Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 nm\m „ pu V£R€>UR V»'sr A€> KDMA SEiKlKiA. Þeir TAKA EKKI uúna/" Ast er... i= í L | | \^^^^7n7r/7nf^ ! 1 ! j ! [ ... afl bera á hana sólarolíu. I TM Rag. U.S. P«t Oft —afl rtghf* rmmrmd • 1979 U» Angataa TlmM Syndicata Segflu sjálíur til um .. hafl er ekki gert ráfl fyrir afl nota þá til afl þurrka sokka- plöKKÍn! HÖGNI HREKKVÍSI „Fullt af rollum sem úð- uðu í sig nýgræðinginn“ Heiðraði Velvakandi. Mér er það minnisstætt að fyrr í sumar las ég bréfkorn frá Keflvik- ing í dálkum þínum og fjallaði bréfið um landgræðslu á Suður- nesjum en þó einkanlega meðfram Keflavíkurvegi. Þar sem ég ek þessa leið stundum fór ég veita gróðrinum meðfram veginum meiri athygli en áður og er það rétt sem hann segir, að gróðurinn er víða í hrauninu að ná sér upp alveg frá Hafnarfirði og langt út fyrir Álverksmiðju og getur þar sums staðar að líta nokkurn vísi að trjágróðri. Virtist manni því að iandgræðsla þarna ætti ekki langt í land með að bera ríkulegan ávöxt. En heldur brá mér í brún þegar ég ók þessa leið núna á dögunum. Hvarvetna með vegbrúninni þar sem góðurinn var að ná sér á strik var komið fullt af rollum sem úðuðu í sig nýgræðinginn. Ekki er að undra þótt landið þarna hafist illa við þegar mönnum helst annað eins uppi og þetta, að beita svona á land sem sýnilega hefur ekkert beitarþol. Mig langar til að koma með uppástungu. Hvernig væri að láta eigendur þessara kinda smala þeim burt og friða þetta land fyrir ágangi sauðfjár, a.m.k. meðan það er að ná sér upp á það stig að þola einhverja beit. Það er hrein hörm- ung að horfa upp á kindurnar kroppa þessa fáu græðlinga sem þrífast þarna í hrauninu um leið og þeir koma upp. Væri gróðrinum hins vegar leyft að ná sér upp í friði gæti myndast þarna með tímanum töluvert beitiland sem mætti hafa veruleg not af ef það væri nýtt af viti. En vit er e.t.v. það sem okkur íslendinga skortir alveg í landgræðslumálum. Úr því að ég er nú farinn að skrifa á annað borð og ryðja úr mér skömmum, langar mig til að hnýta hér við stuttum pistli um Alaskalúpínu. Ég held að það sé planta sem við mörlandar höfum allt of lítið sinnt, því að hún gæti að mínu viti gert hreina byltingu hér á landi við að græða upp mela og uppblásturssár sem svo víða blasa við augum hér á landi. Þessi planta er svo lífseig að það er hreint með ólíkindum og hún þrífst ágætlega þar sem allur annar gróður drepst og skrælnar. Það er heldur ekki nóg með að Alaskalúpínan sé falleg jurt og blómstri snemma vors, heldur bætir hún einnig jarðveginn mjög þar sem hún er þar sem rótarkerfi hennar framieiðir köfnunarefni (eða nitur eins og á víst að kalla það núna) umfram not plöntunnar sjálfrar. Aðrar plöntur vaxa því vel í jarðvegi innan um lúpínu, þar sem hún hefur náð að mynda breiður, og er hún þannig t.d. hin ákjósanlegasta planta til þess að undirbúa og græða land fyrir skógrækt. Eins og Keflvíkingur minnist á í bréfi sínu, er það næsta furðulegt að þessi planta skuli hvergi sjást á melunum við Keflavíkurveginn þar sem hún gæti komið að verulegu gagni við landgræðslu. Þar er hins vegar allt krökkt af rollum, landgræðslunni til óþurft- ar. Þessu finnst mér að þyrfti að breyta — rollurnar yrðu reknar af þessu viðkvæma landi en Alaska- lúpínunni hins vegar sáð sem víðast svo landið grói upp. Skógarhóndi Bítlarnir og BCR: „Fáránlegu skítkasti á Bítlana verði hætt“ Til Veivakanda. bréfaskriftum þínum og Kæri hr. Flínkur! Ég hef ekki „Rokkarans", eða hvað hann sýnt mikinn áhuga á þessum kallar sig, — nema þegar byrjað var að blanda Bítlunum inn í málið alveg að ástæðu- lausu að því er ég bezt fæ séð. Hvers vegna að vera að ráðast á Bítlana? Hvað koma þeir málinu við — var það ekki þannig að hr. Flínkur vildi fá endursýndan sjónvarpsþátt með BCR í þriðja sinn? Hvað sér hann svona sérstakt við The Rollers? (Eins og tónlist þeirra er núna). Hr. Flínkur bendir á ýmis nýleg lög með þeim og biður fólk að bera þau saman við lög Bítlanna eins og Ob-la-dí o.fl. Segið mér eitt. Hvenær voru the Rollers, eða BCR, vinsæl- astir? Þegar þeir spiluðu lög eins og Manjana, ekki satt? Þá byrjaði „Bay City Rollers“-æði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.