Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 22

Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Helga Kdradóttir Minningarorð Fædd 9. apríl 1904. Dáin 31. júlí 1981. I dag verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför Helgu Káradóttur. Hún fæddist þann 9. apríl 1904 að Saurum í Helgafellssveit, dóttir hjónanna Kára Magnússonar og Þórdísar Gísladóttur, sem þar bjuggu. Tveggja ára fluttist hún með foreldrum sínum að Dældar- koti í sömu sveit þar sem þau bjuggu til ársins 1918, er þau tóku við búi að Haga í Staðarsveit. Árið 1923 gekk Helga að eiga ungan efnismann, Jón Sigurjónsson, sem ættaður var frá Bláfeldi í sömu sveit, sonur hjónanna Sigurjóns Jónssonar og Sveinsínu Sveins- dóttur. Þau Helga og Jón hófu búskap á Bláfeldi giftingarárið og bjuggu þar til ársins 1928. Fæddust þar tvö börn þeirra. Það ár fengu þau lausa jörð til ábúðar norðan á Snæfellsnesi, að Vaðstakksheiði í Neshreppi utan Ennis. Þar bjuggu þau næstu fimmtán árin og þar fæddust sex börn þeirra. Þau fiuttu búferlum til Reykjavíkur 1943 og bjuggu þar næsta áratug- inn. Þótt Helga ynni að mörgu leyti vel hag sínum hér í höfuð- borginni átti þó sveitin sínar sterku rætur í hugum þeirra beggja. Því varð það úr að árið 1953 festu þau hjónin kaup á jörðinni Ási í Melasveit. Þar bjuggu þau miklu rausnarbúi allt til ársins 1964, er þau fluttust hingað til Reykjavíkur. Það er mikill sjónarsviptir að Helgu Káradóttur. Hún var kvenna fríðust og hélt fullri reisn sinni allt fram í andlátið, þrátt fyrir erfiðar sjúkdómshríðir hin seinustu ár. En hitt var ekki síður að skaphöfn hennar var leiftrandi og lundin svo létt að hvarvetna sem hún kom bar hún með sér birtu og yl. Þess nutu ekki aðeins vinir hennar og vandamenn, heldur ekki síður vandalausir og raunar hver sá sem hana hitti að máli, þótt ekki væri nema skamma stund. Slík lífsgáfa er fáum gefin og því flestu öðru dýrmætara veganesti. Þann heimanmund ætt- ar sinnar ávaxtaði Helga af mik- illi prýði. Hvar sem hún fór var hún hrókur alls fagnaðar. Hjá henni vildu allir sitja og við hana ræða. Bjartsýni hennar, hnyttni og einstök frásagnargáfa olli því að dagamunur var hvert sinn að fundum við hana; hún kunni þá list öðrum betur að gleðjast og gleðja aðra. Kynin við hana gæddu dagana nýjum litbrigðum, sem ekki fyrnist yfir. I æsku naut Helga þeirrar menntunar, sem þá tíðkaðist í sveitum, nokkurra mánaða barna- skólanáms. Annarra kosta var þá ekki völ og síðan tók við hús- freyjustarf á stóru og barnmörgu heimili. En hún bætti sér þetta upp, sem svo margir af hennar kynslóð, með sjálfsnámi þar sem áhuginn var aflvaki þeirrar menntunar, sem skólarnir gátu ekki veitt. Listhneigð var henni í blóð borin og hún sagði stundum frá t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, ÞÓRÓLFUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaöur andaöist aö heimili sínu þann 6. ágúst sl. Þorgeröur Gísladóttir, Geir Þórólfsson, Þuríöur Halldórsdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn og bróöir okkar, JÓRGEN (VOLLI) HÖBERG-PETERSEN, andaöist á heimili sínu í Kaupmannahöfn 5. ágúst sl. Þóra Höberg-Petersen, Petra Mogensen, Níels Höberg-Petersen. t Eiginmaöur minn og faöir okkar. SNORRI GUDMUNDSSON leigubílstjóri, Eiríksgötu 9, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum miövikudaginn 5. ágúst. Þórey Eiríksdóttir og börn. t Faöir okkar og tengdafaöir, SVEINN J. ASMUNDSSON bifreiðarstjóri, Dalbraut 27, andaöist 6. ágúst. Ellen Sveinsdóttir, Astvaldur Kristmundsson, Jóhann Sveinsson, Hulda Randrup, Pétur Sveinsson, Áslaug Árnadóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Krókatúni 1, Akranesi, veröur jarösungin frá Akraneskirkju laugardaginn 8. ágúst kl 