Morgunblaðið - 09.08.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
47
Pottarím
Umsjón: SIGRUN
DAVÍÐSDÓTTIR
Flestir eiga sér einhverja
rétti, sem þeir grípa til þegar
tíminn er orðinn naumur og
sulturinn tekinn að sverfa að.
Slíkir réttir verða einkum að
uppfylla eitt skilyrði og það
er að vera fljótlegir, auk þess
sem hráefnið þarf helzt alltaf
að vera til. Það þarf ekki að
taka það fram að auðvitað
þarf þetta að vera góður
matur ... Pasta, eða makka-
rónuréttir öðru nafni, eru
alveg tilvaldir á svona stund-
um. Hér á eftir fylgja pasta-
uppskriftir, sem uppfylla
þessi skilyrði.
Ég er reyndar alltaf hálf
hikandi við að lofa að hinar
og þessar uppskriftir séu
fljótlegar í framkvæmd, því
við erum misfljót að vinna
verkin, ekki satt... Og ekki
má gleyma að flestar upp-
skriftir eru seinlegar eða
seinlegri i fyrsta skiptið. En
fljótlegar eða seinlegar, þá
eru eftirfarandi uppskriftir
bragðgóðar og eru því ekkert
neyðarbrauð, heldur sóma sér
jafn vel á helgum sem rúm-
helgum dögum.
Góða skemmtun.
Pasta frá
Suður-Italíu
(handa fjórum)
Það kemur víst engum á
óvart, sem þekkir eitthvað til
matarlandafræðinnar, að sjá
pastarétt frá S-Ítalíu, því
einmitt þar hefur pastamenn-
ingin lengi staðið með blóma.
Hér hefur fengist ágætt pasta
í búðum, t.d. frá Barilla og
Spigadore. í þessar tegundir
eru notuð egg, sem er til bóta.
Pasta er mótað á ýmsan hátt
og þið notið það sem ykkur
finnst hentugast. Mér finnst
alveg sjálfsagt að eiga alltaf
pakka i skápnum og geta þá
gripið til hans, þegar á þarf
að halda.
Fljótlegt
og gott
Það skiptir miklu máli að
sjóða pasta hæfílega lengi og
í ríflegu vatni. Bragðið á því,
þegar enn eru 1—2 mín. eftir
af uppgefnum tíma, skv. leið-
beiningum á pakkanum. Þeg-
ar nóg er soðið, hellið þá
vatninu af og látið smjörklípu
saman við, svo ekki fari allt í
kökk. Og svo er eitthvað gott
sett saman við það, t.d. eftir-
farandi blanda.
500 gr. pasta
olía, helzt ólífuolía
2 hvítlauksrif
10 steinlausar ólífur, fylltar
eða ófylltar
1 msk kapers
2 paprikur, gjarnan rauðar
4 vel þroskaðir tómatar
1 steinseljuknippi (ef þið eig-
ið).
1. Setjið upp vatn, gjarnan
3—4 1. Þegar suðan er komin
upp, þá dembið þið pastanu í
og sjóðið það hæfilega lengi.
2. Meðan vatnið er að sjóða,
snúið þið ykkur að meðlætinu.
Hitið svolítið af olíu á pönnu
eða í potti. Saxið hvítlaukinn
og ólífurnar, hreinsið paprik-
urnar og skerið þær í litla
bita. Setjið nú þetta allt út í
heita oliuna og látið malla,
þar til að paprikubitarnir eru
farnir að mýkjast. Auðvitað
má hvítlaukurinn alls ekki
brúnast, því þá verður hann
rammur.
3. Þvoið tómatana og skerið
þá í bita. Bætið þeim út í
olíuna og látið þá bráðna
saman við paprikuna og allt
hitt, ásamt kapers. Saxið
steinseljuna saman við og
blandið þessu rækilega saman
við soðið pasta, sem vatninu
hefur verið hellt af. Berið
strax fram rjúkandi heitt.
Ef ykkur sýnist svo getið
þið bætt rifnum osti saman
við. Auk þess sem rétturinn
stendur fyllilega fyrir sínu, er
hann fyrirtaks meðlæti, t.d.
með glóðarsteiktu kjöti.
Pasta með skinku
og valhnetum
(handa fjórum)
Þessi réttur er ættaður frá
S-Italíu, eins og sá fyrri.
Reyndar hefði verið hægt að
leita lengra, því Kínverjar eru
einnig mikið fyrir pasta.
