Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Rannveig E. Hermanns- dóttir — Minning Fædd 12. nóvember 1916. Dáin 29. júlí 1981. í dag 7. ágúst kveðjum við Rannveigu Hermannsdóttur. Nú þegar leiðir skiljast að sinni, vil ég minnast hénnar með nokkr- um kveðjuorðum. Hér á Isafirði var hennar starfsaefi, fyrst sem húsmóðir, síðar önnur störf jafnhliða. Ég minnist þess hve æðrulaus og styrk hún var er maður hennar Jón Jónsson frá Hvanná veiktist og varð upp frá því óvinnufær. Dæturnar fjórar voru þá allar ungar. Það varð því hennar hlut- verk að vera bæði húsmóðir og húsbóndi. Hún fór að vinna á Skattstofu Isafjarðar, síðar Skatt- stofu Vestfjarðaumdæmis. Dætrum sínum var hún mikil móðir, veitti þeim gott uppeldi og gaf þeim fordæmi með störfum sínum og allri framkomu. Rannveig rækti heimili sitt af umhyggju og myndarskap. Hún var vel sjálfmenntuð, fylgdist mikið með þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir á hvaða máli sem var. Hún vann mikið að félagsmálum hér í bæ. Sérstaklega vil ég minnast hennar fyrir störf í Kvenféiaginu Ósk hér á ísafirði. Hún var í félaginu um árabil, sat í stjórn þess og var formaður árin 1972 til 1977. Það var í kvenfélag- inu sem annarstaðar, störfin voru unnin af samviskusemi og rétt- sýni. Það var gaman að starfa með Rannveigu og á stjórnarfundum heima hjá henni var jafnan glatt á hjaila og frambornar heimalagað- ar veitingar. Ég minnist hennar sem mikilhæfrar mannkosta konu sem nú skulu færðar þakkir fyrir öll hennar störf í Kvenfélaginu Ósk. Hún hafði átt við mikil veikindi að stríða undanfarin ár. Ef til vill hefur þá best komið í ljós sálar- styrkur hennar. Rannveig var mikil trúkona og var vel undirbúin fyrir skilin við þennan heim. Guð blessi Rannveigu Hermannsdótt- ur. Dætrum hennar og öðrum ást- vinum sendi ég samúðarkveðjur. Jónína Jakobsdóttir í dag, föstudaginn 7. ágúst, verður jarðsungin frá Isafjarðar- kirkju Rannveig Elísabet Her- mannsdóttir, Kleppsvegi 134. Lengst af bjó hún á Isafirði, að Austurvegi 12. Hún andaðist í Landakotsspítala 29. júlí síðastlið- inn eftir erfiða baráttu við illvíg- an sjúkdóm, sem hún barðist við hátt á annað ár. Rannveig var fædd í Málmey í Skagafirði 12. nóvember 1916, dóttir hjónanna Hermanns Jóns- sonar og Elínar Lárusdóttur, sem lengst af bjuggu að Ysta-Mó í Fljótum, en þar ólst hún upp. Árið 1939 giftist hún Jóni Jónssyni frá Hvanná og settust þau að á ísafirði, en þar starfaði Jón hjá Kaupfélagi ísfirðinga við bókhald. Rannveig og Jón eignuðust fjórar dætur, Kristínu, Elínu, Nönnu og Gunnþórunni. Barnabörnin eru 10 og barna- barnabörnin 2. Er Rannveig var ekki orðin fertug veiktist Jón og varð hann eftir það að dveljast á sjúkrahúsum eða undir læknis- hendi, en hann lést 1963, aðeins 52ja ára að aldri. Það hefur verið mikið átak fyrir Rannveigu, þegar fyrirvinnan veikist að fara að vinna utan heimilis til að sjá fyrir fjölskyldu sinni, sjúkum eigin- manni og dætrunum fjórum á aldrinum 8—14 ára. í fyrstu vann hún við ýmis störf en síðar á skattstofu Vestfjarðaumdæmis. Þótt Rannveig þyrfti að vinna langan vinnudag oft á tíðum, þá átti hún alltaf tíma fyrir