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Börn, tengdabörn og barnabörn. því með kímni í augum að ef hún væri ung stúlka í dag og ætti kost á skólanámi, myndi hún þegar í stað halda til Frakklánds og hefja listnám. Um þessa hæfileika hennar báru vott hannyrðagripir sem hún gerði, en þeir vöktu óskipta athygli fyrir formfegurð og smekkvísi. Árin í Melasveit var hún vegna þessa fenginn til þess að kenna þar hannyrðir, þótt hún hefði ekkert skólanám að baki í þeim efnum. Á sömu lund bar garðrækt hennar vitni um konu, sem unni ræktun og litskrúði fagurra blóma. Þar uppskar hún svo sem hún sáði eins og jafnan ella í lífi sínu. Á fyrri búskaparárum þeirra Jóns gáfust ekki margar stundir aflögu frá önnum dagsins til lestrar, en þær voru líka óspart notaðar. Bókin var sjaldnast langt frá hendinni, skáldrit, ljóðmæli, ættfræði, raunar allt það lesefni, sem til náðist. Heilu sögurnar endursagði hún spjaldanna á milli fyrir börn sín og kom það sér þá vel að hún var gædd einstakri minnisgáfu. Get ég, sem þessar línur rita, um það borið af eigin raun. Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin í ferðalag um Dalasýslu með þeim Helgu og Jóni. Er vestur í Dali kom tók Helga að greina okkur frá heiti þeirra bæja, sem fram hjá var farið, gat gjarnan um ábúendur þeirra á fyrstu áratugum aldarinnar og þá at- burði Laxdælu, sem þar höfðu átt sér stað. Þegar svo hafði gengið til nokkra hríð spurði ég hana hven- ær hún hefði farið hér um síðast, svo gagnkunnug, sem hún var öllum staðháttum. Hingað hefi ég aldrei á ævi minni komið, sagði hún, en suma af bændunum sá ég þegar ég var unglingur og bæina lærði ég þá að þekkja af frásögnum annarra. Svo hefur mér alltaf þótt Laxdæla svo skemmtileg bók. Sigurður Hjálmars- son — Minningarorð Vinur minn og félagi hann Siggi Hjall er dáinn, 80 ára að aldri. Hann starfaði enn við hlið okkar, en hafði brugðið sér í sumarfrí með konu sinni og börnum í hús félags okkar að Svignaskarði í Borgarfirði er kallið kom. Hann var fluttur í Sjúkrahús Akraness og þar lést hann að kveldi mið- vikudagsins 29. júlí sl. Sigurður var fæddur aldamóta- árið 1900, hinn 17. okt. að Fremri Bakka, Laugadal, ísafjarðarsýslu, og voru foreldrar hans þau Arndís Sigurðardóttir og Hjálmar Haf- liðason er þar bjuggu. Sigurður byrjaði ungur að læra húsasmíði á ísafirði, en fluttist síðar hingað suður og lauk hann sínu námi hjá Reykdal í Hafnar- firði. Vann hann við húsasmíðar um sinn, en tók svo til við smíði yfirbygginga á bifreiðir á verk- stæði Egils Vilhjálmssonar hér í borg 2. okt. 1937. Hann starfaði þar nær samfellt síðan, en tók sér frí frá því starfi í nokkra mánuði 1966 og hafði því starfað hjá sama fyrirtæki í 43 ár er hann lést. Sigurður Hjálmarsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Klara Tryggvadóttir og áttu þau 3 börn saman, en þau slitu samvist- um. Árið 1943 kvæntist Sigurður aftur og heitir seinni kona hans Auður Hannesdóttir og lifir hún mann sinn. Þau eiga 6 börn og eru þau öll á lífi. Það er nú þannig, að þegar maður fréttir lát manns, sem maður hefur blandað geði við og unnið með langan aldur, þá er eins og hrist sé upp í manni og maður hrekkur við og segir: af hverju hann? En svona er lífið, enginn veit hver næst hverfur yfir landa- mærin og það er það góða eða slæma eftir hvernig á það er litið við þessa tilveru alla, en við sem þekktum Sigga Hjall. vissum, að hann var kominn á skrá hjá þeim almáttuga og þar með að kallið kæmi hvenær sem væri, en samt er það sárt fyrir alla aðstandend- ur og vini. Ég kynntist honum árið 1955, um haustið, er ég hóf störf hjá sama fyrirtæki og hann starfaði hjá og mín fyrstu kynni af honum voru góð og ekki man ég til þess að nokkurn tíma hafi okkur sinnast, þótt við værum