Morgunblaðið - 09.08.1981, Síða 25

Morgunblaðið - 09.08.1981, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 57 Vinsælasti erlendi skátinn á Landsmóti skáta ... og svo „Mér er efst í huga að hafa búið með íslenzkum skátum, að ógleymdri kynningu við íslenzk börn. Þau reyndu að tala við mig og ég við þau. Okkur tókst að tjá okkur með handahreyfingum og svipbrigðum, og þau kenndu mér íslenzka dansa. Þetta hefur verið mjög skemmtileg og lærdóms- rík ferðÞannig komst vinsælasti erlendi skátinn, að mati yngri þátttakenda á landsmóti skáta 1981 í Kjarnaskógi við Akureyri, að orði, er Mbl. ræddi við hann í lok mótsins. Angelo Salvo heitir hann og er ítali að þjóðerni, nánar tilgreint Sikileyjarbúi, frá Messina á Sikiley, og var hann eini ítalinn á mótinu. — „Börnin elta hann í kippum, og ekki að ástæðulausu," sagði einn af er þetta fína veður stjórnendum mótsins. Krakkarnir sjálfir sögðu: „Angelo er sko klár. Hann kann ekkert í íslenzku, samt er enginn vandi að skilja hann.“ Hvað segir Angelo um mótið? „Ég lærði mikið. Lærði að þekkja íslenzka skáta og islenzka þjóðarsiði. Veðrið? Ykkur er tíðrætt um það. „Icelánd” — Ég hélt að það væri miklu kaldara, fyllti bakpokann af peysum og teppum og svo er þetta fína veður, nema eina nótt — þá var mér kalt.“ Það má fylgja sögunni, að Angelo tekur á sig mánaðarferðalag til að geta tekið þátt í þessu vikulanga móti í Kjarnaskógi. — „Fór frá Messina til Skotlands með járn- brautarlest. Þaðan með Smyrli til Seyðis- fjarðar og síðan með rútu til Akureyrar. Út fer ég 4. ágúst með Smyrli til Bergen, þaðan til Kaupmannahafnar og síðan með lest til Ítalíu. — Dýrt? Ekki svo, því ég ferðast á „Interrail“-mánaðarkorti, sem kostar 190 dollara og þá má ég ferðast á einum mánuði eins langt og lengi og ég vil innan Evrópu. Fargjaldið með Smyrli kostaði um eitt þúsund íslenzkar krónur. Dýrasti hlutinn af ferðinni er að halda sér uppi á íslandi. — Það er dýrt. Þið hljótið að hafa mjög há laun til að komast af.“ Framtíðin? „Jú, ég verð víst að leita eftir framtíðar- starfi utan Ítalíu, því þar er af litlu að taka á mínu menntunarsviði. Næsta markmið innan skátastarfsins er „Jamboree" í Kanada 1983.“ Fólkið ^ t kvöld verður mjög sérstæð og skemmtileg hárgreiðslusýning á svæðinu. Fyrír henni standa Hár- greiðslustofa Ellu, Dunhaga, og Stefánsblóm á Barónsstíg. Sýndar verða ýmsar hár- greiðslur og verða greiðsl- urnar skreyttar með lifandi blómum. Hér sjást mvndir, sem teknar hafa verið að i undanförnu af hárgreiðslu- i sýningum í Hollywood, 3 fsem notið hafa I' i fádæma vinsælda " M ff ± hjá fólkinu. Það verður aldeilis örtröð í Hollywood í kvöld, bæði vegna þess að dagskráin er fjölbreytt, eins og reyndar alltaf og nú er fyrsti sunnudagurinn í Hollywood eftir verzlunarmannahelgina og þeir, sem komust ekki í Hollywood síðasta sunnudag, mæta að sjálfsögðu á staðinn í sínu allra bezta pússi. ÚRSLIT - LAG SUMARSINS Og hér sjást Maxgi skcmmtanastjóri o x Jón itjorKvinsson í sólinni á Ihiza i sumar. I>á verða lesnar (réttir frá Jóni Björgvinssyni. (réttaritara Stjðrnuíerðahópanna á Ibiza ok hér sést Jón í sumarsælunni suður á Ibiza við vinnu sina, <>K eins ok á myndinni sést er Jón mjöK einbeittur við vinnuna. Þá verða leikin vinsælustu login á Ihiza um þessar mundir, en við fenKum plöturnar sendar með Stjörnuferðahópnum. sem kom heim sl. þriðjudaK. Vinsælustu stóru plöturnar á Ihiza í síðustu viku voru: l St C t 3. \ ^ Vrrður r'nn'K leikið Is>ve You Much too Much" tana. Hér sést dómnetndin aó stórfum sl. fimmtudagskvöld. Þá verða í kvöld úrslitin í „Lag sumarsins“, en eins og allir vita, hófst sl. fimmtudagskvöld í Hollywood keppni um vinsælasta íslenzka lagiö á sumrinu. í dómnefnd eiga saati engir aðrir en plötusnúðarnir: Knstján Richardson, Takti, Guðmundur Thorarensen, Disu, Júlíus Pálsson, Þórskaffi, Jón Axel, Hollywood, Logt Dyrfjoró. Klúbbnum. Páll Þorsteinsson. Utvarpinu og Orn Petersen, Utvarpinu. staWieK* t kvóld. Lögin sem eru í úrslitum eru: 1. Seinna meir — Starl 2. Dreifbýlisbúgí — Brimkló 3. Af litlum neista — Pálmi Gunnarsson 4. Þad er audvelt — Utangarösmenn 5. Búkolla — Laddi 6. Ég fer í fríió — Þorgeir Ástvaldsson 7. Teygjutvist — Chaplin 8. Stórborgarblús — Tívolí 9. Prins póló — Magnús Ólafsson 10. Eftir ballió — Miðaldamenn Nú má enginn láta sig vantal HOLLyWOQD )+£}►*£}►* * Ej► * * Xj-* £j> * Xl>)+£}► * Xj>»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.