Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
„Síðari hluta dags komum við
til Vaihingen, sem voru svokallað-
ar „Erholungslager" eða nánast
„heilsu eða hressingarhæli" fyrir
veika fanga. Búðirnar voru við
þorpið Enz, um það bil 40 km frá
Karlsruhe. Þegar við nálguðust og
sáum umhvefi búðanna varð
okkur ekki um sel. Ekki bætti úr
skák að veðrið var þungbúið og
umhverfið var forugt og Ijótt. Hér
hittum við Sigurd Tangwa, sem
hafði verið með í flutningunum
frá Dautmergen og hér voru
nokkrir sem höfðu verið með
honum þar. Einstaka maður var
hress í bragði og gaf í skyn, að
búðirnar væru harla góðar. Engin
vinna fyrir sjúka og auðvelt að
komast í sjúkrabragga. Matar-
skammturinn var eins og annars
staðar. Þeir fangar sem höfðu
verið hér lengst voru 2000 Gyð-
ingar, þeir einu sem eftir lifðu af
32 þúsund Gyðingum úr gettóinu
Random. Það var hörgull á vinnu-
krafti í Þýzkalandi, þegar hér var
komið sögu og varð til þess að þeir
sluppu víð að lenda í gasklefunum.
Þeir áttu að taka þátt í að reisa
stóra neðanjarðarverksmiðju. En
eftir því sem þrengdist um Þjóð-
verja, var hætt við verkið.
Við vorum settir í bragga í
útjaðri búðanna. Braggarnir voru
eins og svínastíur. Jottit settist
uppgefinn á kantinn á kojunni og
horfði tómlátlega fram fyrir sig.
Við höfðum búizt við að komast á
skárri stað en Dautmergen var, en
það benti fæst til þess. Eg minnist
sérstaklega viðbragða Jottits
vegna þess að hann hafði verið
óþreytandi að telja í okkur kjark í
sárum og vondum þrengingum —
alltaf hélt hann skapsmunum í
jafnvægi. Það var alltaf hægt að
tala við hann. Hér var engu líkara
en hann hefði gefizt upp og hann
settist fjarri okkur, yrti ekki á
neinn. Seinna lézt hann hér úr
kröm og vosbúð. Imyndunarafl
mitt hrökk ekki til að gera mér í
hugarlund, að aðstæðurnar í
nokkrum búðum gætu verið jafn
ömurlegar og hér. Fangarnir sem
við hittum litu út eins og þeir
væru dánir. En þeir lifðu að
nafninu til. Allt var tilgangslaust,
skipti engu máli.
Daginn eftir vorum við sendir í
baðbraggann. Við vorum klæddir í
tötra, rifna og slitna, fóðraða með
umbúðapappír til að hlýja okkur.
Öllu var kastað í einn haug. Það
átti að sótthreinsa fötin en þau
voru jafn uppfull af lús, þegar þau
voru síðan afhent okkur. Við
hlupum berir yfir portið og vorum
reknir inn í sturtuherbergið, 20—
30 í einu. Það var gerð á okkur
læknisskoðun. Læknarnir við búð-
irnar voru flestir pólskir Gyðingar
og reyndu margir eins og þeir gátu
að sýna okkur vinsemd, þótt þeir
hefðu ekki mikið upp á að bjóða,
þar sem þeir höfðu t.d. nánast
engin lyf eða slíkt. En Gyðingarn-
ir sýndu ekkki hvað sízt okkur
Norðmönnunum mikla velvild. Ég
var úrskurðaður veikur og fékk
rauðan lappa sem merki um að ég
yrði fljótlega settur í sjúkrabragg-
ann. Okkur var dreift um búðirn-
ar, en við lentum þó nokkrir
saman sem lengi höfðum þolað
saman mótlæti, Kristian, Jottit,
Odd, Fritz, Paulus og ég vorum
saman í bragga tvö. Þvottaher-
bergið var mjög frumstætt, svo að
ekki sé fastar að orði kveðið, sama
má segja um klósett og eldhús.
Það er varla hægt að hugsa sér
það klénna.
Kojurnar voru hreint afleitar,
en einhvern veginn verkaði breyt-
ingin úr síðustu búðum þó þannig
á okkur, að við sváfum vel fyrstu
næturnar. Svo vorum við fluttir í
sjúkrabraggann — þegar nógu
margir höfðu dáið þar, það skild-
um við seinna — og fengum furðu
góðar móttökur. Hér voru all-
sæmilegar kojur. Alf Grinderud
og ég lágum saman í koju mánuð-
um saman. Hér hittum við og
ýmsa sem við þekktum, og fyrst í
stað fannst okkur sem líðan okkar
væri bærileg. Þetta var í lok
nóvember 1944.
