Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 63 Brimkló á ferð með Jack Elton Á faraldsfæti ’81 — Brimkló og Jack Elton, heitir feröalag Brimkló- ar í ár, sem byrjaði í Vestmanna- eyjum um síöustu helgi. Jack Elton þessi er Bandaríkjamaður, sem sérhæfir sig í Elvis Presley útliti, hreyfingum og lögum, og þykir nokkur góöur í því. Um þessa helgi eru þeir í Sjallanum á Akureyri og veröa um næstu helgi á Vopnafiröi, Nes- kaupstaö, Egilsstööum og Fá- skrúösfiröi. Síöan kemur vestur- landiö og Reykjavík og um næstu mánaöarmót eru þaö Vestfiröir, og helgina þar á eftir Ólafsfjörður, Húsavík og Raufarhöfn. 10. sept- ember halda þeir svo hljómleika í Háskólabíói, og enda feröina fyrir sunnan meö böllum í Stapa, á Hvoli og á Hótel Sögu um aðra helgi í september. Jazzbræðslumennirnir Quincy og Chuck Þeir Quincy Jones og Chuck Mangione eiga þaö sameiginlegt aö vera mjög eftirsóttir í útsetningar og vinnslu á kvikmyndatónlist alls konar. Quincy Jones á minnst 35 myndir aö baki þar á meöal músikina í „The Pawnbroker" (’65), „Walk, Don’t Run“ (’66), „MacKenna's Gold“ (’69), „The Anderson Tapes“ (’71), „The New Centurions“ (’72) og „The Wiz“ (’78) auk sjónvarpsmynda eins og „Rætur". Quincy Jones byrjaöi í músfkinni fyrir alvöru 1951, ótján ára gamall, meö Lionel Hampton, eftir aö hafa verið í Berklee College of Music í Boston. Eftir það hefur hann leikiö og unniö í stúdíóinu meö mörgum merkisberum jazzins eins og Duke Ellington, Count Basie, Ray Charles, Cannonball Adderley, Big Maybelle og Dizzy Gfllespie svo nokkrir séu nefndir. 1957 byrjuöu plötur aö koma út undir hans eigin nafni og síöan hefur velgengni hans ekki stoppaö og viröist sífellt aukast. Á undan „The Dude“ hefur hann 66 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verölauna og fengiö 7 verölaun. Quincy hafði verið þekktur fyrir útsetningar fyrir stór bönd, þegar hann söölaöi um 1974 og útsetti fyrir „funk"-sveiflugeira, „synthesizer" og gítara Quincy sá líka um upptökustjórn á langvinsælustu plötu Michael Jackson „Off the Wall“ og er honum þökkuö gæöl plötunnar. „The Dude“ er líka einmitt sérstök vegna útsetninganna sem eru fjölbreyttar og hugmyndríkar, músíkin er „svört" dansmúsík í hans höndum þó sum lögin séu samin af hvítum. „Ai No Corrida" er eftlr Chas Jenkel, sem var gítarleikari lan Dury og er nú aftur. Lagiö hefur þegar notiö Imikilla vinsælda ( USA á meöan „Razzmatazz" hefur aftur á móti notiö mikilla vinsælda í Bretlandil „Just Once" er eitt af góöum lögum sem Cynthia Weil og Barry Mann hafa samiö, en James Ingram heitir söngvarinn sem syngur. Stevie I Wonder samdi eitt lag, „Betcha’ y Wouldn’t Hurt Me“ og eitt brasilískt lag, „Velas", er aö mestu flutt af hinum frábæra munnhörpulelkara og blístrara Toots Thielmans. — O — Chuck Mangione byrjaöi aö gefa út eigin plötur 1962, en 1978 var hann oröinn stór stjarna í jazz-heimi Bandaríkjanna, eftir plötuna „Feels So Good". Eftir eina plötu meö kvikmyndatónlist (The Children Of Sanchez) og eina hljómleikaplötu, („Live at the Hollywood Bowl) kom út platan „Fun and Games", en músíkin á þeirri plötu var sórstaklega samin fyrir vetrarólympíuleikana 1980 í Lake Placid. „Tarantella" sem er nýjasta plata Chuck Mangione er tvöföld hljómleikaplata af hljómleikum sem haldnir voru til styrktar þelm sem fóru illa út úr jaröskjálftunum á ítalíu. Hljómleikarnir stoöu í 8 tíma samfleytt og meö honum leika á plötunni Chick Corea (píanó) Dizzy Gillespie (trompet) Steve Gadd (trommur), og Ralp McDonald (slagverk), en alls eru 29 hljóðfæraleikarar á plötunni. Á þessum tveim plötum eru 11 lög þar á meðal „Lake Placld Fanfare", „Bellavia", og „Tarantellas" auk laga eftir Gillespie og Miles Davis. /lUDIOl/OX STEREO Amp 600 kraftmagnari2x30 wött Kostar aðeins kr. 1025,00 Kraftmagnarar, hátalarar og segu/böndí miklu úrvali Ísetning af fagmönnum og góð þjónusta ar okkar kjörorö. Opið á iaugardögum A/it tr/ hljómflutnings fyrir: HEIMiLID - BÍLiNN OG OISKÓTEKID SkoOto i gluggana nenaum i posutroru. Q i - [ i r ■Bsa>r*iwta~ AHMUIA38 Selmúla inogtn 105REYKJAVIK SIMAH 31133 R317? POSTHOLF 1366 C988 segulband, með hraðspólum ibáðaróttír. Kostar aðeins kr. 1057,00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.