Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 óttar Kjartansson, form. Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra: Barnið P'élög, sem eru aðilar að Lands- samtökunum Þroskahjálp, vinna flest að því að þoka áleiðis málefn- um fólks, sem á við andlega fötlun að stríða — er vangefið eða þroskaheft. í hópi þessara félaga hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, ásamt Foreldra- og styrktarfélagi blindra og sjón- skertra, nokkra sérstöðu, þar sem sjólstæðinga þeirra bagar aðal- lega líkamleg fötlun. Ég starfa í Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra og á dóttur, sem er líkamlega fötluð (spastísk löm- uð) en hefur eðlilega andlega getu. Þannig eru kynni mín af málefn- um fatlaðra dálítið af öðru tagi en flestra hinna, sem hér hafa fram- sögu, og tengdir eru málefnum þroskaheftra. Ég velti því satt að segja fyrir mér, hvort ég hafi hér nokkuð tagltækt til málanna að leggja. Ég tilheyri nokkuð stórum hópi fólks, sem tengist fötluðum ein- staklingi fjölskylduböndum. Reynsla mín og fjölskyldu minnar af þvi að hafa með fatlað barn að gera og berjast fyrir rétti þess í samfélaginu er svipuð reynslu fjölmargra annarra fjölskyldna, sem líkt stendur á fyrir. Nú er dóttir okkar að komast á unglings- aldur og er orðinn talsvert mótað- ur einstaklingur. Hún hefur sínar - eigin skoðanir og sitt eigið mat á hlutunum, sem fer hreint ekki alltaf saman við mat okkar for- eldranna á sömu hlutum — svo er guði fyrir þakkandi. Okkur er ljóst, að nú er hún að komast á mótunarskeið, sem mikil áhrif mun hafa á allt hennar líf í framtíðinni. Mikið er undir því komið að okkur foreldrunum, og raunar einnig þeim aðilum í sam- félaginu, sem með málefni hennar hafa að gera, takist að styðja hana og hvetja til sjálfsbjargar — einmitt nú, á meðan hún er móttækileg og reiðubúin til að klifa þrítugan hamarinn. Eins og áður er sagt, hefi ég dregist til starfa í félagi, sem hefur það að meginmarkmiði að vinna fyrir fötluð börn — og þá sem mest án tillits til um hvers- konar fötlun er að ræða. Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra hefur senn starfað í þrjátíu ár. Ég held og fjölskyldan á ári fatlaðra að það geti talist öflugt féiag og það ber að mínum dómi aldurinn vel, því að í því starfar áhugasam- ur hópur góðra manna, sem aldrei hefur hikað við að takast á við ný viðfangsefni. Félaginu hefur tek- ist að laða sig að breyttum þjóðfélagsaðstæðum, en eins og allir vita, hefur afstaða samfé- lagsins til fatlaðra breyst mikið á þrjátíu árum. Á þeim tíma hefur okkur sem betur fer miðað tals- vert áleiðis út úr myrkri fordóma á málum fatlaðra. Fordómar og skilningsleysi, sem kljást þurfti við fyrir þrjátíu árum, eru nú margir hverjir löngu liðin saga. I Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra er mönnum ljós sú nauð- syn að hafa góða samvinnu við önnur félög, sem starfa að skyld- um málefnum. Félög, sem starfa að málefnum fatlaðra og þroska- heftra, eru orðin mjög mörg. Þessi félög þurfa að leggja sig fram um að hafa góða samvinnu sín á milli, á sem flestum sviðum. I liðlega áratug höfum við verið á ferðinni, ég og mín kona, með ótal erindi varðandi dóttur okkar og fyrirgreiðslu henni til handa — hjá fleiri aðilum en tölu verður á komið — opinberum stofnunum og fyrirtækjum, læknum og öðrum sérfræðingum, einstaklingum og félögum, sem við höfum talið okkur geta átt erindi við hennar vegna. Það gæti orðið efni í þykka bók, að rekja það allt saman. En þetta er raunar saga, sem allir foreldrar fatlaðra barna hafa að segja. En sem betur fer hefur margt færst til betri vegar í þessu efni síðasta áratuginn. Það ber svo