En hér voru alltof fá ullarteppi.
Klósettið var úti á ganginum og
þvottaherbergi fyrir endanum.
Við afhentum fatadruslurnar
okkar þegar við vorum lagðir inn,
en héldum nærfötum og skóm ef
hægt var að kalla þessar pjötlur
því nafni. Við reyndum að hag-
ræða okkur í rúmunum. Hér
áttum við að liggja tveir sjúkl-
ingar og hér lágum við lengi.
Matarskammtarnir voru örlítið
skárri en í bragga tvö, en stöðugt
var klipið af þeim.
Það segir sig sjálft að við vorum
þjáðir og kvaldir af stöðugri
sultartilfinningu. Og þessi tilfinn-
ing vandist aldrei. Hún stóð til
loka fangabúðavistar okkar. Það
leiddi óhjákvæmilega til þess að
hvar við lágum þarna í fletunum,
vorum við alltaf að tala um mat.
Læknirinn sem leit til með okkur
var viðmótsgóður og einnig
SS-læknirinn sem leit inn öðru
hverju. Við heyrðum að það
myndu koma pakkar til okkar frá
Svíþjóð og Danmörku og við
norsku sjúklingarnir þarna, kom-
um okkur saman um að láta
eftirlitsmennina standa í þeirri
trú, vegna þess að það styrkti
stöðu okkar.
Af og til voru fangar úrskurðað-
ir frískir og varpað út úr sjúkra-
bragganum. Við fengum Age
Skogen til að gefa í skyn, að það
yrði ekki langt þangað til pakk-
arnir færu að streyma að og það
dugði til að við fengum að liggja
þarna og við stefndum að því að fá
að vera þarna að minnsta kosti
fram yfir jól.
Jólin nálguðust og við lágum í
kojunum okkar og ákváðum, að við
ætluðum ekki að halda jólin hátíð-
leg á neinn hátt að þessu sinni,
heldur láta jóladagana líða hjá.
Allir fundu það á sér, að það
myndi verða of mikið átak ef við
reyndum að minnast jólanna á
einn eða annan hátt. Það barst til
okkar lítið af fréttum og þær sem
bárust voru oft ýktar. Öðru hverju
— einkum á kyrrum nóttum
heyrðum við fallbyssudrunur. Og
á daginn flugu orrustuvélar
bandamanna yfir. Þær komu allt-
af á sama tíma, það lá við borð við
gætum stillt klukkuna eftir þeim.
Okkur skiidist fljótlega að Þjóð-
verjar hefðu ekki lengur nein tök á
að veita viðnám. En við vissum, að
það kom fyrir að vörður skaut í
bræði sinni af byssu upp í loftið,
en það hafði ekkert að segja.
Flugvélarnar flugu á brott. Það
var ekki veitt nein mótstaða á
nokkurn handa máta.
Næturnar urðu langar og kald-
ar. Veturinn gekk í garð og
rúmbáknið okkar var hart. Við
lágum þarna, aðhöfðumst ekkert í
sljóleika okkar og kröm. Margir
fengu legusár. Við vöknuðum
snemma og það voru kveikt ljós í
búðunum árla dags. Þeir sem
höfðu þrótt til þess vöfðu um sig
ullarteppunum og skjögruðu fram
til að þvo sér. Þurrkuðu sér síðan
með skyrtunni sinni, auðvitað
voru hér engin handklæði í boði. Á
hverjum morgni voru einhverjir
látnir þegar hreyfing komst á. Á
hverjum morgni fór eftirlitsmað-
ur milli rúmanna og athugaði
hverjir væru lifandi. Síðan voru
líkin afklædd og dröslað í burtu.
Meiri var nú sú viðhöfn ekki. Svo
var gerð einhvers konar hrein-
gerning og síðan fengum við
kaldan kaffisopa eða súpu. Þeir
sem höfðu getað sparað brauð-
skattinn frá kvöldinu áður neyttu
þess með.
