Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, slmi 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Skattgreiðslur eldra fólks Sjálfsagt verður seint staðið þannig að skattamálum að öllum líki. En þessa dagana, þegar landsmenn eru yfirleitt nýbúnir að fá skattseðla sína í hendur er ástæða til að vekja athygli á augljósu' réttlætismáli í skattamálum, sem samstaða ætti að geta orðið um, hver svo sem afstaða manna er að öðru leyti til skattamála. Það er augljóst réttlætis- og sanngirnismál, að skattpíningu aldraðs fólks verði aflétt. Eins og skattakerfið er nú og hefur verið undanfarna áratugi eltir skattheimtan gamalt fólk fram á grafarbakkann og lætur raunar ekki þar við sitja. Það er illt í efni, ef fólk lítur til elliáranna með kvíða en það er staðreynd, að eldra fólk, sem er að komast á eftirlaunaaldur og stendur frammi fyrir því, að lögum samkvæmt ber því að láta af þeim störfum, sem það hefur haft með höndum, hefur þungar áhyggjur af skattgreiðslum sínum á því tímabili, sem þessi umskipti verða í lífi þess. Eins og skattakerfi okkar er nú háttað greiðast skattar af tekjum ársins áður. Eftirlaunamaður, sem lýkur störfum um næstu áramót fær skatta á næsta ári af tekjum þessa árs. Þar sem hann lætur af störfum um næstu áramót minnka tekjur hans væntanlega mjög. Af mun lægri tekjum naésta árs verður hann hins vegar að borga skatta af hærri tekjum þessa árs. Mörgum reynist þetta erfitt og leita þess vegna eftir aukavinnu til þess að kljúfa skattgreiðslurnar. Þær aukavinnutekjur þýða hins vegar áframhaldandi háa skatta ári síðar, þannig að eftirlaunamaðurinn situr fastur í vítahring skattakerfisins fram á efri ár. Þá kann einhver að segja sem svo: fólk á að geta komist hjá þessu vandamáli með því að leggja peninga til hliðar fyrir skattgreiðslum næsta árs. Það þýðir í ráun að fólki er ætlað að borga tvöfalda skatta síðasta árið, sem viðkomandi heldur fullri atvinnu. Ekki er víst að allir eigi auðvelt með það. I allmörg ár hefur það tíðkast hjá sveitarfélögum, að eftirlaunafólk getur fengið a.m.k. einhver gjöld til sveitarfélags- ins felld niður. Það er hins vegar ekki gert nema hver og einn sæki skriflega um það til sveitarfélagsins og hætt er við, að margir muni líta svo á, sem hér sé um ölmusu að ræða og vilji því ekki leita eftir slíkri fyrirgreiðslu til sveitarfélagsins. Til viðbótar þessum augljósu ágöllum skattakerfisins hlýtur sú spurning að vakna, hvort eðlilegt sé að fólk greiði hina hæstu skatta fram á efri ár. Það sýnist vera sanngirnismál, að skattbyrðin sé eitthvað léttari hjá eldra fólki en öðrum, líka því eldra fólki, sem einhverjar tekjur hefur umfram lífeyri úr lífeyrissjóði og ellilaun. Þeir ágallar skattakerfisins, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, eru væntanlega öllum ljósir og fyrirfram verður að ætla að samstaða geti orðið á Alþingi um sanngjarnar breytingar, sem auðveldi eldra fólki þau umskipti, sem verða í lífinu, þegar starfsævi er lokið. Ennfremur verður að ætla, að þjóðin hafi efni á því að draga úr skattpíningu elztu þjóðfélagsþegnanna, sem greitt hafa skatta og skyldur til samfélagsins um áratugaskeið. Hér er um augljóst réttlætismál að ræða, sem löggjafarvaldið þarf að láta til sín taka. Súrálsmálið í réttum farvegi Súrálsmálið svonefnda er nú komið í þann farveg, að fagleg nefnd undir faglegri forystu, sem allir þingflokkar eiga aðild að, hefur tekið málið í sínar hendur. Er það í samræmi við tillögur þingflokks Sjálfstæðisflokksins frá 20. júlí sl. Ljóst er, að á fyrsta viðræðufundi þessarar faglegu nefndar og fulltrúa Svissneska álfélagsins hefur einungis verið skipzt á skoðunum án þess að nokkuð nýtt hafi komið fram. Næsti viðræðufundur aðila hefur verið ákveðinn í nóvember og sýnir það, að nú liggur ekki eins mikið á og á fyrri stigum málsins hjá iðnaðarráðherra. