Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Islenskur ullarfatnadur er tískuvara erlendis íslenski ullar- fatnaðurinn og tískusveiflur Þeirri spurningu hefur verið varpað fram, hvernig íslenskir ullarfataútflytjendur fari að því að aðlaga hráefnið og þann fatnað, sem framleiddur er úr því tísku hvers tíma og þeim markaði, sem fyrir er? Olafur Ottósson framkvæmdastjóri Ála- foss, svaraði þessari spurningu á eftirfar- andi hátt: „Sá markaður, sem ullarfatnaður er seldur á er Norður-Ameríkumarkaður og Evrópumarkaður, þar sem örar breytingar eru í tískunni, og Sovétmarkaður, en útfiutningur þangað hefur dregist saman, vegna hiutfallslega hækkandi verðs." „íslenskir ullarfataframleiðendur hafa reynt að gæta þess, bæði við útlits- og efnishönnun, að halda ákveðnu jafnvægi milli þess stíls, sem talinn er íslenskur og tískunnar á hverjum tíma.“ „Það hefur líka verið uilariðnaðinum til láns, að fólk hefur tekið náttúruleg efni fram yfir gerviefni undanfarin tíu ár, þá ekki hvað síst ullina, sem mjög hefur verið í tísku. Náttúrulegir litir hafa líka átt sífellt meiri vinsældum að fagna í tískuheiminum. „Þeir sem starfa að hönnun á ullarfatnaði fylgjast vel með því, sem er að gerast í tískuheiminum. Þeir fara á tískusýningar út um heim, til dæmis á Prét a Porté fatasýningar í París og svo til Bandaríkj- anna. Þá eru tískublöð keypt reglulega og fyigst með litum og litaspám, sem Interna- tional Wool Secrateriat gefur út. Einnig fá útflytjendur ábendingar frá söluaðilum sín- um erlendis og sölufólki um hvers konar fatnaður er líklegastur til að seljast á hinum ýmsu mörkuðum." Vöruþróun og vöruval Fyrsti ullarfatnaðurinn, sem náði vin- sældum á erlendum mörkuðum var íslenska lopapeysan. Þótti hún sérstæð og hefur sala á íslenskum lopapeysum gengið mjög vel allt frá upphafi. Erlendis var íslenska lopapeys- an tengd Islandi og sögulegri hefð, en við ættum að vita betur, því lopapeysan í núverandi mynd á sér enga slíka hefð hér á iandi. Mynstrið er grænlenskt og að því best er vitað mun fyrsta peysan hafa verið prjónuð eftir mynd í dönsku vikuriti laust : eftir 1950. Hvað sem því líður, þá gegnir lopapeysan mjög þýðingarmiklu hlutverki í þróun ullar- iðnaðarins, því hún opnaði markað fyrir íslenskar ullarvörur. Árið 1969 er farið að vélprjóna ullarfatnað og naut hann góðs af þeirri markaðsaðstöðu, sem handprjónið hafði skapað. Eftir því sem framleiðsla og hönnun á vélprjónuðum fatnaði var bætt, óx hiutdeild þessa fatnaðar og nú má segja, að handprjónið fljóti með vélprjóninu hvað varðar sölu erlendis. Ulla Magnússon deildarstjóri vöruþróun- ar hjá Álafossi, sagði í þessu sambandi: Þeir sem vinna að vöruþróun og hönnun- armálum verða ávallt að gæta þess, að tryggja að vöruúrval, tegund, gæði, útlit, samsetning og framleiðslukostnaður vör- unnar sé í samræmi við þörf þeirra markaðshópa, sem í hlut eiga. Þróunin hefur orðið sú, að vöruval á ullarfatnaði hefur aukist mjög á undanförnum árum, samfara aukinni sölu og nýjum mörkuðum. Á þetta einkum við um vélprjónaðan og ofinn fatnað." Þær vörutegundir, sem nú eru framleidd- ar hjá hinum