Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 1
44 SIÐUR 182. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. F-14 þota á flusvélamóðurskipinu Nimitz Sovézk SU-22-orrustuþota eins og þær sem voru skotnar niður fyrir Libýumönnum. Bregðumst af tur eins við segir Bandaríkjastjórn Wa.shinKton. 19. áKÚst. AP. BANDARÍSKU flugmennirnir áttu ekki annars úrkosti en að granda libýsku herþotunum, sem réðust á þá i dag, og munu bregðast eins við framvegis, sagði Caspar Weinberger, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna. i dag. _Ég held að þeir hafi staðið sig frábærlcga vel,“ sagði hann. Weinberger sagði að ef flug- mennirnir hefðu ekkert gert hefðu þeir e.t.v. verið skotnir niður, þótt þeir væru í alþjóðlegri lofthelgi, og kvað Bandaríkjamenn aldrei mundu hopa í svona tilfellum. Einnig er varað við því í orðsend- ingu, sem var send Líbýustjórn eftir diplómatískum leiðum, að frekari árásum á bandarískt herlið í alþjóða landhelgi- og lofthelgi verði svarað með valdi ef nauðsyn- legt reynist. Bandalagsþjóðunum í NATO var tilkynnt fljótt um málið, m.a. til að komast hjá gagnrýni, eins og sagt var í Brússel. Bandarískar flugvél- ar hafa ekki skotið á flugvélar annarra þjóða síðan í Vietnam- striðinu. Viðureignin tók eina mín- útu, 60 sjómílur frá Líbýu. Ronald Reagan forseti var vak- inn sex tímum síðar og látinn vita, tveimur tímum eftir blaðamanna- fund í Pentagon. Aðrir ráðamenn fengu vitneskju um málið sex mínútum eftir atburðinn. Edward Meese III, aðalaðstoðarmaður Reagans, og Richard V, Allen, ráðunautur forsetans í þjóðar- öryggismálum eru með honum í Los Angeles. Alexander Haig utanrík- isráðherra er í Santa Barbara, en Weinberger í Washington. Hins vegar höfðu þeir allir samráð og ekki lá á að tilkynna Reagan um málið. Bandaríska landvarnaráðuneytið bar til baka þá frétt Líbýumanna að þeir hefðu grandað einni F-14-þotu. Einn líbýsku flugmann- anna sást varpa sér út í fallhlíf. Ráðuneytið neitaði líka þeirri frétt Newsweek að Reagan-stjórnin vildi reyna þolrifin í Líbýumönnum vegna kröfu þeirra til Sidra-flóa. Moskvu-útvarpið hafði eftir Lí- býumönnum að flugvélar þeirra hefðu verið í venjubundu eftirlits- flugi þegar þær hefðu orðið fyrir bandarískri árás, en minntist á bandarisku fréttina um árás á bandaríska flugvél og undirbúning árásar á aðra. Sendiherra Rússa hjá SÞ sagði að fordæma bæri framferði Bandaríkjamanna. John Lehman flotamáiaráðherra sagði að fyrir árásina hefðu Líbýu- menn flogið nokkrum sinnum yfir æfingaflotanum. Önnur líbýska flugvélin skaut eldflaug og banda- rísku flugvélarnar svöruðu með því að skjóta tveimur Sidewinder- eldflaugum. Lehman sagði að það hefðu orðið vonbrigði ef Líbýu- mönnum hefði tekizt að granda bandarisku flugvélunum. George Bush varaforseti for- dæmdi Líbýumenn og sagði að þeir ættu að vara sig á að koma nálægt bandaríska flotanum á alþjóðlegri siglingaleið. Bandaríkjastjórn hef- ur skorað á bandarísk fyrirtæki að flytja heim rúmlega 2.000 Banda- ríkjamenn sem starfa í Líbýu. Bandalagsþjóðir Líbýu hvöttu til olíubanns á Bandaríkin og annarra hefndaraögerða. NATO-ríki þökk- uðu fyrir að vera fljótt látin vita um málið. OPEC- fundur í sjálf- heldu (lení. 19. áKÚst. AP. SJÁLFHELDA ríkti eftir íundi olíurádherra OPEC í das vegna ágreinintts um verðlagningu. Forseti OPEC, Subroto, sagði að enn bæri mikið í milli og nauðsynlegt væri að halda áfram ítar- legum umræðum. „Við munum ekki örvænta," sagði Subroto, og talaði um að vandinn sem þyrfti að yfir- stíga hefði reynzt óvenjumik- .11. Ahmed Zaki Yamani var spurður hvort hann mundi samþykkja að verð Saudi- Araba yrði hækkað um fjóra dollara olíufatið í 36 dollara og sagði hann að það mundi koma í ljós. Pólsku blöðin koma ekki út Varsjá. 