Morgunblaðið - 07.08.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981
11
Gestum sýnd vélvæðinjfin í Netagerð Ingólfs.
Tæknivætt verkstæði
Netagerðar Ingólfs
InKÓlfur Theodórsson neta-
Kerðarmeistari í Vestmannaeyj-
um hélt veizlu með langborðum
i landnámsaldarstíl i aðalsal
verkstæðis sins i Vestmannaeyj-
um fyrir skömmu. Netagerð
InKÓlfs er stærsta verkstæði
sinnar tegundar á landinu og
Ingólfur bauð ýmsum gestum
til þess að kynna stækkun húss
sem hann tók nýlega i notkun
og nýja tækni við meðferð
hinna stóru nóta sem loðnuflot-
inn notar. en Ingólfur hefur
sérstaklega byggða geymslu i
húsi sinu fyrir 40 slikar nætur
eða nær allan loðnuf lotann.
„Það eru 40 ár síðan ég kom
hingaö til Eyja og byrjaði neta-
viðgerðir í viðbyggingu, en fyrst
kom ég hingað á vegum útgerð-
armanna í sambandi við rekstur
netaverkstæðis, en eins og marg-
ir góðir menn, sem hafa skroppið
til Eyja ánetjaðist ég einni af
Eyjastúlkunum og hér er ég
enn,“ sagði netagerðarmeistar-
inn og brosti til konu sinnar,
Sigríðar Jónasdóttur frá Skuld,
„nú og árangurinn má sjá hér að
nokkru," hélt hann áfram og
virti fyrir sér húsakynnin og
yngstu börnin, tvíburadætur
sem báru gestum veizluföng.
Þegar Ingólfur hóf rekstur
naut hann aðstoðar Björgvins
Jónssonar í Úthlíð við að fá
fjármagn, 200 þús. kr. fyrir 200
fm húsnæði, en nú er Ingólfur
með 400 fm nótageymslu og 1800
fm vinnusali eða alls 2550 fm í 11
þúsund rúmmetra húsnæði.
Vinnusalurinn fyrir nætur er
1000 fm að stærð.
Ingólfur hefur tæknivætt
verkstæði sitt mjög mikið og t.d.
eru nú notaðar kraftblakkir til
þess að færa nætur til í húsinu
og tekur nú 6 menn stutta stund
að koma nótum í hús miðað við
heilan dag áður með 14—16
mönnum. Þá lækkar trygginga-
verð á nótum mjög mikið við
geymslu inni eða úr 1 Vá % af
verði nótar og í 0,4% inni, en nót
kostar hátt á annað hundrað
milljóna gamalla króna í dag.
Hjá Ingólfi Theodórssyni
vinna nú 18 me'nn og hefur ávallt
verið einvaia lið á verkstæði
hans.
Ingólfur hafði orð á því í
hófinu að það væri skemmtileg
tiiviljun að hann hefði verið
ráðinn upphaflega til Vest-
mannaeyja vegna þess að hann
var með nót á sínum tíma fyrir
Sighvat heitinn Bjarnason skip-
stjóra og útvegsbónda og um
þessar mundir væri hann að
gera klára nót í skip sem væri
nýlega keypt til Vestmannaeyja
og ætti að heita Sighvatur
Bjarnason.
-á.j.
Sigga i Skuld og Ingólfur Theodórsson netagerðarmeistari.
Lkwmyndir Mbl. GuðlauKur SÍKurKCÍrsson.
Langborð með veizluföngum i 1000 fm vinnusal Netagerðar
Ingólfs.
Sw^ndstr*9
jakkar
gallabuxur skyrtur
flauelsbuxur
flannelsbuxur
háskólabolir
sumarbolir
Laugavegi 37, Laugavegi 89
hljomplötur
verð frá kr.
C/R
Hjjómdeilfl
'SÉ
Laugavegi81
Komið og fáið mikið fyrir lítið