Morgunblaðið - 07.08.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981
17
Liðlega 1600 milljónir
bundnar í Seðlabankanum
vegna bindiskyldu banka og sparisjóða
Seðlabankanum var með
lögum frá 30. apríl sl.
heimilað, að ákveða hærri
og sveigjanlegri bindi-
skildu innlánsstofnana á
tímabilinu 1. maí 1981 til
30. apríl 1983, en fyrri lög
hafa mælt fyrir um.
Ákveðið var að þessi bind-
ing yrði 2% af innlánum
frá 10. júní sl., 3% frá 10.
júlí sl. og loks var ákveðið
fyrir skömmu, að binding-
in skyldi verða 5% frá 10.
ágúst nk. — Bindiféð nam
i júnílok um 85 milljónum
króna, eða 8,5 milljörðum
gkróna, í júlílok liðlega
133 milljónum króna, eða
sem næst 13,3 milljörðum
króna, og samkvæmt upp-
lýsingum Sveins Sigurðs-
sonar í hagfræðideild
Seðlabankans má gera ráð
fyrir, að þessi tala hækki
upp í um 240 milljónir
króna, eða um 24 milljarða
gkróna.
Þessari innlánsbindingu er
haldið alveg aðskilinni frá hinni
hefðbundnu bindingu, sem nem-
ur 28% af innlánsfé banka og
sparisjóða. Vegna hinnar hefð-
bundnu innlánsbindingar banka
og sparisjóða lágu í Seðlabank-
anum í júníiok um 1365 milljónir
króna, eða um 136,5 milljarðar
gkróna. Ekki liggja fyrir nýrri
tölur vegna hinnar hefðbundnu
innlánsbindingar, en samtals
nema þessar fjárhæðir því um
1605 milljónum króna, eða um
160,5 milljörðum gkróna.
Eftir að ákveðið var að hækka
hina sveigjanlegu innlánsbind-
ingu upp í 5% mun binding
innlánsfjár í Seðlabankanum þá
nema um 33% af öllum innlán-
um í bönkum og sparisjóðum.
Þetta er gert vegna aukinnar
eftirspurnar eftir lánsfé á und-
anförnum þremur mánuðum og
meiri útlánaaukningar en að
hafði verið stefnt.
Fyrstu mánuði ársins fór inn-
lend eftirspurn sér hægt, m.a.
fyrir áhrif erfiðs tíðarfars,
stöðvunar gengissigs og minnk-
andi verðbólgu. Með vorinu tóku
aðstæður hins vegar að breytast
verulega í þensluátt. Er þar að
miklu leyti um eðlilega árstíða-
sveiflu að ræða, er kemur í
kjölfar hagstæðrar vertíðar og
fylgir aðalframkvæmdatíma
ársins, sem fellur einkum á
sumartímann, en mikill hluti
þessara framkvæmda er fjár-
magnaður með erlendum lánum.
Afleiðingar þessa á vettvangi
peningamála og lánamarkaða
eru m.a. þær, að útlán hafa
hækkað um 39% frá ársbyrjun
til júníloka, eða 65% yfir heilt
ár, og stefna samkvæmt venju-
bundinni árstíðasveiflu í 60%
aukningu yfir árið 1981, saman-
borið við 46% markmið láns-
fjáráætlunar. Útlán án endur-
kaupa hafa aukizt ennþá meira.
Afleiðing þessarar auknu inn-
lánsbindingar varð svo sú, að
viðskiptabankarnir og sparisjóð-
ir tóku þá ákvörðun, að veita
ekki ný lán um sinn, önnur en
reglubundin lán til atvinnu-
rekstrar og til einstaklinga, sem
eru í viðskiptum við hlutaðeig-
andi banka eða sparisjóð. Þá
ákváðu bankar og sparisjóðir að
draga úr kaupum á viðskipta-
vixlum á næstu tveimur mánuð-
um.
Skattstjórum er
skylt að taka til-
lit til skerts gjald-
þols t.d. aldraðra
ERU LAGÐIR skattar á aldr-
aða aí fullum þunga árið eftir
að þeir hætta að vinna, og
missa þess vegna stóran hluta
tekna sinna? — Til að fá svar
við þessari spurningu hafði
Mbl. samband við Gest Stein-
þórsson, skattstjóra i Reykja-
vík. — Láti maður af störfum
fyrir aldurs sakir og gjaldþol
hans skerðist verulega af þeim
sökum, þá er viðkomandi
skattstjóra skylt að taka til
greina umsókn viðkomandi um
iækkun á tekjuskattstofni.
Hlutirnir eru síðan metnir með
hliðsjón af þessari tekjuskerðingu,
sem óhjákvæmilega verður við að
störfum er hætt. — Hvað með
eignaskatt? — í nýjum lögum eru
ákvæði, sem veita skattstjóra
heimild til að taka til greina
umsókn um lækkun á eignaskatt-
stofni, ef menn hafa misst stóran
hluta tekna sinna, annaðhvort
sakir aldurs eða annarra hluta
eins og t.d. veikinda eða láts maka.
Aðspurður um hvernig málið
liti út t.d. ef eiginkona missir
mann sinn og situr í stórri eign,
sagði Gestur, að tekið væri tillit
til slíks. Þess bæri hins vegar að
geta, að lögin væru ekki afturvirk
og því væri t.d. ekkju, sem misst
hefði mann sinn fyrir þremur
árum, gert að greiða fullan eigna-
skatt, burtséð frá greiðslugetu
hennar.