tíu aðilum, sem stunda útflutning á vélprjónaðri ullarvöru af ein- hverri alvöru er kvenfatnaður, einkum peysur, léttir jakkar af ýmsum stærðum og gerðum og fóðraðar kápur. Á síðari árum hefur Álafoss hafið framleiðslu á lettum kvenullarfatnaði, sem fyrirtækið kallar Ála- foss Breeze. Hér er einkum um að ræða kjóla, pils og dragtir úr vélprjónaðri eða ofinni ull. Þá er framleiddur karlmanna- og barnafatnaður, einkum peysur og jakkar." Hönnun og val ullarfatnaðar til útflutnings „Þegar flík er hönnuð er margs að gæta og þar koma margir við sögu,“ sagði Sigurður Arnórsson aðstoðarframkvæmdastjóri Iðn- aðardeildar Sambandsins. „Sjálft efnið þarf / að hanna og gera af því sýnishorn. Flíkin er teiknuð og útbúin munstur og valdir saman litir. Síðan er búið til eitt sýnishorn af flíkinni í ákveðinni stærð og litum, sem framleiðsluaðilarnir fara síðan vel yfir og athuga hvort flíkin samræmist ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til hennar." „Þegar ákveðið er hvaða flíkur skuli verða fyrir valinu til fjöldaframleiðslu, en í þessu sambandi er oft talað um „collection", þá koma framleiðsluaðilar, sölu- og umboðsað- ilar saman og ákveða þessa hluti. Hjá flestum ullarútflutningsfyrirtækjum kemur fram ein, „collection" á ári, eða á haustin." Dýrari en hliðstæður fatnaður erlendis Þegar íslenskur ullarfatnaður er kominn í verslanir erlendis er hann venjulega dýrari en hliðstæður fatnaður framleiddur í öðrum löndum. Ýmislegt kemur þarna til greina, en að sögn Þráins Þorvaldssonar framkvæmda- stjóra Hildu hf., „þá hefur það verið markmið íslenskra ullarfataútflytjenda, að framleiða vandaða og dýra gæðavöru þar sem verð skiptir tiltölulega litlu máli í kaupákvörðun neytandans." Hverjir kaupa íslenskan ullarfatnað Enda þótt ekki hafi farið fram kannanir á því, hverjir það séu einkum, sem kaupa íslenskan ullarfatnað, þá er það skoðun margra ullarútflytjenda, að enda þótt varan sé dýrari en hliðstæð vara erlendis, þá sé það ekki fyrst og fremst efnað fólk, sem kaupi ullarfatnaðinn. Sagði Tom Holtin forstjóri Hildu hf. í þessu 8ambandi: „Ég tel að það sé miklu fremur vel upplýst og fróðleiksfúst fólk, sem ferðast og hefur ánægju af því að afla sér þekkingar á því umhverfi sem það er statt í, sem kaupir íslenskan ullarfatnað. Við sem starfað höfum að kynningum á ullarfatnaði erlend- is, höfum orðið vör við að það fólk, sem hefur keypt íslenskar ullarvörur hefur venjulega viljað fá að vita meira um vöruna og þá ekki hvað síst þjóðina, sem hún kemur frá.“ íslendingar sjálfir hafa lítið keypt af vélprjónuðum, íslenskum ullarfatnaði, aftur á móti hefur sala á handprjónuðum ullar- peysum til Islendinga verið stöðug. Steinunn Jónsdóttir verslunarstjóri Ála- foss hafði þetta um málið að segja: „Það er erfitt að skýra af hverju íslendingar kaupa ekki meira af ullarfatnaðinum. Líklegast finnst þeim fatnaðurinn vera fyrir útlend- inga. Sem dæmi um þetta viðhorf get ég sagt frá því, að inn í búðina kom kona með ungt barn. Barnið benti á ullarhúfu og sagði: „Ég vil fá svona húfu“. Þá sagði móðirin: „Þetta er bara fyrir útlendinga". „Sala á