Síðan var ekkert, bara að leggj-
ast út af og dorma. Stöku sinnum
vorum við kallaðir upp og talning
fór fram. Þeir sem smám saman
urðu svo veikir og sljóir hættu að
reyna að komast fram á salernið,
gerðu þarfir sína í koppana í
herbergjunum. Það var kalt inni,
en þungt og mengað loft og
ógerningur að ná samkomulagi
um að hleypa inn hreinu Iofti. Og
hér varð lúsaplágan erfiðari og
erfiðari. Á nóttinni leituðum við
okkur hlýju með því að vefja
okkur í teppin. Og sem við lágum
þarna fóru lýsnar á kreik. Við
fundum þær fara í augun á okkur,
inn í nasir og eyru. Aflúsunin á
morgnana sem hver fangi fram-
kvæmdi fyrir sig var endalaust
verk. Maður gat talið sextíu eða
áttatíu lýs á sér og marði sér til
dægrastyttingar. Samt hafði mað-
ur á tilfinningunni að lýsnar
linntu ekki látunum. Sennilega
Fangar í þrælkunarvinnu { Sachsenhausen.
Ií.afli úr
endurminning-
um Trygve
Brattelis, sem
sat þrjú ár í
fangabúðum
nazista á
stríðsárunum
Bratteli. Myndin var tekin við upp-
haf fangavistarinnar.
sveltandi
manna...
„Samfélag sveltandi manna. þar sem samankomnir eru menn af öllu tagi, úr ólíkum stéttum
þjóðfélagsins með mismunandi bakgrunn, menntun hvaðeina — slíkt samfélag hlýtur að vera
áhugavert til íhugunar. Að minnsta kosti eftir á. Eitt af því sem maður skynjaði var hversu staða
manns í venjulegu samfélagi ræður litlu um það, hvernig hann hegðar sér undir þeim
kringumstæðum sem hér var um að ræða. Þar sem allir svelta. ÖUum er kalt. óþrif og viðbjóður.
Fólk sem maður hefði ekki búizt við neinu sérstöku af gat verið seigast og hugrakkast við þcssar
aðstæður. Og menn sem höfðu gegnt mikilvægum stöðum i þjóðfélaginu, nutu virðingar fyrir að
vera sómakærir og duglegir, urðu næstum hjálparvana þegar þeir lentu inni í þessu samfélagi.
Og í raun er ekki hægt að draga neinar linur. Þetta samfélag sem ég hrærðist í er engu líkt. Það
gctur gert sterka menn að aumustu vesalingum, og ýmsir þeir sem ekkert virtust hafa til brunns
að bera, stóðu upp úr og gátu talið kjark i meðbræður sína lengur en nokkur hefði getað ætlað.
Víst er slíkt samfélag athyglisvert rannsóknarefni.“
Eitthvað á þessa leið kemst norski stjórnmálamaðurinn Trygve Bratteli, fyrrv. forsætisráð-
herra, að orði i nýrri bók „Fange i Natt og Taake" sem er nýkomin út í Noregi. Þar segir hann
frá þriggja ára fangabúðaveru sinni i aðskiljanlegum búðum nazista. Hann var handtekinn i
Kristiansund þann 10. júní 1942 og fluttur þá til Vollan í Þrándheimi. Siðan áfram til Osló þann
12. júlí 1942 og var siðan fangi á Grini í rösklega hálft ár. Þann 3. maí var hann fluttur til
Þýzkalands og settur i Sachsenhausen-búðirnar og i október sama ár til NN-búðanna i Vogesene.
Af 504 norskum föngum sem komu til Natzweiler Iétust 237. Sumarið 1944 voru norsku
fangarnir enn sendir til nýrra búða, um hríð til Dachau og þann 21. sept. til Dautmergen. Þá var
öldungis farið að þynnast hópurinn. Nokkur hópur var siðan sendur til „endurhæfingabúðanna“
í Vaihingen.
Trygve Bratteli skrifaði niður hjá sér ýmsar smáathugasemdir meðan hann sat i búðunum.
Hann segir i formála bókarinnar: „Eftir vangaveltur var ég ákveðinn i að lifa ekki lifinu sem
fyrrverandi fangi. Og hvernig átti ég að létta af mér þessum langvarandi og ofboðslegu áhrifum,
sem ég hafði orðið fyrir?“ Sumarið 1979 hófst Bratteli handa með aðstoð Randi konu sinnar og
byggði þá bæði á minnismiðunum frá búöavistinni og þvi sem hann hafði skrifað niður skömmu
eftir að hann kom heim til Noregs.
Hér fer á eftir kafli úr bókinni þar sem segir frá veru hans i siöustu búðunum, Vaihingen.
Kaflinn er lauslega þýddur, verulega styttur og viða um endursögn að ræða.