Það gerist því ekki sjálfkrafa,
að aldraðir, sjúklingar eða aðrir
sem hlut eiga að máli fái opinber
gjöid sín lækkuð í samræmi við
greiðsluþol. Fólk verður að senda
viðkomandi skattstjóra beiðni þar
að lútandi.
ísland aðili að vörnum gegn gíslatöku
HINN 6. júlí 1981 var aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna afhent aðildarskjal íslands vegna
alþjóðasamnings um varnir gegn töku gísla sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna 17. desember 1979 og lagður fram til undirritunar í New York 18. desember 1979. Alþingi
hafði með ályktun samþykktri 18. maí 1981 heimilað rikisstjórninni að staðfesta samninginn.
Tilkynnt verður um gildistöku samningsins síðar. Þetta segir í frétt frá Utanríkisráðuneytinu. Á
myndinni afhendir Tómas Tómasson, sendiherra, skjal íslendinga.
Stór hópur aldraðra nýtur
engra líf eyrisréttinda i dag
STÓR hópur aldraðra. sem lokið hafði sinni starfs-
ævi, eða var langt kominn með það, í kringum árið
1970, þegar almenn þátttaka verkafólks og launa-
fólks í lífeyrissjóðakerfinu varð að raunveruleika,
hefur búið við það, að njóta engra lífeyrisréttinda i
ellinni. Það er fólk, sem ekki uppfyllir skilyrði
varðandi eftirlaun aldraðra, en lög um þau voru sett
árið 1970, með sérstöku tilliti til þeirra, sem fæddir
voru fyrir 1914 eða á því ári. Erfitt ef að fá nákvæma
tölu um fjölda þessa fólks, en samkvæmt upplýsing-
um Hagstofu íslands voru íslendingar fæddir 1914 og
fyrr um síðustu áramót 21.200, en samkvæmt
upplýsingum frá Umsjónarnefnd eftirlauna aldraðra
eru það liðlega 5.100 einstaklingar, sem á þessu ári fá
greitt samkvæmt lögum um launin.
Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands al-
mennra lífeyrissjóða, sagði í
samtali við Mbl., að skilyrði
fyrir þvi, að fólk fengi eftirlaun
samkvæmt lögunum frá 1970,
sem reyndar hafa tekið töluverð-
um breytingum, væru fyrst og
fremst þau, að viðkomandi væri
fæddur fyrir 1914, eða á því ári,
auk þess sem, viðkomandi þyrfti
að hafa a.m.k. 10 ára starfsævi
eftir 55 ára aldur. Ekki væru
gerðar kröfur um mikil laun,
heldur væri fyrst og fremst
miðað við, að viðkomandi hefði
verið í starfi. Þá er ennfremur
gerð krafa um að viðkomandi sé
orðinn 70 ára og sé hættur
störfum, eða að viðkomandi sé
orðinn 75 ára og þá skiptir ekki
máli hvort viðkomandi er hætt-
ur störfum eður ei.
„Sé tekið dæmi um mann, sem
fæddur er aldamótaárið og hætt-
ir störfum árið 1970, eða sama ár
og almennu lífeyrissjóðirnir eru
stofnaðir, þá á hann rétt á
lífeyrisgreiðslum eins og hann
hefði greitt í lífeyrissjóð frá 55
ára aidri, þrátt fyrir þá stað-
reynd, að viðkomandi hafi aldrei
greitt í lífeyrissjóð," sagði Hrafn
Magnússon ennfremur.
Aðspurður um þá, sem ekki
hefðu 10 ára starfstíma, eða
væru t.d. fæddir árin eftir 1914,
þá sagði Hrafn Magnússon, að
þeir féllu ekki undir ákvæði
laganna og fengju því ekki greitt
úr sjóðnum. Það má nefna sem
dæmi, að húsmæður falla ekki
undir ákvæði laganna, en t.d.
ráðskonur, sem unnu samskonar
störf falla undir ákvæði laganna.
„Ég álít, að það fólk, sem
uppfyllir skilyrði laganna, það sé
mjög ágætlega sett, auk þess
sem það fólk fær samkvæmt
nýjum lögum sérstakan viðbót-
arlífeyri. Ég er hins vegar þeirr-
ar skoðunar, að nauðsynlegt sé
að skoða mál þeirra t.d., sem
fæddir eru á árabilinu 1915—
1920 og annarra, sem ekki falla
undir ákvæði laganna, því þeirra
hlutur er ekki nægilega góður,"
sagði Hrafn Magnússon enn-
fremur.
Mjög veigamikil breyting var
gerð á lögum um eftirlaun aldr-
aðra árið 1979, þegar tekið var
inn í, að einnig atvinnurekendur
eiga fullan rétt, en þeir höfðu
engan rétt fyrir. „Það hafa því
fjölmargir, sem aldrei hafa þurft
að borga í lífeyrissjóð, komið inn
með full réttindi eftir sem áður,“
sagði Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands al-
mennra lífeyrissjóða, að síðustu.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.,
er nánast alveg búið að taka
fyrir réttindakaup einstaklinga,
sem áður fyrr gátu keypt sér
lífeyrisréttindi aftur í tímann,
með 4% vöxtum. Það þótti alger-
lega verið komið úr takt við
tímann.
Það kom ennfremur fram í
samtölum Mbl., að töluverður
fjöldi aldraðra, sem rétt á á
eftirlaunum, samkvæmt Iögum
um eftirlaun aldraðra, hefur
ekki sótt um eftirlaun, einhverra
hluta vegna. Það ber hins vegar
að taka skýrt fram, að enginn
fær eftirlaun sjalfkrafa, fólk
verður að leggja inn beiðni um
slíkt.