sannarlega að þakka. Ennþá er samt margt óunnið, ef við viljum ná því marki að geta sagt að allir sitji við sama borð í þessu þjóðfé- lagi, hvað varðar félagslegar að- stæður. Á síðustu árum hefur talsvert verið rætt um svonefnda „inte- greringu", þ.e. að blanda fötluðum og ófötluðum saman eins og kost- ur er, fremur en að safna fötluðu fólki saman í stofnunum, oft vandlega sorteruðu eftir tegund fötlunar. Fyrir svo sem tíu árum þótti þetta ekki jafn sjálfsagt og nú er, þ.e. að leitast við að finna fötluðum staði sem víðast í þjóð- I félaginu og að sveigja það, þjóðfé- lagið, að þörfum fatlaðra, fremur en hið gagnstæða. Mér dettur í hug að minnast hér á „prívat" integreringartilraun, sem við hjónin gerðum fyrir um það bil áratug — en fór raunar að mestu leyti út um þúfur: Þegar dóttir okkar komst á leikskólaaldur reyndum við að koma henni í almennan leikskóla, og það tókst, fyrst í Reykjavík og síðar í Kópavogi, eftir að við fluttum þangað. Henni var vel tekið í þessum leikskólum og þangað sótti hún bæði gagn og gaman. Starfsfólkið lagði á sig aukna vinnu með því að veita henni aðgang — það ber svo sannarlega að þakka. Og þarna blandaðist hún í hóp með ófötluð- um börnum, en það var einmitt það, sem við vorum að sækjast eftir henni til handa. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þar kom sögu að umsókn- um fyrir fötluð börn fjölgaði í leikskólanum og nú sá starfsfólkið sína sæng út breidda. Vinna við fötluð börn var margföld á við þau börn, sem ekki voru fötluð. Þetta fékkst ekki metið sem skyldi af stjórnendum skólans og allt þetta mál endaði með því að dóttur okkar var einfaldlega sagt upp plássinu. Auðvitað urðum við for- eldrarnir bæði reið og sár af þessu tilefni og tókum tíðindunum hreint ekki þegjandi. Við töldum okkur ekki vita dæmi þess að barn hefði verið rekið úr leikskóla. En ákvörðuninni varð ekki breytt. Ekki gefst tími til að rekja þetta mál frekar hér. Ég vil aðeins undirstrika, að þarna vorum við að fást við kerfi (eða kerfið, eins og stundum er sagt), miklu fremur en fólk. Starfsfólk leikskólans, sem í hlut átti, var einnig að fást við kerfi — það hafði fullan skilning á okkar sjónarmiðum og vildi gjarna geta mætt þeim. Það var ekki við það að sakast. Um svipað leyti og við áttum í þessum útistöðum rak okkur, ásamt nokkrum foreldrum öðrum, sem svipað var ástatt um, á fjörur Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra. Þar var þessum hópi ákaf- lega vel tekið, og þar var, með litlum fyrirvara, drifið í því að koma á fót leikskóla og dagheimili fyrir fötluð börn í húsnæði æf- ingastöðvar félagsins að Háa- leitisbraut 13. Þetta var árið 1972, og var þessi leikskóli starfræktur i húsnæði stöðvarinnar í um það bil tvö ár, eða þar til að samist hafði við Reykjavíkurborg og Sumargjöf um að yfirtaka þennan rekstur. Þetta dagheimili er nú í Múlaborg, í næsta nágrenni æfingastöðvar- innar. Stofnun leikskólans í æf- ingastöð SLF bætti úr brýnni þörf á sínum tíma. Að mínu mati er þetta einnig gott dæmi um það hverju félög áhugafólks, sem ein- hver töggur er í, geta komið til leiðar. Við þekkjum auðvitað öll dæmi um það, að áhugamannafé- lög hafa riðið á vaðið, þar sem aðra þraut, og byrjað starfsemi eða rekstur og svo ýmist haldið honum áfram varanlega eða á hinn bóginn að hið opinbera hefur yfirtekið hann í fyllingu tímans. Þannig hefur það t.d. verið um ýmsan sérhæfðan skólarekstur. Áhugamannafélög, sem vinna að hag fatlaðra, hafa mörg hver lyft sannkölluðum grettistökum á þeim sviðum, sem þau hafa kosið að beita sér á. Óþarft er að rekja dæmi um það, hér í þessum hópi. Félög áhugafólks, sem starfa á einn eða annan hátt