Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Slagbrandur Umsjón: Halldór Ingi Andrésson. Fræbbblarnir bjóða upp Fræbbblarnir hafa sent frá sér nýja fjögurra laga plötu undir samheitinu „Bjór“. Á plötunni eru lögin „Bjór“, sem er eftir Arnór og Valgarð, „Critical Bullshit“ eftir Arnór og Valla líka og „No Friends" eftir Arnór og Valla. Lögin voru tekin upp í Hljóðrita af Sigurði Bjólu. Fréttst hefur einnig að til standi að koma Fræbbblunum á framfæri í Japan og jafnvel gefa út hljómleikaplötu í Japan og það tvöfalda! hia Hinn íslenski þursaflokkur eöa Þursarnir, eru um þessar mundir að rísa upp og hefja landreisu mikla. Byrja þeir með hljómleikum á Selfossi 14. ágúst og fara síöan til Hornafjarðar og á Austfirðina og svo framvegis. Þursarnir veröa bara fjórir í þessari reisu, þeir Egill Ólafsson, söngvari og hljómborösleikari, Tómas Tómasson, bassaleikari, Þóröur Árnason, gítarleikari og Ásgeir Oskarsson, trommuleikari. Á dagskránni hjá þeim, sem veröur um einn og hálfur tími, verða 3—4 lög af Þursaplötunum þremur, síöan nýjar útsetn- ingar á nokkrum lögum úr Gretti, auk nýrri laga sem veröa í meirihluta. Eftir þetta ferðalag hyggjast þeir svo taka upp stóra plötu til út- gáfu í vetur. „PLÁGAN" BUBBI MORTHENS (Steinar 044) 1981 Sólóplata Bubba, „ísbjarnarblús", var eins og vítaminsprauta í ís- lenska plötuútgáfu þegar hún kom út fyrir rúmu ári. Hún var líka tímamótaplata og flestir gerðu sér grein fyrir því strax. Síðan hafa komið fram nýir spámenn og gefið góða von, en enginn þó á sama mælikvarða og Bubbi Morthens og Utangarðsmenn. Á milli „ísbjarnarblús" og „Plág- unnar" komu þrjár plötur frá Utan- garðsmönnum, 4-laga plata, „Geislavirkir" og „45 rpm“, allt góðar rokkplötur. - O - „Plágan" er blanda af áhrifum og tónlist sem Bubbi hefur verið að vinna í og ætlar sér að vinna í. Kkkert laganna átta eru í sama stíl. Hann bregður fyrir sig rokki, þjóð- lagastíl, blús, reagge-rokki og suð- ur-amersíkum þjóðlagastíl. Arang- urinn er misjafn og þó flest laganna nái festu með tímanum eru þau ekki öll sterk. Textar laganna eru líkleg það sem fólk athugar fyrst með tílliti til fyrri platna. Nokkrir text- anna eru ekki jafn skýrir og hefur mátt venjast frá Bubba. Ekki er jafn gott að segja hvað hann meinar nú og afstaða hans sú sem hann og Tolli, bróðir hans, taka, ekki fyrir hvern og einn að kyngja. Titillagið „Plágan" er hreinrækt- að rokklag með kraftmiklum rokk- söng sem fáir aðrir en Bubbi (og Eiður Eiðsson (Tívolí)) virðast geta sungið. Þorsteinn Magnússon (Þeyr) leikur á rafmagnsgítar, eitt af rafmagnaðri gítarspilum á ís- lenskri plötu! Textinn í þessu lagi virðist vera „martröð", lýsing á plágu, eða hvað? Blúsrokkarinn „Segulstöðvarblús" er sunginn með jafn miklum tilþrifum og titillagið. Textinn er eftir Þórarinn Eldjárn og er með betri herstöðvarandstæð- ingatextum sem heyrst hafa. „Blús fyrir Ingu“ er ósköp venju- legur blúsari; „I woke up this morning ...“ Textinn er eins og milljónir blúsara og lagið líka. Hvorki verra né betra en einhvern veginn ekki það sem við að búast frá Bubba. Þjóðlagaandinn er gripinn í „Bólivar“, söguljóði Rudyard Kipl- ings í þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar. Ljóðið er sterkt sem slíkt og flutningur Bubba og félaga hans er eins góður og hann getur verið. Bakraddir, sem virka fjarrænar, myndrænar og draugalegar eru sungnar af Bubba, Magga (tromm- ara) og Tómasi, en Tómas Tómasson sá um upptökustjórn á plötunni og sýnir og sannar enn sem fyrr að hann er góður í því hlutverki. Sterkasta og best grípandi lagið á plötunni er „Þú hefur valið“. „Rokk-calypso“ mætti kalla það, og Bubbi flytur það líflega og hressi- lega. Gítarlínan og synthesizerinn vinna vel í uppsetningu lagsins. Hvað varðar viðfangsefni textans, sem er krossfesting á alkóhólistan- um, finnst mér allt í lagi að gagnrýna, en að upphefja hass um leið get ég ekki séð að sé réttlætan- legt á einn eða neinn máta. Það ætti frekar að vera hlutverk Bubba, í hans áhrifastöðu, að sporna við notkun eiturlyfja nú þegar þau virðast eiga greiðari aðgang í landið og fleiri áhangendur, seka og sak- lausa. Síðasta „tískualda" eiturlyfj- anna setti svo sannarlega sitt mark á mörg íslensk ungmenni sem í dag eru rétt skriðin yfir þrítugsaldur- inn. En á móti alkóhólinu er fyrsta versið gott: „Ferðu í ríkið, fílaðu brennsann, fíraðu á konunni með kjaftshöggi. Taktu hana taki, terror á krakkann, úti á tröppu ertu rólegur nágranni." Og réttlæting samfélagsin á alkó- hólinu: „Allt í fínum fíling, slakaöu á, ef glæpina fremur þú fullur. Þá gengur þú gleiður í SÁÁ, og grenjar þig alhvítan aftur.