Stökkar hnetur fara vel við
mjúkt pasta, og skinka gefur
gott bragð. Hér er fram-
kvæmdin enn einfaldari en í
fyrri uppskriftinni. Það er
best að nota reykta skinku, en
það er ekki alltaf auðvelt að
ná í hana. Og gætið þess að
skinkan sé reykt í raun og
veru, en ekki aðeins „bragð-
bætt“ með reykbragðefnum.
Ég get reyndar ails ekki skilið
hvernig framleiðendum leyf-
ist að kalla slíka vöru reykta.
Reyking er matreiðsluaðferð,
en ekki aðeins bragð. Mér
finnst það því jaðra við vöru-
svik að kalla kjöt með reyk-
bragði reykt. Én það eru
kannski einhver önnur sjón-
armið, sem ráða hér ferðinni,
þó ég komi ekki auga á þau.
Hvað sem þessu líður, notið
þið venjulega, saltaða skinku,
ef þið náið ekki í alvöru
reykta skinku. í stað valhneta
geta komið hnetur eða möndl-
ur. Ostur eða ekki ostur, það
er smekksatriði. Hann er alls
ekki nauðsynlegur með, en
sumum finnst hann vafalaust
til bóta. Góður óðalsostur eða
goudaostur kemur þá helzt til
greina.
500 gr. pasta
smjör
100 gr valhnetur, heslihnetur
eða möndlur
100 gr. reykt skinka, eða
aðeins söltuð
1. Setjið upp vatn og sjóðið
pasta eins og áður er nefnt.
Látið vatnið renna vel af því,
þegar það er soðið.
2. Á meðan bræðið þið
svolítið smjör á pönnu eða í
potti. Saxið hneturnar gróft
og látið þær malla í smjörinu,
þannig að þær taki lit. Saxið
skinkuna og látið hana stikna
með hnetunum. Kryddið með
nýrifnu múskati og pipar, og
blandið þessu saman við
pastað. Berið strax fram
rjúkandi heitt.
Líkt og fyrri rétturinn er
þessi heppilegur sem mat-
armikið meðlæti með glóð-
arsteiktu kjöti. 500 gr. af
pasta sem meðlæti duga
handa 5—6 manns.
VBS 9000 er „Luxus" gerðin frá FISHER
O Fullkomln þráðlaus fjarstýring.
10 - Functlon Infrared Remote Control.
O Beindrifið - Dlrect Drlve.
O Snertirofar - Soft Touch Controls.
OSjálfvirk fínstilling við upptöku.
Recordlng/Dubbing Lock System.
O Sjálfspólun til baka.
Auto Rewind System.
O Hægt er að horfa á meðan hrað-
spólað er áfram - CUE.
OFullkominn „Timer" fyrir
upptöku.
O Notar allt að 4 tíma spólur.
Það er ekki að ástæðulausu sem flestir japönsku risarnir hafa valið Beta kerfið svo sem,
FISHER, NEC, SONY, TOSHIBA og SANYO.
5.500.000 myndsegulbönd með Beta
kerfi eru í notkun í heiminum í dag og
áætlað er að 2.800.000 tæki verði fram-
leidd á þessu ári. Beta kerfið á 30-45%
af Evrópumarkaðinum. í Hollandi eru
45% af tækjum með Beta kerfi og í
Þýskalandi 35%.
FISHER
MYNDSEGULBANDSTÆKI
BETA KERFI
Eftirtaldir Videoklúbbar bjóða myndir og þætti í miklu úrvali fyrir
Beta kerfið:
VIDEOMIÐSTÖÐIN, Laugavegi 27
VIDEOSPÓLAN, Holtsgötu 1
KVIKMYNDAMARKAÐURINN, Skólavörðustíg 19
VIDEOKING, Hafnargötu 48, Keflavík
VERÐ - VBS 9000 STAÐGR.: VERÐ A SPÓLUM
15.900.- 15.100.- 60 mín. 160.- 130 mín. 200.-
VERÐ - VBS 7000 STAÐGR.:
195 mín. 260.-
11.550.- 10.950.- 240 min. 295.-
Útborgun á VBS 9000 kr. 5.500 og eftirstöðvar á 7-8 mánuðum.
Útborgun á VBS 7000 kr. 4000 og eftirstöðvar á 6-7 mánuðum.
BORGARTÚN118
REYKJAVÍK SlMI 27099
SJÓNVARPSBODIN
PRiSMA