ekki alltaf sam- + Jaröarför eiginmanns míns, HELGA P. BRIEM, fyrrverandi sendiherra, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. ágúst kl. 3 e.h. Doris M. Briem. t Alúöarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug vlð andlát og jaröarför GÍSLA GUDMUNDSSONAR. Þorbjörg Friöbertsdóffir, Sesselja Gísladóttir, Viggó Vilbogason, Jóhannes Gíslason, Guörún Skúladóttir, Erla K ristjénsdóttir, Lilja Eiríksdóttir. + Þokkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SVEINS KR. JÓNSSONAR, fyrrv. verkstjóra fré Flateyri, Stórholti 29, Reykjavík. Þórey Guómundsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Siguröur Jóelsson, Jón G. Sveinsson, Elínborg J. Pélmadóttir, Unnur Sveinsdóttir, Guómundur R. Ingvason og barnabörn. Þetta skarpa minni Helgu kom vel heim við ættfræðiáhuga henn- ar, sem alla tíð var mikill. Það sem þó meira máli skipti var að þessi eiginleiki hennar, ásamt fróðleiksfýsn og fráærri frásagn- argáfu, átti ríkan þátt í því um að gera heimili þeirra Jóns að því menningarheimili, sem börnum þeirra og vinum verður lengi ljúft að minnast. En heimilis þeirra verður þó ekki síður minnst fyrir það einlæga, fagra og trygga samband, sem alla tíð ríkti milli þeirra hjónanna Jóns og Helgu í þau nærfellt sextíu ár, sem þeim auðnaðist að njóta samvistum í hamingjusömu hjónabandi. Börn þeirra eru átta talsins, Lilja, Ester, Þórdís, Solveig, Gylfi, Elísa, Sigurjón og Kári. Komið er að leiðarlokum. Helga Káradóttir er horfin okkur um sinn. Ég átti því láni að fagna að njóta kynna hennar og vináttu í meir en tuttugu ár sem tengdason- ur hennar. Fyrir það vil ég þakka. Á þessari stundu má það vera ástvinum hennar huggun að Helga Káradóttir var hamingjukona í lífi sínu. Hún eignaðist ástríkan mann og átta mannvænleg börn. Hún var lífsglöð allt til hinstu stundar. Minningin um hjartahlýja og hugumstóra konu mun lifa. Gunnar G. Schram mála því sem var að ske á hverjum tíma í þjóðfélagsmálum, en hann var fastur fyrir og hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum. Margir voru búnir að njóta kennslu hans við bifreiðasmíði áður en ég kom til starfa þarna og tók hann mér ljúflega eins og öllum og kenndi hann mér mörg handtökin og alltaf jafnóþreyt- andi að leiðbeina og hjálpa þegar þess þurfti með. Siggi Hjall., eins og við kölluð- um hann til aðgreiningar frá öðrum Siggum, var góður vinnufé- lagi. Hann var einnig hagyrðingur góður, átti gott með að setja saman vísur og kvæði. Við, sem unnum þarna, urðum oft vitni að því þegar vísur fuku um sali, því fleiri hagyrðingar voru á staðnum og oft var skotið á einhvern þeirra vísu eða stökubyrjun og þá var ekki langt að bíða svars frá Sigga eða þeim, sem hann hafði hent stöku til og oft var þá hlegið, en allt var þetta góðlátlegt grín, ekki til að særa, því það átti hann ekki til í sínu hjarta. Ég þakka honum þau kvæði sem hann flutti félagi okkar og mér sjálfum á afmælum mínum. Sigurður Hjálmarsson var einn af stofnendum Félags bifreiða- smiða er það var stofnað árið 1938 og var hann ritari þess í nokkur ár og einnig varaform. í eitt ár. Hann starfaði einnig í samninganefnd- um og að fleiri störfum fyrir félagið og vil ég fyrir hönd félags okkar þakka honum góð störf fyrir það á liðnum árum. Ég þakka honum samfylgdina í þessi 26 ár sem við unnum saman. Það var gott að hafa hann sér við hlið öll þessi ár, þennan góða dreng, duglegan og vinnusaman, sem ávallt vissi að hverju hann gekk og við vissum ávallt hvar við höfðum hann. Við vinnufélagar hans og allir starfsmenn aðrir hjá Agli Vil- hjálmssyni h/f söknum hans og sendum okkar innilegustu samúð- arkveðju til eftirlifandi konu hans og barna. Ásvaldur Andrésson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.