Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Laugardalslaugin: Lokað klukkan 6 vegna loftpressuvinnu ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa nýja búningsklefa og sturtur við Sund- lautfar Reykjavikur i LauKardal, en um þessar mundir er verið að Krafa Krunn fyrir viðbyKKÍnKunni. Tii þess að ná grunninum í fulla dýpt þurfti að brjóta af undirstöðum afgreiðsluhússins, en til verksins voru notaðar loftpressur. Ixiftpressuvinnan hófst á fimmtudag fyrir viku, en henni fylgdi svo mikill hávaði að starfsfólk Laugardals- laugarinnar sá sér ekki fært að halda vinnu sinni áfram og var sundlauginni lokað klukkan 18.00 þann dag. í samvinnu við borgar- lækni og byggingardeild borgarverk- fræðings, sem sér um verkið, hefur verið ákveðið að loftpressuvinnan skuli fara fram eftir klukkan 18.00 og af þeim sökum verður sundlaugin lokuð frá þeim tíma út þessa viku. Að sögn Erlings Jóhannssonar, aðstoðaríþróttafulltrúa Reykjavík- urborgar, hefur verkinu miðað vel áfram, en búningsklefar og sturtur Laugardalslaugarinnar hafa verið í bráðabirgðahúsnæði frá því að laug- in var tekin í notkun árið 1967. Taldi Eriingur framkvæmdirnar bæta mjög aðstöðu sundlaugargesta. Það húsnæði sem mun iosna vegna ný- byggingarinnar verður nýtt fyrir gufuböð, en fram til þessa hafa þau verið staðsett í kjallara afgreiðslu- hússins. Myndatextar víxluðust í grein Braga Ásgeirssonar Þau mistök urðu við vinnslu á un á myndatextunum skýrir sig grein Braga Ásgeirssonar „Punkt- sjálf, við samanburð á myndum og ar úr Dagbók lífsins II“, sem texta. Morgunblaðið biður velvirð- birtist í Morgunblaðinu í gær, að ingar á þessum mistökum. myndatextar víxluðust. Þessi víxl- FÆST í ÖLLUM HELZTU MÁLNINGARVÖRUVERZLUNUM LANDSINS. Borgarnesi. 5. ágúst. „Skyld'ann meina eitthvað alvariegt með þessum skýjabólstrum þarna uppi“ gætu þessir öldnu Borgnesingar og nágrannar við Borgarbrautina, Oddur Búason, hægra megin á myndinni, og Olgeir Friðfinnsson, vinstra megin, verið að segja þegar fréttaritari Mbl. smellti af þeim mynd i sólarglennunni eftir hádegið i dag. HBj. Samband ungra jafnaðarmanna: Deilurnar um Alþýðublaðið á að jafna innan flokksins SAMBAND ungra jafnaðarmanna telur að deilurnar um Alþýðublaðið snúist um keisarans skegg og harmar þær, að þvi er segir i fréttatilkynningu frá fram- kvæmdastjórn sambandsins. Þá kemur fram að deiiur þessar eigi að jafna innan Alþýðuflokksins, en ekki á síðum dagblaða. Fréttatii- kynning framkvæmdastjórnar sam- bandsins fer hér á eftir: „Framkvæmdastjórn Sambands ungra jafnaðarmanna harmar þær deilur sem átt hafa sér stað innan Alþýðuflokksins síðustu daga og fjalla um Alþýðublaðið. SUJ telur að þessar deiiur snúist um keisarans skegg og áteiur harðlega þá einstak- linga, sem með naflaskoðun og persónulegum metnaði, iáta flokks- hagsmuni og -samstöðu lönd og leið. Mættu allir deiluaðilar hafa þetta í huga. Deildar meiningar um áherslur í einstökum málaflokkum eru ævin- lega uppi í opnum stjórnmálaflokki, eins og t.a.m. um baráttuaðferðir í verkalýðsmálapólitík. Slíkur mál- efnaágreiningur á hins vegar ekki að stöðva útgáfu málgagns flokksins, enda ítrekar SUJ, að ekki sé verið að deila um málefni i þessum ágrein- ingi ritstjórnar og útgáfustjórnar Alþýðublaðsins. Leggur SUJ áherslu á, að slíkar deiiur séu jafnaðar innan flokks, en ekki á siðum dagblaða. Skorar SÚJ á deiluaðila, að þeir slíðri sverðin og iáti flokkshagsmuni ráða ferðinni. Vill SUJ að stífni og þrákelkni einstakiinga lúti fyrir hagsmunum flokks og flokksfólks almennt, þann- ig að umræða og barátta fyrir þá sem minnimáttar eru í þjóðfélaginu, geti verið virk í starfi Álþýðuflokks og Alþýðublaðs." Bjarni Ilalldórsson bóndi i Tungu hefur tekið fyrstu skóflustunguna að vistheimilinu og um leið þá síðustu i þessu landi þeirra Tungubræðra sem hann og Sigurjón bróðir hans og áður foreldrar þeirra hafa erjað af reisn og myndarskap á starfsamri ævi. Myndir: Karin KlinkrnborK. Pinotex struktur Þessi Pinotex-viðarvörn skýrir og varðveitir fagra og eðlilega æðagerð og byggingu viðarins. Seld í 1, 2xk, 5 og 25 lítrum í 28 litum og litlaus. Pinotex extra Nýjung á Pinotex-sviðinu. Þessi viðarvörn lekur ekki niður, er óvenjulega litheld og að auki búin mikilli endingu og varnar- hæfileika. Seld í 1, 2'A og 5 lítrum. Níu litir og auk þess litlaus. Þessi Pinotex-viðarvörn er ætluð til að grunna ófrágenginn við. Seld í 1, 2 '/2 og 5 lítrum litlaus og svört. Pinotex grund Að lokinni ógleymanlegri utanlandsferð komið þér filmum yðar til okkar í vinnslu, því auðvitað viljið þér ekkert annað en Litmvndir í snTlokki Kodacolor II FILM C135-36 Kodacotorll FILM C 110-20 Kodacolor II FILM C126-20 HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S:20313 GLÆSIBÆR S: 82590 AUSTURVER S: 36161 Umboösmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.