldinni sem ætti sér engan líka, hvað snerti náttúrufegurð og dýralíf og gerir reyndar enn. En mér brá í brún við komuna þangað. þvi allt svæðið er farið að sýna þess merki að það verði fyrir ágangi i alltof rikum mæli. Þarna eru góðar sam- göngur og auðvelt að komast að og með sama áframhaldi mun fólk innan nokkurra ára ekki hafa eftir neinu að slægjast á þessum slóðum. Það er ein ástæðan fyrir þvi að ekki má láta ferðamannastraum ofbjóða landinu. að ef svo er gert koma ferðamennirnir ekki aftur. Enginn hefur ánægju af að fara um eyðilagt land. Islendingar verða að taka þessi mál föstum tökum og skipuleggja þau. Hvert á að fara með ferðamennina, hvað á að sýna þeim, og síðast en ekki síst, hvernig á að vernda viðkvæma staði. Hið viðkvæma votlendi er í mikilli hættu og einnig fjalla- svæði. Ef fólk er ekki því betur að sér í umgengni við náttúruna hljóta að verða spjöll af eftir- litslausum ferðalögum um þessi svæði. í Hollandi er mikið af vötnum og sefið, sem vex við bakkana hefur hingað til verið lífríkinu mikil vörn. En á síðustu árum hefur orðið breyting á, því að allir vilja ferðast um vötnin á bátum og fara í land, sem þýðir það að sefið er að hverfa og með því lífríkið sem það verndaði. Við spyrjum okkur í dag hvað við hefðum getað gert til varnar en það er e.t.v. orðið of seint. Á íslandi er ennþá hægt að ein- beita sér að fyrirbyggjandi starfi og það verður vonandi gert, þannig að þið standið ekki einn daginn í okkar sporum, heldur lærið af mistökum okkar. Náttúruverndarmál eru í víðara samhengi spurning um afkomu mannkynsins. En ég held að þau vandamál, sem þið eigið við að etja á þessum sviðum, séu yfirstígan- leg, ef tekist er á við þau af hugviti," sagði Hoekstra. „Án þess að vilja móðga gestgjafa mína langar mig að minnast á eitt, sem mér, sem útlendingi er dáir óspilltar vídd- ir ísienskrar náttúru, þótti lítill fegurðarauki að og það er hita- veituleiðslan, sem blasir við þeg- ar komið er til Akureyrar úr lofti." Hoekstra kvaðst hafa séð, sér til mikillar gleði á ferðum sínum um landið þessa viku, að íslend- ingum væri mjög annt um minj- ar. Hann kvaðst vona að þessi heimsókn yrði til þess að styrkja böndin við vestasta ríkið í Evr- ópuráðinu, og sagðist hafa séð hér hluti, sem hefðu haft mikil áhrif á sig. T.d. lífið við strendur og vatnsbakka. En nú er hafinn undirbúningur að ári, helguðu þeim svæðum þar sem land mætir sjó og vatni. Verður það árið 1983 og sér Náttúruvernd- arráð um undirbúninginn hér á landi, í samvinnu við Landvernd, að sögn Eyþórs Einarssonar. Sagði Eyþór að m.a. hefði verið lögð áhersla á að sýna Hoekstra strandlengjur því að hann þekkti vel til þess vanda sem hlytist af uppfyllingu, sem ógnar lífinu á ströndinni. „Fjaran, vatnsbakkinn og ár- bakkinn eru með eftirtektar- verðustu náttúruverndarsvæð- um,“ sagði Eyjólfur. „Upplýs- ingastofnun Evrópuráðsins um náttúruverndarmál, sem Hoekstra veitir forstöðu, sér um að skipuleggja verndunaraðgerð- ir á svæðum sem talið er að séu í hættu, og tengsl við hana koma sér vel. Hoekstra ætti einnig að stuðla að því að þeim hjá Evrópuráði verði betur kunnugt um það hvað við hér á landi getum lagt af mörkum til þessa samstarfs. Blm. spurði Hoekstra um við- horf hans til hvalverndunar- mála, sem nú eru mjög í brenni- depli og var svar hans á þá lund að varast bæri allar öfgar. „Ekki útrýma stofnum og ekki friða í blindni, heldur hafa samvinnu við vísindamenn um raunhæfar lausnir. „Annars er saga hvals- ins bæði skammarleg og sorgleg" bætti hann við. „Við virðumst staðráðnir í að útrýma hópi dýra, sem við vitum nær ekkert um. Veiðarnar hafa líka breyst frá því að vera einvígi mannsins við náttúruna, þó að þannig sé því reyndar enn háttað með Eskimóum, sem mér finnst að ættu að fá að halda sínum veiðum áfram, vegna þess að þær eru þeim tilverugrundvöll- ur, yfir í skipulegan stóriðnað á úthöfum. Við höfum engan rétt til að fara svona að.