fyrir fatlaða eða fólk með tiltekna sjúkdóma eru, eins og áður segir, orðin allmörg — þau skipta orðið nokkr- um tugum, og þeim á áreiðanlega eftir að fjölga. Við því er ekkert að segja. Þó skal ég viðurkenna að ég velti því fyrir mér, hvort þetta sé æskileg þróun. Kannske hættir „gömlu félögunum" (ef ég má orða það svo) við að staðna. Það má þó helst ekki ske. Öll þurfa þessi félög að vera sveigjanleg í verk- efnavali og reiðubúin til að snúa sér að nýjum viðfangsefnum, um leið og sigur er unninn á einu sviði. Engin hætta er á verkefna- skorti, þótt ekki liggi öll viðfangs- efni í þágu fatlaðra jafn beint við. Félögin þurfa ætíð að vera reiðu- búin til að berjast þar sem þörfin er brýnust hverju sinni. „Góðgerðafélag" var gott og gilt hugtak til skamms tíma, á meðan það samrímdist samfélagshugsun- inni að rétta þeim, sem minna máttu sín, „náðarbita", sem hrutu af borðum hinna máttugu í þjóð- félaginu. Slíkur hugsanagangur samrímist ekki jafnréttishyggju nútímans. Við verðum að muna, að það er kjörorðið jafnrétti", sem fatlaðir vilja gera að sínu. Það er allt og sumt, sem þeir fara fram á — jafnrétti til þátttöku í hræring- um samfélagsins, bæði hvað varð- ar réttindi og skyldur, að því marki, sem hver einstaklingur veldur. Margur fatlaður maðurinn gæti verið nýtari þjóðfélagsþegn en hann e.t.v. er, hefði hann notið skilnings, uppörvunar og raun- hæfs stuðnings á réttum tíma þroska síns. Málefnum fatlaðra hefur þokað áfram síðustu árin. Ef til vill hafa málefni fatlaðra barna þó setið nokkuð á hakanum, borið saman við annað, þar sem betur hefur miðað. Það er því tímabært, að Landssamtökin Þroskahjálp boða nú til fræðslufundar, þar sem fjallað er um barnið og fjölskyld- una á ári fatlaðra. Ég vil fyrir mitt leyti þakka Þroskahjálp fyrir þetta frum- kvæði og einnig fyrir það að mér er gefinn kostur á að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. roskahjálp r _ Attræður - Einvarð- ur Hallvarðsson Einvarður Hallvarðsson fæddist 20. ágúst 1901 í Skutuisey, Hraun- hreppi, Mýrasýslu. Foreldrar hans voru Hallvarður Einvarðsson bóndi þar og kona hans, Sigríður Gunnhildur Jónsdóttir. Einvarður ólst upp í fátækt og efnaleysi, sem algengt var í þá tíð, enda barnahópurinn á bænum fjölmennur. Honum var námshug- ur ríkur og lagði einn og óstuddur að heiman til náms í Gagnfræða- skólann í Flensborg í Hafnarfirði og lauk þaðan prófi 1921, fyrir 60 árum. Sama ár þreytti hann próf til setu í fjórða bekk Menntaskcl- ans í Reykjavík og sat þar í einn vetur. Hvarf hann þá frá námi vegna fjárhagsörðugleika og aflaði sér atvinnu við algenga daglauna- vinnu en þó einkum sjómennsku á togurum allt til haustdaga 1924. Hóf hann þá aftur nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1925. Hugðist Einvarður þá hefja nám erlendis en var synjað um styrk þrátt fyrir ágætan náms- árangur. Sveið honum það sárt. Vann hann síðan að fjölþættum störfum á sjó og í landi, við sjávarsíðu og í sveit. Árið 1928 réðist Einvarður í þjónustu Landsbanka Islands, sumarmaður, og fastráðinn frá 9. júní 1929. Hann vakti í upphafi athygli yfirboðara sem afbragðs starfsmaður og vinsæll varð hann þegar í hópi starfsfélaga sinna. Störf Einvarðs í Landsbanka íslands í nærri hálfa 'öld voru margslungin, ábyrgðarmikil og er- ilsöm, enda ólatur, kvikur á fæti í hverju spori. Hann vann bankan- um af trúmennsku, heilum hug og hollustu. Störf Einvarðar í þágu bankans voru unnin bæði innan veggja bankans og á öðrum sviðum banka- og gjaldeyrismála. Hann var skrifstofustjóri gjaldeyris- nefndar er stofnsett var eftir heimskreppuna miklu 1932. Árið 1937 var hann skipaður formaður nefndarinnar og gegndi