dætur sínar og síðar fyrir barnabörnin, þegar þau komu, enda var amma Rannveig oft þeirra styrkasta stoð. Rannveig starfaði mikið að fé- lagsmálum á ísafirði þau 40 ár, sem hún bjó þar. Árið 1979 flutti hún til Reykjavíkur og starfaði hjá Skattstofu Reykjavíkur meðan heilsan entist. Að endingu vil ég þakka tengda- móður minni, Rannveigu, fyrir allt gott og elskulegt, fjölskyldu minni til handa og votta ég henni nú að leiðarlokum þakklæti mitt og virðingu. Öllum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Valdimar Ólafsson Kveðjuorð: Sveinn Jónsson á Egilsstöðum Sveinn Jónsson Óðalsbóndi á Egilsstöðum, andaðist sunnudag- inn 26. júlí, þá 88 ára að aldri. Um Svein væri margt hægt að segja sem aðrir munu skrá og ég tel mig ekki færan um. Sveinn var stór- brotinn maður eins og öll íslenska þjóðin veit. Það er óhætt að segja að hann hafi verið héraðshöfðingi. Sveinn var fyrst og fremst for- ystumaður bændastéttarinnar á Islandi. Hann hefði sómt sér vel sem landbúnaðarráðherra. öll hans verk, er hann hefur unnið á Egilsstöðum sýna og sanna það. En það var fleira er Sveinn tók sér fyrir hendur. Hann var mikill félagsmaður og var kosinn til að gegna mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Með Svein er fallinn í valinn mesti bændahöfð- ingi þessa lands og verður skarð hans vandfyllt. Sveinn var ekki einn í lífsbaráttunni hann átti sér við hlið hina glæsilegu og velgefnu konu sem að óhætt er að segja að sé kvennskörungur og í alla staði virðuleg kona. Það var hans gæfa. Hún stóð við hlið mannsins síns í blíðu og stríðu hún heitir Sigríður Fanney Jónsdóttir og lifir hún mann sinn. Þau hjón eignuðust þrjú börn, Jón Egil, Inga Már og Ásdísi. Þau Fanney og Sveinn ráku hótel í mörg ár eins og kunnugt er og hin elskulega dóttir þeirra Dísa hefur nú tekið við. Það er henni til mikils sóma hve hún reyndist foreldrum sínum vel, ekki hvað síst á efri árum þeirra eins og reyndar öll þeirra börn. Ég tel það hafa verið mér sjálfum ómet- anlegt að hafa kynnst Sveini og hans góðu konu, Fanneyju. Ég var nánast heimagangur hjá þeim í áratugi og kynni mín af þeim voru mjög náin. Um leið og ég kveð vin minn Svein Jónsson á Egilsstöðum, votta ég konu hans og börnum og öllum aðstandendum samúð mína. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Guð blessi minningu Sveins á Egilsstöðum. Sveinn var jarðsett- ur í heimagrafreit laugardaginn 1. ágúst 1981. Jóhann Þórólfsson. SUMIR VERSLA DÝRT AÐRIR VERSLA [ Tomatarl.fl. 'Agúrkur Nautahakk l.fl. Ný fersk Bláber 7 *V50 1C.80 CC.00 71.50 ^ J pr kg. pr.kg. pr.kg. jLI. Leyft verö 41 »00 Leyft verð 25 «00 Leyft verö 81*35 Leyft verö 25 *50 Grillkol 2Vi kg. I Stór safaríkur kryddaður og tílbúinn á grillið ÍjO.50l Nauta-Hamborgari Q-^0 A^'oo ÍÁ Izrr I amhaframnarfar-^vefð 9()() 65.00 */2 kp Lambaframpartar —-————— rw^r »! /■ niðursagaðir 2 stk. eldhusrullur I íyQl í * QO kaffi aðeins / /.jU ?4M 5.45 pr.stk. Leyft verö 31.75 Bananar .90 Leyft verö pr.kg. 12.60 4 rúllurWCpappír ^ cn 1.90 ^ iet* / #Z?U pr.stk. )tfbd°er Nautagrillteinn 1 Q Leyft verö 28.00 .80 pr.stk. AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.