19. áKÚKt. AP. PÓLSKIR prentarar héldu áfram verkfalli sinu i dag. en stjórninni tókst að koma út nokkrum ein- tökum af málgögnum sinum. Sumum blaðsölustöðum var lokað til að lýsa yfir stuðningi við prentarana. en starfsfólk tók sér frí. Því var haldið fram að 136.000 eintök hefðu verið prentuð af flokksmálgagninu Trybuna Ludu, sem venjulega kemur út í 1, 1 milljónum eintaka, en leiðtogar Samstöðu sögðu að aðeins 5—6.000 eintök hefðu komið út. Starfs- menn blaðsins Zycie Warszawy sögðu að 5.000 eintök hefðu verið prentuð í prentsmiðju hersins, en Samstaða komið í veg fyrir dreif- ingu. Starfsmenn málgagns hers- ins sögðu að það hefði verið prentað í 80.000 eintökum. í kvöldfréttum voru höfð viðtöl við tugi óánægðra lesenda, sem gagnrýndu verkfallið. „Nú er nóg komið, við höfum fengið nóg af verkföllum," sagði einn viðmæl- enda. Annar ýtti blaðamanni til hliðar, sagði að hann væri prent- ari og vildi ekkert segja. Pólska fréttastofan gagnrýnir Samstöðu fyrir verkfallið, sem er gert til að krefjast aukins aðgangs hreyfingarinnar að fjölmiðlum, þar sem þetta sé „aðgerð pólitísks eðlis", en vestrænir fulltrúar í Varsjá sögðu viðbrögð stjórnar- innar við þessu fyrsta blaðaverk- falli austantjalds virðast vægari en gagnrýnin í garð Samstöðu að undanförnu. „Stjórnin sýnir enga móður- sýki,“ sagði einn þeirra, „hún veit að þetta mun ekki valda efnahags- legu öngþveiti. Þing Samstöðu hefst senn. Þetta er gamalt mál og kannski þurfa þeir að lýsa afstöðu sinni.“ Samstaða staðfesti að blöð hefðu komið út í styttu formi í Bydgoszcz, Szcecin og Katowice þrátt fyrir verkfallið, en sagði að þar hefðu setuverkföll verið gerð í verksmiðjum. Varsjár-útvarpið sagði að blöð hefðu komið út í fleiri borgum. FAGRANESIÐ frá ísafirði lenti fyrir skömmu í erfiðleikum í is við Grænlandsstrendur og fundu skipverjar ekki færa leið úr isnum. Þegar svo var komið stöðvaði skipið, en þá bar að flugvél frá flugskóla Sverris Þóroddssonar og leiðbeindi flugmaðurinn Fagranesinu út úr isnum. Myndin er tekin úr flugvélinni. Bátur útlaganna gafst upp fyrir flota Frakka París. 19. áKÚst. AP. ANDSTÆÐINGAR Khomeini- stjórnarinnar i íran gáfust upp i dag og létu fallbyssubátinn Tab- arzin af hendi við franska sjóher- inn. Frakkar ætla að skila ir- önsku stjórninni bátnum fljótlega samkvæmt tilkynningu frá Elysée-höll, en hafa hafnað kröfu um að framselja mennina, sem eru 20 talsins og úr útlagafélaginu Azadcgan. Iranirnir, sem eru úr sérþjálfuð- um víkingasveitum, höfðu sagt að báturinn væri aðsetur írönsku út- lagastjórnarinnar eftir töku hans undan strönd Spánar á fimmtudag- inn og hann bar fána íranskeisara. Tveir íranskir sjóliðsforingjar eru komnir til flotahafnarinnar Toulon við Miðjarðarhaf til að undirbúa sendingu Tabarzin til íran. Málið leystist friðsamlega eftir tæplega sólarhrings samn- ingaviðræður. Viðræðurnar hófust skömmu eftir að Tabarzin kom inn í franska landhelgi í gær og varpaði akkerum fyrir utan höfn- ina í Marseille. Meðan viðræðurnar fóru fram hótuðu Iranirnir að sprengja upp fallbyssubátinn nálægt Marseille ef Frakkar gengju ekki að kröfum þeirra um matvæli og eldsneyti. Aldrei var gengið að kröfunum og snemma í morgun samþykktu íran- irnir að báturinn væri dreginn um 50 km í austur frá Marseille að höfninni í Toulon. Báturinn sigldi inn í höfnina í Toulon með franskri áhöfn skömmu eftir að samkomu- lag náðist. íranir munu biðja Spánverja að miðla málum til þess að Frakkar skili íröpunum að því er sérlegur fulltrúi Tehran-stjórnarinnar, Abbas Sorush, sagði í Madrid í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.