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að vinna þannig að þessu máli á næstu mánuðum að takast megi að tryggja íslenzka hagsmuni, m.a. með verulegri hækkun raforkuverðs og breytingum á skattgreiðslum, sem er margfalt stærra mál en súrálsmálið svonefnda, og að á það verði lögð áherzla í stað þess að nota súrálsmálið sem almennt árásarefni á uppbyggingu orkufreks iðnaðar, eins og Hjörleifur Guttorms- son hefur reynt að gera en hann er hins vegar einn um. EFTIRFARANDI grein eftir Leopold Unger birtist í International Herald Trib- une 29. júlí sl. í tilefni af þingi FIDE í Atlanta: „Sovétríkin munu ganga til atlögu gegn alþjóðastofn- un á miðvikudag (29. júlí) í Atlanta, þegar Vitali Seb- astianov hershöfðingi og Viktor Baturinski KGB-of- ursti taka upp mál Viktor Korchnois gegn Gulaginu við Friðrik Ólafsson forseta Al- þjóðaskáksambandsins (FIDE). Einkunnarorð sambands- ins hafa frá upphafi verið „gens una summus", en það þýðir „við erum öll sömu ættar". Tveir rússneskir skákmenn, sem höfðu flutt úr landi, áttu hugmyndina að þeim 1924. En það hefur tekið FIDE 57 ár, að breyta Friðrik Ólafsson Og loks er það Boris Gulko, sem er síðasta Moskvu- stjarnan, en hann hefur beð- ið eftir leyfi til að flytjast til ísrael síðan 1977. Þessi listi minnir á erfið- leikana, sem hrjá sovéska skákheiminn. Leikmennirnir gagnrýna niðurlægjandi notkun Kommúnistaflokks- ins og lögreglunnar á skák- meisturunum í eigin þágu með því að biðja um brott- fararleyfi. Þó ræðst ákvörðun Moskvu að hefja kalt stríð gegn FIDE af fordæminu, sem ákvörðun skáksambandsins getur gefið í Kremlin. Þetta er í fyrsta sinn, sem aiþjóðaíþróttahreyfing vogar sér að lyfta fingri gegn kreddu Kremlverja um að mannréttindi innan Sovét- ríkjanna séu innanríkismál Hugrekki Friðriks Ólafsson- ar gæti haft áhrif á mann- réttindamál í Sovétríkjunum eftir einkunnarorðunum. Nú hefur það verið gert fyrir annan rússneskan útflytj- anda, sem er stórmeistari og hefur fulla ástæðu til að taka einkunnarorðin alvarlega. Þetta hefur gerst, vegna þess að Korchnoi er mikils metinn meðlimur alþjóðlegu skákfjölskyldunnar og á sjálfur í alvarlegum fjöl- skylduvandræðum vegna hæfni sinnar í skáklistinni. Við taflborðið Þegar Korchnoi keppir um heimsmeistaratitilinn í skák í annað sinn við Anatoly Karpov kann hann að standa á ný verr að vígi vegna einkamála sinna, eins og hann gerði í Baguio á Fil- ippseyjum 1978. Korchnoi gæti verið píndur til að mæta til leiks án „kóngsins og drottningarinnar". Það er að segja, kona hans og sonur kunna enn að vera í haldi, þegar hann keppir við sov- éska meistarann um heims- meistaratitilinn. Þau hafa ekki fengið að fara úr landi síðan hann flúði Sovétríkin 1975. Sovétmenn gáfu þó til kynna í vikunni, að fjöl- skyldu Korchnois kynni að verða veitt brottfararleyfi. Ólafsson, hinn íslenski for- seti skáksambandsins, ætlar sér að sjá til þess að leik- mennirnir standi báðir jafn- ir að vígi. Þess vegna ákvað hann að gefa einkunnarorð- um