Morgunblaðið - 07.08.1981, Page 29

Morgunblaðið - 07.08.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 29 7TT ^7 ~ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MANUDEGI Mr UJArnPK'an'U If LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SIMI 85811 Þessir hringdu . . . Miðdegissagan eintómt klám Margir hafa hringt til Velvak- anda og beðið um að vekja máls á miðdegissögunni, sem nú er í útvarpinu. Telja hana alls ekki boðlega vegna kláms og klámyrða. Sagan er lesin á þriðjudögum og í dagskrárkynningu segir að hún heiti Praxis, sé eftir Fay Weldon, og að Dagný Kristjánsdóttir lesi þýðingu sína. Á þriðjudag hringdi maður, sem hafði heyrt lestur þessarar sögu þar sem hann var að ferðast í bílnum sínum með fjölskyldunni, og sagðist aldrei hafa heyrt annað eins klám og það sem dembt var yfir hlustendur. Hann hafði svo farið að ræða um þetta við aldna og unga og hver einasti, sem heyrt hafði söguna, var alveg gáttaður á orðbragðinu. Eitt er að gefa út svona sögu, svo að þeir sem vilja smjatta á slíku geti lesið það heima hjá sér í einrúmi, eða fyrir vini sína ef þeim liggur mikið á, sagði hann, og hitt að demba svona orðavali af klámi yfir út- varpshlustendur, sem sitja í áætl- unarbílum eða heyra annars stað- ar í útvarpstækjum. Það hafa alltaf verið til klámhundar, sem hafa gaman af þessu, en í útvarpi almenns hlustanda, er það eins- dæmi. Og hann bætti við: Ég fór að spyrja hver þessi kona væri, sem hefði valið og vildi lesa slíka sögu og var sagt að það væri unglinga- kennari austur á Egilsstöðum. Þá varð ég hissa. Dynur í eyrum Þá hringdi fullorðin kona, M.Ó., sagðist alltaf hlusta á miðdegis- sögunar. Hún væri sjúklingur og þær styttu daginn. Nú hafði hún opnað útvarpið sitt og fengið yfir sig argasta klám, með því versta orðavali af því tagi sem hún hefði heyrt. Þetta gæti næstum verið orðabók með klámyrðum. Sá sem hefur ánægju af að smjatta á slíku hlýtur að hafa sérstaka þörf fyrir að fá afbrigðilega útrás í orðum, sagði hún. Og hún spyr hvað dagskrárstjóri, sem hún hefur annars mætur á, sé að hugsa að láta slíkt dynja yfir útvarpshlust- endur. Frambjóðendur til alþingis- kosninga hafi aðsetur í héraði í FRÉTT frá samtökunum Valfrelsi segir að á fundi fram- kva'mdanefndar Valfrelsis. sem haldinn var þann 23. júli sl.. hafi svohljóðandi ályktun verið samþykkt: „Stefnt skal að þvi að frambjóðendur eigi og hafi átt heima þrjú ár eða lengur i því kjördæmi, sem þeir eru í framboði fyrir.“ Hér mun væntanlega vera átt við frambjóðendur til alþingis- kosninga og í greinargerð fund- ar Valfrelsis segir ennfremur að framkvæmdanefnd Valfrels- is álíti að „heimamenn" hafi betri aðstöðu til að þjóna um- bjóðendum sínum, sem þannig geti veitt fulltrúum sínum nauðsynlegt aðhald. Fram- kvæmdanefnd Valfrelsis skipa Hilmar Guðjónsson, Lárus Loftsson, Marías Sveinsson, Smári Stefánsson og Sverrir Runólfsson, ábyrgðarmaður. T Bleian Uggur í f ólki vegna fíkniefna- dreifingar Af stað burtu í fjarlægð, gæti hann verið að segja þessi sænski strákur á tjaldstæðinu í Laugardal, enda hefur hann aldeilis lagt land undir fót — kominn til íslands. LjA.ni. Gu«K>n. Svar frá frétta- stjóra útvarps Svar við fyrirspurn Sigurðar E. Haraldssonar. kaupmanns, i dálk- um Veivakanda 6.8.1981. Sigurði E. Haraldssyni getur tæpast verið alvara að leggja að jöfnu atferli drukkinna ökufanta sem stofna eigin og annrra lífi og limum í hættu á strætum og vegum landsins og eigenda smáverzlana í Reykjavík sem vilja hafa opnar búðir á laugardögum í trássi við umdeilda reglugerð. Hegðan öku- níðinga (innbrotsþjófa, ofbeld- ismanna o.s.frv.) er ekki umdeild. Reglugerðin um bann við verzlun í höfuðborginni á laugardögum er umdeild. t deilumálum ber Fréttastofu Útvarps að láta koma fram sjón- armið allra þeirra sem deila. Þess vegna var talað við eiganda einnar af nokkrum smáverzlunum í Reykjavík sem höfðu opið á laugar- degi með þeim afleiðingum að lögreglumenn komu á staðinn. önn- ur sjónarmið höfðu áður komið fram í útvarpsfréttum í sumar. Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri Útvarps. A.J. kom að máli við Vel- vakanda, og sagði að það mál, sem nú væri mest um rætt, væri fíkniefnasmygl íslenzkra ungmenna, sm virðist fara hraðvaxandi eftir fréttum að dæma. Hann sagði að þetta hefði verið rætt í heita pottin- um í sundlaugunum þá um morguninn og hefðu menn af þessu miklar áhyggjur. Fannst jafnvel blöðin ekki taka nægi- lega hart á þessu í skrifum sínum, og almenningur ekki gera nóg af því að lýsa van- þóknun sinni. — Það væri örmurlegur stimpill, sem íslenzk ung- menni hafa sett á þjóðina erlendis og þá einkum á Norð- urlöndum, sagði hann, þar sem ótrúlega margir virðast vera í smygli og sölu. Það er ljóta sendingin, sem frændur okkar hafa á undanförnum árum fengið frá okkur. Hann sagði að í umræðum um þetta kæmi greinilega fram, að nú væri fólk orðið hrætt við þetta. Það færi fiðringur um aðstandendur ungmenna, þegar vitað væri að fíkniefni væru svona mikið á ferðinni þar sem þau eru á ferð og þeir vita ekkert um þetta eða þekkja það þótt þeir sjái eða finni af því lyktina. Tími væri kominn til að taka þetta mál fastari tökum. Veitiö ungbarninu loft meö réttri bleiutegund. Allar bleiur meö plasti utan um eru eins og gróöurhús. T-bleian er einungis meö plasti aö neöan, en ekki á hliöum og meö henni notist laglegu t-buxurnar, sem eru úr taui og veita því lofti um barnið. Eingöngu t-bleiurnar veita barninu nóg loft. Barnarassar þurfa á miklu lofti aö halda til aö líöa vel. Versllð hjá fagmanninum Þú kemur meö filmurnar til okkar í dag og sækir myndirnar kl. 16 á morgun. Góö ráð í kaupbæti $0**90 SVOGúVtöT ríS/: KV5NSAM 'bEtf 6AYtm, Míóltm Qöyi>0% AN ÝE& s\(/la bÓLo^Arr/ r/L og \ yoWAVÓT fi® yWVA Yí?/W/9 oMW m r/i^\L\\is V£fo£OrtAtf£W$ OwVEtfNIG \ yiEiskmj x) \AKI ór- VÓK WtfiUV lá VTOA/O/ £KK/ vm tmr- \ SIG6A V/QGÁ £ iwtm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.