Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 31 Aðsókn hefur verið góð að grafisku kvikmyndunum, sem sýndar hafa verið að Kjarvalsstöðum og viðar að undanförnu. Kanadamenn hafa verið mikilvirkir á þessu sviði kvikmyndalistar en þessi mynd er úr kanadísku myndinni „Augað heyrir, eyrað sér“, sem fjallar um kvikmyndagerðarmanninn Norman MacLeren. Hvítabandinu breytt í hjúkr- unardeild fyrir aldraða? NÚ ER á döfinni að Hvitaband- inu verði breytt í hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir aldr- aða. en þar hefur nú verið rekin göngudeild fyrir geðsjúka. Stjórn sjúkrastofnana í Reykjavik hefur samþykkt breytinguna svo og borgarráð, en vegna ágreinings innan þess verður málið að fara fyrir borgarstjórn. Þá liggur fyrir heilbrigðisráðuneytinu ósk um rekstrarleyfi, en hún hefur ekki verið afgreidd enn. Að sögn Jóhannesar Pálmason- ar á Borgarspitalanum var þessi ákvörðun samþykkt á stjórnar- fundi sjúkrastofnana Reykjavíkur 9. júlí síðastliðinn og hljóðaði kostnaðaráætlun þá upp á 830.000 Óhagkvæm rekstr- areining, en nauðsyn- leg bráðabirgðar- lausn, segir Jóhannes Pálmason krónur og var óskað fjárframlags frá Reykjavíkurborg á þessu ári til þess að af breytingunni gæti orðið að fengnu rekstrarleyfi heil- brigðisráðuneytisins. Jóhannes sagði ennfremur að vegna þessa væri unnið að því að fá annað húsnæði fyrir göngudeild geðsjúkra, en enn væri ekki ljóst hvar það yrði. Þá væri það einnig ljóst að þar sem þarna yrði aðeins rúm fyrir 19 sjúklinga yrði þetta rekstrarlega óhagkvæmt, en þetta væri bráðabirgðalausn gerð í ljósi þess neyðarástands, sem ríkti í málefnum aldraðra og í trausti þess að einhverjar úrbætur yrðu hið bráðasta. Nú væri farið að styttast í það að hægt væri að taka hluta B-álmu Borgarspítal- ans í notkun, en hún væri ætluð sem langlegudeild fyrir aldraða. Léti ríkisvaldið nægilegt fé af hendi rakna á þessu ári og næsta yrði hægt að taka þar 2 hæðir með 29 sjúkrarúmum hvora i notkun í lok næsta árs. Grafisku kvikmyndadagarnir: Fjallað um áróðurs- og upplýsingagildi grafískra kvikmynda FJÓRÐA kvikmyndakynningin á Grafisku kvikmyndadögunum verður að Kjarvalsstöðum, föstu- daginn 21. ágúst, kl. 20.00— 22.00. Fjallað verður um efnið „Aróður/Upplýsingar", eða grafisku kvikmyndina sem upp- lýsinga- og áróðursmiðil. Sýnd verða dæmi um upplýsingamiði- un á ýmsum sviðum, áhrifamátt auglýsingakvikmyndarinnar og pólitiskar áróðurskvikmyndir. Myndalisti: Intercellular Communication: Sérstæð grafísk kvikmynd sem unnin er með sérhæfðan áhorfendahóp í huga. Clock Talk: Kennslumynd fyrir börn, sem yfirfærir samþjappað- ar upplýsingar í heillandi mynd- mál sem heldur athyglinni vak- andi og hefur myndræna viðmið- un. Kurtz Reel/Auglýsingamyndir: Vinsælar og snjallar auglýs- ingamyndir þar sem megin- áherslan er lögð á sölugildi vör- unnar. Frá einu þekktasta aug- lýsingafyrirtæki í Hollywood. Able Reel/auglýsingar og áróð- ur: Frumlegar grafískar kvik- myndir sem miðast við að skapa eldmóð í hvaða samhengi sem er. Frá þekktu auglýsingafyrirtæki í Hollywood. The Further Adventures of Uncle Sam: Almenn ádeila á stjórnmálastefnu og lífsskoðanir Bandaríkjamanna. Chapter 21: Nútíma útgáfa á sýnum og reynslu Jóns dýrlings í Opinberunarbókinni og lýsing á himnasælunni. Umraíður á eftir. Teikning af raðhúsum þeim sem stjórn verkamannabústaða á Höfn hyggst reisa, og hefjast framkvæmdir á þessu hausti. Mikil þörf fyrir „félagsleg- ar66 íbúðir á Hornafirði Ilðfn 13. áKÚst. FYRSTI fundur stj. verkam.bú- staða á Höfn var haldinn 15. jan. 1981, og var þá ákveðið að gera könnun á þörf fyrir byggingu félagslegra ibúða og leiddi sú könnun i Ijós að mikil þörf er fyrir ibúðir, byggðar á félagsleg- um grundvelli. Var síðan samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að byggja 10 íbúðir, þ.e. 6 í raðhúsum og 4 í parhúsum á nýju deiliskipulagi norðan við fjölbýlishúsin sem byggð hafa verið við Silfurbraut. Þetta nýja svæði hefur hlotið nafnið Austurhóll. Sveitarstjórn afgreiddi málið samhljóða, og veitti til framkvæmdanna 220.000. kr. Eftir að stjórn verkam.bústaða hafði látið gera teikningar og útboðsgögn, voru frumdrög af teikningum send til Húsnæðis- málastofnunar ríkisins, sem fannst Hafnarmenn vera heldur stórhuga, og varð að samkomulagi milli stofnunarinnar og Hafnar- manna að fækka íbúðunum í 2 í parhúsunum. Undirbúningi er nú að mestu lokið, og þegar Húsnæð- ismálastofnunin gefur stj. verka- mannabústaða grænt ljós, ættu framkvæmdir að geta hafist í haust, nánar tiltekið í september, og ef allt fer samkv. áætlun á verkinu að vera lokið haustið 1982, og mun ekki veita af þar sem húsnæðisekla er mikil í ört vax- andi bæ sem Hafnarkauptún er. Formaður stjórnar verka- mannabústaða er Björn Grétar Sveinsson. Einar Meiriháttar taT t steríó samstæöa 3tækiíeinu, meö hátölurum í vinsæla ,,silfur“ útlitinu. Breidd 540 mm. Hæð 138 mm Dýpt 397 mm. Hátalarar: Breidd 230 mm. Hæð 375 mm. Dýpt 193 mm Leitar að rétta laginu Stilling fyrir metal kassettur Sjálfvirkur lagaveljari. OQ fyrir betri DOLBY upptökur. Útgangsorka 2X32 Wött(MPO) HLJÓMTÆKJADEILD Útsólustaðu. Karnabær Glæsibæ — Fatavai Keflavik — Portið Akranesi — Eplið Isafirði — Alfhóll Sigiufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornai'rði — Eviabær vestmannaeyiur - MM.b f Seltoss; Patróna F'atrer: • ð ■ • ' -V lAUGAVEGI 6C , v-»m u m 5 l 8 * » a* M * I l s I 1 1 jii & x . - . ~ “mr‘ . . i PffT n i / j - 1 ; i [j ij ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.