sambandsins sanna merkingu og seinkaði skák- móti Korchnois og Karpovs frá 19. september til 19. október. Þetta gerði hann til að gefa ráðamönnum í Moskvu tækifæri til að finna leið til að sleppa fjölskyldu Korch- nois úr haldi án þess að missa virðingu sína. Akvörðun Ólafssonar var mannúðleg og tekin eftir að nokkrar tylftir aðildarlanda FIDE höfðu Iagt hana til og einnig til að hreinsa loftið í alþjóðaskákhreyfingunni, en það hefur verið eitrað síðan Korchnoi-fjölskyldan var tekin í gíslingu. Forseti FIDE greindi Sovétmönnum með gætni en greinilega frá ákvörðun sinni að seinka keppninni. Ráðamenn í Moskvu brugðust mjög illa við ákvörðuninni. í stað þess að taka henni mannúðlega og með ró skáru þeir upp herör gegn FIDE. Sovéska skák- sambandið hefur ásakað Ólafsson fyrir „að brjóta alvarlega reglur FIDE“. Karpov, sem heldur sér venjulega utan við allar deil- ur, ákvað að leggja orð í belg. Hann ásakaði Korchnoi um „að yfirgefa fjölskyldu sína í Sovétríkjunum" og sagði, að Ólafsson, sem er einnig stórmeistari í skák, hefði gleymt „að ekki mætti hætta við leik, þegar maður hefur verið snertur". Við þessar aðstæður þótti Karpov rétt að bæta við: „Ég tel mig hafa rétt til að endurhugsa næsta leik.“ Grimmileg viðbrögð Sov- étríkjanna koma ekki á óvart. Þau eru pólitísk. Eitt sinn var bent á yfirburði Sovétmanna í skák sem vitn- isburð um „yfirburði sósíal- ismans". Nú getur Karpov einn verið talinn „hreinrækt- aður Sovétmaður og yfir all- an grun hafinn" af þeim fimm skákmönnum, sem FIDE telur besta í heimi. Hinir, auk Vestur-Þjóð- verjans Robert Hiibner, eru Korchnoi, næstbesti skák- maður heims og sovéskur flóttamaður, Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, sem kýs nú að búa á Vesturlöndum, og Garry Kasparov, ungur, upprenn- andi skákmaður, sem notaði sitt rétta nafn, Garry Win- stein, þangað til nýlega, þeg- ar Kremlverjar komu í veg fyrir það. og afskipti utanfrá séu full- komlega óhugsandi. Hugrekki forseta FIDE kann að vekja aðra á Vestur- löndum til umhugsunar og hafa áhrif á skoðanir þeirra varðandi mannréttindi í Sov- étríkjunum. Þrýstingurinn virðist vera að hafa einhver áhrif nú þegar líður að fundi ráða- manna innan FIDE. Kreml- verjar hafa loks fallist á tveggja vikna seinkun á upp- hafi mótsins, það má þeirra vegna hefjast 1. október. Að komast hjá hneyksli Korchnoi hefur gert allt sem hægt er til að komast hjá hneyksli. „Bókinni minni um keppnina í Baguio var lokið fyrir nokkrum mánuð- um,“ segir hann. „En ég sendi Karpov úrdrátt úr henni, þar sem að ég er ekki sérstaklega jákvæður í hans garð, og sagði, að ég myndi ekki gefa út bókina, ef hann hjálpaði til við að fá ferða- frelsi fyrir fjölskyldu mína frá Rússlandi. Ég hef því miður ekkert heyrt frá hon- um enn.“ Odessa-herdómstóllinn dæmdi Alexander Alekhine skákmeistara til dauða í upp- reisn bolshevika. Forseti Ukraínu gaf honum grið tveimur tímum fyrir aftök- una. Alekhine var bjargað og gefið tækifæri til að drottna yfir skákheiminum í áratugi vegna afskipta heldur lít- ilsmetins skákmeistara, Wilner að nafni, á sínum tíma. Það, sem einföldum skák- meistara tókst að gera árið 1917, ætti heimsmeistara að takast 1981. Og ef ákvörðun herdómstóls getur verið breytt ætti að vera hægt að breyta ákvörðunum sendi- herra kalda stríðsins. Sérstaklega þar sem um fjölskyldumeðlimi er að ræða...“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.