“ „Ég fer héðan ríkari en ég kom,“ sagði Hoekstra að lokum. „ísland er stórkostlegt land og Islendingar virðast vera vel í stakk búnir til að vernda það og halda því óspilltu. Mér er sú ósk efst í huga eftir dvölina hér, að stjórnmálamenn- irnir ykkar haldi áfram að ráðfæra sig við vísindamennina og aðra hópa, sem starfa að náttúruverndarmálum. Þá ætti ekki að vera ástæða til að kvíða framtíðinni." HHS „Sáum hesta og kindur á beit og kýr í haga“ „Þetta er I sjöunda sinn sem ég heimsæki ísland, en ég kom i fyrsta sinn árið 1947 og var þá viðstaddur Snorrahátíð,“ sagði Islandsvinurinn Ludvig Jerdal er Mbl. raddi við hann fyrir stuttu. en þá var hann staddur hér á landi. Ludvig Jerdal er norskur að uppruna og hefur starfað við blaðamennsku þar I landi frá því árið 1933. Nú starfar hann við „Dagen“ í Bergen og sagðist einkum skrifa um menningar- og bæj- armál almennt. Jerdal er mikill áhugamaður um málhreinsun og taiar það sem kallað hefur verð „gammel- norsk". Það mál er líkara nor- rænu en sú norska sem almennt er töluð í dag, enda gætir áhrifa frá dönsku þar mikið, að sögn Jerdal. Auk blaðamennskunnar er Jerdal formaður í félaginu Vest- mannalaget, en það félag var Rætt við Ludvig Jerdal, norskan blaðamann og áhugamann um varðveislu nor- rænnar tungu stofnað árið 1868 og hefur það markmið að varðveita norsku af norrænum uppruna. „Frá byrjun hefur þetta félag haft nána samvinnu bæði við Færeyjar og Island og get ég nefnt sem dæmi að fimm árum eftir stofnun félagsins, eða árið 1873, voru um 30 íslendingar í Bergen orðnir félagsmenn í Vestmannalaget. Meðal þeirra voru Matthías Jochumsson og Steingrímur Thorsteinsson. Þorsteinn Víglundsson er fyrsti íslendingurinn, sem skipaður hefur verið heiðursfé- lagi í Vestmannalaget, en nú hefur verið ákveðið að bæta öðrum við, því að ég hef nýlega útnefnt séra Eirík Eiríksson á Þingvöllum heiðursfélaga í Vest- mannalaget. Til samanburðar má geta þess að í Danmörku er aðeins einn heiðursfélagi, en það er Jörgen Bukdahl, sem á sínum tíma var einn af þeim sem börðust fyrir því að fá handritin heim til Islands. Kemur aftur við fyrsta tækifæri „Ég er búinn að ferðast mikið um landið á þessum þremur vikum sem ég hef dvalið á íslandi í þetta sinn,“ sagði Jer- dal. „Með mér í ferðinni er konan mín, sem er hér í annað sinn og dætur mínar tvær, en „Ég fæ aldrei lelð á íslandi.“ Ludvig Jerdal formaður í Vest- mannalaget í Noregi. I.jnsm Mbl. Emilia. þær hafa aldrei komið til íslands áður. Auk þess sem við ferðuðumst um Norðurland og heimsóttum gamla sögustaði á Suðurlandi fórum við til Vestmannaeyja. Þangað hef ég komið bæði fyrir gosið og svo tvisvar sinnum eftir það, fyrst þremur mánuðum eftir gosið og síðan ári eftir gos. Mér finnst alveg stórkostlegt að sjá hve Vestmannaeyingum hef- ur tekist að byggja mikið upp á svo stuttum tíma. Slíkt gerir ekki nema duglegt fólk. Tveir góðir vinir mínir á Islandi, þeir Daníel G. Einarsson og séra Eiríkur Eiríksson, hafa ferðast með mér um landið, en fararstjóri í Vestmannaeyja- ferðinni var Þorsteinn Víg- lundsson. Á ég þeim öllum góðar þakkir fyrir frábærar móttökur. Auk þeirra á ég marga góða vini á Islandi, en þeim hef ég kynnst í gegnum Ungmennafélag ís- lands.“ Jerdal sagðist mjög ánægður með þessa íslandsheimsókn sína og kvaðst ákveðinn í að koma aftur við fyrsta tækifæri. „Þetta er búin að vera yndisleg ferð og við höfum verið mjög heppin með veður. Við erum búin að ferðast þó nokkuð um hálendið og sjá allt mögulegt. Við erum búin að skoða jökla, fjöll, vötn og ár. Auk þess sáum við hesta og kindur á beit, kýr í haga og margt fleira. Þetta er því búin að vera alveg stórkostleg ferð fyrir mig og fjölskyldu mína og eitt er víst að ég fæ aldrei leið á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.