vélprjónuðum fatnaði til Islend- inga hefur þó farið vaxandi að undanförnu Texti: Hildur Einarsdóttir eftir því sem hönnun á fatnaðinum hefur orðið betri. Ein skýringin á því að íslend- ingar kaupi lítið af ullarfatnaði gæti líka verið sú, að prjónað er mikið úr ullinni heimafyrir." Markaðsstarf ís- lenskra ullarfata- útflytjenda Markaðsstarf íslenskra ullarfataútflytj- enda hefur verið mjög markvisst á undan- förnum árum. Til að kynna vöru sína hafa útflytjendur eða umboðsaðilar þeirra tekið þátt í sýningum og ferðast víða. Kynning á Islandi er stór þáttur í kynningu ullarfatn- aðar, þó að hráefnið sjálft sé auðvitað þungamiðja kynningarstarfseminnar. Undirstaða árangursríkrar markaðs- starfsemi er að geta aðgreint vöruna frá öðrum samkeppnisvörum á markaðnum. Það hefur íslendingum tekist. Dreifing vörunnar fer annars vegar fram með hjálp heildsala eða umboðssala og hins vegar beint til verslana. Þótt ullarvörurnar séu oft seldar í samblandi við annan fatnað í verslunum, þá er hann víða seldur á afmörkuðum svæðum í verslunum. Ef varan er til dæmis seld í stórmörkuðum eins og tíðkast víða á Norður-Ameríkumarkaði, þá er íslenska ullarfatnaðinum venjulega fund- inn sér bás en honum er ekki blandað saman við annan ullarfatnað. Þannig er sérstæði íslenska ullarfatnaðarins undirstrikaður á þessum hörðu samkeppnismörkuðum. Grundvöllur framleiöslunnar íslensk ullarfataframleiðsla hefur átt góðu brautargengi að fagna og gera má ráð fyrir að söluaukning verði 20—30% á þessu ári. En hverjar eru höfuðástæðurnar fyrir þessari velgengni? Þráinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri Hildu hf. var spurður þessarar spurningar. Hann sagði: „í fyrsta lagi er hér um að ræða íslenskt hráefni og séríslenska vinnsluaðferð. Það má svo aftur deila um það hvort sérkenni íslensku ullarinnar sé orðin til vegna sérkennileika hráefnisins eða skapast í vinnslu bandsins, sem þróuð hefur verið í íslenskum spunaverksmiðjum. í öðru lagi eru kynning á Islandi og sögulegri hefð landsins veigamiklir þættir í kynningu á ullarvörum. Flestir vita að ísland er fallegt og sérkennilegt land. Úr sérkennilegu umhverfi má vænta sérstæðr- ar vöru. Þessi samofna kynning á landinu og þeim afurðum, sem þar eru framleiddar úr náttúrulegum efnum hefur tekist mjög vel. í þriðja lagi hefur markaðssetning ullar- vara tekist með afbrigðum vel. Góðir hönnuðir, innlendir eða erlendir, sem skap- að hafa heillegt úrval af fatnaði eftir kröfum markaðarins hafa ráðið úrslitum svo og efnishönnunin, sem talin er sérís- lensk. Kynningarstarf á erlendum mörkuð- um hefur líka verið mjög árangursríkt. Bæði hefur notið við dugmikilla einstaklinga og það hafa myndast tiltölulega stórar söluein- ingar. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur einnig gegnt veigamiklu hlutverki. Sú stofn- un hefur samræmt markaðslegt átak ullar- útflytjenda. í fjórða lagi má nefna tiltölulega góðar fjárhagsfyrirgreiðslur. Þótt iðnrekendur Lettir vélprjónaðir ullarjakkar, trefill og húfa í atíl við ( náttúrulegum litum frá Hildu hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.