Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 59 Tíminn er liðinn Minjar um víkinga nyrst við Balfins-flóa Járnhringir úr brynju frá mið- oldum. sem fundust við Elles- mere-eyju í Norður-íshafinu. smíðaðir af eskimóum. Hinsvegar er ekki ljóst hvort norrsenir menn hafi komið með hlutina sjálfir eða hvort þeir hafi borist með eskimóum norður eftir Grænlandi. I síðari athugunum, sem gerðar voru á Skrælingjaey við Elles- mere-eyju, fundust nokkrir járn- naglar og skipsfjöl úr eik. Tegund eikarinnar sýndi að hér var um tré frá Skandinavíu að ræða. Á Skrælingjaey fundust einnig tunnuspaðar, ýmsir smáhlutir úr járni og kopar og einr. merkasti fundurinn var klæðisbútur, sem ofinn var að hætti norrænna manna, en auk þess klæddust eskimóar einungis skinnum. Auk þessa fannst á eynni út- skorin mannsmynd, sem þykir svipa meira til norrænna manna en eskimóa. Norrænir menn bjuggu á Suðvestur-Grænlandi í fimm aldir og fram að þessum fundi hefur nyrsti vitnisburður um ferðir norrænna manna verið á 73. breiddargráðu í Upernavik. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Við Ellesmere-eyju, sem tengir Grænland við Norður-Ameríku hafa fundist járnhringir, sem tilheyra járnbrynju frá miðold- um og gefur það til kynna að norrænir menn hafi farið mun norðar á Grænlandi en hingað til hefur verið álitið. Fornleifafræð- ingar frá Calgary-háskóla i Kanada fóru i rannsóknarleið- angur til eyjarinnar, sem er á 79. breiddargráðu. fyrir þremur ár- um til þess að kanna fornar byggðir eskimóa, en rákust þá á hluti, sem ekki gátu hafa verið Um þúsundir ára hafa verið veiðimannaflokkar á Ellesmere- eyju lifað á hvalveiðum og sela og rostungaveiðum. Eskimóar sem bjuggu á þessu svæði réðu ekki yfir kunnáttu til þess að smíða úr járni nema að mjög takmörkuðu leyti og auðveldlega má greina á milli smíðisgripa þeirra og þess sem norrænir menn hafa gert. Á eynni eru fyrir 150 bæjarrústir, sem enn hafa ekki verið athugaðar til fulls. Þetta eru nýrstu meiri- háttar minjar um mannabyggð frá fornöld, sem vitað er um. En fundur járnhringanna kom öllum á óvart. Þótt þessir hlutir hafi fundist á Skrælingjaeyju verður ekki full- sannað að þeir hafi komist þangað með norrænum mönnum, eða hvort eskimóar hafi flutt þá með sér að sunnan. Fornleifafræð- ingarnir telja að hvort tveggja hafi átt sér stað. Vitað er um tvo leiðangra, sem farnir voru norður með austur- strönd Grænlands á miðöldum. í Grænlandsannál er sagt frá því er nokkrir prestar lögðu af stað í kristniboðsferð með ströndinni en ekki er vitað hvað langt þeir komust. í bókinni Inventio Fortunatae, sem nú er glötuð, er vitnað í leiðangur, sem enskur munkur, Nikulás frá Lynne, fór árið 1360. Takmark hans var að komast til nyrsta hluta Grænlands. Forn- leifafræðingar spyrja sjálfa sig hvort honum hafi tekist það og þá velta menn því fyrir sér hvort menn haris hafi verið klæddir járnbrynjum. Kanadiskir fornleifafræðingar vinna að uppgreftri á Skrælingjaeyju. Biðinni eftir nýrri plötu með Electric Light Orchestra er lokiö. Það er greinilegt að tímann hafa Jeff Lynne og félagar notað vel. Það sannar hin þraelgóða tónlist sem Time geymir. Hún fær þig til þess að gleyma stað og stund, tíma og rúmi. „Hold on Tight'1 er aðeins eitt af mörgum pottþéttum lögum sem á þlötunni eru og þú munt komast að því að öll gætu þau slegið í gegn. Notaðu tímann vel og tryggöu þér eintak. Heildsöludreifing steinorhf Símar 85742—85055

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.