því starfi til 1942. Þá tók Einvarður við starfi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankanna og hafði það embætti með höndum til 1956. Síðan var hann ráðinn starfsmannastjóri Landsbanka Islands, 1. maí 1956, og gegndi þeim trúnaði til þess að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 31. des. 1971. Hinn langi starfsferill Einvarðs í Landsbanka íslands hefir kynnt ósvikinn góðan dreng og velviljað- an, bæði bankanum og starfsfólk- inu, sem hann liðsinnti og studdi ótrauður á margvíslegan hátt og óeigingjarnan. ÖIl framkoma hans var velviljuð, háttvís og prúð. Honum var það meira kapp að bæta hag starfsfólksins en hugsa um sjájfan sig. Félagshyggjumaður var Ein- varður frá fyrstu tíð í Landsbanka Islands. Hann var lengi formaður Starfsmannafélagsins. Einn af stofnendum Sambands íslenzkra bankamanna og mörg ár formaður þeirra samtaka. Fulltrúi íslenzkra bankamanna á erlendum vettvangi var hann oftsinnis og fór ég með Einvarði á marga slíka fundi í öllum höfuð- borgum Norðurlanda. Áttum við saman sæti í fyrstu stjórn Nor- ræna bankamannasambandsins, þegar það var stofnað. Ég kynntist þá rækilega hversu góður og heilsteyptur fulltrúi bankamanna og íslenzks málstaðar yfirleitt Einvarður Hallvarðsson var á erlendri grundu. Hans góðu gáfur leyndu sér ekki þegar málefni bankamanna voru sótt og varin. Hann var ávallt heill og hreinskilinn í viðræðum og skoðanaskiptum og naut því virðingar og trausts viðsemjenda sinna og samstarfsmanna. Á síðasta ári var Einvarður sæmdur hinni íslenzku fálkaorðu fyrir farsæl störf og forystu í félagsmálum. Einvarður átti sér fleiri hugð- armál en hér hafa verið rakin. Hann starfaði mikið og af eldheit- um áhuga að byggingu Neskirkju og var mér kunnugt um að hann hugði einnig að málefnum kirkj- unnar á ferðalögum okkar erlend- is meðan hann var í byggingar- nefnd kirkjunnar. Einvarður var einn af stofnend- um hins fyrsta Lions-klúbbs í Reykjavík og lengi í forystusveit þeirrar hreyfingar á Islandi, sem hefir mannúðarmálefni á starfs- skrá sinni. Einvarður er kvæntur hinni ágætustu og valinkunnu sæmd- arkonu, Vigdísi Jóhannsdóttur, og eiga þau aðlaðandi og fagurt heimili að Melhaga 8 hér í borg. Hjúskaparár þeirra eru yfir fimmtíu og tvö. Börn þeirra eru Hallvarður, rannsóknarlögreglustjóri, Jóhann, alþingismaður, og frú Sigríður, hjúkrunarfræðingur. Á afmælisdegi þínum í dag sendi ég þér hugheilar hamingju- óskir og þakka tryggð og vináttu í rúma hálfa öld. Megi hamingja og heilsa verja þig áföllum og vernda á lokagöngu þinni á bjartri og langri lífsbraut. Þessar árnaðaróskir sendi ég einnig frá öllum bankamönnum, sem enn njóta afraksturs félags- málastarfa þinna. Adolf Björnsson Einvarður Hallvarðsson, fyrr- um starfsmannastjóri Lands- banka íslands, er áttræður í dag. Að öðrum bankamönnum ólöstuð- um mun óhætt að fullyrða, að Einvarður hefur um daga sína unnið meira og betur að hags- munamálum bankamannastéttar- innar en nokkur annar. Einvarður átti sæti í fyrstu stjórn Sambands íslenskra banka- manna, árið 1935, og átti sæti í stjórn um árabil, m.a. sem for- maður samtakanna. Hér verða verk Einvarðar ekki tíunduð, en með þessum fáu línum vill Samband íslenskra banka- manna þakka Einvarði Hallvarðs- syni mikil, heilladrjúg og óeigin- gjörn störf í þágu íslenskra bankamanna, um leið og það árnar honum heilla á þessu merka afmæli hans. Samhand íslenskra hankamanna. Fáir gera sér sennilega grein fyrir að u.þ.b. tuttugasti hver karlmaður hér á landi, sem er orðinn 25 ára eða eldri, er Lions- maður. Þetta eigum við m.a. að þakka Einvarði Hallvarðssyni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.