“ „Heróin“ heitir annað lag, sem er í rokk-reagge-stíl eins og Clash gerðu á sínum tíma. Utan um reggae-taktinn er texti sem er líklega gagnrýni á „kerfið" sem gefur börnum sínum heróín í tann- fé! Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki tilganginn í textanum þar sem gagnrýnistextar þurfa að vera blátt áfram og skorinortir, en ekki eitt- hvað fyrir hlustandann að spá í, eða skilja eftir spurningarmerki. Text- inn er bara orðin tóm og lagið er lélegt! Utangarðsmenn léku „Heró- ín“ með öðru lagi á hljómleikum áður en þeir fóru út. Vonandi kemur það lag fram á í dagsljósið þar sem það var betra og þá með texta við hæfi. „Elliheimilisrokk“ virðist byggt upp í kringum textann sem er um eitrað samband barnanna við öld- unginn. Vissulega eru svona sam- bönd til en ég veit um mannlegri sambönd en þetta. „Chile“ er lagið sem er í suður- amerískum indíánastíl, með rödd Bubba í aðalhlutverki og tekst honum býsna vel. Einnig er synthe- sizer-leikur Tomma áberandi og kassagítarleikur Þórðar Árnasonar „JACK MAGNET" Jakob Magnússon (Steinar 041) 1981 „JACK MAGNET" er önnur platan sem Jakob Magnússon vinnur vestan hats, en hann er búsettur þar. Eins og á „fusion“-plötunni „Special Treatment" eru honum til liösinnis margir bestu og dýrustu stúdíóspilarar vestan hafs svo sem Jeff Porcaro, Stanley Clarke, Steve Forman, Tom Scott, Jerry Hey, Freddie Hubbard, Victor Feldman, Alex Acuna og Bill Champlin. Og þessir hljóöfæraleikarar eiga þaö allir sameiginlegt aö þeir spila jöfnum höndum hvaöa tónlist sem er, en þó mest þá tónlist sem Jakob flytur á „Jack Magnet" Jazz/Pop/Fusion. Doobie Brothers flytja svona tónlist, Quincy Jones, Steve Winwood Crusaders, Grover Washington og fleiri. Á þessum vígstöövum virðist „Jack Magnet" vera líkleg til vin- sælda. Lögin eru nefnilega mörg hver mjög góö og útsetningar fallegar, litríkar og reglulega vel unnar, sem ekki er hægt aö segja um margar íslenskar plötur. Efnl textanna er líka litríkt og meö kímni sem ætti ekki aö skemma fyrir. Fyrri hliðin er mun léttari og líkari Kobba en hin síöari sem er meira inn á jazzbræöingslínunni. Á fyrri hliöinni eru lögin: „Meet Me After Midnight", „Movies", „Old Jack Magnet" og „I Can’t Get Enouth" sem öll gætu náö góöum árangri á vinsældalistum í Banda- ríkjunum meö góöri kynningu, sér- staklega er lag Jakobs „Movies" faliegt, meö laglínu sem er sérlega sterk og grípandi, og það er laglínan í „Meet Me After Midnight" líka. Einnig eru á þessari hlið lögin „Passion Fruit", sem hét „Herra Reykjavík" á plötu Stuömanna (Tív- olí) og „From Now On“. Seinni hliöin byrjar á tveim lögum sem Craig Marsden syngur, „I Can’t Live Without lt“ og „You’ve Got lt“. Craig er aö öllum líkindum svartur söngvari ef marka má soul-tilþrifin í röddinni. Fjögur siöustu lögin eru svo meira í „Special Treatment" stíln- um, mikið spil og jazzbræöingurinn á fullu. Af plötum Jakobs, „Horft í roö- ann", „Jobbi Maggadon" og „Special Treatment", er þessi nýja langbest og sýnir hann fullfæran um aö senda frá sér plötu sem höföar til fleiri en hans sjálfs og nokkurra annarra, þó seinni hluti plötunnar dragi þó nokkuð um heildarsvip hennar. Hia í lok lagsins. Textinn fjallar um morðið á Allende og áhrifum þess. Eins og fram hefur komið eru margir mjög góðir punktar á „Plág- unni“. Lögin „Þú hefur valið", „Bóli- var“, „Chile“, „Segulstöðvarblús" og „Plágan" eru mjög góð lög og í þessari röð. Bestu textarnir eru við „Segulstöðvarblús", „Bólivar" og „Þú hefur valið". Bubbi syngur persónulegar en gengur og gerist, þ.e. tilþrifin eru meiri og spil og útsetningar hæfa efninu. En þessi plata er misrishá, góðu punktarnir góðir en fer stundum langt niður. Boðskapur textanna er líka of einhæfur, neikvæður og þunglyndur. En „Plágan" er þó með betri íslenskum plötum í langan tíma. hia

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.