Morgunblaðið - 09.08.1981, Side 29

Morgunblaðið - 09.08.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 61 Hvorki mun ég á þessu níðast SÍKurður E. Haraldsson skrifar: Fréttastjóri Ríkisútvarpsins, Margrét Indriðadóttir, gerir mér upp skoðanir í svari við fyrir- spum minni í Morgunblaðinu. Ég lagði ekkert mat á eðli þess atferlis, sem leiddi til afskipta lögreglu um verzlunarmannahelg- ina. Ég vakti sömuleiðis athygli á því, að fréttamaður átti viðtal við aðila, sem lögregla taldi brotlegan við settar reglur en yfirgnæfandi meirihluti hlýðir og virðir. Án þess að orðlengja frekar á þessum vettvangi um þá reglu- gerð, tel ég hiklaust að viðkom- andi hafi gert starfsbræðrum sínum bjarnargreiða með fram- ferði sínu. En ég mótmæli því alfarið að ég hafi sett jöfnunarmerki milli lög- brota annað en það, að lögreglan hafi skorist í leikinn í nefndum tilvikum. Á unga aldri var mér gefin bók og á bréfspjaldi, sem fylgdi var ég minntur á orð Kolskeggs á Hlíð- arenda: Hvorki mun ég á þessu níðast og engu, því sem mér er til trúað. Ég vona að fréttastjóri geti verið mér sammála um, þótt margt hafi nú breyst í tímans rás frá dögum Njáluhöfundar, að 12 ára drengir og þeir sem eldri eru einnig, mættu hugleiða þessi orð á því herrans ári 1981. Sigurður E. llaraldsson Yinur pólsku þjóðarinnar G. Bj. skrifar: Mig langar til að þakka séra Kára Valssyni í Hrísey fyrir að „hlaupa í skarðið" fyrir formann hins „Islensk-pólska menning- arfélags", Hauk Helgason, sem skrifaði hugleiðingu í Morgunbl. um sögu Póllands nú á dögun- um. Það var furðuleg ósvífni hjá Hauki að ætla að fjalla um þetta efni en forðast það sem hæst ber svo sem skiptingu Póllands 1939, morð Rússa á pólksum liðsfor- ingjum í Katyn-skógi, uppreisn- ina í Varsjá (þegar Rússar létu nasista murka lífið úr and- spyrnuhreyfingarmönnum og leggja borgina í rúst án þess að hafast að) og ógnaröld stalínista eftir stríðið (Haukur lýsir henni sem hinni mikilfenglegustu upp- byggingu, þótt ekki hafi komm- únistunum enn tekist að brauð- fæða þjóðina). Hvernig stendur á því að maður, sem þykist vera velunn- ari Pólverja, þegir um þessar alþekktu staðreyndir? Þar er skemmst frá að segja að hið svokallaða „íslensk-pólska menningarfélag" eins og önnur rainpa ust, yrðu því ekki síður velþegnir af landsbyggðarmönnum en íbúum Reykjavíkursvæðisins. Ég er sannfærður um að góðir fræðsluþættir gætu stytt ökuleiðir manna verulega. Þeir myndu þá spara benzín og væntanlega draga úr umferðaróhöppum. Stjórnandi þáttanna verður að sjálfsögðu að hafa góðan uppdrátt er sýnir vel gatnakerfi það, sem fjallað er um hverju sinni. Að lokum vil ég skora á sjón- varpið að taka slika fræðsluþætti upp í dagskrá sína á komandi vetri. Eðlilegt finnst mér að.Um- ferðarráð Reykjavíkur annist þá þætti er tilheyra Reykjavíkurborg og sömuleiðis að viðkomandi yfir- völd annarra sveitarfélaga sjái um þá þætti er þeim viðkoma. þau félög sem ástunda vináttu við austantjaldslöndun, eru lítið annað en undirdeildir í MÍR, Menningarsamskiptum íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Þessi félög eru stofnuð af kommúnist- um og eru hluti af flokksstarf- semi þeirra. í áratugi hafa þessir menn þegið alls konar fríðindi úr höndum ráðaklík- anna sem sitja yfir hlut almenn- ings í þessum löndum. Þeir hafa lofað og prísað ástandið í kommúnistaríkjunum þótt þeir verði síðan að játa að ekki er þar allt til fyrirmyndar, þegar al- menningur rís upp eins og í Tékkóslóvakíu og Póllandi. En ekki tekst þeim að leyna úlfs- hárunum þótt þeir reyni þá að breiða yfir sig sauðargæruna eins og sjá má af ritsmíð Ilauks Helgasonar sem aldrei hefur víst farið út af línunni frá Moskvu. Þessi maður getur ekki talist vinur pólsku þjóðarinnar, hann er vinur þeirra valdhafa sem þjóðin fyrirlítur og sovét- manna sem ógna Pólverjum. Þess vegna þegir hann um ódæði þeirra, þegar hann skrifar hug- leiðingar sínar um Pólland. Haukur tilkynnti í lok greinar sinnar, að Sigurður A. Magnús- son ætti að vera aðalræðumað- urinn á hátíð „menningarfélags- ins“. Þetta minnir á það, að þessi ágæti rithöfundur var fremstur í flokki í Víetnam- mótmælunum fyrir svo sem 10 árum. Þá hældi hann kommún- istunum í Asíu á hvert reipi og var fastur gestur í fjölmiðlum og á mannfundum í þessu skyni. En hvað nú þegar bátafólkið hefur flett ofan af þessum „frelsishetjum" og þær hafa verið opinberaðar sem verstu kúgarar og yfirgangseggir? Hvað segir Sigurður um þá nú? Hvers vegna heldur hann ekki ræður um mennina í Hanoi, sem reka landa sína á haf út á smáfleytum, „endurhæfa" þá í gúlagbúðum, leggja undir sig nágrannalöndin eins og Laos og Kambódíu? Og hvað um Pol Pot og aðrar þjóðfrelsishetjur í síð- astnefnda landinu sem börðust svo hetjulega gegn bandarísku heimsvaldasinnunum? Ekki orð um þá ennþá svo ekki sé minnst á Áfganistan. Mótmælandinn mikli hefur snúið sér að því að berjast gegn taflmönnum Sigur- jóns Péturssonar á Torfunni og halda upp á afmæli Póllands með Hauki Helgasyni og öðrum aðdáendum harðstjóranna austur-evrópsku. Hefði það annars ekki verið upplagt að láta Ásmund í ASÍ troða upp með Sigurði og sýna skuggamyndir úr síðustu sólar- landaferð sinni? G.Bj. S3T3 S\GeA V/öGA í vi/ó mrAK wmw, VL\9A. W VóX'bTA'x- L%A sWdtf A QoyAtfAM SoWÁ WAQ \iL)óQA$; fa/WAN' VÓYtAW/ Utsala tlttkl' ve Elizubúðin, Skipholti 5. Athugið! Vorum aö taka upp furu-eldhúsborð hringlótt og ferköntuö. 4 geröir Furu-eldhússtólar 4 geröir. Furu-hornsófa. Hagstætt verö. Góöir greiðsluskilmálar. Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi, sími 54343. '1xt$ eW Þú kemur með filmurnar til okkar í dag og sækir myndirnar kl. 16 á morgun. Góð ráð í kaupbæti Verslið hjá fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SÍMI 85811 5N6OVl 'oOLÖ- yóATT/ \iOrv [Sfcífl/óbtfO) VIÍ6LWU 1-fz \i()N 'SMI 5KK/ 14 Xt)i/r VEM SELVl GA'TtLK WKSKAKKA ^ÍVAtb \NA/ sm \ „

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.